Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1916, Page 4

Skírnir - 01.08.1916, Page 4
■228 Snorri Sturluson. [Skírnir. að það var merki þess, að batna tók með Snorra og Sturlu Sighvatssyni, að Sturla var löngum í Reykjaholti »og lagði mikinn hug á, að láta rita sögubælcur eftir bókum þeim, er Snorri setti saman« (Sturl. II, 183). Meiri frægðar hefir Snorri vænst af kvæðum sínum, og einkum Háttatali. Sturla getur þess líka sérstaklega, að Snorri »gerðist skáld gott« (Sturl. II, 73), og Snorri var of mjög barn síns tíma til þess að skilja, að konunga- drápurnar voru deyjandi list og hann sjálfur meiri brag- snillingur en skáld. Þegar hann segir: Falli fyrr fold i ægi, steini studd, en stillis lof, hefir sú hugsun ekki verið honum fjarri, að lof konungs ætti einmitt að standa svo lengi í hans eigin kvæði. Og í 100 v. segir hann blátt áfram, að sá maður eigi þó nokk- urt hrós skilið, er svo fái ort alla hætti. Nöfn hirðskáld- anna voru líka miklu fastar bundin við verk þeirra en sagnaritaranna. Það eru ekki mörg konungakvæði, sem geymd eru nafnlaus, og í Skáldatali er margra skálda getið, þó að hver vísa þeirra sé nú týnd. Liklega hefir enginn maður nokkurn tíma þekt fleiri íslenzk skálda- kvæði en Snorri. Honum var manna kunnugast, hvernig kvæðin gengu mann frá manni og héldu nafni höfund- anna á lofti. En meira en að lofa var að vera lofaður, meira en að yrkja var að verða að yrkisefni. Konungurinn og höfðinginn voru meiri en skáldið. Snorri á nútímafrægð sína ritum sínum að þakka, og þess vegna hættir mönn- um við að gleyma því, að hann var ekki fyrst og fremst fræðiþulur, heldur höfðingi. Hversu mikið yndi sem hann hefir haft af ritstörfum sínum og hvað mikils sem hann hefir metið þau, er það áreiðanlegt, að hann alt af hefir látið baráttu sína fyrir auð og völdum sitja í fyrirrúmi. Nafnið »fróði« festist aldrei við hann. Fyrir Styrmi Kára- son var það nafnbót. Snorri var annað og meira, hann
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.