Morgunblaðið - 13.12.2000, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.12.2000, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2000 13 FRÉTTIR Stofna samtök áhuga- manna um íslensku kúna Morgunblaðið/Arnaldur Undirbúningur er hafinn að stofnun félags áhugamanna um íslensku kúna. Uppsagnir hjá Genea- logia Islandorum Gert ráð fyrir end- urráðn- ingu allra ÖLLUM starfsmönnum Gen- ealogia Islandorum hefur verið sagt upp störfum vegna skipu- lagsbreytinga, en gert er ráð fyrir að þeir verði allir end- un-áðnir og er stefnt að því að búið verði að ganga frá því fyr- ir áramót. Tryggvi Pétursson, stjórn- arformaður fyrirtækisins, sagði aðspurður í samtali við Morgunblaðið að um innri skipulagsbreytingar væri að ræða á fyrirtækinu. Starfs- mennirnir hefðu allir verið ráðnir hjá Genealogia, en nú væri unnið að því að skipta þeim niður á þrjú undirfyrir- tæki, en þau væru Sögusteinn, sem væri í ættfræðiútgáfu, JPV-forlag, sem væri í bókaút- gáfu og Islenska myndasafnið. Formsins vegna hefði þurft að segja fólkinu upp störfum, en gert væri ráð fyrir að það yrði allt endurráðið og að þessari endurskipulagningu yrði lokið fyrir áramót. Samanlagt starfa rúmlega 50 manns hjá Genealogia Is- landorum. UNDIRBÚNINGUR er nú hafinn að stofnun félags áhugamanna um íslensku kúna. í yfírlýsingu frá undirbúningshópnum segir að mikil andstaða hafi verið meðal bænda vegna fyrirhugaðs innflutnings á fósturvísum úr norskum kúm af NRF-stofni. Þá skorar hópurinn á landbúnaðarráðherra að afturkalla leyfí til innflutnings á erfðaefni úr norskum kúm í tilraunaskyni þar til tekist hefur að kortleggja umfang kúariðu í Evrópu, greina smitleiðir og koma upp varanlegum vömum gegn útbreiðslu sjúkdómsins. Þá segir í yfirlýsingunni að laga- skilyrðum varðandi innflutninginn hafi ekki verið fullnægt. Sigríður Jónsdóttir, bóndi í Gýgj- arhólskoti í Árnessýslu, á sæti í undirbúningshópnum. Hún segir kúariðu það ungan sjúkdóm að fátt sé í raun vitað um smitleiðir hans. íslenska kýrin safngripur verði af kynblöndun „Sjálf er ég sannfærð um ágæti íslenskra búfjárstofna og tel að sag- an hafi sýnt að við höfum ekki grætt nokkurn skapaðan hlut á því að kynbæta sauðkindina með er- lendum stofnum," segir Sigríður og bætir við að vart væri íslenski hest- urinn vinsæl útflutningsvara hefði hann verið blandaður með erlendu kyni. „Eg get ekki séð að það gildi önnur lögmál um kúna. Mér þykir fáheyrt að jafna íslenska kúakyninu við kjúklinga og svín sem eru rækt- uð hér í verksmiðjubúum," segir Sigríður. Kjúklinga- og svínastofnar hafi verið hér skemur en eina öld. „Þar hefur ekki verið stundað ræktunarstarf á landgrundvelli með samstarfi bænda líkt og gert hefur verið í nautgriparækt í áratugi.“ Þá sé hið íslenska kúakyn verðmætt í sjálfu sér. Það sé upprunalegt nor- rænt kyn en slík kyn séu nánast í útrýmingarhættu. Sigríður segir augijóst að verði norska kynið not- að hér til kynbóta verði ekki stund- uð hreinrækt á íslenska kúakyninu. Til þess sé íslenski stofninn of lítill. „Með innflutningi myndum við þrengja enn frekar að stofninum og hann yrði úr sögunni nema sem safngripur." I drögum að stefnuskrá samtak- anna segir að samtökin séu stofnuð til þess að standa vörð um íslenska kúakynið og verja það erfðameng- un, efla kúabúskap og ræktun kýr- innar. Einnig að halda í heiðri sögu og menningu tengda kúnni og tryggja velferð hennar og hollustu afurðar. Þá segir að samtökin verði stofnuð af kúabændum og þeim verði stýrt af þeim en öllum sé heimil þátttaka. Hægt er að skrá sig í félagið í netfanginu bukolla@- isl.is. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Karen Björk Björgvinsdóttir og Adam Reeve sýna dans á íslandi. Meðal þeirra beztu í heiminum ÍSLENZKA parið Adam Reeve og Karen Björk Björgvinsdóttir hafn- aði í 5. sæti á heimsmeistaramóti atvinnudansara í samkvæmisdöns- unum 10 sem fram fór í París um helgina. Þetta er langbesti árang- ur sem íslenzkir dansarar hafa náð í heimsmeistaramótum í dansi ■ flokki atvinnumanna. Adain og Karen hafa verið í mikilli framför á undanförnum misserum og gert góða hluti í dansmótum á erlendum vettvangi. Þau hafa bæði stundað dans til fjölda ára og unnið til fjölmargra verðlauna með fyrri dansfélögum. I samtali við Morgunblaðið sagði Karen að þau væru mjög ánægð með þann árangur sem þau hefðu náð í París. „Við erum í sjö- unda himni, við trúum þessu varla ennþá. Við vonuðumst eftir því að komast í úrslit og það tókst, en keppnin var gríðarlega hörð, þar sem yfir 30 pör kepptu.“ Sigurvegararnir komu frá Kan- ada og voru að sigra annað árið í röð, þá kom bandarískt par, þýskt í þriðja sæti og í fjórða sæti var rússneskt par. „Um næstu helgi keppum við svo á Evrópumeistaramótinu í 10 dönsum sem fram fer í Þýskalandi og hlökkum við mikið til þeirrar keppni og ætlum svo sannarlega að láta að okkur kveða.“ Adam er 27 ára fæddur og upp- alinn í Ástralíu. Foreldrar hans eru fyrrum ástralskir meistarar í dansi sem og systir hans Donna og er fjölskyldan þekkt í dans- heiminum. Karen er aðeins 19 ára gömul og vekja ungur aldur henn- ar og hæfileikar mikla athygli. Rösklega 48% vilja færa klukkuna Jarðgöng á Austurlandi Matsáætlun send Skipulagsstofnun VEGAGERÐIN hefur sent Skipu- lagsstofnun tillögu að matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum fyrirhugaðra framkvæmda við jarðgöng á milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Jarðgöngin eru hluti af jarð- gangaáætlun Vegagerðarinnar skv. samþykktri tillögu Alþingis sl. vor um að næstu jarðgöng á Aust- urlandi yrðu gerð á milli Reyð- arfjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Verkfræðistofan Hönnun hf. vann að gerð tillögunnar í sam- vinnu við Vegagerðina. Drög að henni hafa áður komið fyrir sjónir umsagnar- og hagsmunaaðila þar sem þeim gafst kostur á að gera athugasemdir áður en drögin voru send til Skipulagsstofnunar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Hönnun. Matsskýrsla verði tilbúin í febrúar 2001 Matsskýrslunni er m.a. ætlað að gera grein fyrir áhrifum jarðgang- anna með tilliti til fyrirhugaðrar stóriðju í Reyðarfirði. Almenning- ur getur gert athugasemdir við til- löguna en þeim ber að skila á skriflegu formi til Skipulagsstofn- unar áður en frestur til þess renn- ur út. Gert er ráð fyrir að skýrsla um mat á umhverfisáhrifum jarð- ganganna og annarrar vegagerðar á svæðinu verði tilbúin í febrúar á næsta ári. RÖSKLEGA 48% landsmanna eru hlynnt því að klukkan verði færð fram um eina klukkustund að vori og aftur um eina stund að hausti. Kemur þetta fram í nýjum Þjóð- arpúls Gallups. Könnunin fór fram dagana 8.-29. nóvember og var valið 1.642 manna úrtak á aldrinum 18-75 ára. Tæpt 71% svaraði. Spurt var: Ertu sammála eða ósammála því að klukkan verði færð fram um eina klukkustund á vorin og aftur um eina klukku- stund á haustin á íslandi? Heldur lægra hlutfall, eða 44%, var ósam- mála og rösklega 8% eru hvorki sammála né ósammála. Hópurinn 25-44 ára er einna helst fylgjandi því að færa klukkuna, 58-60% af þeim eru því sammála. Elsti hóp- urinn, 55-75 ára, sker sig úr og er þar 21% fylgjandi því að færa klukkuna. fimmtudaginn 14. desember kl. 14.00-18.00 í Garðsapóteki, Sogavegi. Komdu við og fáðu ráðgjöf og ókeypis prufur sem henta þinni húð. shóPútsö/ % GARÐS APÓTEK Sogavegi 108 - Sími 568 0990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.