Morgunblaðið - 09.11.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.11.2000, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Viljum losna úr álögum gamla kerfísins og njóta jafnræðis ÞVILIK gleði og léttir! Hver man ekki eftir bréfinu með til- kynningu um úthlutun á íbúð hjá Verka- mannabústöðum (í dag húsnæðisnefnd Reykjavíkur). Ekki var lengur þörf á að vera inni á gafli hjá ættingj- um né vera háður leigumarkaðinum sem var bæði dýr og óör- uggur. Staðan er sú sama í dag. Ekki er ætlunin að fjalla nánar um leigumarkaðinn, þann markað kannast þeir við sem hann hafa heimsótt. Það var því mikil gleði- stund og ánægjan skein úr andliti fjölskyldnanna þegar fólk flutti í sín- ar eigin íbúðir. Mörg ár hafa liðið og fólk hefur uppgötvað að ekki er allt Eydís O.L. Cartwright sem sýnist. Ég leyfi mér að fullyrða að fáir gerðu sér fyllilega grein fyrir hversu illa stæðir fjárhagslega og réttindalega séð þeir myndu verða eftir 10- 20 ár í kerfinu. Eftir þann árafjölda finnur þú að þetta gamla úrelta kerfi er í raun fjandsamlegt fjöl- skyldum. Kerfið var byggt fyrir kerfið en ekki fólkið sem þó var hinn upprunalegi til- gangur, þ.e. að hjálpa tekjulágu fólki að koma öruggu þaki yfir höfuð- ið á viðráðanlegum lánum. Kerfið hefur í raun grafið undan öryggi fólks með því að böm íbúðareigenda hafa engin réttindi ef foreldri/for- eldrar falla frá. Börnin erfa eignar- Húsnæðiskerfi Eftir þann árafjölda fínnur þú, segir Eydís O. L. Cartwright, að þetta gamla úrelta kerfí er í raun fjandsamlegt fjölskyldum. hlut foreldra en geta ekki yfirtekið lán foreldra sinna ef þau svo óska til að hugsa um yngri systkyni. Þau verða einfaldlega að yfirgefa heimili sín. Einnig má nefna dæmið um eignarhluta Soffíu sem fjallað var um í Mbl. föstud. 20. okt. Mörgum núverandi og fyrrverandi eigendum (ásamt erfingjum þeirra) í þessu Nýi ilmurinn frá Estée Lauder CbLYFJA INTUÍTÍON Ráðgjafi frá Estée Lauder verður í Lyfju, Hamraborg í dag, fimmtudag, og Lyfju, Setbergi á morgun, föstudag. ESTEE LAUDER Lyfja Laugavegi, sími 552 4045, Lyfja Lógmúla, sími 533 2308, Lyfja Hamraborg, sími 554 0102, Lyfja Setbergi, sími 555 2306. kerfi finnst að farið sé ránshendi um tekjulágt fólk og það með samþykki löggjafans. I Mbl. laugard. 21. okt. er athugasemd frá framkvæmdastjóra Húsnæðisskrifstofu Reykjavíkur, þar segir að ítrekað hafi fallið hæsta- réttardómar þar sem útreiknings- reglur og aðferðir húsnæðisnefndar Reykjavíkur við útreikning innlaus- narverðs hafi verið staðfestar." Það er ekki þar með sagt að þessir út- reikningar séu siðferðilega réttir. Ég sætti mig ekki við þær útreikn- ingsreglur sem húsnæðisnefnd Reykjavíkur er látin miða við og þar sérstaklega 1 % fyrningu fyrir hvert ár. Taka ætti mið af markaðsbreyt- ingum hverju sinni og eigendur ann- aðhvort hagnast eða tapa eins og hver annar íbúðareigandi. Reynt hefur verið að láta fólk líta á þetta sem ódýra leigu, ég segi nei! Ef þú, lesandi góður, ert eigandi félagslegrar eignaríbúðar láttu ekki segja þér að þú verðir bara að líta á þetta sem ódýra leigu. Þú ert ekki leigjandi, þú skrifaðir ekki undir leigusamning við borgina heldur skrifaðir þú undir veðskuldabréf. Þú borgar fasteignagjöld og berð allan þann kostnað sem fylgir viðhaldi. Raddir hafa einnig heyrst þess efnis að íbúðareigendur í félagslega eignaríbúðakerfinu eigi ekki að fá að hagnast persónulega af íbúðum sín- um vegna þess að þeir nutu sér- stakra lána á sínum tíma. Þvílíkur hroki! Eru þetta haldbær rök? Hvað með allt það fólk sem keypti fast- eignir fyrir 1980? Hvað varð um þau lán eða námslánin? Hefur það fólk ekki notið hagstæðra lána og hagn- ast af því persónulega? Eru það ein- hver háheilög trúarbrögð að fólk sem einu sinni var lágtekjufólk (eða þeir„sem minna mega sín“ hefur ver- ið vinsæl tugga) eigi ekki rétt á að hagnast af eignum sínum, á það ein- faldlega að sitja á sömu hillunni alla sína tíð? Þetta minnir á hugarfar Javert lögregluforingja í sögu Victors Hugo, Les Misérables: „einu sinni sakamaður alltaf sakamaður". Ég spyr: því má það fólk sem hefur alið önn fyrir heimili sínu, séð um allt viðhald innan sem utan dyra ásamt nánasta umhverfi, borgað sín fast- eignagjöld, staðið í skilum með sín lán (margir borga 4,9% vexti) ekki hagnast á eign sinni? Staðreyndin er sú að hér hefur verið rekin aðskiln- aðarstefna sem hreinlega mismunar , fólki og hefur í raun ýtt undir for- dóma í samfélaginu. Með fullri virðingu fyrir því vandasama verki sem ráðamenn standa frammi fyrir við að leysa hús- næðisvanda leigjenda er það engan veginn réttlætanlegt að litið sé til eigenda félagslegra íbúða sem lausn- ina á þeim vanda. Formaður félags- málaráðs ritar í grein í Mbl. þ. 21.okt. að leigjendur hjá borginni i hagnist af innlausn félagslegra eign- aríbúða, ekki borgin. Með þessu móti gerir borgin þá eigendur að blóra- bögglum þar sem hún hefur ekki staðið sig sem skyldi hvað leigu- markaðinn varðar. Það er með öllu óskiljanlegt af hverju Reykjavíkur- borg losar sig ekki við þennan bagga því eins og framkvæmdastjóri Hús- næðisskrifstofu Reykjavíkur benti á í athugasemd sinni 21.okt í Mbl. þá bera Reykjavíkurborg og Húsnæðis- skrifstofa Reykjavíkur verulegan kostnað með innlausn félagslegra eignaríbúða.“ Fróðlegt var að lesa bréf bæjar- stjóra Hafnarfjarðar til Sambands íslenskra sveitarfélaga í Mbl. 21. okt. Þar kom m.a. fram að þær 36 íbúðir sem voru seldar frjálsri sölu hafi fært íbúðalánasjóði kr. 192.306.380,- en ef frjáls sala hefði ekki verið leyfð mætti ætla að af þessum 36 íbúðum hefðu 10-12 íbúðir komið til inn- lausnar eða verið seldar nauðungar- sölu og uppgreidd lán þá numið ca. kr. 70.000.000,-. Hversu margar íbúðir hafa komið til innlausnar í Reykjavík þetta ár? Nær sú tala 80? I Reykjavík eru um 4.000 félagslegar eignaríbúðir og íbúar þeirra margir hverjir ánægðir með heimili sín og staðsetningu. Stór hópur sem nauð- synlega þarf að flytja vegna breyttra aðstæðna getur sig hvergi hreyft þar sem ekki er lengur hægt að skipta um íbúðir innan gamla kerfisins hvað þá að nálgast íbúðir á hinum frjálsa markaði vegna gríðarlegrar hækk- unar á höfuðborgarsvæðinu. íbúar vilja losna úr álögum þessa gamla úrelta kerfis og njóta jafnræðis. Við hjónin munum ekki afhenda okkar íbúð til innlausnar í þessu kerfi. Við munum ekki láta útreikn- ing húsnæðisnefndar Reykjavíkur gera lítið úr því fjármagni sem við höfum unnið fyrir hörðum höndum í gegnum árin og látið í eign okkar. Við erum ánægð hérna í Ártúnsholt- inu, í stuttu göngufæri við Elliðaár- dalinn, með útsýni yfir Snæfellsjök- ul, sundin blá og Esjuna. Það eina sem við forum fram á er að við búum við öryggi og jafnræði sem fast- eignaeigendur. Höfundur er ritari á Hafró. AV/S Sími: 533 1090 Fax:533 1091 E-mail: avis@avis.is Dugguvogur10 Helgarpakki Avis mælir með Opel Þrír dagar á aðeins kr. 9.999,- Innifalið: 200 km akstur, tryggingar og skattur. Glaðningur frá McDonald’s fylgir hverjum leigðum bíl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.