Morgunblaðið - 13.12.2000, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 13.12.2000, Blaðsíða 48
J8 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLADIÐ EMMA SIGFRÍÐ * EINARSDÓTTIR + Emma Sigfríð Einarsdóttir fæddist á Fáskrúðs- fírði hinn 14. júlí 1909. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi hinn 2. des- ember siðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Einar Jónsson, skósmiður, frá Djúpavogi, f. í< 17.8. 1860, d. 3.12. 1931 og Emilía Frið- riksdóttir, frá Fá- skrúðsfirði, f. 1.4. 1877, d. 9.2. 1955. Systkini Sigfríðar: Albert, f. 3.9. 1901, d. 10.1. 1925. Hann var ókvæntur og barnlaus; Guðný El- ísabet, f. 7.3. 1897, d. 17.8. 1964. Hennar maður var Björn Daníels- son, kennari, frá Ólafsgerði, Kelduhverfí, f. 8.4. 1882, d. 24.1. 1969. Þeirra böm: Baldur, f. 14.7. 1921, Hrefna, f. 16.2.1924, d. 10.8. 1928 og Hrefna, f. 7.7.1929. Ung giftist Sigfríð Kristjáni Guðmundssyni frá Fáskrúðsfirði, f. 9.7. 1895, d. 20.11. 1958, lengst : af starfsmanni hjá Pósti og Síma,. Foreldrar hans voru Guðmundur Jóns- son, verslunar- og útgerðarmaður á Fáskrúðsfírði, f. 18.9. 1921 og kona hans, Hólmfríður Jóns- dóttir, f. 30.1. 1866, d. 2.8.1949. Börn Sigfríðar og Kristjáns em: Hrefna, f. 10.12. 1928, gift Kjartani Sveinssyni, f. 4.9. 1926. Þeirra börn: Álfheiður, f. 23.10. 1963 og Amdís f. 7.8. 1965. Hrefna átti fyrir Sigfríði Þóris- dóttur, f. 23.4. 1953. Erna Emilía, f. 21.12. 1931, gift John Whitehill, f. 30.5. 1928. Þeirra börn: John Kristján, f. 8.8. 1951 og Lee Eugene, f. 22.3. 1954. Þau skildu. Síðari maður Emu var Dale Gindlesperger, f. 12.12. 1928, d. 28.4. 1980. Langömmubörn Sig- fríðar era sex. titför Sigfríðar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. í dag er til moldar borin elskuleg tengdamóðir mín. Háöldruð kona hefur lokið lífshlaupi sínu og kvatt. Mér er ljúft að minnast hennar. Það er erfitt fyrir okkur aðstand- endur og vini að sætta sig við fráfall hennar, því í reynd var hún aldrei gömul, heldur hélt fullri reisn fram á síðustu stundu. Það er lögmál lífsins að fæðast og deyja og því verður ekki breytt. Af 'friörgu er að taka, því Sigfríð var um margt stórbrotinn og mikill persónu- leiki sem skaraði framúr í flestu því sem hún tók sér fyrir hendur. Áhugamál hennar voru með ólíkind- um. Hún var heiðarleg og hreinskilin og hafði fastmótaðar skoðanir um menn og málefni. Ekki vorum við alltaf þar sammála. Hún var vel greind og margfróð. Snillingur var hún í matargerð, bakstri og handavinnu, hvort sem um var að ræða útsaum, orkeringu eða annað. Orkering var hennar upp- áhaldshandavinna og þar naut sín listfengi hennar. Mikið af fallegri handavinnu, sem hún gaf okkur að- standendum sínum, prýðir heimili - fjölskyldnanna og bera fallegu og vönduðu handbragði hennar vitni. Sigfríð var Austfirðingur í báðar ættir, fædd á Fáskrúðsfirði, yngst þriggja systkina. Foreldrar hennar voru Einar Jónsson og Emilía Frið- riksdóttir. Sigfríð ólst upp á Fá- skrúðsfirði við gott atlæti og um- hyggju. Skólagangan var ekki löng fremur en tíðkaðist í þá daga. Snemma fór hún að vinna og var um langt árabil símakona. Ung að árum giftist Sigfríð Kristjáni Guðmunds- syni sjómanni, síðar starfsmanni Pósts og síma á Fáskrúðsfirði og síð- ar í Reykjavík. Eignuðust þau hjón tvær dætur, Hrefnu og Emu. Sigfríð átti margar og góðar minn- ingar frá æskuárum sínum á Fá- skrúðsfirði og hugurinn var oft fyrir austan. Árið 1939 flutti fjölskyldan til Reykjavíkur. Kristján lenti í slysi fyrir austan sem háði honum mikið ásamt öðrum veikindum, þannig að oft þurfti hann að vera frá vinnu og á sjúkrahúsum. Þá reyndi mikið á Sig- fríði og þurfti hún þá að vera fyr- irvinna fjölskyldunnar. Bakaði hún þá og seldi kökur og eigin hannyrðir, auk þess sem hún starfaði í Sælgæt- isverksmiðjunni Freyju og víðar. Kom hún sér alls staðar vel, enda dugnaðarforkur og samviskusöm. Þá var Sigfríð mikill fagurkeri sem naut þess að hafa fallegt í kringum sig, enda voru bæði hjónin alin upp á menningarheimilum á Fáskrúðsfirði. Hún sagði mér frá því, hvað hún þurfti oft af vanefnum að leggja á sig til að eignast muni sem hana langaði í til að prýða heimilið. Sigfríð vandaði vel uppeldi dætra sinna. Móður sinni sýndu þær systur, Hrefna og Ema, mikla umhyggju og virðingu alla ævi hennar. Hin síðari Frágangur afmæhs- og minningargreina MIKIL áhersla er lögð á, að hand- rit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er , æskilegt, að disklingur fylgi út- prentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremui- unnt að senda greinamar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minn- ing@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fyigi- Um hvem látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksenti- metra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skímamöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Legsteinar Vönduð íslensk framleiðsla Fáið sendan myndalista MOSAIK Marmuri Granít Blágrýti Gabbró Líparíl Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986 ár leið varla sá dagur að þær hefðu ekki samband við móður sína, enda mjög kært með þeim mæðgum. Kynni okkar Sigfríðar hófust fyrir fjörtíu og einu ári er ég kynntist Hrefnu, eldri dóttur hennar. Sigfríð var þá fimmtug og nýlega orðin ekkja. Mann sinn hafði hún misst árinu áður eftir þrjátíu ára gott og farsælt hjónaband. Bjuggu þær mæðgur Hrefna og Sigfríð saman í nýrri íbúð sem Hrefna hafði keypt. Þar bjó líka Sigfríð yngri, dóttir Hrefnu. Mér leist mjög vel á vænt- anlega tengdamóður og fór vel á með okkur. Ekki spillti að ég var Aust- firðingur. Sigfríð var mjög lagleg og glæsileg kona með mikla persónutöfra. Hún var einstaklega smekklega klædd og vel snyrt. Þannig var hún reyndar alla ævi. Mér varð strax Ijóst að hér fór engin venjuleg kona. Og árin líða. Við Hrefna giftum okkur og fóram að búa. Eignuðumst við tvær dætur, Álfheiði og Amdísi. Ema bjó í Ameríku ásamt eigin- manni og tveim sonum, John og Lee. Sigfríð vann sem símakona, lengst af á Landspítalanum, enda vel reynd í slíku starfi frá fyrri tímum. Gegnum árin átti Sigfríð oft við mikil veikindi að stríða. Þtjátíu og tveggja ára gömul fór hún í aðgerð vegna æðahnúta á vinstra fæti. Sú aðgerð mistókst og hafði ýmsar hlið- arverkanir, svo sem blóðtappa, æða- bólgu og fótasár. Þetta endurtók sig oft gegnum tíðina og þá þurfti hún að dvelja á sjúkrahúsum. Urðu þær leg- ur margar um ævina. Háði þetta henni mikið og gerði henni erfitt með gang. I fríum sinnti hún áhugamálum sínum. Hún ferðaðist mikið innan- lands sem utan og fór þá helst til Am- eríku til að heimsækja Emu og fjöl- skyldu en oftast fór hún þó til margra landa Evrópu. Alltaf var myndavélin með. Sigfríð var mjög næm á gott myndefni og margar myndir hennar mjög listrænar. Tók hún hundrað mynda á ferðalögum sínum og úr daglegu lífi fjölskyldunnar. Allar þessar myndir límdi hún af vand- virkni og mjög skipulega inn í vönduð albúm. Þessum albúmum hef ég oft flett, mér til mikillar ánægju í gegn- um árin og rifjað upp liðnar stundir og atburði hjá fjölskyldunni. Munu þau verða vel varðveitt á komandi ár- um, enda hreinustu gersemar. Tengdamóðir mín var mjög bók- hneigð, las mikið af bókum og átti gott safn góðra bóka. Við ræddum oft saman um bækur sem bæði höfðu lesið. Var ég oft mjög hissa hve vel hún mundi söguþráð og innihald bók- anna löngu eftir að hún hafði lesið þær. Henni var mjög annt um and- legt fóður tengdasonarins og var oft að segja mér að lesa ýmsar bækur eða hlusta á vissa þætti í útvarpi sem vora henni að skapi. Hún hafði mikinn áhuga á tafl- mennsku og tefldi mikið gegnum ár- in, t.d. kenndi hún einum ungum manni að tefla, sem síðar varð þekkt- ur skákmaður. Sjálf var hún mjög góður skákmaður og á efri árum tefldi hún mikið við skáktölvu. Þar náði hún oft góðum árangri. Þá var Sigfríð mjög góður bridsspilari og spilaði sér til ánægju gegnum árin. Hún átti mjög gott plötusafn með léttri klassískri tónlist sem hún hlustaði mikið á. Öllum þessum áhugamálum sinnti hún þar til sjónin fór að daprast. Fór hún þá að hlusta á spólur og útvarp. Fram á síðustu stundu lifði hún lífinu lifandi og tók dvínandi heilsu með jafnaðargeði. Þú varst einstök. Skipulagðari manneskju hef ég aldrei kynnst. Fram í andlátið varstu að hugsa um afkomendur þína, barnaböm og langömmubörn og sást til þess að þau fengju sínar jólagjafir frá þér, eins og vanalega. Vinmörg varstu og vinsæl af flestum sem þú kynntist. Síðustu ár ævi sinnar bjó Sigfríð á Hrafnistu í Hafnarfirði. Þar leið henni mjög vel og dásamaði hún oft heppni sína að hafa komist þar inn. Við aðstandendur hennar þökkum innilega starfsfólki Hrafnistu fyrir alla þá frábæra umönnun sem hún fékk þar. Kæra tengdamóðir mín. Ég vil að lokum þakka þér allt sem þú gerðir fyrir okkur öll í gegnum árin og allar gleðistundirnar sem við áttum sam- an. Eitt er víst að þín verður sárt saknað. Síðustu skiljanleg orð sem þú mæltir á banabeði um leið og þú lyft- ir höndum vora: „hvar er ljósið?" Þetta endurtókst þú tvisvar. Þú trúð- ir á eilífan svefn eftir dauðann og mátt bænarinnar. Kæra tengdamóðir. Sofðu vært. Þinn tengdasonur, Kjartan Sveinsson. Elsku amma. Okkur þykir miður að geta ekki fylgt þér síðustu skrefin, en við eram með þér í anda, alltaf. Þrátt fyrir mikla fjarlægð, heims- álfa á milli, þá lagðir þú iðulega á þig það erfiði að heimsækja okkur strák- ana og barnabarnaböm þín í henni Ameríku. Okkur þótti afar vænt um það og hlökkuðum ætíð mikið til að fá þig í heimsókn. Gjafmildi þín var engu Uk. Þú varst snillingur að pakka í ferðatöskur tvöfoldu magni til að koma fyrir öllum gjöfunum, bæði til okkar og þegar leið lá aftur heim til Islands. En það vora ekki gjafirnar sem hlýjuðu okkur um hjartarætur, heldur heimsóknir þínar til okkar til að styrkja fjölskylduböndin, bros þitt og glaðværð. Þegar þú sást þér ekki fært lengur að ferðast komu Lee og Daniel sonur hans og heimsóttu þig. I Texas og Flórída naust þú þín í sól og hita. Þegar allir Texasbúar flúðu sólina, sast þú alsæl með hatt og í léttum sumarkjól út í garði. Og „mollin“ sem þá vora ekki til á ís- landi heilluðu þig, sællar minningar hve mikil dama þú varst og bættir við þig nokkram kjólum í hverri Amer- flmheimsókn. Elsku „grandma" eins og við köll- uðum þig, við kveðjum þig nú en geymum í hjarta okkur kærar minn- ingar um þig og þökkum þér sam- fylgdina. John Kristján, Lee Eugen, Amanda Jane, Daniel Lee, Eric Kristján. Elsku amma. Þá er enn einum áfanga lokið hjá þér. Ég vona að þú sért sátt við hann og sálarmarkmið þín, sem þú lagðir af stað með, hafi náðst. Eitt af þeim markmiðum, sem mér er kunnugt um, var að opna farveg fyrir efnis- birtingu sálar minnar í gegnum dótt- ur þína, móður mína. Fyrir það er ég þér þakklát. „Puntudúkka" varstu og mikil dama. Ég sé þig nú fyrir mér létta á fæti, engin fótasár, engir verkir, dansandi í fínustu kjólum með glæsi- lega hatta í astralkaffi- og sérríboð- um undir vermandi sól, í Paradísar- garði. En ferðalagið er ekki á enda, heim í musteri sálarinnar, sem hvflir í Kristsljósinu, í hjarta Guðs. Þar er hin eiginlega hvfld, friður, kærleikur og viska; æðsta takmark þitt. Hafðu engar áhyggjur af okkur hinum, sem enn eram á jarðneska leiksviðinu. Við vinnum eins vel og við getum úr okkar sálarmarkmiðum. Hugsaðu bara hlýlega til okkar, eins og við hugsum hlýlega til þín. Við Kristján Hrafn þökkum þér fyrir samfylgd- ina. „Sjáumst" síðar, kæra amma. Þín Sigfríð yngri. Kæra amma. Okkur langar til að minnast þín með fáeinum orðum. Þú lifðir lífinu virkilega lifandi alla þína tíð. Fjölbreytt áhugamál hafð- irðu, s.s. ferðalöginnanlands ogutan, Mallorca var í miklu uppáhaldi og heimsóttir þú þessa fallegu eyju tíu sinnum. Alltaf var myndavélin með í för og varstu óspör á filmurnar. Vinamörg, félagslynd, gjafmild og gestrisin varstu. Fordómalausari einstakling er erfitt að finna, allir vora jafnir fyrir þér. Víðsýni og fróð- leiksfýsn voru lýsandi fyifr þig og aflaðir þú þér vitneskju í gegnum all- skyns bókmenntir og útvarpsþætti. Þú varst mjög hreinskilin og hafðir ákveðnar skoðanir á hinum ýmsu málefnum og fylgdist vel með því sem var að gerast hér innanlands jafnt sem utan. Þú lagðir mikla áherslu á málfræðilega rétt talað mál og góða almenna siði sem við systur ólumst upp við og vonum að hafi skil- að sér. Snillingur varstu í allri handa- vinnu, og era orkeruðu dúkamir hrein listaverk. Öll sú vinna og þol- inmæði sem fór í sérhvem dúk var einstök. Langömmubömin vora þér mjög kær og aldrei kom það fyrir að þú gleymdir afmælisdegi þeirra þrátt fyrir háan aldur, enda sérlega minn- ug. Aðdáunarverð varstu þegar sjónin fór að daprast hjá þér og smám sam- an þurftirðu að hætta flestu því sem gafþérlífinugildi. Þú tókst því með jafnaðargeði og t.d. í staðinn fyrir að taka þátt í brids þá fylgdistu mjög vel með öðram og hafðir gaman af. Elsku amma, það voru forréttindi að fá að þekkja persónu eins og þig. Minning þín mun ætíð lifa í hjarta okkar. Aðfangadagur dauða míns, drottinnþarkemurað fei mig í undum þjarta þíns, hefégþargóðanstað. Ununar saman ég svo jól jafnan haldi með þér þá er brunnin sú mín sól semégnúþráðihér. Hlakkandi sé þá hugurinn, Herra í gleðisalinn þinn. Upp á það hryggðar eina skál ennvilégsúpafús. Þegar þér sjálfum þykir mál, þáleiðmigíþitthús. Eg fel þér hjarta, sinni og sál, sætastur er minn Jesús. (Höf. óþ.) Þínar dótturdætur, Álfheiður og Amdís. Eitt stef til þín - er dagur dvín. Góð samviska stafar oft af lélegu minni - eitt af mörgum gullkornum Sissíar frænku þegar við sátum og töluðum um lífið og tilverana, sem oftast var á léttum nótum, því hún var einstaklega jákvæð og lífsglöð, en jafnframt raunsæ, umburðarlynd og skilningsrík á öllum sviðum um al- vöra lífsins og breyskleika mannsins. Hún var hefðardama í öllum atriðum. Eftir þessa „Hóteldvöl" hennar hér, trúi ég að hún hafi verið bókuð næst á „Grand Hótel“. Gimsteina og perlur, gullsveig um enni, sendi ég henni á „Grand Hótel“. Geturðu sofið um sumamætur - senn kemur brosandi dagur -. Hitnar þér ekki um hjartarætur, hve heimur vor er fagur? Attu ekki þessar unaðamætur erindi við þig forðum? - Margt gerist fagurt, er moldin og döggin mælastviðtöfraorðum. Finnurðu hvað það er broslegt að bogna og barnalegt að hræðast, er þósmóður hendur himins og jarðar hjálpa lífínu að fæðast? Er ekki gaman að eiga þess kost að orka þar nokkm í haginn, og mega svo rólegur kveðja að kvöldi með kærri þökk fyrir daginn? (Séra Sigurður Einarsson í Holti.) Og áfram heldur ævi vor með óm fráþér við gengin spor. Ég kveð þig kæra frænka, og þakka þér. Guðný María Sigurðardúttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.