Morgunblaðið - 02.11.2000, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 02.11.2000, Qupperneq 12
12 FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skýrsla borgarverkfræðings vegna byggingarframkvæmda Allt lagðist á eitt til hækkunar á kostnaði STEFÁN Hermannsson borgar- verkfræðingur, ásamt borgarlög- manni og byggingardeild borgar- verkfræðings hefur lagt fram skýrslu sem gerir grein fyrir þeim aukakostnaði sem varð við fram- kvæmdir vegna bílageymslu og tengibyggingar Borgarleikhússins og Kringlunnar. Hann segir í samtali við Morgunblaðið að stærstur hluti skýringarinnar liggi í því að upphaf- lega hafi verið gert ráð fyrir að kostnaðurinn yrði greiddur með skuldabréfi sem greitt yrði á 15 ár- um, „en það var hætt við það og ákveðið að gera verkið upp við Kringluna", segir Stefán. Hann segir að þannig hafi fjár- hagsáætlunartalan verið miðuð við afborgun af skuldabréfí, en ekki að verkið yrði gert upp í heild. „í skýrslunni segir að uppgjör verksins í heild strax á þessu ári valdi því að bókfærður kostnaður verði 243 milljónir króna en hann hefði verið 87 milljónir króna miðað við að greiða eingöngu afborganir og vexti eins og upphaflega hafi verið gert ráð fyrir,“ segir Stefán. Hann segir að í skýrslunni komi einnig fram að áætluð útkoma þeirra verkþátta sem eru í samvinnu við Kringluna sé 349 milljónir króna, en upphaflega áætlunin, með verðbót- Borgarstjóri um umframkostnað við byggingarframkvæmdir Hefur ekki áhrif á fj árhagsáætlun borgarinnar í heild INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segh- að umfram- kostnaður borgarinnar við bygg- ingarframkvæmdir vegna menn- ingai-mála muni ekki hafa áhrif á fjárhagsáætlum borgarinnar í heild, en eins og fram hefur kom- ið fór kostnaður við umræddar framkvæmdir um 286 milljónir króna fram úr áætlun á þessu ári. Bilið brúað með íjármunum sem fara áttu í gatnagerð Borgarstjóri segir að bilið verði brúað með fjármunum sem hefðu átt að fara til gatna- og holræsamála. Kostnaður við þennan málaflokk hefur af ýms- um ástæðum verið verulega und- ir áætlun það sem af er á árinu sem er að líða.. „Gert er ráð fyrir því að fram- lag borgarsjóðs til gatna og hol- ræsa lækki um 422 milljónir króna miðað við fjárhagsáætlun. Þetta er annars vegar vegna þess að ekki var hægt að fara í ákveðnar framkvæmdir á árinu og hins vegar vegna þess að tekjur af gatnagerðargjöldum urðu meiri en við höfðum áætl- að,“ segir Ingibjörg Sólrún. Hún segir að í fjárhagsáætlun hafi verið gert ráð i'yrir því að útgjöld vegna gatna og holræsa yi-ðu tæplega 2,5 milljarðar króna á þessu ári, en að þeir verði líklega um 2,3 milljarðar. Auk þess hefði verið gert ráð fyrir því að tekjur yrðu tæplega 1,8 milljarðar króna en að þær verði um 2 milljarðar. Þannig skapist svigrúm til þess að brúa bilið sem skapast hafi með um- framkeyrslu við þær fram- kvæmdir vegna menningarmála sem hafa verið til umfjöllunar. um, hafi verið 253 milljónir. Þannig fari verkið, sem samið var um við Kringluna, 96 milljónir króna fram úr áætlun. Stefán segir að í skýrslunni komi einnig fram að fjárhagsáætlunin hafi verið gerð mjög snemma og allt hafi lagst á eitt til hækkunar á kostnaði, meðal annars hafi húsið verið stækk- að um 25% frá því sem miðað var við í upphafi. „Svo byggðist upphafiegi samn- ingurinn á því að Kringlan myndi borga fyrir leikhússalinn með afnot- um í 15 ár, þannig að við áttum aldrei að borga hann í peningum. En svo var hætt við það árið 1999 þegar gengið var frá endanlegum samning- um,“ segir Stefán. 15-20% kostnaðarauki vegna spennu á vinnumarkaði í skýrslunni kemur einnig fram að verktími hafi verið mjög stuttur og að spenna á vinnumarkaði sé talin hafa valdið 15-20% kostnaðarauka. Stefán segir að borgin verði að taka á sig allan þennan kostnaðar- auka og að Kringlan taki einnig á sig aukakostnað. Hann segir að verk- takarnir hafi staðið við sína samn- inga en verkið hafi orðið stærra en áætlað var og því hafi þurft að borga þeim meira. Árekstur í Vestmannaeyjum Fastur ofan á staur TVEIR fólksbílar skullu saman á gatnamótum Heiðarvegar og Kirkjuvegar um miðjan dag í gær. Við áreksturinn kastaðist annar bíllinn á stöðvunar- skyldumerki en við það lagðist merkið á hliðina. Bifreiðin hafnaði ofan á staurnum og þurfti að fá kranabíl til að lyfta bílnum sem sat þar fastur. Tildrög slyssins eru þau að bíl sem ekið var vestur Kirkju- veg var ekið í veg fyrir bifreið sem ekið var norður Heiðarveg. Lögreglan í Vestmannaeyjum segir að ekki hafi orðið alvarleg slys á fólki en bílamir skemmd- ust talsvert. Nýtt stöðvarhús byggt á Nesjavöllum á mettíma Morgunblaðið/Ámi Sæberg Alfreð Þorsteinsson aflienti Þorvaldi Gissurarsyni, framkvæmdastjóra Þ.G. verktaka, 20 milljóna króna viður- kenninguna. Stöðuheitið staðarhaldari í Viðey verði lagt niður Verktakinn fær 20milljónir króna í bónus MENNINGARMÁLANEFND Reykjavíkur samþykkti í gær bókun þess efnis að stöðuheitið staðarhaldari í Viðey verði lagt niður frá 31. janúar 2001, er nú- verandi staðarhaldari lætur af störfum. Þess í stað leggur menn- ingarmálanefnd til að umsjón með eynni, mannvirkjum þar og rekstri af hálfu menningarmálanefndar verði falin borgarminjaverði. í greinargerð með bókuninni segir að Þórir Stephensen, sem hafi með sóma gegnt starfi staðar- haldara í Viðey, muni láta af því starfi snemma á næsta ári og af því tilefni þykir rétt að gera breyt- ingu á umsjón Viðeyjar. Eðlilegt sé að umsjón með Viðey sökum sögu hennar, friðaðra húsa og ann- arra minja falli undir embætti borgarminjavarðar. Hinar eyjarnar á Kollafirði hafi verið án tengsla við Viðey en til- heyri þó ótvírætt því menning- arlandslagi sem Viðey sé og séu sömuleiðis merkar söguslóðir. Því sé gert ráð fyrir að þessar eyjar falli einnig undir embætti borg- arminjavarðar í framtíðinni. í bókun menningarmálanefndar segir einnig að hún muni í fjár- hagsramma til menningarmála- stjóra gera ráð fyrir starfsmanni á skrifstofu hans sem meðal annars muni sinna kynningu á menningar- starfi Reykjavíkurborgar og fram- kvæmd á stefnumótun menningar- málanefndar hvað varðar menn- ingartengda ferðamennsku, meðal annars um Sundin, eyjarnar þrjár og Kjalarnes. Til þessa yrði nýtt fé sem verið hefur á launalið Viðeyj- ar. Fulltrúar minnihluta segja vegið að framtíð Viðeyjar Fulltrúar minnihluta í menning- armálanefnd greiddu atkvæði gegn bókuninni og létu bóka að tillagan um að leggja niður starf staðar- haldara í Viðey taki ekki á því hver það verði sem beinlínis muni sinna Viðey og að hún endurspegli hvorki framtíðarsýn né umhyggju fyrir staðnum. í bókun minnihlutans segir einn- ig að embætti staðarhaldara í Við- ey hafi frá upphafi verið ætlað nokkuð annað hlutverk en öðrum forstöðumönnum menningarstofn- ana Reykjavíkurborgar. Viðey sé einn merkasti og helgasti staður á íslandi og staðarhaldari verði því að vera þess megnugur að við- halda þeirri virðingu sem staðnum sæmi. Einnig segir að nái tillaga meiri- hluta menningarmálanéfndar fram að ganga muni starf staðarhaldara í Viðey verða lagt niður og að sú skipan mála, að stöðugildi staðar- haldara verði notað til þess að ráða aðstoðarmann menningar- málastjóra og borgarminjaverði falið að hafa umsjón með eynni og mannvirkjum hennar, sé undarleg moðsuða sem rugli saman varð- veislu menningarverðmæta í Viðey og því að bæta úr ófullkominni starfsaðstöðu menningarmála- stjóra. Að leggja niður stöðu og starf staðarhaldara til þess að nýta stöðugildið fyrir nýtt starf aðstoð- armanns menningarmálastjóra sé alrangt og að með því sé vegið að framtíð Viðeyjar. NÚ ER lokið byggingu nýs stöðv- arhúss í tengslum við stækkun orkuvers á Nesjavöllum vegna til- komu þriðju vélasamstæöunnar. Nýja vélasamstæðan er komin í skip og er væntanleg um næstu mánaðamót. Verktakinn afhenti húsið í gær. Ákvörðun um stækkun Nesja- vallavirkjunar og aukningu á framleiðslugetu hennar, með upp- setningu þriðju 30 MW vélasam- stæðunnar, var tekin í ágúst á síð- asta ári. Ákveðið var að hefja raforkuframleiðslu 1. júlí 2001. Þar sem skammur tfmi var til stefnu var ljóst að byggja þyrfti stöðvarhús nú í sumar, annars tefðust framkvæmdirnar. Til að gera væntanlegum bjóðendum ljóst mikilvægi tfmamarka og til að hvetja þá til dáða, ákvað Orku- veita Reykjavíkur að greiða 5 milljónir króna aukalega ef verk- inu lyki á tilsettum tíma og hálfa milljón króna til viðbótar fyrir hvern dag sem það yrði á undan áætlun, í allt að 30 daga. Há- marksupphæð var þannig ákveðin 20 milljónir króna. Verkið hófst með snjómokstri Samið var við lægstbjóðendur, Þ. G. verktaka ehf., um verkið á 386 milljónir, eða 99,9 % af kostn- aðaráætlun. Verkið hófst með snjómokstri í byrjun mars. „Mjög vel hefur verið staðið að fram- kvæmdinni af hálfu verktaka og afhenti hann bygginguna 1. nóv- ember 2000, mánuði á undan áætlun," segir í frétt frá Orku- veitunni. Um leið og Þorvaldur Gissurarson verktaki afhenti hús- ið í gær tók hann við 20 milljóna króna bónus úr hendi Alfreðs Þorsteinssonar stjórnarformanns Orkuveitunnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.