Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1882, Side 38

Skírnir - 01.01.1882, Side 38
40 FRAKKLAND. veitt honum atyrði og átölur, og kallað hann heitrofa og svik- ara, en honum varð sízt svaranna vant, og hann kvað þá flesta vera bæði þræla sjálfa og varmenni, sem hefðu fortölur fyrir almúga borgarinnar í lýðrjettinda og lýðfrelsisnafni, en bæru á hvorugt skyn, og væru i rauninni ekkert annað enn verstu fjendur frelsisins og fósturslandsins. Jules Ferry — formaður ráðaneytisins til þess í nóvembermánuði — hafði líka rjett að mæla, er hann setti kjósendum sínum fyrir sjónir (í júni), að það hefðu ekki verið frekjugarparnir, en hófsmenn þjóðveldis- flokksins, sem hefðu bjargað þjóðveldinu, þegar það var í háska komið, og haft það allt fram, sem því hefði orðið til mesta gagns og frama. Hann nefndi sjerilagi viðreisn stjórn- arinnar í gegn klerkdóminum og endurbætur allra skóla, æðri og lægri. I annari ræðu tók hann síðar (í sept.) til sama efnis, og sagði, að svo yrði áfram að halda, en forustuna yrðu þeir þjóðveldismenn að hafa, sem hófsins gættu, en hinir aldri, sem ekkert hóf kynnu og öllu vildu umturna, sem svifust ekki að kasta saur á þann þjóðskörung, sem hefði í mörg ár unnið þjóðveldinu i beztu þarfir*). Hitt liggur líka i augum uppi, að sæki í annað horf á Frakklandi, og frekjumönnum takist að draga taumhaldið úr þeirra höndum, sem nú halda þjóð- veldinu uppi, þá verður því hrundið sjálfu á „fallanda forað“. *) Hann á hjer við þá Gambettu og Henri Rochefort. Hinn síðarnefndi er enn einn hinn svæsnasti af blaðagörpum frelcjumanna, þvi þó margir sje hroðyrtari, þá kann Rochefort manna bezt til þess að „blanda lævi“ mál sitt, og skjóta eitruðum örum að hverjum manni, sem hann leggur í einelti. Hann hefir haldið þvi áfram sem ,,Skírnir“ gat i fyrra (46. bls.), að ofsækja Gambettu og hans floklc, en ljet þó þá verst, þegar Gambetta hafði tekið við forstöðu ráðaneytisins. En það er að vona, að aðköst slikra manna verði eigi fremur Gambettu eða öðrum meginstoðum þjóðveldisins að falli, en hitt varð minnisvarða Xhiers (i St. Germain), er Louise Michel (sbr. „Skírni" 1881, 47. bls.) eggjaði sem heiptrækilegast lýðinn i blaði sínu („Bylting fjelags- skipunarinnar") að bylta um koll minningarmynd „ens andstyggilega böðuls“. Auðvitað er, að frekjumenn eru Gambettu því svo reiðir, er þeir sjá að hann muni vart framar snúa sjer til þeirra um fulltingi til að koma fram ráðum sínum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.