Morgunblaðið - 13.12.2000, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.12.2000, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2000 33 Skap, næmi og innsýn TONLIST Salurinn PÍANÓTÓNLEIKAR Verk eftir Bach, Ginastera, Þorkel Sigurbjörnsson, Berg- og Brahms. Arni Heimir Ingólfsson, píanó. Mánudaginn 11. desember kl. 20. FORSAGA og þróun íslenzka tví- söngsins mun það verkefni sem Ami Heimir Ingólfsson hefur valið sér til doktorsrannsókna við Harvardhá- skóla, eins og undirritaður kynntist á þjóðlagahátíðinni á Siglufirði í júlí s.l. Þar á milli lá óneitanlega þyldjúp gjá að fjölbreyttri efnisskrá Árna í Saln- um á mánudagskvöldið var, þar sem hinn upprennandi fræðimaðui' brá sér í hlutverk einleikarans. Sem slík- an hefur undirritaður ekki reynt hann áður, og kom satt að segja á óvart að uppgötva við sama tækifæri að píanistinn hefði stundað slaghörpunám frá sjö ára aldri. Þó að ekkert komi í sjálfu sér í stað meðfædds músíkalítets og persónu- legrar spilareynslu, er ekki að efa, að teóretísk greining tónverka hljóti að opna flytjanda viðbótarvídd í túlkun sem varla fæst með öðru móti, og væri það verðugt rannsóknarefni út af fyrir sig. Enda er ég ekki frá því að heyra mætti á flutningi Áma oftar en einu sinni, að nálgun hans bæri vott um víðari sjóndeildarhring en oft verður vart hjá ungum hljómlistar- mönnum á hans reki, þó svo að æskan kæmi annað veifið upp um sig líka. Þannig var fyrsta atriðið, Orgelsálm- forleikur Bachs BWV 609 Nun kommt der Heiden Heiland í píanó- umritun Busonis, borið uppi af greinilegu innsæi í aðferðum beggja höfunda og skilaði sér í viðeigandi yf- irvegaðri og hátíðlegri túlkun, líkt og í fyrra aukalagi, Orgelforleiknum Það aldin út er sprangið e. Brahms, einnig í umritun Busonis. í „enskri" svítu Bachs nr. 2 í a-moll BWV 807 kom þessi næma innsýn hvað bezt fram í hægari þáttum, ekki sízt í hinni bráðfallegu Saraböndu, auk þess sem notkun frjálsra skreyt- inga í endurtekningum var meðvit- aðri og smekkvísari en algengt er. Á hinn bóginn var hraðavalið, einkum í Bourrée I/II og Gigue, í það geyst- asta, og valtaði að mínum smekk nán- ast yfir innlæga danssveiflu þátt- anna. Einnig var ráðizt til atlögu við Prelúdíuna af fullmikilli dirfsku, enda tókst þrátt fyrir undragott hraðaút- hald ekki alveg að halda áferðinni jafnri út í gegn. Allemandan hefði sömuleiðis haft gott af meiri yfirlegu, og Courantan var á köflum beinlínis óróleg. Þá var vinstri höndin í heild stundum of veik og átti til að gösla þegar mest á gekk. Ósjálfrátt vakn- aði spurningin: Hví ekki taka hröðu þættina 5% hægar og ná öllu með - og betur? Fjögur píanólög Jóhannesar Brahms Op. 119 vora glæsilega vel spiluð, sérstaklega þó „svarta perlan" (1.), og túlkuð af undraverðum þroska, þrátt fyrir stundum fullsnögg styrkris almennt, frekar slagharða fortissimó-áferð í 2. og vott af loftnót- um í niðurlagi 3. lags. Ákveðin æsku- tengd óþreyja var að vísu yfir sumu, líkt og í Bach, en stormandi niðurlag Rhapsodíunnar (4.) verkaði engu að síður sannfærandi sem ástríðuþrang- ið afturhvarf hins aldna meistara til Kreisler-gervis æskuáranna. Hin skemmtilegu tilbrigði Þorkels Sigurbjömssonar um íslenzkt þjóð- lag fyrir skánska píanistann Hans Pálsson, „Hans variationer" (1979) vora flutt af leiftrandi fjöri. Meðvit- und píanistans um aðferðir tón- skáldsins leyndi sér ekki, hvorki í pólýfónísku, rytmísku, skapgerðar- legu né stílbragðalegu tilliti, og var t.a.m. kostulegt að heyra góðlátlegu skopstælingar Þorkels á „grand“ píanóstfl síðrómantíkera á við Rakh- maninoff innan um framsæknari tilþiif í snarpri og velupplagðri meðferð Áma Heimis. I þeim samanburði gat 1. Sónata Albans Berg frá 1908 verkað eins og atónöl sýraupplausn á Chopin, sem píanistinn lék af skapmiklum krafti, en þrátt fyrir ýmsa fallega fleti vora heildaráhrif þessa æskuverks að mín- um smekk heldur einsleit og jafnvel ívið langdregin. E.t.v. hefði meiri yf- irvegun og stærri rúbató getað bætt þarúr. Argentínsku dansar Albertos Gin- astera (1916-83) vora einnig æsku- verk, samið 1937. Líkt og þjóðlegu pí- anóverk Brahms og Dvoráks urðu dansamir til að koma höfundi á kort- ið, enda h'tfl furða að þeir skyldu snemma höfða til píanóvirtúósa um víðan heim. Mikið gengur á í útþátt- unum tveimur, og fór þar Ami Heim- ir á tæknikostum í þéttriðnum „moto perpetuo“ rithætti og sýndi mikla fingrafimi. Þó var hinn angurvært líðandi miðþáttur kannski eftirminni- legastur þar sem hljóma- og tónferli gátu minnt á þjóðdansinn tangó, eða kannski enn frekar á milonga, þó að hrynjandin væri önnur. Kom hér fram sem víðar, að Árni Heimir Ing- ólfsson er píanisti með skap, næmi og innsýn, og gefst trauðla betra vega- nesti ungum hljómlistarmanni á upp- leið. Ríkarður Ö. Pálsson Morgunblaðið/Þorkell Leikstjórinn Ian McElhinney ásamt Stefáni Karli Stefánssyni, Bimi Gunnlaugssyni og Hilmi Snæ Guðnasyni. Með fulla vasa af grjóti NÚ standa yfir æfingar í Þjóð- leikhúsinu á írska leikritinu Með fulla vasa af grjóti (Stones in his pockets) eftir Marie Jon- es. Leikstjóri er IanMcElhinn- ey. Jones er einnig leikkona, fædd og uppalin í Belfast. Af- kastamikil á báðum sviðum, leikandi og skrifandi. Maki hennar er Ian McElh- inney, leikari og leikstjóri með langan feril að baki. Hann setti upp fyrstu sýninguna á Stones in his Pockets á írlandi. Sú sýn- ing var valin besta leiksýning ársins á írlandi 1999 og annar leikarinn valinn besti leikari ársins. Ian hefur sett sýninguna upp víðar, bæði í Englandi (London) og í Svíþjóð. Sýningin í London hlaut nýlega Evening Standard Award sem besta gamanleikritið. Leikendur eru tveir, Hilmir Snær Guðnason og Stefán Karl Stefánsson. Aðstoðarleikstjóri er Björn Gunnlaugsson. Lýs- ingu hannar Ásmundur Karls- son. Umsjón með leikmynd og búningum hefur Elín Edda Ámadóttir. Frumsýning er fyrirhuguð á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins um áramótin. Frá tdnlcikum Jólabarokk-hópsins. Jólabarokk í Salnum ÁRLEGIR Jólabarokk-tónleikar verða haldnir í Salnum í Kópavogi í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20. Tónleikarnir eru síðustu tónleik- arnir í Tifirá, tónleikaröð Kópa- vogsbæjar, fyrir jól. Að þessu sinni munu tónlistar- menn Jólabarokks flytja ftalska konserta eftir Vivaldi, Galuppi og Albinoni. Blásarar Jólabarokks hafa fengið til liðs við sig strengja- leikara undir forystu Hildigunnar Halldórsdóttur. Leikið verður á 17. og 18. aldar hljóðfæri. Flyljendur eru: Elín Guðmundsdóttir semball, Hildigunnur Halldórsdóttir fiðla, Lilja Hjaltadóttir fiðla, Ólöf Sess- elja Óskarsdóttir selló, Páll Hann- esson bassi, Sarah Bukley víóla, Camilla Söderberg blokkflauta, Snorri Örn Snorrasoh lúta, Peter Tompkins óbó, Martial Nardeau flauta, Guðrún Birgisdóttir flauta. Miðasalan er opin alla virka daga kl. 13-18 og tónleikakvöld til kl. 20. Um helgar er miðasalan opnuð klukkustund fyrir tónleika og sím- inn er 570 0400. sandra Kvenskór ---------------------------------------------------^ Bækurnar að vestan Vestfirska forlagið á Hrafnseyri einbeitir sér að útgáfu á vestfirsku efni undir samheitinu „Bækurnar að vestan". Lögð er áhersla á að blanda saman blíðu og stríðu, gamni og alvöru í bókum Vestfirska for- lagsins, líkt og gerist í lífinu almennt og ættu allir, sem áhuga hafa á mannlífi á Vestfjörðum fyrr og nú, að finna í þeim eitthvað við sitt hæfi. Bækurnar sem koma að vestan að þessu sinni eru: 1. Frá Bjargtöngum að Djúpi 3. bindi. 2. Strandamaður segirfrá. Æviminningar Torfa Guðbrandssonar frá Heydalsá í Strandasýslu. 3. 101 ný vestfirsk pjóðsaga 3. hefti, í samantekt Gísla Hjartarsonar á ísafirði. 4. Hljóðbók: Vestfirskar þjóðsögur í gömlum og nýjum stíl. Sögumaður: Elfar Logi Hannesson frá Bíldudal. Mannlífog sagafyrir vestan, 8. hefti, kemur út íjanúar. Bækurnar að vestan fást í bókaverslunum um land allt. Landsmenn góðir! Göngum hægt um gleðinnar dyr og dönsum varlega í kringum gullkálfinn. Munum eftir þeim sem liggja á vegarkantinum og þurfa á hjálp okkar að halda. Guð veri með ykkur. Vestfirska forlagið Pöntunarsími og fax 456 8181. Netfang: jons@snerpa.is _____________________________________________/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.