Morgunblaðið - 09.11.2000, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 09.11.2000, Blaðsíða 58
kfi8 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ HESTAR honum hefði verið í kringum 50%. Á húsi var 6 hryssum haldið undir hann og voru 4 þeirra með fyli. Þá sagðist hann hafa tekið á móti hryssum eftir landsmót og þar hefði útkoman verið þokkaleg. Þorvaldur sagði að svo virtist sem ástæðu fyrir slöku fyljunarhlutfalli mætti rekja til þess að sæðisfrum- urnar úr honum lifðu stutt en ekki það að þær væru fáar. Hann taldi og vonaði að hér væri um tíma- bundið vandamál að ræða og benti einnig á að slæm útkoma margra hesta hvað varðaði fyljunarhlutfall væri rannsóknarefni og hann taldi nauðsynlegt að finna út hvað ylli. Hluthafar í Töfra væru margir hverjir að vonum uggandi um framtíð hestsins eins og staðan væri í dag enda var greitt hátt verð fyrir hlutinn en þeir eru, að sögn Þorvaldar, 50 talsins. I sumar var Óðsjelaginu, félagi um stóðhestinn Óð frá Brún, breytt í einkahlutafélag en Töfri er sem kunnugt er undan Óði. Ing- ólfur Jónsson, einn af hluthöfum í félaginu, sagði það á allan hátt betra og skynsamlegra að hafa svona félagsskap í hlutafélags- formi. Meðal nýjunga sem teknar voru upp í rekstri félagsins var út- gáfa sérstakra eyðublaða sem eru jafnframt aðgöngumiðar fyrir hlutahafa sem þeim ber að af- henda þegar þeir koma með hryss- ur undir hestinn. Sagði Ingólfur þá mjög stranga með að fram- fylgja þessari reglu. Kostinn við þetta sagði hann þann helstan að þetta fyrirkomulag auðveldaði mjög allt skýrsluhald og líka hitt að þetta hjálpaði við að koma reglu á hvað varðaði komutíma hryssnanna. Mjög hvimleitt væri og slæmt þegar verið væri að setja hryssur í girðingu mörgum dögum eftir að hestinum væri sleppt í hana og gæti það valdið ýmsum samskiptavandamálum í girðing- unni. Sagði Ingólfur að þetta fyrir- komulag hefði vakið athygli og ætluðu fleiri stóðhesteigendur að hafa þenna háttinn á næsta ár. Einkahlutafélög að ryðja sér til rúms í stéðhestahaldi Stóðhestaverslunin virtist vera að taka á sig nýja mynd í sumar. Valdimar - Kristinsson kannaði hvað væri að gerast í stóðhestamálunum. NÝLEGA voru auglýstir hlutir í Dyni frá Hvammi sem er í eigu Önnu Magnúsdóttur og fjölskyldu hennar. Þórður Þorgeirsson sagði í samtali við Morgunblaðið að til stæði að halda stofnfund um hest- inn fljótlega. Ætlunin væri að skipta hestinum í 60 hluta og gæfi hver hlutur eigandanum rétt á að halda einni hryssu undir klárinn á ári. Búið er að selja 22 hluti í klárnum og sagði Þórður að ^ nokkrir aðilar væru að hugsa mál- ið og þar á meðal Hrossa- ræktarsamband Vesturlands sem væri að íhuga kaup á sex hlutum í klárnum. Huturinn í Dyni er seld- ur á 250 þúsund krónur og er klár- inn því metinn á 15 milljónir króna. Marteinn Njálsson í Vestri- Leirárgörðum, gjaldkeri Hrossa- ræktarsambands Vesturlands, sagði að innan stjórnar væri ein- hugur um að ganga að þessum kaupum en endanleg ákvörðun / verður tekin á haustfundi sam- bandsins síðar í nóvember þar sem mæta stjórnir allra deilda mæta. Þá sagði Marteinn að Dalamenn hefðu óskað eftir því við Hrossar- æktarsamband Vesturlands að MorgunblaðiðA^aldimar Kristinsson Einkahlutafélög eru að ryðja sér til rúms í eignarhaldi á stóðhestum og stendur fyrir dyrum að stofna eitt slíkt um Dyn frá Hvammi sem Þórður Þorgeirsson situr hér í sýningu á landsmótinu í sumar. þeir keyptu Va hlut sameiginlega í Skinnfaxa frá Þóreyjarnúpi. Sagði Marteinn að ekki væri samstaða um þau kaup innan stjórnarinnar. Þá upplýsti hann að á haustfundin- um yrði ákveðið hvar stóðhestar sambandsins yrðu í girðingum og eins hvort leigja skyldi einhverja út og þá hverja. Skorri frá Gunn- arsholti, Hamur frá Þóroddsstöð- um og Kolfinnur frá Kjarnholtum yrðu á húsi hjá þeim á næsta ári og sagðist hann fastlega gera ráð fyrir að þeir yrðu leigðir úr hérað- inu. Lítil ásókn væri hjá mönnum í að halda hryssum á húsi því betri útkoma fjárhagslega að senda þá annað. Að síðustu upplýsti Marteinn að ekki hefði náðst sam- komulag um sölu á hestum í eigu eða að hluta í eigu sambandsins. Fjárhagur sambandsins væri ágætur og þeir væru alltaf tilbúnir að líta eftir álitlegum hestum. Félagsskapur um Töfra frá Kjartansstöðum var stofnaður fyr- ir landsmót í sumar og eftir frá- bæra framgöngu hestsins á mótinu vlrtist staða félagsins mjög góð. Utkoman úr sæðingum var mjög léleg eftir landsmót, engin hryssa fyljuð. Ræktandi hestsins og einn af eigendum, Þorvaldur Sveinsson, sagði að hann hefði um sinn hætt sölu hluta í hestinum af þessum ástæðum en hann benti jafnramt á að mikið hafi verið gert úr þessari slæmu útkomu Töfra og vildi hann meina að fyljunarhlutfallið hjá Staðfesting stórra afreka MorgunblaðiðA^aldimar Kristinsson Þótt eitt og annað megi finna að nýútgefnum myndbandsspólum um landsmótið, hafa þær að geyma góðar heimildir um þann frábæra hestakost sem þar gat að líta, eins og til dæmis A-flokks gæðingana sem hér sjást. ALLNOKKUÐ er um liðið síðan glæsilegu landsmóti í Reykjavík lauk ’ og það komið í sarp minninganna. Til að hressa upp á minnið eru nú gefnar út fjórar myndbandsspólur sem hafa að geyma að stærstum hluta hesta- kost mótsins eins tíðkast hefur þegar haldin eru slík mót. Ein spóla með öllum dagskrárliðum mótsins en þrjár spólur með öllum kynbóta- hryssum, stóðhestum og gæðingum. Ailar eru þessar spólur ágæt heimild um hrossin sem þama komu fram, þijár síðastnefndu spólumar að vísu mjög hrátt myndefni enda þeim lík- lega ekki ætlað að sýna annað en hrossin á mótinu. Fjórða spólan kall- ast „Hápunktur mótsins" þar sem getur að líta alla þætti mótsins. Það vakti allnokkra athygli að á “ Tiýafstöðnu ársþingi Landssambands hestamannafélaga sté einn þingfull- trúa í pontu og setti fram allharða gagnrýni á þessa myndbandagerð. Mátti á ræðumanni skilja að þama væri afar illa að verki staðið og það sem væri verst væri hversu smánar- lega lítið væri sýnt af keppni knapa í yngri flokkum. Sigurvegarar þar fengju lítið rými og forkastanlegt að ekki skyldu gefnar út sérstakar spól- ur með keppni þeirra. Þarna var sett fram mjög hörð gagnrýni og ekki laust við að fyrrnefnda spólan væri jskoðuð með þessa gagnrýni í huga. Hatt best að segja er vart hægt að taka undir þessa gagnrýni með yngri flokkana á „Hápunkti mótsins" að mati undirritaðs. Svo virðist sem gott jafnvægi sé í sýningartíma flestra þátta mótsins. Barnaflokkur er í mynd í fimm mínútur, unglingar rúmri mínútu lengur og ungmenni eitthvað þar á milli. A-úrslit A-flokks em í mynd á níundu mínútu en B- flokkur í kringum sex mínútur. Eðli málsins samkvæmt tekur A-flokkur lengsta tímann vegna skeiðsprett- anna en í bæði A- og B-flokki voru ör- stutt viðtöl við knapa. Vissulega er svo hægt að deila um það hvort þetta sé eðlilegur munur en ætla má að ef miðað er út frá vinsældum einstakra flokka hjá fjöldanum mætti ætla að þetta sé ekki fjarri því sem eðlilegt getur talist. Það að ekki séu gefnar út sérstakar spólur með yngri flokkum ræðst væntanlega af því að lítil sala hefur verið á slíkum spólum þegar þær hafa verið gefnar út. Tilfinningin eftir að hafa rennt í gegnum spólurnar fjórar er afar góð. Það eitt að geta upplifað glæsilegar sýningar landsmótsins á nýjan leik og sjá allan þennan fjölda af frábær- um hrossum, geta spólað fram og til baka, skilgreint kosti og galla hross- anna með hjálp kyrrmyndatækni myndbandsins er afar verðmætt. Mynböndin undirstrika vel þær miklu framfarir í þjálfun hrossa og reiðmennsku sem hestamenn upplifa á hverju ári. Það sem mesta athygli vekur á því sviði er hversu uppbygg- ing knapanna á hrossunum virðist góð. Flest hrossanna hafa náð góðum styrk og miklum burði í baki og aft- urhluta og um leið gefur það knapan- um meii'a vald á hreinleika gangteg- unda og fótaburður eykst. Það ánægjulega sem gerist við þessa þró- un er að knapinn og hrossið verða ekki eins háð þyngri fótabúnaði og ella. Þetta ásamt framförum í hross- arækt gefur góðar vonir um að í framtíðinni verði hægt að létta fóta- búnað keppnis- og sýningarhrossa. Ekki má þó gleyma því í þessari miklu gleði að þama getur að líta rjómann af því sem til er í landinu í dag. Spólumar staðfesta svo ekki verður um villst að mörg frábær af- rek voru unnin á Víðivöllum þessa daga í júlímánuði. Hvað varðar tæknihlið málsins má svo sem ýmislegt að finna. Mynda- taka við þær aðstæður sem þama voru verður að teljast viðunandi. Vissulega hefði verði heppilegra að hafa tökuvélarnar handan kappreiða- brautar og hafa mannfjöldann í bakgranni og taka með því undan sól en ekki á móti. Við tökuvélarnar vora þeir menn sem hvað mesta reynslu hafa af gerð hestamyndbanda á Isl- andi í dag og ekki ástæða til að ætla annað en staðið hafi verið eins vel að verki og hægt var. En kannski hefði klipping á ýmsum stöðum mátt vera hnitmiðaðri og hluta margra skota hefði mátt fjarlægja. Það er til dæmis afar hvimleitt þegar tökuvélin fylgir einum hesti eftir langhlið inn á skammhlið en síðan er hún snögg- lega færð til baka og annar hestur tekinn í mynd á langhliðinni. Augna- blikið meðan vélin fer af fyrri hestin- um yfir á hinn seinni ætti að klippa burt en því miður er það ekki gert í mörgum tilvika og setur mjög við- vaningslegan blæ og klaufalegan á myndina. Vissulega væri hægt að gera kynngimagnaða mynd um landsmót þar sem fjallað væri um alla umgjörð mótsins með ýmiskonar viðtalsinnskotum, mannlífssýnis- hornum og fleira. Möguleikarnir era margháttaðir en allt snýst þetta að sjálfsögðu um peninga. Sú stefna hef- ur verið mörkuð í gerð heimilda- mynda um fjórðungs- og landsmót að sýna hrossin íyrst og fremst og keppni þeirra. Spólan sem kallast „Hápunktur mótsins" er hin dæmi- gerða gjafaspóla en hinar meira fyrir „harðsvíraða" hestamenn sem aldrei fá nóg af að skoða glæsihross. Á fyr- nefndu spólunni er örlítil tónlist og þulur fylgir henni í gegn með kynn- ingu á efninu. Þar fer hinn kunni hrossaræktandi, knapi og vinsæli þulur á hestamótum og sýningum Sigurður Sæmundsson og ferst hon- um verkið ágætlega að flestu leyti. Vissulega er hægt að finna hentugri rödd til starfans en Sigurður hefur þægilega rödd og flestir þekkja hana, sem er kostur. Hann kemst oft skemmtilega að orði með meinfyndn- um athugasemdum og vel þekkir hann til bæði manna og hesta en þar liggur styrkur hans í starfinu. Ekki er hægt að skilja svo við þennan ágæta þul að ekki sé minnst á dapur- lega beygingarkunnáttu hans. Að tala um Sigurbjörn á Markús, Bragi á Pilt og Atli á Eitil svo dæmi séu tekin. Svona málfar sker mjög í eyra þeirra er telja sig unna íslenskri tungu og með öllu óviðunandi á myndbandsspólum. „Hápunktur mótsins“ er einnig gefin út með ensku og þýsku tali en þær útgáfur voru ekki skoðaðar. Vafalítið eiga þessar spólur eftir að ná miklum vinsældum og víst er að þarna er um að ræða afar verðmæta heimildarskráningu sem verður mik- ið notuð á komandi árum. Er vel í lagi að mæla með þessum spólum þótt endalaust megi að finna um ýms at- riði smá og stór. Valdimar Kristinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.