Morgunblaðið - 09.11.2000, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 09.11.2000, Blaðsíða 66
-66 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR GUÐR ÚN EINARSDÓTTIR * við fráfall Guðrúnar vinkonu okkar. Minningarbrot þjóta um sviðið frá liðnum dögum, ógleymanlegar ferðir heima og erlendis og ýmsar skemmtilegar samverustundir. Stóratburðir í fjölskyldum beggja í aldarfjórðung, gagnkvæm vinátta og hjálpsemi. Vinátta og gildi vináttunnar vai- það fyrsta sem kom upp í huga okk- ar við andlát Guðrúnar. Vinátta hennar, trygglyndi og hjálpsemi. Hún var sú sem fyrst var til að bjóða fram aðstoð sína ef eitthvað stóð til. Hún var einnig trúnaðarvinur sem gott var að leita til og án allra for- dóma. Oft var skipst á skoðunum en aldrei farið ósátt frá borði, enda var hún friðarsinni sem vildi gera gott úr öllu. Alltaf var tekið vel á móti gestum og stutt í góða skapið, létt- leikann og brosið. Hæfileikar henn- ar að töfra fram veisluborð með stuttum fyrirvara var einstakur. Viðhorf hennar til lífsins og tilver- unnar voru full bjartsýni og framtíð- aráform voru mörg. Margar voru þær ferðir sem átti eftir að fara og margt sem fyrirhugað var að gera á næstu árum. En enginn veit sína æv- ina fyrr en öll er. Heimilið var hennar helgireitur. Hún var einstök húsmóðir sem ' hugsaði fyrir öllum þörfum strák- anna sinna. Við vinnu var hún ákveð- in og skipulögð. Fyrir Sölva sinn gegndi hún ekki aðeins hlutverki eiginkonu og vinar því hún var einn- ig hans nánasti samverkamaður hvað varðar atvinnurekstur hans. Mesta hamingja okkar er fólgin í góðri fjölskyldu. Guðrún lifði því hamingjusömu lífí. Að eiga sam- henta og góða fjölskyldu er mikil Guðs gjöf og sú mesta hamingja sem Guðrúnu veittist. Megi minningin um Guðrúnu lifa með okkur um ókomin ár. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. Og skín ei ljúfast ævi þeirri yfir, sem ung á morgni lífsins staðar nemur, og eilíflega, óháð því, sem kemur, í æsku sinnar tignu fegurð lifir? Sem sjálfur Drottinn mildum iófum lyki um lífsins perlu í gullnu augnabM (Tómas Guðmundsson.) Elsku Sölvi og fjölskylda, missir ykkar er mikill, megi góður Guð gefa ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Ingibjörg og Guðmundur. Kveðja frá Sundfélaginu Ægi Segja má, að á laugarbakkanum hafi leiðir okkar Guðrúnar Einars- dóttur legið saman. Þannig vildi tíl, að synir okkar ungir æfðu saman sund og kepptu undir merkjum sundfélagsins Ægis. Því til viðbótar var Guðrún þá einn af forkólfunum í félagsstarfinu hjá Ægi og formaður Foreldra- og styrktarfélags Ægis í allnokkur ár. Eiginkona mín sat í stjórninni með Guðrúnu eitt kjör- tímabil og tókust þannig nánari kynni. Ekki leyndi sér, hver hugur bjó að baki störífum Guðrúnar á þessum vettvangi. Öll voru þau af hendi leyst af dugnaði og myndarskap, sem voru henni eðlislægir eiginleikar. Ósérhlífni var og áberandi í fari hennar og nutu margir góðs af. Þar stóð eiginmaður hennar þétt við hlið hennar og studdi hana í einu og öllu. Umhyggjan fyrir unga sundfólkinu var í fyrirrúmi hjá Guðrúnu og var hún öðrum fyrirmynd í þeim efnum. Tileinka má henni það, sem guð- spjallamaðurinn segir: „Sá, sem er trúr í því smæsta er einnig trúr í miklu...“ (Lk. 16.10). Okkur er efst í huga þakklæti til Guðrúnar Einarsdótttur fyrir góðar samverustundir á liðnum árum, alúð hennar og óeigingjöm störf í þágu félagsins og sundíþróttarinnar. Við kveðjum hana með söknuði og biðj- um Sölva og drengjunum blessunar Guðs við sviplegt fráfall hennar. F.h. stjórna Sundfélagsins Ægis og Foreldra- og styrktarfélags Æg- is, Jón Baldursson. Nú hefur hún Guðrún okkar verið tekin í burtu og við fáum því ekki breytt. Að svona hafi farið verður seint ef nokkurn tímann skilið og skilur okkur eftir með svo margar spurningar sem ekki fást svör við. Guðrún var kona sem öllum þótti vænt um. Hún sá alltaf fyrir öllu og á mannamótum var hún alltaf á fullu að halda utan um alla mögulega hluti. Guðrún var mjög opin og hún var alltaf til staðar fyrir mann þegar eitthvað bjátaði á. Það var gott að leita til hennar því það var hægt að tala við hana um allt. Elsku Guðrún. Tíminn sem þú varst á gjörgæslu var erfiður fyrir marga. Fjölskylda, ættingjar og vin- ir höfðu yfir þér vaktaskipti, því eng- inn vildi vita af þér einni. Eg man þegar ég kom fyrst inn á stofuna þar sem þú lást. Það var svo mikill friður yfir þér og ekki var hægt að ímynda sér að þú værir að kveðja okkur. Biðin var löng og strembin, því eina stundina fylltist maður von, en aðra stundina var vonin við það að bresta. í lokin gat maður varla annað en verið sáttur við að þú fengir hvíldina sem bíður okkar allra og það yrði hætt að gera þessar síendurteknu rannsóknir á þér. Núna á maður þig í minningunni og vissulega eru þær margar og góðar. Takk, elsku Guð- rún okkar, fyrir þær samverustund- ir sem við fengum að eiga með þér. A þessari stundu eru hugur og hjarta okkar hjá Sölva, strákunum og tengdadætrum og ég vona að Guð gefi ykkur styrk í sorginni. Irena, Ingibjörg, Karl Ótt- ar og Jón Karl Einarsbörn. I í Gyllta salnum á Hótel Borg Bókaforlögin IÐUNN og JPV FORLAG taka höndum saman og bjóða til bókaveislu í Gyllta salnum á Hótel Borg í kvöld. Boðið verður upp á opna og þægilega dagskrá þar sem nokkrir höfundar forlaganna lesa upp úr nýjum verkum sínum — ljóðum, skáldsögum og ævisögum, svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Inn á milli verða sýnd nokkur vel valin atriði úr sígildum kvikmyndum með leyfi Skífunnar, Kvikmyndasamsteypunnar og Sam- bíóanna. Einnig verður leikin tónlist af nýjum geisladisk Kristjáns Jóhannssonar og lög úr Vísnabókinni. Gestir geta jafnframt vætt kverkarnar eða gert vel við bragðlaukana meðan þeir njóta dagskrárinnar en hægt verður að velja um gómsæta rétti, smáa sem stóra. Dagskráin hefst klukkan 18.00 og stendur til 22.00. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. *- nut Skr.d. 05.1994 ek. 88.000 km. ALDARMINNING Bíldshöföa 6 • Sími 515 7025 Tryggvabraut 5 • Akureyri • Sími 462 2700 www.brimborg.is JULIUS SIGURÐSSON, MARGRÉT GÍSLADÓTTIR í dag, hinn 9. nóvember, er 100 ára fæðingardag- ur föður míns, Júlíusar Sigurðs- sonar skipstjóra. Af því tilefni vil ég minnast hans og móður minn- ar, Margrétar Gísladóttur, eig- inkonu hans, sem varð 100 ára 13. desember á síðasta ári. Júlíus fæddist á Akranesi 9. nóv- ember árið 1900. Hann ólst þar upp til 14 ára aldurs, þegar hann fór á sjóinn, eftir fermingu, eins og siður var á þeim tíma. Hann var á ýmsum skipum, m.a. frá Akranesi, Sandgerði, Viðey og Hafnarfirði þar til hann fpr í Stýri- mannaskólann og lauk þaðan prófi árið 1930. Hann var síðan skipstjóri og stýrimaður á ýmsum skipum, sigldi m.a., á stríðsárunum til Eng- lands með fisk, og tók þátt í útgerð með mágum sínum Jóni og Torfa Gíslasonum. Hann stundaði um tíma vörubílaakstur, en 1944 réðst hann sem vélgæslu- og Bader-maður við frystihús Jóns Gíslasonar, Frost hf., í Hafnarfirði og vann þar til dauða- dags, 19. janúar 1967. Faðir Júlíusar var Sigurður sjó- maður, Melshúsum á Akranesi Jóns- son Melshúsum, Akranesi Ásbjöms- sonar. Móðir Sigurðar var Arnbjörg Sigurðardóttir, b. á Bakka í Mela- sveit, Þórðarsonar, systir Þórðar á Fiskilæk, föður Ágústar Flygenring, alþm. í Hafnarfirði og Mattíasar Þórðarsonar þjóðminjavarðar. Móð- ir Júlíusar var Kristín Árnadóttir Velding, sjómanns í Hafnarfirði, Kristjánssonar Velding, sjómanns í Hafnarfirði, Friðrikssonar Velding, verslunarskrifara í Hafnai'firði. Faðir Margrétar var Gísli, hafn- sögumaður og vitavörður í Hafnar- firði, Jónsson, hafnsögumanns í Hafnarfirði, Guðmundssonar, b. í Brúarhrauni í Hafnarfirði, Jónsson- ar, Þorsteinssonar, b. á Hvaleyri við Hafnarfjörð, Jónssonar. Móðir Gísla var Margrét Kristjánsdóttir Veld- ing, sjómanns í Hafnarfirði, bróður Friðriks sjómanns. Móðir Margrét- ar var Hallgerður Torfadóttir, sjó- manns í Hafnarfirði, Jónssonar og Kristínar Kristjánsdóttur Velding. Júlíus og Margrét eignuðust átta börn. Þar af komust fjögur til full- orðinsára, Gísli, f. 4.9. 1927; Sigurð- ur, f. 4.10.1928, d. 7.1.1999; Kristín, f. 19.3.1931 og Hallgeir, f. 1.7.1937. Afkomendur þeirra eru orðnir 34. Júlíus söng í kirkjukórnum í Hafn- arfjarðarkirkju í meira en 40 ár og var formaður hans í 12 ár. Hann var einnig í Karlakórnum Þröstum í yfir 40 ár. Margrét söng einnig í kirkju- kórnum í nokkur ár og var formaður kvenfélags kirkjunnar í fjölda ára. Gísli Júlíusson. — Aukabúnaður: Topplúga Geislaspilari 16" álfelgur Viðarútlit á innréttinga ABS Hemlalæsivörn Líknarbelgir Rafdrifnar rúður Komdu og skoðaðu fjölda annarra notaðra bíla í 1000 fermetra sýningarsal okkar að Bíldshöfða 6 ogtryggðu þér einstakan úrvalssbíl. Opið laugardagkl. 11-16. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjóm blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. brimborg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.