Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1892, Side 44

Skírnir - 01.01.1892, Side 44
44 Bókmenntir. hann hvert stakt orð sem hann segir ritað á hlöðnm fyrir sjer. Flestir prófessorar við háskólann rýna niður í blöð sín og líta varla upp, en hann hefur þar annað lag á. Hann hreyfir lítið hendurnar, nema stundum þrýst- ir hann saman þumalfingri og vísifingri á hægri hönd, er hann vill leggja áherzlu á eitthvað. Hann er vanur að balda sama fyrirlesturinn tvisvar, og má taka eptir því, ef maður heyrir sama fyrirlesturinn tvisvar, að hann heldur hann alveg eins, ber hann alveg eins fram. Má af því marka, að hann býr sig heldur en ekki vel undir fyrirlestra sina. Bnginn maður í Danmörk hefir jafnmikil áhrif á kynslóð þá, sem er vaxin upp síðan 1870. Deilt er um, hvort áhrifin sjeu tii góðs eða ills. En deilt verður ekki um, að hann hefir vakið meira andlegt líf í Dan- mörk en nokkur maður síðan Hinrik Steffens leið. Georg Morris Cohen Brandes er fæddur í Höfn 1842. Faðir hans var efnaður kaupmaður, Gyðingur. Snemma bar á gáfum drengsins; tók hann burtfararpróf úr latínuskóla 17 ára gamall og næsta ár inngöngupróf við háskólann með hæsta vitnisburði. Yar hann þá láinn lesa lög og böggl- aðist við það í tvö ár. Las hann þó margt annað, eínkum heimspeki og fagurfræði. Árið 1862 vann hann heiðurslaun háskólans (accessit) fyrir ritgjörð um skáldsögur, er styðjast við sanna atburði, og næsta ár fjekk hann verðlaunapening háskólans í gulli fyrir ritgerð um forlagatrúna í sorgaileikjum Grikkja. Varð þctta til þess, að hann hætti laganáminu og lagði sig allan eptir fagurfræði. Tók hann próf í henni 1864, með ágæt- iseinkunn. Sökkti hann sjer nú niður í heimspeki og komst að þeirri nið- urstöðu, að hin þýzka heimspeki, sem kennd er við Hegel, og sem ríkti við Kaupmannahafnarháskóla, væri orðin á eptir tímanum. Rasmus Nielsen, háskólakennari, átti í ritdeildu við Brandes. Fyrsta bók, sem kom út eptir Brandes, er bækliugur gegn heimspeki R. Nielsens, „Dualismen i vor nyeste Philosophie", 1866. Síðan var hann í nokkur ár við blaðamennsku, lagði ritdóma á bækur og sjónleiki í „Dagbladct", „Fædrelandet11 og „Illustreret Tidende". Safnaði hann sumum af þeim greinum saman í heild og ljet koma út í „Æsthotiske Studier11 1868, og í „Kritiske Studier" 1870. Hunn hafði lesið mikið rit enskra heimspekinga og þýddi á dönsku 1869 rit Johns Stuarts Mills „um kúgun kvenna". Árið 1870 vann hann sjer doktorsnafnbót fyrir rit um fagurfræði Frakka á vorum dögum. Síðan fór hann í langfeTð utanlands og var á henni hálft annað ár, 1870—71. Kom hann til Frakklands og Ítalíu og hitti hina merkustu menn hinnar nýju stefnu (Taine, J. S. Mill, Renan). í nóv-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.