Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1994, Page 168

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1994, Page 168
172 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS ískjarna- og öskulagarannsóknir veita eins og er bestu fáanlegu tímasetn- ingar á upphafi landnáms á íslandi og Claus Hammer á þar stóran hlut. Geislakol og landnámslagið Öskulagatímatalið á sögulegum tíma byggir ekki á geislakolsgreining- um þó Vilhjálmur virðist stundum telja svo vera. Landnámslagið er auð- þekkt öskulag sem fallið hefur rétt um landnám en er hvergi getið í heim- ildum og kemur geislakol þar nokkuð við sögu. En enginn vafi er hins vegar á því hvar lagið liggur í hinum afstæða öskulagatímaskala. Það er heldur ekki neinn ruglingur meðal jarðvísindamanna hvað varðar geisla- kolsaldur. Til staðar er mælióvissa, óvissa um tengsl sýna við þann atburð sem skal tímasetja og svo að gera þarf leiðréttingar vegna breytilegrar framleiðslu geislakols. Meðferð Vilhjálms á geislakolsaldri er hins vegar ruglingsleg og oft röng. Hefur einn helsti vísindamaður á Norðurlöndum á þessu sviði neyðst til veita honum opinberar ávítur fyrir rugl og óheiðar- leg vinnubrögðL Vilhjálmur gerir ýmist að kvarta yfir of fáum greiningum eða afskrifa geislakolsgreiningar vegna þess að hann skilur þær ekki eða greiningar falla ekki að þeim skoðunum sem hann hefur þegar myndað sér. Umfjöll- un Vilhjálms um geislakolsaldur og tengsl slíkra mælinga við öskulög og ískjarna verða því að skoðast stuttlega. Við upphaf mælinga á geislakoli vonuðust menn til þess að þar væri komin einföld aðferð til aldursgreininga á lífrænum leifum, nóg væri að mæla eftirlifandi geislakol og vita helmingunartíma þess. Við frekari at- huganir reynist þó margt gera notkun og túlkun geislakolsgreininga til aldursákvarðana óvissar. Hefur þessu nýlega verið gerð rækileg skil af Páli Theodórssyni.2 Hér skipta þrjú atriði mestu máli: 1) Hver mæling geislakols hefur innbyggða óhjákvæmilega óvissu. I fyrsta lagi eru skekkjumörk hverrar mælingar, en það er mat þeirrar stofu sem greininguna framkvæmdi á hkum þess að fá sömu niðurstöðu fyrir sama sýni eða samkvæmni mælinga. I öðru lagi er svo óvissa um hversu nálæg raunverulegu gildi mælingin er þ.e. nákvæmni mælinganna. Hver mæling gefur því visst árabil sem hafa verður í huga við túlkun mælinga eins og skýrt kemur fram hjá Páli Theodórssyni. En með því að greina þekkta staðla með hæfilegu millibili hefur nákvæmni og innbyrðis sam- ræmi rannsóknarstofa batnað verulega á seinustu árum. 2) Framleiðsla og dreifing geislakols í andrúmsloftinu er ekki sú sama í tímans rás. Það táknar að styrkur geislakols í andrúmslofti er ekki alltaf
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.