Morgunblaðið - 29.10.2000, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 29.10.2000, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Við sendum stjórn og starfsfólki Slysavarna- félagsins Landsbjargar, starfsfólki heima- hlyningar Karitas og þeim mörgu einstakling- um, sem gáfu okkur styrk, hjartans þakkir fyrir samúð og hluttekningu vegna andláts og út- farar ÓLAFS GUÐJÓNS ÁRSÆLSSONAR, Brekkustíg 17, Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Jónína J. Brunnan, synir og fjölskyldur. Innilegar þakkir sendum við öllum sem sýndu okkur samúð við andlát og útför SVEINS KRISTDÓRSSONAR bakarameistara. Sérstakar þakkir til Bakarameistarafélags íslands, Starfsmannafélags Hofsstaðaskóla og Gunnþjörns Steinarssonar. Guð þlessi ykkur öll. Aðstandendur. SOFFÍA GÍSLADÓTTIR + Soffía Gísladótt- ir var fædd í Suður-Nýjabæ, Þykkvabæ, Rang. 25. september 1907. Hún lést á Elliheim- ilinu Grund í Rvk. 20. október síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Magnús- dóttir, húsfreyja, f. 24.6. 1886, d. 17.1. 1979 og Gísli Gests- son, bóndi, f. 8.9. 1878, d. 9.4. 1979, Suður-Nýjabæ. For- eldrar Guðrúnar voru Guðrún Runólfsdóttir, f. 4.11. 1857, d. 17.2. 1951 og Magnús Eyjólfsson, f. 13.3. 1862, d. 26.07. 1940. For- eldrar Gísla voru Ingibjörg Ólafs- dóttir, f. 3.7. 1842, d. 8.5. 1925 og Gestur Gestsson, f. 5.5. 1832, d. 28.3. 1895. Systkini Soffíu voru alls 14 og var hún sú Qórða í röð- inni. Þau voru í aldursröð: Krist- inn, fyrst kvæntur Margréti Gestsdóttur og eftir lát hennar Ingiríði Friðriksdóttur; Ingi- mundur, kvæntur Guðrúnu Þor- steinsdóttur; Gestur, kvæntur Líneyju Bentsdóttur; Jónína, hún lést í barnæsku; Guðbjörg, gift Jens Pálssyni; Guðjón, kvæntur Jónu Þ. Gunnlaugsdóttur; Gísli, lést í frum- bernsku, Dagbjört, gift Sveini Ogmunds- syni; Kjartan, kvænt- ur Þórleifu Guðjóns- dóttur; Óskar, kvæntur Lovísu Önnu Árnadóttur; Ágúsf, lést í bamæsku; Dagbjartur, lést í frumbernsku; Ágúst, kvæntur Nínu Jenný Krist- jánsdóttur. Soffía giftist hinn 19. júní 1934 Auðunni Pálssyni, f. 10.5. 1908, d. 18.1. 1966, frá Nikulásarhúsum í Fjótshlíð, Rang. Foreldrar Auð- uns voru hjónin Sigríður Guð- mundsdóttir, f. 24.6. 1877, d. 12.1. 1958 og Páll Auðunsson, f. 13.10. 1877, d. 15.11. 1951. Þau bjuggu í Nikulásarhúsum. Soffía og Auðunn eignuðust átta börn, sem öll komust upp, ut- + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓHANNESAR KRISTJÁNSSONAR fyrrv. bónda, Ytri-Tungu, Staðarsveit, Karfavogi 44, Reykjavík. Gunnar Jóhannesson, Jóna Jóhannesdóttir, Elfar Sigurðsson, Hrólfur Sæberg Jóhannesson, Hrönn Sigurgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta RÁÐHÚSBLÓM Opicf frá kl. 10-21 alla daga. BAIVIKASTRÆTI 4 SÍMI 551 6690 O ÚTFARARÞJÓNUSTAN Persónuleg þjónusta Höfum undirbúið og séð um útfarir i\ a fyrir landsmenn í 10 ár. LéM Sími 567 9110 & 893 8638 Rúnar Geinnundsson Sigurúur Rúnarsson www.utfarir.is utfarir@utfarir.is_________________útfararstjóri_____útfararstjóri — - . í i -> * ' j LEGSTEINAR . Komið og skoðið í sýningarsal okkar eða fáið sendan myndalista í - , p* MOSAIK Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík si'mi: 587 1960,fax: 587 1986 Soffía Gísladóttir tengdamóðir mín hefur kvatt þennan heim rétt orðin 93 ára. Það var fyrir tæpum fjörutíu árum sem ég hitti Soffíu fyrst þegar Gísla syni hennar fannst orðið tímabært að kynna mig fyrir foreldrum sínum, sem bjuggu á Bjargi rétt fyrir utan Selfoss. Ein- hverra hluta vegna sendi Gísli mig á undan sér í rútu til Selfoss ásamt Kristínu systur sinni. Hann hefur efalaust talið að mér yrði ekki skotaskuld úr því að kynna mig sjálf og brjóta ísinn án hans hjálpar. Frá þessum degi er mér minnistæðust hún tengdamóðir mín. Hún heilsaði mér kurteislega og alvarleg í bragði. Seinna um daginn er við sátum í eldhúsinu hjá henni þar sem hún stóð við eldavélina og var að hræra í stóru pottunum sínum tók ég eftir því að hún á sinn hægláta hátt grandskoðaði mig og velti því trú- lega fyrir sér hvort þessi unga stúlka væri nokkuð samboðin hon- um Gísla sínum. Eg held að ég hafi staðist prófið hjá henni tengdamóð- ur minni því með okkur tókst góður vinskapur sem varði æ síðan. Soffía fæddist í Suður-Nýjabæ í Þykkvabæ og ólst þar upp í stórum systkinahópi. Húsakynnin voru ekki stór né efni mikil, en í Þykkva- bænum eru lendur víðar og því nægt pláss til ærsla og leikja. Og eftir því sem ég kynntist glaðværð systkinahópsins á fullorðinsárum get ég vel ímyndað mér að þar hafi oft verið ærlsast mikið og flogist á. Reyndar leið Soffíu sjaldan betur en þegar hún var innan um þennan hóp. Soffía kynntist eiginmanni sín- um, Auðunni Pálssyni frá Nikulás- arhúsum (Niku) í Fljótshlíð á vertíð í Vestmannaeyjum. Þau voru við- loða við Eyjarnar fyrstu árin en fluttust síðan að Niku þar sem þau hófu búskap með foreldrum Auð- uns. Nikulásarhús standa hátt í Hlíðinni austan Hlíðarenda. Þaðan er útsýni ægifagurt, Eyja- fjallajökull blasir við og Vest- mannaeyjar rísa úr sæ undan Land- eyjasandi. Jörðin var mjög brattlend og erfið og því ólík slétt- lendi Þykkvabæjarins. Það var kannski þess vegna sem Soffía fann sig aldrei fullkomlega í Fljótshlíð- inni. f Niku fæddust sjö af átta börnum Soffíu og Auðuns og var því í nógu að snúast fyrir tengdamóður mína. Þvottur þveginn í höndum og borinn í bæjarlækinn til skolunar, matseld og bakstur, saumaskapur og viðgerðir og hlaupið í útiverk þess á milli. Soffía var mikill dugnaðarforkur til allra verka. Þetta var líf alþýðu- konnunnar fyrr á öldinni, eitthvað svo fjarlægt nút.ímakonnunni. Eftir Heklugosið 1947 var orðið erfitt um búskap í Niku vegna ösku- lags er huldi jörðina. Soffía og Auð- unn fluttust þá þaðan að Bakka í Ölfusi. Þurftu þau að skera niður allt sauðfé þar sem ekki mátti flytja það milli svæða og byrja upp á nýtt með sauðfjárbúskap en kýrnar tóku þau með sér. Fyrstu árin á Bakka voru því erf- ið. í stað brattans í Fljótshlíðinni tóku nú við Ölfusforirnar með öllum sínum skurðum og keldum, börnun- um til mikillar ánægju en foreldrun- um til armæðu og ótta. Og áfram var haldið með matseld og bakstur á heimilinu stóra, mjaltir og þvottar og áfram þvegið í höndum en nú var þvotturinn ekki skolaður í bæjar- læknum heldur í „stóra skurðin- um“. Á Bakka var tvíbýli og í hinum bænum bjuggu hjónin Ragnheiður Jóhannsdóttir og Engilbert Hann- esson. Tókst með fjölskyldunum mikill og náinn vinskapur sem hefur haldið alla tíð síðan og veit ég að þessi vinskapur var tengdamóður minni mikils virði, enda leið henni afar vel á Bakka. Árið 1955 brugðu Soffía og Auð- unn búi og fluttust að Bjargi á Sel- fossi. Bjarg stendur á bökkum Ölfusár og á Bjargi sofnaði maður og vakn- aði við þungan nið árinnar. Auðunn starfaði hjá Kaupfélagi Árnesinga og Soffía sá um heimilið sem fyrr og starfaði í Sláturhúsinu á haustin. Tengdabörn og barnabörn fóru að koma til sögunnar og ijölskyldan stækkaði. En þótt hópurinn í kring- um Soffíu og Auðunn væri stór, höfðu þau þó pláss fyrir fleiri. Þau tóku að sér Lindu Haraldsdóttur fimm ára gamla og var hún hjá þeim í þrjú ár. Linda hefur alla tíð síðan litið á Soffíu sem fósturmóður sína og sýnt henni mikla ræktarsemi. Það var svo í byrjun árs 1966 að Auðunn lést af völdum bílslyss tæp- lega 58 ára gamall. Þetta varð tendamóður minni þungt áfall og fjölskyldunni allri. Nokkrum árum síðar flutti hún til Reykjavíkur og stofnaði í fyrstu heimili með dætr- um sínum Kristínu og Jónínu. Varð hún þeim og dætrum þeirra ómet- anlegur stuðningur. Eftir að þær höfðu stofnað eigin heimili ílutti hún til Kristínar dóttur sinnar og bjó hjá henni þar til hún vegna heilsubrests fór á Elliheimilið Grund fyrir fimm árum. Mér fannst hún tengdamóðir mín alltaf vera mjög stór kona. Hún var þó ekki nema rétt yfir meðallagi há. Að hún var svona stór í mínum huga held ég að hafi haft með skaplyndi hennar að gera. Hún var stolt, skap- mikil og gat verið þrjósk þegar svo bar undir, þegar hún setti sér eitt- hvað varð það svo að vera. En undir an eitt, sem dó á fyrsta ári: 1) Páll, f. 12.10. 1934, kvæntur Önnu Þorláksdóttur, þau hafa eignast fimm börn, stúlku sem lést í frum- bernsku, hin eru Sigrún, Svala, Sandra og Auðunn Örvar. 2) Gísli, f. 05.1. 1937, kvæntur Katrínu Eymundsdóttir, þau eiga þrjú börn, Þór, Soffíu og Guðlaugu. 3) Sigríður f. 20.4. 1939, hún giftist Birgi Halldórssyni en hann lést 26.8. 1996, þau eignuðust fjögur börn, Soffíu Auði, Halldór Þor- stein, Birgi Ellert og Ægi. 4) Guðmunda Auður, f. 21.6. 1940, gift Hermanni Ágúst og eiga þau Qögur börn, Auðunn, Birnu Gerði, Huldu Soffíu og Auði Ágústu. 5) Kristín, f. 3.11. 1942, gift Hafsteini Hjaltasyni, hún á tvær dætur, Helen og Soffíu Auði. 6) Þuríður Guðmunda, f. 12.11. 1943, hún lést sex mánaða gömul. 7) Jónína, f. 14.8. 1945, hún Iést 9.3. 1997. Jónína var gift Gunn- birni Guðmundssyni og áttu þau tvö börn, Stefán Kristján og Evu Guðrúnu, áður átti Jónína dóttur- ina Kolbrúnu. 8) Ólafur, f. 11.6. 1947, kvæntur Sigríði Jónsdóttur og eiga þau fjögur börn, Sesselju Jónu, Auði Hlín, Ólaf Má og Auð- unn. Barnabörnin urðu því 25 og barnabarnabörnin eru orðin 35. Útför Soffíu fer fram frá Grens- áskirkju mánudaginn 30. október og hefst athöfnin klukkan 13.30. niðri leyndist líka í henni mikill prakkari og grínisti. Minnistæð er mér hennar fyrsta og eina utan- landsferð. Þá kom hún með foreldr- um mínum í heimsókn til okkar hjóna en við bjuggum þá í Glasgow. Hún naut dvalarinnar í Skotlandi en fannst þó hápunkturinn vera sigl- ingin heim með Gullfossi. Er Island nálgaðist fór Þóra móðir mín, sem var sjóuð í utanlandsferðum, að leggja Soffiu lífsreglurnar varðandi tollinn. En þar sem synirnir og tengdasynirnir voru margir og fjöl- skyldan stór og Soffía vildi gleðja alla fór hún ekkert að ráðum Þóru. Hún var saklaus á svipinn þegar hún tjáði tollurunum að hún væri nú að koma úr sinni fyrstu utanlands- ferð og hefði bara smávegis með sér til gjafa. En það dillaði í henni hlát- urinn þegar hún tók alla pelana upp úr töskunum og deildi út. (Ég býst við því að málið sé fyrnt). Soffía var mikil barnagæla og hafði næmt innsæi gagnvart börn- um. Það var gott að kúra sig í henn- ar sterka og hlýja faðmi. Hún elsk- aði börn og fannst, að ég held, aldrei nógu mikið fæðast af þeim. Það birti yfir svip hennar þegar hún vissi að von var á nýju barni í fjöl- skyldunni og vitanlega af hreinni hlýðni við móður sína og ömmu hafa börnin og baniabörnin verið iðin við kolann. Þau hafa fært henni 25 barnabörn og 35 langömmubörn. Soffía gat því litið stolt yfir hópinn sinn, börnin sem hún hafði sent út í lífið sterk og sjálfstæð, barnabörnin sem engu síður hafa spjarað sig í lífi og starfi og síðast en ekki síst lang- ömmubörnin kraftmikil og kát. Henni hafði svo sannarlega tekist að ávaxta sitt pund. Eins og áður sagði dvaldist Soffía síðustu ár ævi sinnar á Elliheimil- inu Gi-und. Hún naut þar góðrar að- hlynningar, þó aldrei væri hún sátt við að geta ekki verið heima. Dætur hennar og dótturdætur voru óþreytandi að heimsækja hana, lyfta henni upp og gera henni lífið léttara. Síðustu mánuði dró mjög af Soffíu, er hún þurfti að liggja rúm- föst og hjálparvana, hún missti bar- áttuþrekið sem til þessa hafði verið svo mikið og fékk svo loks hvíldina 20. október sl. Soffia var alla tíð mjög trúuð kona og kirkjurækin. Ég vil fá að þakka henni langa samfylgd og vin- áttu með orðum Hallgríms Péturs- sonar: Vaktu, minn Jesú, vaktu í mér. Vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki, þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. Góður guð blessi minningu Soffíu Gísladóttur. Katrín Eymundsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.