Morgunblaðið - 29.10.2000, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 29.10.2000, Blaðsíða 48
,8 SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Hundalíf Ljóska Ferdinand Bíðum nú við... Raggi kom með Og ég sé að Konni kemur með.. ..pylsugaffal! pylsumar, Kvistur með brauðin.. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Olympíumót fatlaðra góð þjónusta RIJV Frá Samúel Erni Erlingssyni: í BRÉFI til blaðsins sl. miðvikudag var gerð fyrirspurn um sýningar Sjónvarpsins frá Ólympíumóti fatl- aðra í Sydney. Fleiri hafa gert fyr- irspurnir beint til Sjónvarpsins um þessi mál, og því þykir mér rétt að gera nokkra grein fyrir hvernig þessum málum er háttað: Sjónvarpið sýnir samantekt frá Ólympíumóti fatlaðra í Sydney á hverjum degi, og endurtekur dag- inn eftir. Að loknu mótinu verða gerðir tveir sérstakir þættir um mótið, með áherslu á þátttöku ís- lendinga. Á staðnum eru fréttamað- ur og myndatökumaður Sjónvarps- ins. Fréttir, myndir og viðtöl hafa verið send sérstaklega um gervi- hnött frá Ástralíu hvern dag sem íslendingar hafa unnið til verð- launa. Með þessu gerir Sjónvarpið betur en gert er í nágrannalöndum. Dr. Robert Steadward, forseti Alþjóðaólympíunefndar fatlaðra, fagnaði því sérstaklega í setningar- ræðu í Sydney, að í fyrsta sinn væri daglega dreift myndum af mótinu um allan heim. Sjónvarpið tekur fullan þátt í því. Vala Guðmundsdóttir spyr í Mbl. sl. miðvikudag hví ekki var sýnt frá sundi Islendinga í samantekt föstu- daginn 20. okt. Við biðjumst vel- virðingar á því. Skýringin er að ástralskir aðilar vinna samantekt- irnar. Gert var ráð fyrir þessum greinum fyrirfram, sem svo komust þær ekki með af tæknilegum ástæð- um. Fréttamaður RÚV í Sydney, og þeir sem ganga frá efninu hér heima, gerðu eðlilega ráð fyrir að þetta stæði. Þegar það brást var of seint að bregðast við. Þennan dag sem aðra gerði Sjónvarpið afrekum íslendinga góð skil í fréttum með því að senda nýjar myndir og viðtöl um gervihnött. Rétt er að taka fram, vegna fyrir- spurna um þjónustu Sjónvarpsins við fatlaða íþróttamenn, að Sjón- varpið hefur gert betur í þessu en sjónvarpsstöðvar nágrannaland- anna allt frá 1992. Eftir að alls 3 mínútum af myndefni var dreift al- þjóðlega frá Ólympíumótinu í Seúl 1988, sendi sjónvarpið eigin frétta- mann og myndatökumann á tvö Ól- ympíumót fatlaðra á Spáni 1992 og Ólympíumót í Atlanta 1996 og vann úr sérstaka þætti. Nú er enn stigið stórt skref fram á við í samræmi við aðstæður. Að sinna slíkum viðburði úti í heimi byggist á því sem hægt er að gera af fjárhagslegum ástæð- um. Sé efni dreift á heimsvísu, er gerlegt fyrir litla sjónvarpsstöð að vera með. Sjónvarpið hefur gengið mun lengra en þessi mörk leyfa. Ólympíumót fatlaðra nú er glæsi- legra, fjölþjóðlegra og fjölmennara en nokkru sinni fyrr, og keppni harðari. Miðað við aðstæður hefur árangur Islendinga líklega aldrei verið betri. Sama gildir um þjón- ustu Sjónvarpsins. Ólympíumótið er nú orðið að umfangi líkt og heimsmeistaramót í einstökum greinum, t.d. sundi og frjálsum íþróttum. Framboð á sjónvarpsefni hefur ekki fylgt þessari þróun, langt í frá. Ekkert nefndra móta verður í þessu tilliti borið saman við Ólymp- íuleika. Þeir eru mesta íþróttahátíð heims, nú síðast var efni dreift til sjónvarpsstöðva í Evrópu á 10 rás- um hvern dag. Að auki tóku flestar stöðvar heims eigin myndir og við- töl við sitt fólk. I þessu tilliti er at- hyglisverð sú sérstaða Sjónvarps- ins, að hafa sent myndatökumann á Ólympíumót fatlaðra 1992, 1996 og 2000, en aðeins í fyrsta sinn á Ól- ympíuleika, árið 2000 í Sydney. SAMÚEL ÖRN ERLINGSSON, varafréttastjóri íþróttadeildar RÚV. Keðjuverkun illskunnar Frá KristjániÁmasyni: ENN ER traðkað á Palestinu- mönnum. Og það eru því miður harla litlar líkur á að þeir nái rétti sínum, eins og svo margir aðrir á þessum furðuhnetti. Þegar gyðingar sættu hinum villimannlegu ofsókn- um nasista fengu þeir að vonum samúð margra, þar á meðal mína. Og þegar þeir tóku að flytjast til Palestínu að loknu stríðinu, og rændu araba sem þar höfðu búið um aldir landi og húsum, ja, þá fannst mér það bara allt í lagi. Þessir arab- ar sem höfðu tjaldað í landinu helga í 2000 ár eða svo gátu hypjað sig yf- ir til frænda sinna í nágrannalönd- unum. Það sem kom skilningsglætu inn í hausinn á mér var viðtal sem norskur blaðamaður átti við Palest- ínumann. Blaðamaður spurði hvort honum fyndist nú ekki að gyðingar ættu nokkurn rétt til landsins helga. Þá svaraði Palestínumaðurinn: Hvernig munduð þið Norðmenn bregðast við „ef að ströndum ykkar kæmi her manns og segðist eiga landið af því að forfeður þeirra hefðu búið þar 800 árum fyrir daga Haralds hárfagra? Þá fyrst rann upp fyrir mér til fulls hve fráleit sú réttlæting gyðinga á ofríki þeirra í Palestínu er, að þeir eigi „sögulegan rétt“ til lands sem Rómverjar sviptu þá á sínum tíma. Sú krafa er álíka fráleit og fullyrðingar nasista um að þeir væru af einhverjum arískum kynstofni æðri öllum öðrum. Sam- anlagt ranglæti Rómverja og nas- ista gefur þeim engan rétt til að níð- ast á þriðja aðila. Og framferði gyðinga gagnvart vamarlausu fólki Palestínu minnir alveg skelfilega á meðferð nasista á „óæskilegu" fólki. KRISTJÁN ÁRNASON, Túngötu 2, Hofsósi. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.