Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Blaðsíða 83

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Blaðsíða 83
83 þess, er þar byggði fyrstur. Segir Harðar saga, að hann væri mikill bóndi1), og telur hann með héraðshöfðingjum2). Má vera, að hann hafi orðið eptir hjá frænku sinni á Ferstiklu og setzt síðan að í landi föðurbróður sins, er hann hefir þá fengið af Finni eða öllu heldur erfingjum hans. En hvað sem því líður, þá er hann manna líklegastur til að hafa valið bæ sínum rangnefnið af ræktarsemi við frænda sinn. Bendir og til þess, er Harðar saga talar um melana við Saurbæ, þá er Hólm- verjar rændu þar3). En í Gufugerði hefir Þórsteinn öxnabroddur þótzt óhultari fyrir víkingunum úr Geirshólma en í kvosinni í Stekkjarflóa. Föst þjóðsögn er um, að Saurbær hafi staðið í Gufugerði, unz hann brann, hvort sem það var í tíð Hallgríms Péturssonar eða ekki. Þar eru nú óglöggvar tóptir. Mjög er þar fagurt bæjarstæði. Sér þar yztu fjöllin á Reykjanesi í fjarðarmynninu sem bláa' hnúka, enn fremur hina fögru hyrnu Glámunnar til landnorðurs. Gufugerði stend- ur mjög hátt, og er þar því afar veðurnæmt. Þar gat því rokið fljótt úr rústum, svo að nú sjáist kannske ekki örmul eptir. Eg sé fátt til fyrirstöðu því, að þjóðsögnin sé rétt. Vottar þar enn fyrir ævaforn- um túngarði að sunnan og vestan, enda mun þar minnst blásið. Frekara skal hér eigi farið út í sögu Saurbæjar. Ef til vill vinnst mér síðar tími til að kanna hana og semja eptir föngum. III. Skipta má Saurbæjarlandi í tvennt til glöggvunar við skýring ör- nefna. Sýsluvegur liggur um landið mitt í austur og vestur sunnan við háls, þann er áður er á minnzt. Þar eru melgötur sléttar og harðar og hefir ávallt verið frægur reiðvegur, enda snemmendis minnzt melanna við Saurbæ4). Nú mun eg taka syðra hluta Saurbæjarlands og fara réttsælis. Fyrst skal þó túnið tekið sér og sami háttur upp hafður. 1. Bærinn stendur nú norðan við mitt tún uppi á brekku nokkurri eigi langt frá firðinum. Tröð er frá bænum norður úr tún- inu. Austan að henni renna tvær rásir. Milli þeirra, rétt við tröðina er harðbalalegt, og heitir þar Harðhaus. Hesthús tvö úr torfi standa austan við syðri rásina. Austur af þeim er nokkurt stykki allstórt, stórþýft og jarðfastir klettar á milli. Þar heitir Ferstikluvöllur suður að því, er áður var heimreiðin af austri en er nú móvegur. Má vera, að uppgjafaprestur hafi setzt að á Ferstiklu en haft ítak til slægna í 1) Harðar saga, 11. kap. 2) Harðar saga, 31. kap. 3) Harðar saga, 25. kap. 4) L. c. 3*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.