Morgunblaðið - 13.12.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.12.2000, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Vísitala neysluverðs Frá nóv. til des. 2000 Mars 1997=100 01 Matur og drykkjarvörur (16,6%) -1.0% 0112 Kjöt (3,1%) ' Á -1,8% □ 017 Grænmeti, kartöflur o.fl. (1,2%) -5,3% I 02 Áfengi og tóbak (3,2%) 03 Föt og skór (5,5%) 04 Húsnæði, hiti og rafmagn (19,6%) 043 Reiknuð húsaleiga (10,1%) 05 Húsgögn, heimilisbúnaður o.fl. (5,2%) 06 Heilsugæsla (3,0%) ‘°’1% 07 Ferðir og flutningar (19,4%) jfeSk -0,2% 072 Bensín og olíur (4,9%) -2,0% | 0733 Flutningar í lofti (1,1 %) 08 Póstur og sími (2,5%) 09 Tómstundir og menning (12,2%) 095 Blöð, bækur og ritföng (2,7%) 10 Menntun (1,0%) 11 Hótel og veitingastaðir (5,3%) 12 Aðrar vörur og þjónusta (6,5%) 0,0% 0 +0,3% 0 +0,3% □ +0,6% I 1+3,2 B +0,1 % gj +0,9% | |+2,1% 0,0% 1 +0,2% § +0,2% VÍSITALA NEYSLUVERÐS í desember: 113,2 0,0% Sameining Landsbanka og Búnaðarbanka Samruni ekki endan- legur á þessu ári SAMKVÆMT lögum um hlutafélög er fyrst hægt að halda hluthafafundi til að ganga frá sameiningu Lands- banka og Búnaðarbanka mánuði eftir birtingu tilkynningar um móttöku samrunaáætlunar og yfirlýsingu matsmanna. Semja þarf greinargerð þar sem samrunaáætlun bankanna er skýrð og rökstudd. Hvort samruna- félag skal senda hlutafélagaskrá end- urrit af samrunaáætluninni, staðfest af félagsstjóm. Hlutafélagaskrá skal láta birta í Lögbirtingablaði aðalefni þess sem skrásett hefur verið. Fyrst þarf þó að samþykkja lög um samein- ingu bankanna á Alþingi. Þau eru háð niðurstöðum samkeppnisráðs, en ráðið á að skila niðurstöðum sínum um hvort sameining bankanna brýt- ur gegn samkeppnislögum eða ekki í síðasta lagi 18. desember. Endanleg sameining bankanna getur því ekki legið fyrir á þessu ári þó svo lög þar um verði samþykkt á Aiþingi fyrir jólahlé þingmanna. Ef samkeppnisráð telur að sam- runi bankannabrjóti ekki gegn sam- keppnislögum mun iðnaðar- og við- skiptaráðherra væntanlega kynna málið í ríkisstjóm og þingflokkum stjómarflokkanna. Að fengnu sam- þykki rfldsstjórnarinnar og þing- flokkanna mun ráðherrann leggja fram frumvarp til laga sem gerir ráð fyrir því að hann fái heimild til að greiða atkvæði með samruna bank- anna á hluthafafundi. í fmmvarpinu verður jafnframt kveðið á um að bankamir verði lagðir niður og nýtt félag stofnað sem yfirtekur réttindi og skyldur þeirra. Fmmvarp til laga er prentað og út- býtt meðal þingmanna á fundi. Sam- kvæmt þingskaparlögum þurfa að líða tvær nætur frá því frumvarpi er útbýtt þar til það er tekið til fyrstu umræðu, nema ef þingið samþykkir skemmri frest. Að lokinni fyrstu um- ræðu er frumvarp sent til viðkomandi þingnefndar, sem sendir það til um- sagnaraðila, kallar hlutaðeigandi til fundar við nefndina og leitar álits þeirra. Þegar nefndin hefur lokið yf- irferð á framvarpinu er skrifað eða skrifuð nefndarálit. Önnur umræða fer ekki fram fyrr en í fyrsta lagi einni nóttu eftir fyrstu umræðu eða útbýtingu nefndarálits. Að lokinni annarri umræðu fer fram atkvæða- greiðsla um hverja grein viðkomandi fmmvarps. Þriðja umræða um fram- varp fer ekki fram fyrr en í fyrsta lagi einni nóttu eftir aðra umræðu. Þegar framvarp hefur þannig verið sam- þykkt við þrjár umræður er það sent til ríkisstjómar sem lög frá Alþingi. Vísitala neysluverðs óbreytt á milli mánaða VÍSITALA neysluverðs miðuð við verðlag í desemberbyrjun var 202,1 stig (maí 1988= 100) og óbreytt frá því í byrjun nóvember að því er kem- ur fram í tilkynningu frá Hagstofu ís- lands. Til samanburðar má nefna að vísitalan hækkaði um 0,3% í október- mánuði. í Morgunkomi FBA kemur fram að markaðsaðilar höfðu spáð 0,0 til 0,3% hækkun vísitölunnar. Vísitala neysluverðs án húsnæðis var 200,3 stig og lækkaði um 0,1% frá nóvember. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,2% og vísitala neysluverðs án hús- næðis um 3,0%. Undanfama þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,3%, sem jafngildir 5,3% verðbólgu á ári. Verð á mat og drykkjarvöru lækk- aði um 1,1% og era vísitöluáhrif þess- arar lækkunar 0,18%. Má þar nefna verðlækkun á kjöti um 1,8% og á grænmeti um 5,3%. Verð á bensíni lækkaði um 2,0% en markaðsverð á húsnæði hækkaði um 0,6%. Vísitala neysluverðs í desember, sem er 202,1 stig, gildir til verðtrygg- ingar í janúar á næsta ári. Vísitala fyrir eldri fj árskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 3.990 stig fyrir janúar 2001. Fundur Verkfræðingafélagsins um gengissveiflur og samkeppnishæfni Stöðugt gengi forsenda viðvarandi hagvaxtar SAMKEPPNISHÆFNI í þjóð- félaginu verður að vera í lagi svo útflutningsfyrirtæki og fyrirtæki í samkeppnisiðnaði eigi starfs- grandvöll. Þetta kom meðal ann- ars fram í máli Harðar Arnarson- ar, forstjóra Marels hf., á morgunverðarfundi Verkfræð- ingafélags íslands í gær um gengissveiflur og samkeppnis- hæfni og mögulegar sveifluvarnir fyrirtækja. Hörður sagði að fyr- irtæki gætu gert ýmislegt til að deyfa áhrif ónógrar samkeppn- ishæfni en slíkt seinki oftast ein- ungis neikvæðum áhrifum en leysi ekki þau vandamál sem af hljótist. Þá sagði hann að stöðugt gengi væri forsenda fyrir viðvar- andi hagvexti. Gengissveiflur ýta á að fyrirtæki flytji starfsemina úr landi Hörður greindi frá því að áhrif gengisbreytinga á rekstur út- flutningsfyrirtækja gætu verið mun meiri en áhrif launabreyt- inga í mörgum tilvikum. Hann nefndi annars vegar dæmi um áhrif 5% gengishækkunar og hins vegar 15% hækkunar á dæmigert iðnfyrirtæki hér á landi sem hefði tekjur af útflutningi. Áhrif 5% gengishækkunarinnar sagði hann að gætu verið sambærileg við um 15% launahækkun og áhrif 15% gengishækkunar væra sambæri- leg við um 47% launahækkun. Gengissveiflur væru því algjör- lega óviðunandi fyrir útflutnings- fyrirtækin og kipptu rekstrar- grandvellinum undan þeim. Hörður sagði að útflutningsfyr- irtækin gætu almennt ekki velt kostnaðarhækkunum út í verð- lagið en fyrirtæki á innlendum markaði og opinber fyrirtæki geri hins vegar allt of mikið af því. Þá væri gert of mikið úr áhrifum framvirkra samninga til að mæta gengisbreytingum. Þeir væra fyrst og fremst tímabundnir en löguðu ekki rekstrarskilyrðin. Fyrirtæki horfi hins vegar á samsetningu skulda, framleiðni- aukningu og tengingu kostnaðar við erlenda mynt til að mæta gengissveiflum. Starfsemin verði þá að vera nær markaðnum og gengissveiflur ýti því á að fyr- irtæki flytji starfsemina úr landi. Að sögn Harðar eru áhrifin af vaxtahækkunum Seðlabankans að undanförnu í þá átt að draga úr neyslu og fjárfestingum innan- lands mjög lítil, eins og markmið bankans er. Hann sagði að raun- gengið hækki í kjölfar vaxta- hækkananna, innflutningur verði þá ódýrari, sem gefi falsar mæl- ingar á verðbólguna, útflutningur verði erfiðari og viðskiptahalli aukist. Vaxtahækkanir virki því illa á þau vandamál sem sé við að stríða. Því verði að tryggja sam- keppnisstöðuna gagnvart helstu samkeppnislöndum. Einnig þurfi að vinna gegn þenslunni með því að skoða þá þætti sem henni valda. Lykilatriói aó þekkja hvaða áhrif utanaðkomandi þættir hafa Vaxtastigið hér á landi er að mati Harðar það hátt að slíkt get- ur ekki gengið til lengdar. Hann benti á að vextir hér væru yfir 11% á sama tíma og þeir þættu háir í Evrópu 4-6% og allt of háir í Bandaríkjunum rétt yfir 6%. Steingrímur P. Kárason, for- stöðumaður áhættustýringar og eftirlits hjá Kaupþingi, gerði grein fyrir skulda- og áhættustýr- ingu fyrirtækja á fundi Verkfræð- ingafélagsins og hvað fyrirtæki geta gert til að vera ónæmari fyr- ir utanaðkomandi þáttum. Hann sagði að nauðsynlegt væri að skoða viðkomandi fyrirtæki mjög náið ef ætlunin er að beita skulda- og áhættustýringu. Rökin með slíkri stýringu séu þau að minni sveiflur leiða til lægri fjár- magnskostnaðar, sem hefur áhrif á gengi á hlutabréfamarkaði og auki þannig virði fyrirtækisins. Áhættuvarnir geti skipt sköpum fyrir fyrirtæki. Af áhættustýr- ingu hljótist hins vegar kostnaður sem skili sér ekki ávallt í ávinn- ingi fyrir fyrirtækið. Það að fara í gegnum fyrirtæki og skilgreina hvaða áhrif gengi og utanaðkom- andi þættir hafa á reksturinn sé hins vegar lykilatriði fyrir stjórn- endur til að gengishreyfingar komi þeim ekki á óvart og þeir geti þá gripið til aðgerða í tæka tíð. Aðalfundur Aðalfundur Skinnaiðnaðar hf. verður haldinn í kaffistofu félagsins á Gleráreyrum, Akureyri, miðvikudaginn 20. desember 2000 og hefst fundurinn kl. 16.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt gr. 4.04 í samþykktum félagsins. 2. Breytingar á samþykktum félagsins. • Tillaga til breytingar á gr. 2.01 um heimild stjómar til að auka hlutafé félagsins í allt að kr. 200.000.000,- með útgáfu nýrta hluta og að víkja frá lögboðnum áskriftarrétti hluthafa. • Tillaga til breytingar á gr. 2.01 er kveður á um vemd réttinda eiganda skuldabréfs með breytirétti í hlutafé við hækkun hlutafjár í félaginu með útgáfu jöfnunarhlutabréfa. 3. Heimild til stjómar um kaup á eigin hlutum. 4. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfúnd. Fundargögn verða afhent á fúndarstað. Stióm Skinnaiðnaðar hf. Afkomuvið- vörun frá Honeywell BANDARÍSKA fyrirtækið Honey- well hefur sent frá sér afkomuvið- vörun þar sem segir að hagnaður á hlut verði á bilinu 70-74 sent á síð- asta fjórðungi ársins miðað við áætl- un upp á 86 sent á hlut. Nú stendur yfir samrani Honey- well og General Eleetric og reikna bæði fyrirtækin með auknum út- gjöldum vegna samranans í fyrstu. Honeywell hefur spáð heldur verri afkomu á öllu næsta ári en ráð var gertfyrir. Dagens Industri hefur eftir Bloomberg News að afkoma GE á næsta ári verði í samræmi við vænt- ingar, eða hagnaður upp á um 1,5 dollara á hlut. Jack Welch, forstjóri GE, mun stjóma fyrirtækinu fram yfir sam- runann á næsta ári, enda er hann að- alhvatamaður samranans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.