Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Side 124

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Side 124
126 II. EYÐING ÞJÓRSÁRDALS Mikið hefur verið ritað um byggð og eyðingu Þjórsárdals. Það, sem ég hefi séð og lesið, ætla ég eigi að telja upp eða gera við það út af fyrir sig neinar sérstakar athugasemdir, heldur aðeins geta um hugboð mitt um þetta efni í höfuðdráttum. Brynjólfur Jónsson forn- fræðingur hefur í grein ágætri í Árbók fornleifafél. (1884—5) lýst hugmynd manna um gjöreyðingu Þjórsárdals á einum morgni af jarðeldi úr Rauðukömbum, þar í dalbrúninni. Þar með átti dalur- inn allur að verða eitt eldhaf og ekki aðeins bújarðir og bæir að eyðast, heldur líka fólkið allt og búpeningur verða eldinum að bráð í einni svipan, nema einni smalastúlku og hesti þeim, sem hún reið burt í dauðans ofboði. En Þorvaldur Thoroddsen hefur kveðið rækilega niður þessa grillu annálanna um eldgos úr Rauðukömbum (Ferðabók II, 164—70). Getur hann þess þar líka, að hvítur vikur hafi aldrei komið í Heklu- gosum, og muni hvíti vikurinn í Þjórsárdalnum kominn austan af Landmannaafrétti, frá einhverju líparítgosi þar. Virðist mér þetta eitt af merkilegustu rannsóknarefnum ungra jarðfræðinga, eigi sízt dr. Sigurðar Þórarinssonar, sem nú þegar hefur gert mjög merkar vikurlagarannsóknir (ásamt Hákoni skógræktarstjóra) og lýst þeim í doktorsritgjörð sinni.1 Margt má lesa og læra af vikur- og öskulögunum í jarðvegi víðs- vegar, ef full vissa getur fengizt um það, hvar þau hafa komið upp og á hvaða tíma. Yrði það m. a. mikil stoð við ákvörðun þess, hve- nær býli hafa verið byggð í fyrstu, og hvenær sum þeirra hafa eyði- lagzt. Trúleg þykir mér sú ályktun Sigurðar Þórarinssonar, að efra hvíta vikurlagið, sem sýnt er í nefndum bókum og merkt með töl- unni VI, og mest er af í húsatóftum Stangar í Þjórsárdal, sé írá Heklugosinu 1300. Mikið er af hvítum vikri eða hvítleitum allt út að Heiði á Rangárvöllum, bæði jarðlögum og ofan á hrauni og sandi milli gamla Steinkross og Rangár ytri, stærri molar eftir því sem nær er Heklu, svo að ekki er ólíklegt, að hann hafi komið þangað í einhverju Heklugosinu. En hina skoðun dr. Sigurðar: að megin- hluti Þjórsárdals hafi eyðilagzt í gosi þessu, get ég ekki samþykkt að svo komnu. Styðja þá efagirni mína þrjár orsakir, er ég nú skal greina: 1) Tefrokronologiska studier pá Island, Kmh. 1944. Svo og í margfróð- legu bókinni um rannsóknir í Þjórsárdalnum 1939. Foi'ntida gárdar i Island, Kmh. 1943.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.