Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1892, Page 36

Skírnir - 01.01.1892, Page 36
36 Frá öðrum löndum. ar, og liafa þeir ekki haft það síðan 1858, á forsetaárum Buchanans. Hyað langt flokkurinn muni nfi ganga í verzlunarfrelsis áttina, verður ekki sagt með neinni vissu. Flokksþingið, sem tilnefndi Cleveland fyrir síðustu kosn- ingar, fór svo langt, að lýsa yfir því sem sinni skoðun, að öll tollvernd væri andstæð stjórnarskránni, og þvi ölögleg. En vitanlega er sú skoðun mjög fjarri öflugri deild í sérveldismanna-fiokknum, enda hafði það tolllaga- frumvarp, sem sá flokkur aðhylltizt 1889, og kennt var við Mill, svo háa verndartolla á sumum vörum, að þeir mundu hafa verið taldir afarháir í flestum öðrum löndum. Og svo lýsti og Cleveland yfir því á undan kosn- ing sinni, þvert ofan i flokksþing það, sem hafði tilnefnt hann, að taka yrði í málið með varóð og gætni, með því að hagur svo ótal margra manna er vitanlega bundinn við það fyrirkomulag, sem nú á sér stað. En vitaskuld má ganga að því vísu, að til muna verður rýmkað um viðskipta- böndin, með þvi að það var í því skyni fyrst og fremst, að þjóðin fékk sérveldismönnum völdin í hendur á siðastliðnu ári. Föstudaginn 21. októbermánaðar, réttum 400 árum eptir að Columbus kom til Ameriku, voru vígð í Chicago með afarmikilli viðhöfn hús sýn- ingar þeirrar hinnar miklu, sem Bandaríkjamenn halda í minningu um fund Araeríku. Húsin voru þá nýreist, og engir sýningarmunir í þau komnir, enda átti ekki sýningin að byrja fyrr en með vorinu. Dagurinn var eptir forseta boði haldinn hátíðlegur eigi að eins í Chicago, heldur og um öll Bandarikin. Kirkjulegar hreyfingar allmerkilegar hafa átt sér stað í Bandaríkjun- um á síðasta ári. Merkust er sú deila í Presbytera-kirkjunni, sem kennd er við Dr. Briggs. Hann var kennari við guðfræðisskóla einn í New York, og voru honum gefnar að sök ýmsar villukenningar. 1. Að skynsemin geti leitt menn til sáluhjálpar, jafnvel þá menn, sem ekki trúa á friðþæg- ing Krists. 2. Að kirkjan sé guðdómleg heimildaruppspretta, og geti leitt menn til sáluhjálpar, án hliðsjónar af heil. ritningu. 3. Að í frumtexta heilagrar ritningar kunni að hafa verið villur. 4. Að Móses sé ekki höf- undur þeirra fimm bóka, sem við hann eru kenndar. 5. Að Esajas sé ekki höfundur að helmingi þeirrar bókar, sem við hann er kennd. 6. Að þeir sem hólpnir verða nái ekki fullnaðarsælu þegar eptir dauðann. Mál Briggs var dæmt af kirkjustjórn Presbytera í New-York-ríki, 129 mönnum, í des- ember, og var hann sýknaður af öllum kærunum, jafnvel þótt hann kann- aðist sjálfur við, að hafa kennt það sem bann var kærður fyrir, en lítill var atkvæðamunur um sumar þeirra. Máli þessu verður vísað til aðalþings
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.