Morgunblaðið - 22.12.2000, Side 75
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2000 75
-----------------------------4
Hári prýtt
hetjurokk
TONLIST
Geisladiskur
FALK
Falk, geisladiskur Guðlaugs Falk.
Guðlaugur, eða Gulli eins og hann
er jafnan kallaður, spilar á raf- og
kassagítar en honum til aðstoðar
eru þeir Jóhannes Eiðsson (söngur),
Guðmundur Gunnlaugsson (tromm-
ur og tambórínur) og Jón „Richter11
Guðjónsson (raf- og kontrabassi).
Einnig koma við sögu þeir Steinar
Logi Nesheim (bakrödd), Haraldur
Vignir Sveinbjörnsson (bakrödd),
Hannes Heimir Friðbjörnsson (kúa-
bjalla og kastaníettur), Magnús Ás-
valdsson (tambúrínur og hristur),
Pálmi J. Sigurhjartarson (píanó),
Sigurður Sigurðsson (munnharpa)
og Sigfús Ottarsson (trommur).
Lög og textar eru eftir Gulla fyrir
utan að S. Dagbjartsson á hlut í
tveimur þeirra. Upptökum stýrði
Gulli Falk. 40,09 múi. Weird Re-
cords gefa út.
ÞAÐ virðist enginn vita betur en
Gulli Falk að í raun er ekkert nýtt
undir sólinni hvað viðkemur tónlist-
arsköpun, alla vega ef tillit er tekið
til þessarar einherjaskífu
hans, Falk, sem er
hans önnur. Platan
er hæglega ein sú
ófrumlegasta sem
ég hefi heyrt á árinu
en Gulli negldi stíl
hennar niður sjálfur
fullkomlega er hann
sagði „þetta er svona
amerískt þungarokk af
gamla skólanum,“ í ný-
legu viðtali við Morgun-
blaðið. Tónlistin er ein-
mitt 100% samsuða úr sögu hins
sígilda þungarokks, hristingur af
Anthrax, Van Halen, Judas Priest,
Dio, Rainbow og [bætið við eftir
smekk].
Nú má alls ekki misskilja þennan
inngang sem einhvern niðurníðing.
Ofangreint er einfaldlega staðreynd.
Sem slík rokkar platan hins vegar
bara skrambi vel. Lögin eru haglega
samansoðnir lofsöngvar til báru-
járnsgyðjunnar en Gulli er sjóaður
bárujárnsbísi, var, ásamt bassaleik-
aranum, hinum goðsagnakennda
Jóni „Richter“, hér áður fyrr í hinni
ótrúlegu sveit Exizt sem lék
hetjuþungarokk í hæsta gæðaflokki.
Ég er þó ekki frá því að Gulli finni
sig betur hér, er einhvern veginn
meúa niðri á jörðinni á meðan Exizt,
blessuð sé minning þeirra, hætti til
að ofgera sér í einhverjum þunga-
rokksleik. Rokkið hér er meira
hreint og klárt, ekkert afkái'alegt
glys í gangi og hljómsveitin er
skemmtilega þétt. Það er engin
óþarfa sýndarmennska í „sólóun-
um“, þau þjóna bara lögunum á
fremur eðlilegan hátt. Gulli gerir svo
nokkuð af því að brjóta hefðbundna
frasauppbyggingu upp með klingj-
andi gítarspili sem minnir nokkuð á
rokksveitina framsæknu Rush og er
það vel. Mikill fengur er að söngv-
aranum Jóhannesi Eiðssyni. Hann
kann vel lagið á rokksöngnum, býr
yfir sterkri röddu, og á auðvelt með
að hækka hana og lækka eftir þörf-
um.
Það er ekki hægt annað en að
brosa breitt og jafnvel hlæja eilítið í
kampinn er maður heyrir söngtext-
ana sem eru ekkert annað en stór-
kostleg meistaraverk klisjunnar,
gegnsær leirburður um mótorhjól,
sviknar ástir og önnur sígild minni
þungarokksins. Toppn-
um er náð með línunni
„I wonder through the
streets alone“ (svo).
Ég þori næstum því
að staðhæfa að ein-
mitt þessi setning sé
ofnotaðasta lína allra
tíma í þungarokk-
inu. Ég er þó ekki
frá því að það
myndi vanta eitt-
hvað ef hún væri
ekki hérna.
Að lokum ber að geta þess að
prófarkalestri umslags er verulega
ábótavant en það eru nú svo sem
engin nýmæli í íslenskri hljómplötu-
útgáfu. Einnig er hönnun þess og út-
lit ekki upp á marga rokkfiska.
Mér sýnist Gulli hafa náð tak-
marki sínu hér og vel það. Platan
rokkar feitt, svo einfalt er það nú, og
Falk er meira en kjörin í fjörmjólk-
urvæn flösuhristingsteiti íslenskra
rokkhunda til sjávar og sveita. Eða
eins og einhver æringinn sagði:
„Meira metal, meira hel...“
Arnar Eggert Thoroddsen
Jamie Oliver kennir okkur að kokka
Kviknakinn
kokkur
NÝVERIÐ kom hér á landi út mat-
reiðslubókin og myndbandið Kokkur
án klæða. Kokkurinn heitir Jamie
Oliver og er hann tjalli, ungur og
óheflaður. Þótt heiti bókarinnar gefi
það kannski til kynna þá matreiðir
hann ekki á adamsklæðunum heldur
tengist því að hann hefur getið sér
gott orð fyrir að koma til dyranna
eins og hann er klæddur þegar mat-
reiðslan er annars vegar.
Allt síðan matreiðsluþættir hans
sem nefnast The Naked Chef hófust
á BBC-sjónvarpsstöðinni hefur
stjarna hans risið jafnt og þétt í
heimalandinu þannig að nú er svo
komið að hún er í viðlíka hæðum og
stjörnur poppara ogjafnvel fótbolta-
kappa. Meginástæðan fyrir því að
sjónvarpskokkur hefur náð slíkri
hylli er fas Olivers og þær aðferðir
sem hann notar við að sýna manni
hvernig elda á góðan mat. Hann er
ekki uppstrílaður, hvítklæddur með
svuntu og kokkahúfu, þegar hann
eldar heldur er
hannjafnaní
hversdagslegum
fötum - í galla-
buxum og bómull-
arbol. Hann kokk-
ar heldur ekki
eftir bókinni, er
ekkert að fara ná-
kvæmlega eftir
einhverjum upp-
skriftum heldur
predikai' afslapp-
aða eldamennsku
þar sem smekkur hvers og eins skal
ráða ferðinni. Það sem meira er þá
ku Oliver hafa einkar.gott lag á að
tendra áhuga á eldamennskunni -
slík er ástríða hans fyrir viðfangs-
efninu.
Þessi einföldu og hversdagslegu
vinnubrögð þykja skila því að áhorf-
endur virðast treysta sér frekar til
að spreyta sig í eldhúsinu og reyna
við réttina hans Olivers.
Kokhrausti
kokkurinn
hann Oliver.
Páll Torfi gefur út Timbúktú
Það er aðfangadagur og klukkan er 17:59. VP
Eftirvænting og óþreyja. Sælutilfinning.
í Byggt og búið færðu allt til að gera jólin ánægjuleg:
réttu gjafirnar og alveg glimrandi jólaskraut.
byggtogbúió
Morgunblaðið/Þorkell
Páll Torfí hefur ólæknandi ást á suðrænni tónlist.
framtíðin var ráðin...
að hálfu leyti.
TIMBÚKTÚ heitir hressileg plata í
suðrænum sveiílu, þar sem höfundur
laganna er gítarleikarinn og lækn-
irninn Páll Torfi Önundarson. Hann
hefur oft látið til sín taka í íslenskum
tónlistarheiminum, og á sínum tíma
var hann í hinni rómuðu sveit Diabol-
us in Musica. I fyrra gaf hann út
plötu með hljómsveitinni sinni Six
Pack Latino, og nú hefur hann aftur
fengið valda tónlistamenn til liðs við
sig.
Lagið sem hvarf
„Timbúktú er nú eitt af aðallög-
unum sem við vorum alltaf að spila í
gamla daga með Diabolus in Musica.
Fyrir mistök lenti það á safndiski áð-
ur en við gáfum út Hanastél á Jóns-
messunótt, þannig að fólki fannst
ekki hægt að setja það strax aftur á
plötu, og það eiginlega hvarf. Það er
nú önnur góð skýring á því hvarfi,
sem var að ég var látinn syngja lagið
sjálfur,“ segir Páll og hlær.
„Nú syngur Egill Ólafsson það, en
við vorum kórfélagar í Hamrahlíð-
arkómum. Hann var ætíð betri
söngvari en ég, það má hann eiga.“
Klassísku lögin Pétur Jónatanson
og Sautján stig og sól, sem margir
þekkja svo vel, prýða einnig nýju
plötuna. „Þessi þrjú lög hafa lifað
nokkum veginn allan tímann þannig
að þegar við höfum verið að spila þau
á uppákomum þá tekur salurinn allt-
af undir. Mér finnst það dálítið
merkilegt."
„Ég hef fengið þau viðbrögð frá
mörgum konum að Pétur Jónatans-
son sé uppáhaldslagið þeirra, en ég
hef aldrei heyrt neinn karlmann
segja það. Hins vegar era margir
karlmenn sem halda að lagið sé um
sig. Þeir taka til sín textann, en ég
ætla ekki að nefna nein nöfn!“ segir
Páll sposkur. „En þegar kom að upp-
tökum reyndist það erfiðasta lagið,
því að allir (nema ég) hafa svo fast
ákveðnar skoðanir á því hvernig lag-
ið eigi að hljóma."
Önnur lög á diskinum hefur Páll
samið á undanfömum 25 áram.
„Lagið Tangó í myrkri var samið í
Hamrahh'ðinni og var hluti af svítu,
og er hér í þeirri mynd sem ég hugs-
aði því upphaflega; nokkurs konar
tangó, reyndar svolítið óræður í
myrkrinu en breytist í all taktviss-
an,“ segir Páll dularfullur. „Lagið
Habanera sem er svo kúbanskari '
tangó, nær rúmbunni."
- Hvað veitir mestan innblástur?
„Það hefur áhrif að vera í samspili
og fá yfir sig alls konar tónlist frá
hinum. Líka að vera staddur t.d í
Tyrklandi en þaðan kom hugmyndin
að Mambo alla Turca. Það era yf-
irleitt hljómai' og ryþmi sem starta
lagi og laglínan felst í hljómunum.
Hún getur einnig falist í orðum, því
það getur falist hljómfall í orðum.
Það er eitt lag á plötunni sem heitir
Mónika, það var af því að nafnið
Monica Lewinski söng í hausnum á
mér eins og öllum heiminum," segir
læknirinn lagelski að lökum.
Lagið
sem
hvarf
Páll Torfi var tíu ára
gutti þegar hann lærði
fyrstu gítarhljómana
og spænk-mexíkanskan
ásláttarstíl og
Hvað er
IktHi)jwt ?
Fljúgandi ísbjörn? Marbendill? Sæskrímsli? Eda
besti vinur þinn?