Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Síða 33

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Síða 33
37 fjarðareyri í Jökulfjörðum. Eyri í Skutulsfirði hefur og verið kölluð Skutulsfjarðareyri, en Krosseyri í Geirþjófsfirði er í Sturlungasögu kölluð Geirþjófsfjarðareyri. Þetta bendir til þess, að þar hafi einhvern- tíma einnig verið kallað Eyri. Líklega hafa þó sumar eða flestar eyrarnar, sem þessir bæir eru kenndir við, átt samsett nöfn — líkt og Flateyri, eyrin í landi Eyrar í Önundarfirði, þar sem nú er kaup- staðurinn —, en þó flestar önnur nöfn en bæirnir fengu seinna meir. Samsett og ósamsett nöfn munu því hafa skipzt á meira en fram kemur í heimildunum, og er því hæpið að fullyrða nokkuð um elztu mynd slíkra bæjarnafna. Víða hafa báðar mvndirnar verið not- aðar jafnhliða, svo að mörgum öldum skiptir, og gat þar tilviljunin ráðið því, hvor þeirra kemur fyrr fram í heimildunum. Það er því með engu móti öruggt, að þessi mynd sé eldra nafnið. Auðshaugur á Hjarðarnesi, jafnframt kallaður Haugur, er þegar í Gísla sögu kallaður styttra nafninu, en eg tel þó víst, að hin myndin sé eldri, bæði vegna þess, að varla hefur verið þörf á því að greina þenna bæ frá öðrum samnefndum bæjum, og svo þess, að Auðshaugur er þar ennþá til sem ömefni. Það er með öllu ósennilegt, enda veit eg engin örugg dæmi þess, að viðbætur við bæjarnöfn hafi verið færð yfir á örnefnin, sem þau eru komin frá. Örnefnin geta því allvíða frætt okkur um elztu mynd bæjarnafna. Mér töldust í Barðastrandar-, Isafjarðar- og Strandasýslu um 60 bæir, þar sem við þekkjum nöfnin í tvennri mynd, samsettri og ósam- settri. Víðast held eg, að það sé samsetta nafnið, sem þar er eldra. Þar að auki hafa í sambandi við skiptingu jarða á rúmum 20 stöð- um myndazt samstæður lengdra bæjarnafna (svo sem Efri- og Neðri- Vaðall), og nokkrir bæir hafa orðið að afsala sér nöfnum, sem voru örnefni um leið (svo sem Staður í Grunnavík og Aðalvík). Allt þetta hefur Ieitt til aukinnar eða algjörrar aðgreiningar milli bæjarnafna og samsvarandi örnefna. Líkt og örnefnin áttu í öndverðu mikinn þátt í myndun bæjar- nafna, áttu bæjarnöfnin seinna meir drjúgan þátt í myndun nýrra örnefna, bæði innan landamerkja hverrar jarðar og utan þeirra. Víða eru nú firðir, dalir, stór fjöll og heilar sveitir, ásamt flestum hrepp- um, kennd við einstaka bæi, svo sem á norðvesturkjálkanum Hest- eyrarfjörður, Staðardalur í Steingrímsfirði, Drangajökull og Ögur- sveit. Innan landareigna einstakra jarða fer svo, að slíkra áhrifa gætir í örnefnaskránum mun minna en sýnast má eftir vitnisburði annarra heimilda og einkum uppdráttanna. Þetta er eðlilegt. Þeir, sem eiga heima á bænum, nota nafn hans sín á milli að jafnaði lítið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.