Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1908, Page 43

Skírnir - 01.01.1908, Page 43
Prédikarinn og bölsýni lians. Þær hugmyndir eru almennastar um biblíuna, að hún -sé ein heild, sömu skoðununum sé haldið íram í öllum ritum hennar. Margir kennimenn og eigi allfáir leik- menn, er um trúmál f'jalla, tala oft svo um ritninguna sem harla lítill munur sé á fremstu ritum gamla sáttmál- ans og sjálfum guðspjöllunum. Og sumir lit'a enn í þeirri trú, að reisa megi trúarlærdómana jafnt á Davíðssálmum og Opinberunarbókinni, jafnt á Prédikaransbók sem bréf- um Páls postula. Flestir Islendingar, er telja sig fylgja kenning kirk- junnar, hafa mjög ákveðnar skoðanir um það, hvað ritn- ingin sé. Hún er guðs opinberaða orð, segja þeir. Og út frá þeirri staðhæflng ímynda þeir sér, að allar kenn- ingar hinna helgu rithöfunda hljóti að renna saman í eina heild; þar geti engin rödd verið hjáróma, — engar mót- sagnir átt sér stáð í »guðs orði«. Þessar skoðanir hafa gróðursettar verið í huga þeirra í bernsku, kendar þeim í barnalærdómskverinu. En allan fróðleik um ritninguna vantar að öðru leyti. Fæstum hefir komið til hugar að gera sér grein fyrir, hvernig þessi rit, sem þeim er sagt að séu eftir Móse og Davíð og Salómó og spámenn Gyð- inga og postula Krists — menn, sem svo langt er i milli —, hvernig þau séu orðin ein heild, ein heilög ritning. Ekki þarf nú annað en lesa nokkura kafla í ritning- unni með atbygli, til þess að reka sig á það, að ritning- in er ekki alstaðar sjálfri sér samkvæm. Mótsagnirnar eru margar og miklar, og skoðanirnar margar mjög svo frábrugðnar hver annari. Og á þvi þarf engan að furða,

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.