Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1908, Page 72

Skírnir - 01.01.1908, Page 72
72 Upptök mannkynsins. hvern, sem mannkynið heflr eignast til að misskilja? Var reynt að styðja að þvi eftir mætti, að þetta sjaldgæfa ljós gæti iýst mannkyninu fram á nýjar brautir? Fjarri fór því. íhugunarvert er þetta, sem nú skal sagt frá. Cuvier birti á ári hverju skýrslu um liið helzta, sem komið hafði út í dýrafræði. Ekkert sem ritað var í þeim efnum gat komist í neinn samjöfnuð við rit Lamarcks. En yfir þeim hafði Cuvier vandlega þagað í árskýrslum sínum. En afleiðing þessa var sú, að jafnvel ekki Goethe, sem eins og kunnugt er einnig var mikill náttúrufræðingur, vissi af Lamarck. En þó var enginn sá maður uppi, er jafnmikið hefði getað kent Goethe. Var Goethe að leita í sömu átt og Lamarck, þó að ekki væri hann náttúruspekingur til jafns við snillinginn frakkneska. Slíkir menn eru salt jarðar, en samt hefir það verið talinn lítill skaði, þó að þeirra yrðu smá not hjá því sem mátt hefði verða. Engin eyðslusemi er eins háskaleg og sú, að eyða nýjum hugsunum og hnekkja þeim, sem þær geta hugsað. En þó heflr þetta verið gert öldum saman af hinu mesta kappi, og er jafnvel að nokkru leyti gert enn. Hugsum oss, að mannkyninu hefði notast að öllum snillingsefnum, sem því hafa fæðst. Sennilega værum vér þá komnir þangað sem niðjar nútímans verða ekki fyr en eftir nokkur þúsund ár. Og svo mörg illviðrablikan sem er að sjá í framtíðaráttina, þá er þó ekki óliklegt, að munurinn verði eins mikill og í eyðimörkinni hjá Júðun- um forðum og svo landinu sem flaut í mjólk og hunangi — og svo blóði frumbyggjanna meðan Gyðingar með guðs hjálp voru að brjóta það undir sig. En þó falla engir blóðlækir um framtíðarlandið; ekki einu sinni sauða og nautablóði verður þar úthelt. XVII. Ekkert virðist jafn vel fallið til að forða við mann- hatri, en að efla trú á framtíð mannkvnsins, eins og að- hugleiða fortíð þess. Hversu miklu hægra veitir að sætta sig við alla þá fásinnu, er »veraldarsagan« (og æfisagæ

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.