Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Side 62

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Side 62
Altaristafla frá Möðruvöllum í Eyjafirði (antemensale, fyrirbrík), ' 1. Á fyrstu öldum kristninnar var það siður, að hafa að eins eitt altari í hverri kirkju; stóð það laust frá gaflhlaðinu, nokkuð frammi á gólfinu. Á 5. öld má sjá að farið hefir verið að fjölga ölturunum í kirkjunum, og að hafa aukaölturu (altaria minora) hing- að og þangað um kirkjuna, til þess að syngja við sálumessur fyrir einstaka menn, eða helguð einstökum dýrlingum; áttu stundum ein- stakar ættir eða félög sér altari i kirkjunni. Þá var farið að nefna aðalaltarið (altare majus) háaltari (summum altare) eða höfuðaltari (altare principale) og varð siður að hafa það inst inni í kórnum, oft í lítilli útúrbyggingu og venjulega laust við, en stundum þó fast upp við gaflinn. Einkum átti það sér stað í dómkirkjunum að hafa mörg ölturu, en í smákirkjum varð þeim ekki komið fyrir. Hvort altari var helgað einum dýrlingi, eða stundum fleirum, og háaltarið ætíð þeim er kirkjan var helguð, og skyldi, samkv. ákvæði kirkju- þingsins í Trier 1310, sýnt með mynd eða áletrun framan á eða yflr altari hverju hverjum það var helgað. Háaltarið átti fyr á öldum að vera úr steini, og var það oftast, að minsta kosti í stórum kirkjum. Skyldi í því vera lítið hvolf, (sepulchrum, gröf) lokað með sérstökum steini, innsigli (sigillum), og í hvolfinu smáhylki (capsa), með helgum dómum, hlutum, oft smá- ögnum, er tilheyrt höfðu einum eða fleirum dýrlingum eða gripum, sem þeir höfðu átt; hvolfið táknaði nefnilega gröf dýrlingsins, því að öll þessi heilagra manna dýrkun, eins og lika kristnin sjálf að miklu leyti, bygðist á hinni fornu dýrkun anda framliðinna ætt- ingja, ástvina eða ágætismanna við gröf þeirra; er þetta ekkert sér- staklegt fyrir kristnina. En jafnframt því, að altarið var einskonar legstaður framliðins dýrlings, skyldi það og vera borð (mensa), þar sem framkvæmd yrði hin heilaga máltíð, altarissakramentið, til minn- ingar um hina heilögu kvöldmáltíð Krists. Þess vegna var venju- lega sérstök skífa ofan á altarinu, en það oft hlaðið úr steinum, múruðum saman, eða einn tilhöggvinn steinn.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.