Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1889, Page 30

Skírnir - 01.01.1889, Page 30
32 ENGI,AND. bók sem heitir «Oceana». Prófessor Seeley í Cambridge rit- aði 1883 bók, sem heitir «The Expansion of England» (Vöxtur Englaveldis). Hinn nafnfrægi sagnaritari Froude ferðaðist i mörg ár um nýlendur Englendinga og ritaði siðan um þær bók, sem hann kallaði Oceana, 1886. Gladstone ræðir þetta mál i þessari grein, sem jeg hef nefnt. Sama blóð, sama mál, sömu trú, sömu lög hafa allir menn af ensku kyni hvar sem þeir búa. En ef hið mikla bandalag um öll höf (oceana) kemst á, þá bera reyndar Bandaríkin alla aðra limi sambands- ins ofurliði því meir en helmingur bandalagsmanna búa í þeim. þá mundi Calais-sund skilja Evrópu og Ameriku, segir Glad- stone. Enn sem komið er, bera bókmenntir og visindi Eng- lands langt af bókmenntum og vísindum Bandarikjanna, og það eitt er nóg til að gefa Englandi andlegt öndvegi, þó Bandarikin þegar tímar liða fram muni taka þeim langt fram í öðrum efnum. það er ekki hægt að sjá fyrir, hvort England eða Bandaríkin verða höfuð hins enslca þjóðernis i heiminum, en einn af stjórnvitringum Bandarikjanna hefur sagt i grein i sama tímariti «North American Review», að Bandarikin mundu fegin velja prinsinn af Wales til forseta æfilangt, ef þeir ættu kost á þvi; hann væri betur að sér i öllum stjórnmálum en nokkur af hinum fjögra ára forsetum i Washington. Matthew Arnold, frægasti ritdómari á Englandi, dó vorið 1888. Hann var lika gott skáld og orti meðal annars drápu sem hann kallaði «Balder Dead» (Bálför Baldurs). þær 50 línur, sem lýsa bálinu, hafa norrænan eddublæ, sem sjaldan bregður fyrir í skáldskap á nítjándu öld. Hann ferðaðist um Evrópu í mörg ár til að rannsaka skóla og háskóla í Evrópu fyrir hina ensku stjórn og hefur hann ritað bók um það. Skotar hafa lokið við brú yfir Firth of Forth, sem er talin hið mesta mannvirki í sinni röð i öllum heimi. Hún liggur yfir fjörðinn spölkorn fyrir ofan Edinburgh við Queensferry. Frá Astralíu og viðskiptum Astralíubúa við Englendinga. skal jeg segja í Astralíuþætti. Leó páfi hefur sent hinum írsku biskupum skjal, sem kallar Boycotting (viðskiptaleysi) og The Plan of Campaign (að borga ekki landskuldir) óguðlegt og ókristilegt. Hinir

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.