Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1909, Blaðsíða 60

Skírnir - 01.01.1909, Blaðsíða 60
<;o Um ættarnöfn. hin síðari móðirin og myndríkt fornaldarmál, er eigi verð- ur borið saman við hitt, með þetta. Sannleikurinn er sá, að eigi ættarnöfn að verða sann- íslenzk og um leið fjölbreytt og fögur, þá verða þau að geta myndast af öllum flokkum nafnorða, jafnt með veikri og sterkri beygingu og livers kyns sem orðin eru. Þau eru engin Islenzka nema þau geti hneigst öldungis eins og hver önnur orð í málinu, ýmist mikið eða litið eftir atvik- um, enda sé eg enga ástæðu til, hvers vegna þau mega eigi halda öllum fallendingum óbrjáluðum, og nefnifalls- merki og þágufalls alveg eins koma þar fram, sem merki þolfalls og eignarfalls. Eða hvi skyldi eigi mega halda réttu ar fyrir rangt s í eignarfalli þeirra. orða, er eg tók fyrir dæmi nú síðast? Fólk mundi fella sig einmitt betur við réttu myndirnar, þegar málkunnáttan væri í þolanlegu lagi og nöfn þessi orðin algeng. Hitt að geta sætt sig við beygingarlausa meginhluta orða (um orðrœtur er þar sjaldn- ast að tala), sýnir ekkert annað en stórskemda málkend, er beinleiðis hefir skapast af endingarlausu og útlendu ættarnöfnunum, er nú um sinn hafa verið að flækjast um landið og í málinu, svo eigi eru upptökin góð. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá er nefnifallið eina orðmyndin, sem deila er um, hvort halda skuli fallsmerk- inu eða fella það niður. En um það getur þó engum blandast hugur, að það er íslenzkara og í meira samræmi við önnur orð í málinu og einkum við ættarnöfn af veiku beygingunni, að halda nefnifallsmerkinu, annars verður endalaust ósamræmi á milli sterku og veiku ættarnafn- anna. Með þvi að halda fullri beygingu verða t. d. nöfn- in Árni Hólmur og Olafur Múli alveg hliðstæð, en ef hið fyrra endilega á að heita A. Ilólm, þá verður hitt að liljóða O. Múl, sökum samkvæmninnar, en slík afbökun væri viðurstygð. G. Kamban telur upp sæg af orðum til að sýna vöntun fallendinga í orðflokkura, sem svo aftur á að vera sönnun þess að sleppa megi nefnifallsmerkinu í ættarnöfnum. En með þessu sannar hann bókstaflega ekkert. Hann sannar það eitt, sem allir vita og engrar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.