Gefn - 01.01.1874, Qupperneq 55

Gefn - 01.01.1874, Qupperneq 55
Hegrar (Ardeidaé): nefið stórt og sterkt; liegri (Ardea) er mjög sjaldgæfur á ísl. — C. Jarðfuglar (Basores): vængir og fætur stuttir, nefið hyelft og stutt. - [1. Hæns (Phasianida), tamin frá landnámstíð]. 2. Rjúpur (Te- traonida): rjúpa (Lagopus alpinus, Tetrao Islandorum), á heima nyrðst um allan hnöttinn og á hæðstu fjöllum. [3. Dúfur (Columbida), tamdar]. — D. Saungfuglar (Passeres): skógarfuglar og klettafuglar, margvíslega skapaðir, fiestir smávaxnir. 1. Breiðnefir (Fissirostres): svölur (Hirundo) hafa stöku sinnum sést á íslandi, en verpa bar ekki. — 2. Stórnefir (Magnirostres): hrafnar (Corvus). standfuglar. — 3. Fleignefir (Conirostres): auðnutitlíngur (Fringilla [Linota] linaria), fremur sjaldgæfur, rauðleitur á brjóstinu og höfðinu; fer á burtu í september; snjótitlíngur, sólskríkja (Emberiza nivalis) almennur; önnur tegund (E. calcarata, Plectrophancs c.) er stundum með þeim, en sjaldgæfari. — 4. Mjónefir (Subulirostres): steindepill (Saxicola oenanthc); rindill, músarbróðir (Troglodytes bor- ealis), standfugl; maríuerla, máríatla (Motacilla alba); grátitlingur, þúfutitlíngur (Anthus pratensis), farfuglar. — 5. T a n n n e fi r (Dentirostres): þröstur, skógarþröstur (Turdus iliacus, og tvær tegundir til: T. pilaris og T. merula, sjaldgæfar); farf'uglar. — E. Gripfuglar (Baptatores) stórir með sterku og bognu netí, sterkum fótum og hvössum kengbognum klóm; konan er stærri er karlinn, lifa einmana og eru standfuglar. 1. Uglur (Strigida): stuttvaxnar, augun framsett, nefið stendur varla fram úr fjöðrunum: snæugla (Strix nivea). — 2) Haukar (Falconida): láng- vaxnari, höfuðminni: smyrill (Falco caesius); fálki, valur (F. islandicus); örn, hafiörn (Aquila albicilla. — III. Spendýr(Mammalia): heitt blóð, anda með lúnguui, fæða lifandi únga; ferfætt og hærð (nema fyrsti flokkurinn). A. Bæxladýr (Cetacea): fiskmynduð, hárlaus; sjódýr. 1. Skíðishvalir (Balaenida), tvö blásturhol. a) sléttbakar (Leiobalaenae); sléttbakur (Bálaena mysticetus), 30 álna;

x

Gefn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.