Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1919, Page 1

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1919, Page 1
íslensk fiðla. Hjer á landi hafa til skamms tima þekst tvenns konar innlend hljóðfæri, fiðla og langspil. Eru þau nú fáum kunn orðin, einkum fiðlan, nema af frásögn manna eða lýsingum, eða sumum af sjón í Þjóðminjasafninu. Langspil mun enn vera til á stöku stað og lík- lega nokkrir til, sem kunna að spila á það, þótt þeir gjöri nú lítið eða ekkert að því. I bók sinni um »íslenzkar skemtanir« (Bókmfjel. 1888—92) skrif- aði Olafur Davíðsson lítið eitt um fiðlu, á bls. 268—69, en aldrei hafði hann sjeð fiðlu og ekki heldur mynd af henni nje góða lýa- ingu. I »Safni til bragfræði íslenzkra rímna«, er út kom 1891, lýsti sjera Helgi Sigurðsson fiðlu á bls. 240. — Um 4—5 árum eftir aldamótin skrifaði ungfrú Hortense Panum um fiðluna í ritgerð sinni um >de folkelige Strengeinstrumenter i Nordens Middelalder« (Aarsberetning f. 1905, bls. 149—151). Hafði hún við lítið annað að styðjast en greinarkorn Olafs og lýsingu sjera Helga. Um likt leyti skrifaði sjera Bjarni Þorsteinsson um fiðluna á bls. 67—73 í mngangi bókar sinn- ar »íslenzk þjóðlög* (Kh. 1906—1909); er sú ritgerð langbest. Sjera Bjarni fjekk mann til að smíða fiðlu, Stefán trjesmið Erlendsson í Olafsgerði í Kelduhverfi; hann þekti vel fiðlu, hafði sjálfur leikið of- urlítið á hana í æsku (1865—70) og heyrt annan eldri mann leika á hana, Svein Grímsson á Víkingavatni (d. 1876), sem »spilaði mikið á fiðlu framundir síðustu æviár sín«. Sjera Bjarni lýsir greinilega þessari fiðlu Stefáns og skýrir frá þeim upplýsingum, er Stefán skrifaði honum 1905 um fiðluna og hversu leikið var á hana, eftir því er Stefán mundi sjálfur og annað eldra fólk í Kelduhverfi, sem vel mundi eftir Sveini þessum og fiðluspili hans og annara eldri fiðluleikara í því bygðarlagi skömmu fyrir miðja siðustu öld. I sóknalýsin^um þeim, er Bókmentafjelagið safnaði um 1840, kvað, að sögn Olafs Davíðssonar í ísl. skemtunum, bls. 268, vera getið um fiðlur að eins í þremur: Garðssóknar í Kelduhverfi, Stór- ólfshvols og Sigluvíkursókna og svo Presthólasóknar. Þetta kemur heim við frásögn sjera Bjarna; hann hefur einmitt sinn fróðleik um 1

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.