Morgunblaðið - 13.12.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.12.2000, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/ Sverrir Ráðherra gagnrýndur fyrir íhlutun í mál Landsbanka og Búnaðarbanka Eng’in trygging fyrir að ekki komi til uppsagna Stjórnarandstæðingar gagnrýndu viðskiptaráðherra, Valgerði Sverrisdóttur, í umræðum utan dagskrár á Al- þingi í gær fyrir íhlutun í samrunaferli Landsbanka Is- lands og Búnaðarbanka íslands. Viðskiptaráðherra ítrekaði á hinn bóginn að í svo viðkvæmum málum yrðu vinnubrögð að vera öguð og skilvirk. Hefði hún bent for- manni bankaráðs Búnaðarbankans á það. Viðskiptaráðherra svaraði því til að svo virtist sem það hefði verið tilvilj- unum háð hverjum Búnaðarbankinn hefði teflt fram sem fulltrúa í samein- ingarviðræðunum. „í jafn viðkvæm- um málum og sameiningarmálum verða vinnubrögð að vera öguð og skilvirk. Á þetta benti ég formanni bankaráðs og beindi þeim tilmælum til hans að einn maður stýrði viðræð- um á lokasprettinum. Meira hef ég ekki um þessar viðræður að segja enda tek ég ekki þátt í þeim og þykir miður að eðlileg tilmæli mín skyldu verða tilefni fjölmiðlaumfjöllunar.“ Ráðherra sagði að ekki væri hægt að veita tryggingu fyrir því að starfsfólki bankanna yrði ekki sagt upp yrðu bankamir sameinaðir. „Ekkert fyrir- tæki getur veitt slíka tryggingu, því miður. Bankamir sameinaðir eða hvor í sínu lagi munu ekki geta veitt tryggingu fyrir störfum." Að lokum ítrekaði ráðherra að stefnt væri að framlagningu írum- varps um sameiningu bankanna fyrir jól gæfí samkeppnisráð grænt ljós á sameininguna. I húfi væru gn'ðarlegir fjárhagslegir hagsmunir ríkisins og viðskiptalegir hagsmunir bankanna. Þá væri ekki boðlegt að starfsmenn bankanna biðu lengur í óvissu. „Bank- amir em í mikilli samkeppni um hæft fólk og því meiri óvissa sem ríkir því líklegra er að bankarnir eigi í erfið- leikum með að halda í hæft fólk eða ráða nýtt til starfa. Þetta verða hátt- virtir þingmen að skilja þótt ég við- urkenni fúslega að óheppilegt er að málið ef til þess kemur skuli koma inn í þingið svona seint,“ sagði hún. Vinna fyrir kaupinu í umræðunum sem á eftir komu átöldu stjómarandstæðingar ráð- herra fyrir íhlutun í sameiningarferlið og drógu jafnframt í efa ágæti sam- einingarinnar. Jóhanna Sigurðardótt- ir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að ótrú markaðarins á samein- ingunni birtist í mildu verðfalli þess- ara banka. „Þannig hefur gengi og markaðsvirði Búnaðarbankans fallið um 20,5% og Landsbankans um 23% frá þeim degi sem ríkisstjómin setti fram tilmæli sín um samrana Búnað- arbanka og Landsbanka 12. október og fram til dagsins í dag eða um 11 milljarða króna á sama tíma og mark- aðsvirði Íslandsbanka-FBA hefur að- eins minnkað um tæp 10% og úrvals- vísitala á samatímabili um 10,7%.“ llíiillMiSRP ALÞINGI STEINGRÍMUR J. Sigfússon, þing- maður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, var málshefjandi ut- andagskrárumræðunnar í gær. „Það hefur verið stutt stórra atburða á milli í heimi íslenskra fjármálastofnana undanfarin ár og nú er nýjasti kaflinn í þeirri sögu að skrifast með næsta dramatískum hætti í fjölmiðlum," sagði Steingrímur í upphafi máls síns í utandagskrárumræðu á Alþingi í gær. Vísaði hann þar til frétta fjöl- miðla um helgina þar sem fram komu þau tilmæli ráðherra til formanns bankaráðs Búnaðarbankans, Pálma Jónssonar, að einungis einn aðili, Þor- steinn Þorsteinsson, yfirmaður verð- bréfasviðs bankans, stýrði sameining- arviðræðunum fyrir hönd bankans. „Orðaskipti hæstvirts viðskipta- ráðherra og formanns bankaráðs Búnaðarbankans í fjölmiðlum um helgina sæta vissulega tíðindum. Það er ekki á hverjum degi sem slíkir samstarfsaðilar í æðstu stöðum saka hverjir aðra um klaufaskap og ófag- leg eða ómarkviss vinnubrögð." Steingrímur sagði að staða viðskipta- ráðherra í þessu máli væri vandmeð- farin. Ráðherra væri ekki aðeins sá sem færi með eignarhlut ríkisins í bönkunum heldur jafnframt yfirmað- ur bankamála sem og yfirmaður Sam- keppnisstofnunar sem hefði samein- ingarmálið til umfjöllunar. „Þeim mun vafasamara... hlýtur að teljast að hæstvirtur viðskiptaráðherra reyni að hlutast til um lögbundið hlutverk bankaráðanna með þeim hætti sem raunbervitni.“ Steingrímur lagði síðan fram nokkrar spumingar fyrir ráðherra sem hún svaraði lið fyrir lið. í fyrsta lagi spurði Steingrímur ráðherra að því til hvaða atriða ráðherra hefði ver- ið að vísa þegar hann talaði um „klaufaleg vinnubrögð" af hálfu Bún- aðarbankans í sameiningarviðræðun- um í samtali við fjölmiðla um helgina. Sverrir Hermannsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði að ef valdboði yrði beitt til þess að sameina bankana tvo þýddi það stjórkostlegt fjártjón íyrirtækjanna og þar með skattborgara. „Ef þingmönnum tekst með setu sinni hér yfir jóladagana að hindra framgang þessa máls þá vinna þeir vel fyrir kaupinu sínu.“ Jón Bjamason, þingmaður Vinstri- hreyfingarinnar - græns framboðs, sagði út í hött að ætla að keyra fyr- irhugað fmmvarp í gegnum þing rétt fyrir jól og flokkssystir hans, Kolbrún Halldórsdóttir, sagði að það væri eng- um til framdráttar að vinna þannig að málinu. Þá ítrekaði Lúðvík Berg- vinsson, þingmaður Samfylkingarinn- ar, að miídu skipti að vel væri haldið á málum enda væri um mikla hagsmuni og fjármuni að ræða. Tveir þingmenn Framsóknar- flokks, þeir Hjálmar Ámason og Jón Kristjánsson, tóku upp hanskann fyr- ir ráðherra í þessum umræðum og sagði sá fyrmefndi að kjami málsins væri sá að bankavextir á íslandi væm óeðlileg háir, með þeim hæstu sem þekktust meðal ríkja OECD. Samein- ing bankanna væri því m.a. til þess fallin að lækka vexti. „Bankakerfið á íslandi er of dýrt. Það er kjarni máls- ins. Það er þess vegna sem það er vilji ríkisstjómar að sameina þessa tvo ríkisbanka." Jón Kristjánsson benti jafnframt á að það kæmi starfsfólki bankanna best að eyða allri óvissu um framtíð bankanna sem fyrst. Því þyrfti að ganga hiklaust til verks m.a. þegar kæmi að því að ganga frá lög- gjöf sem miðaðist að sameiningunni. Heklaði hveija lykkju Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálf- stæðisflokks, lagði m.a. áherslu á sölu sameinaðra banka sem fyrst. „Ef okk- ur tekst að selja þennan sameinaða banka eigum við bara eftir að einka- væða Landssímann, íbúðalánasjóð og raforkukerfið. Við allar slíkar hrær- ingar er mjög mikilvægt að upplýsa starfsfólk eins fljótt og auðið er til að eyða óvissu. Einnig er mikilvægt að ferlið taki stuttan tíma til að ekki komi upp órói og óvissa. Því miður tekur sameining opinberra fyrirtækja af þessari stærð allt of langan tíma.“ I máli Davíðs Oddssonar forsætis- ráðherra kom m.a. fram að honum fyndist sem allt þetta mál yxi þing- mönnum mjög í augum. „Þegar Fjár- festingarbanki atvinnulífsins og ís- landsbanki voru sameinaðir gerðist það á örfáum dögum og hluthafafund- ir í báðum bönkum samþykktu síðan málið örfáum dögum síðar. Það óx ekki þessum aðilum í augum.“ For- sætisráðherra benti á að þegar þing- menn þyrftu að taka afstöðu til um- rædds máls á Alþingi myndu þeir hafa undfr höndum umfangsmikla „samrunaskýrslu“ sem bankanir hefðu unnið að sameiginlega. Síðan sagði ráðherra: „Háttvirtur málshefjandi sagði hér áðan að íhlut- un hæstvirts viðskiptaráðherra væri undarleg. Þegar Utvegsbanki var sameinaður öðrum bönkum sat hátt- virtur þingmaður í ríkisstjóm, ekki satt. Ég man ekki betur. Ég man ekki betur en að þáverandi viðskiptaráð- herra síðar ágætur samstarfsmaður minn, Jón Sigurðsson, hafi nú heldur betur skipt sér af, ekki bara saumað heldur handheklað hveija einustu lykkju í því máli persónulega. Og heyrði ég þá ekki þann háttvirta þing- mann sem þá var ráðherra gera nokkra einustu athugasemd við þann málatilbúnað." í lok umræðunnar svaraði Stein- grímur J. Sigfússon síðustu athuga- semd forsætisráðherra á eftirfarandi hátt. „Ég vil segja það við hina miklu hannyrðakonu, hæstvirtan forsætis- ráðherra, að það skýrir nú ekki málin að grauta saman og bera saman al- gjörlega ósambærilega hluti.“ Sagði hann að þá hefði löggjöf og aðstæður verið með allt öðru móti. Sinfóníu- hljómar á Alþingi HLJÓÐFÆRALEIKARAR úr Sinfóníuhljómsveit íslands léku nokkur Iög í kringlu Alþingis- hússins sídegis í gær. Sinfóníu- hljómsveitin skiptir sér upp í hópa fyrir jólin og fer í sjúkrahús og á stofnanir. í gær voru leikin nokkur lög fyrir þingmenn, sem tóku undir í jólalögunum Nóttin var sú ágæt ein og Heims um ból. Alþingi Dagskrá ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 10.30 í dag. Eftirfarandi mál eru m.a. á dagskrá að lokinni atkvæða- greiðslu um ýmis þingmál. 1. Dómtúlkar og skjalaþýðendur. 3. umr. 2. Norðurlandasamningar um al- þjóðleg einkamálaréttarákvæði. 3. umr. 3. Landmælingar og kortagerð. 2. umr. 4. Skipulags- og byggingarlög, stjfrv. 2. umr. 5. Umgengni um nytjastofna sjáv- ar. 2. umr. 6. Málefni aldraðra. 2. umr. 7. Endurgreiðslur vegna kvik- myndagerðar á íslandi. 2. umr. 8. Lokafjárlög 1998. l.umr. 9. Staðgreiðsla opinberra gjalda. 1. umr. 10. Hafnaáætlun 2001. Frh. fyrri umr. 11. Sjóvarnaáætlun 2001. Frh. fyrri umr. 12. Útlendingar. 1. umr. 13. Atvinnuleysistryggingar. 1. umr. 14. Tryggingagjald. 1. umr. Ef leyft, verður. Síðar í dag verða fyrirspurnir til ráðherra. Samgönguráðherra um tvöföldun Reykjanesbrautar Mun beita sér fyrir því að verkinu verði flýtt STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra kvaðst í fyrirspumatíma á Alþingi í gær myndi beita sér fyrir því að láta athuga síðla næsta ár hvort hægt verði að hraða tvöföldun Reykjanesbrautar. „Ég minni á að það hefur verið tekin ákvörðun um að tvöfalda Reykjanesbrautina. Á vegum Vegagerðarinnar er nú unnið að undirbúningi þess mikilvæga verkefnis og rík áhersla lögð á að hraða þeirri vinnu. Vinnan gengur út á umhverfismat og annan undirbún- ing. Geri ég ráð fyrir að þeim und- irbúningi ljúki síðla næsta ár. Þá verður fyrsti áfangi verksins boðinn út... Það er vissulega vilji minn til þess að skoða þegar búið er að bjóða út verkið, þennan fyrsta áfanga, hvort megi hraða verkinu umfram það sem vegaáætlun gerir ráð fyrir. Um það er þó ekki hægt að fullyrða á þessu stigi,“ sagði ráðherra. Hjálm- ar Amason, þingmaður Framsókn- arflokksins á Suðurlandi, sem borið hafði upp fyrirspurnina til ráðherra um tvöföldun Reykjanesbrautarinn- ar, fagnaði því að ráðherra kvaðst myndi beita sér fyrir því að verkinu yrði hraðað. Sagði Hjálmar að tvö- földun Reykjanesbrautarinnar myndi lækka slysastuðul brautar- innar um tugi prósenta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.