Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1912, Page 62

Skírnir - 01.08.1912, Page 62
252 Um talshætti i islensku. ekkert orð um það; það er að segja: setníngarnar eru notaðar óeiginlega, hafðar um alt annað en þær áttu frumlega við; þær eru búnar að fá fasta merkíngu og eru allajafnast hafðar um hönd jafnhugsunarlaust sem önnur orð — og þó eru þær oft auðskildar, ef þær eru krufðar til mergjar, ef menn fara að hugsa nánar út í þær. Þessar setníngar, sem jeg á hjer við, eru líka mótaðir peníngar og mótið oft óskýrt. Hvað jeg á við, skal jeg nú þegar skýra. »Jeg ætla að fara á hnotskóg*, svo að »mjer verði enginn Þrándur í Götu* »andvígur«, er jeg þurfi »að eiga í höggi við«, svo að jeg ekki »komist á vonarvöl* eða jafnvel »verði á heljarþröminni*. I hinum auðkendu orðum (setníngum) felast orða- tiltæki eða talshættir — í rauninni sama sem málshættir en þó haft í annari merkíngu —; allir eða flestir skilja þau, og þó þurfa þau skýríngar, og öll eiga þau rót sína lángt aftur í fornöldinni. »Andvígur« merkir þann, er »vegur, lyftir s v e r ð i sínu móti öðrum til að særa hann eða drepa* — en er nú haft að eins um mótstöðumann er »berst« með munni eða penna (eða hvorutveggju); á líkan hátt er með »að eiga í höggi við«, bendir til sömu tíma og sams konar (vopna)viðskifta. »Að fara á hnot- skóg« er ekki einu sinni íslenskt, heldur útlent (norrænt), því að hnotskógar hafa aldrei til verið á Islandi. I út- löndum eru hnotskógar fundastaðir taldir fyrir elskendur — og á »hnotskóg fór Guðrún að skemta sjer« og þar fann Hrappur hana, sem segir í Njálu (87. k.). Fyrir því má gera ráð, að aðrir hafi farið í skóginn til þess að gá að þessum ungu elskendum, njósna um þau og fá vissu um 8amdráttinn — og því fekk orðatiltækið merkínguna »að njósna um, grenslast eftir e-u«, sem sýnist vera nú hin almenna þýðíngin. — »þrándur í götu« — svo eru bæði orðin prentuð í hinum síðustu ísl. bókum, með litl- um staf, og lítur því svo út sem ritarinn hafi ekki skilið orðin eða vitað uppruna þeirra. Þau hafa verið skilin sem •hindrun á vegi« (gata blátt áfram, = vegur, stigur) —

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.