Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Side 27

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Side 27
31 af hafa átt færri hesta en svo, að þeir hafi rekið stóðið ?. íjall, en hrútar og sauðir, geitfé, svín og geldneyti hljóta mjög snemma að hafa sloppið eða verið rekin á fjall og gengið víða sjálfala, og er það að nokkru leyti í samræmi við ritaðar heimildir. Þó tel eg hér örnefnin, hvað snertir landnáms- og söguöld, tryggari heimild. Ornefni, sem segja frá skógargróðri, eru mörg, og langflest í þeim sveitum, þar sem skógur hefur haldizt fram til okkar daga. Það er mest í Þverfjörðunum og í fjallaskjóli innarlega í öðrum fjörðum í suðurhluta kjálkans. Þó er nú víða orðið skóglaust, þar sem örnefnin votta, að fyrrum hefur verið vaxið skógi. Orð, sem minna á skógar- gróður, eru helzt skógur, hrís og rjóöur, og auk þeirra á nokkrum stöðum mörk. Rjóður-nöfn eru mörg. Eg hafði tæplega búizt við þeim og alls ekki við slíkum fjölda, af því ekki eitt einasta bæjar- nafn á öllu íslandi inniheldur orðið rjóður, og ekki heldur ruð, sem merkir hér um bil hið sama og rjóður fyrrum. Það er staður, þar sem skógur er ruddur. Það, sem kunnugt er orðið um sviðningu á skógi til þess að reisa þar bæi, mun mega fylla með því, að menn virðast í þessum tilgangi almennt ekki hafa eytt skógi með því að rífa hann upp. Því að annars mætti, þar sem bæjarnöfnin eru, búast við minningum um þessa ruðningu ekki síður en um sviðningu. 1 vestfirzku örnefnunum heitir og sumstaðar rjóður, þar sem talið er vera skóglendi, og bendir það til þess, að skógurinn hafi þar annað hvort breiðzt út yfir gömul rjóður, eða að gisinn skóg- ur, þar sem mikið er um smárjóður, hafi þar verið kallaður þessu nafni. Allmörg nöfn minna og á viðarkolagerð. Algengast þeirra er Kolgrafir. Á einstaka stað geyma örnefnin merkilegar minningar um skógargróður og kolagerð, þó að engin hrísla virðist nú vera eftir. Þannig heitir í landi Múlakots (Múla) í botni Þorskafjarðar Hrískleif og Hrískleifarrjóður, Kolarjóður, Kolviðarhjalli og Kolviðar- hjallabrún, Kurlholt og Kurlhvammur. Þar sem enginn skógur var nærri, virðast menn og hafa notað rekavið til að brenna úr kol, því að í landi Dranga á Ströndum er kallað Kolgrafavík. Það er vitaskuld, að örnefnin geyma margt, sem fræðir okkur um þjóðtrú liðinna kynslóða. Þó verður að taka það fram, að sumt, sem vera mun útdautt víðast á landi, virðist á norðvesturlandi ennþá vera við lýði. A því ber einna mest, þar sem eru álagablettir. Annars eru þarna allmargar nykurtjarnir og tvíbytnutjarnir, og svo sitt af hverju tæi, en merkilega lítið um álfa-nöfn. Aftur á móti eru í Vestfjörðum og við Djúpið allmörg örnefni kend við landdísir, mest Landdísasteinn, auk þess Landdísabrekka, Landdísahóll, Land-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.