Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Síða 96

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Síða 96
96 reisa honum styttu, eða gjöra eitthvað í minníng þessa atburðar í þá stefnu, en enga aðra. (Sigurður Guðmundsson). 3. Reykjavík 25. Apríl 1865. Góði vin! Eg er nú svo vondur, að eg næ varla upp í nefið á mér sem menn segja. Það er eins og alt rói að því öllum árum, að ekkert skuli verða úr neinu manns fyrirtæki; og hvað dugar hér að hafa nokkurn vilja, engu verður samt framgengt, þó maður leggi tíma og penínga í sölurnar. — En með þessu móti heykjast allir. Við höfum nú í vetur reynt með öllu móti að auka forngripasafnið og setja það í sem bezta reglu. Það hefir reyndar ekki aukizt mikið, en það eru þó komin 213 nr., og víst fult eins miklu er lofað út um landið. En það sem mest reið á var fengið, því rekspölurinn var kominn á, og almenníngur var farinn að gefa safninu út um alt land. En þegar alt gengur svona, býst eg ef til vill við að þeir heykist líka, og allir sjá hvað þetta hindrar safnið, að hafa enga peninga til að borga flutning á því sem lofað er, enga penínga fyrir púlt og skápa undir hlutina, svo ekki verður hægt að sýna það, sem hér eptir kemur, og ekki eingáng sumt af því, sem komið er. Ef að enginn fær að sjá safnið, hvað lengi munu menn þá hafa gaman af því, eða treysta því, að nokkuð sé nýtt af því? Það er það sem ríður á, að geta sýnt sem flestum alt það sem komið er, því það hvetur menn mest. Eg ætla að reyna samt að halda lífi í safninu, en það er mjög óvíst, hvort mér tekst það. — Carl Andersen skrifar, að Thomsen hafi mælt fram með bænaskránni, og er eg hissa á, að það skyldi ekki duga; eg veit reyndar ekki, hvernig sú meðmæling hefir verið, en eg ímynda mér að hún hafi verið all-góð. Úr því sem ráða er, þá ríður nú hér lífið á, að reyna að fá Thomsen til að gefa safninu dálítið, því það væri merkilegt fyrir safnið og mikilsvert; en þó er undir þessum kríngumstæðum nær því mest varið í það vegna þess að menn gætu porrað Íslendínga upp með því að duga betur safninu. Hvað á nú að gera? Fara í Alþíngi. Það er samt varla til neins. Leita samskota hjá almenníngi? Það er heldur ekki til neins á þessari óðu uppástúngu-öld, þar sem menn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.