Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Page 27

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Page 27
NOKKRAR KYNSLOÐIR KIRKNA 31 Þar sem klausturhúsið brann árið 1772 ásamt nærliggjandi húsum eins og fram er komið, er næsta víst að kapítulinn hafi verið meðal þeirra. Ahugavert er að hér er kapítulanafnið notað áfram þó svo húsið hljóti að vera nýtt. I úttekt frá 1783,77 eftir brunann, er lýsing hússins furðu áþekk þeirri frá 1760. Samkvæmt þessu virðist húsið hafa verið endur- reist (eða endurbætt) í þeirri mynd sem það var um 1760. Það lítur út fyrir að húsið hafi verið endurbyggt einhverntíma milli 1727 og 1760, því svo virðist sem a.m.k. þakið hafi verið endurnýjað en einnig er nú annars konar læsing komin á útihurð hússins. Athugasemd í úttekt frá 1796 gefur vísbendingu um legu hússins þar sem segir í beinu framhaldi af því að timburstafn sé framan undir: „[Njorðurhliðveggur er hrjáleg- ur.“78 Af þessu má þá ráða að kapítulinn hafi haft stefnuna austur-vestur og standi því samsíða klausturhúsinu og skemmunni, a.m.k. eftir brunann 1772. Allmerkur uppdráttur af staðarhúsum og kirkju á Munkaþverá fylgir bréfi Jakobs J. Jónssonar á Munkaþverá til Sigurðar málara, for- stöðumanns forngripasafnsins, frá árinu 1874.79 (12. mynd). Þessi upp- dráttur var gerður eftir að kapítulahúsið var horfið en þó líklega að eldri manna fyrirsögn. Uppdrátturinn sjálfur er ekki ýkja nákvæmur en gæti þó gefið góða hugmynd um staðsetningu hússins og þar með klaustur- húsaþyrpingarinnar allrar þar sem Jakob hefur skrifað inn á teikninguna mælingar á afstöðu kapítulans til kirkju annars vegar og bæjarhúsa hins vegar. A teikningunni er kapítulinn sýndur upp við kirkjugarð og með stefnuna austur-vestur. Ef grannt er skoðað sést að bæjardyr eru ekki fjarri. Samkvæmt þessu lítur svo út sem kapítuli hafi staðið samsíða og líkast til norðan við klausturhúsið sem tilgreint var gegnt bæjardyrum í úttektum. Málstofa á 18. öld Málstofan er eingöngu sjáanleg í úttektunum 1721,1724 og 1727. Arið 1721 hljóðar lýsing hússins svo: Málstofa 3 stafgólf að lengd. Þiljuð í hvolf og umhverfis að aursyllum nema annars vegar í fremsta stafgólfi, vantar þilspotta fýrir neðan mið- syllu sem monsr. Sveinn lofar að innsetja. Gisið er og syðra bjórþil hússins. Fyrir húsinu er dyraumbúningur, hurð á lömum með hespu og keng. Þetta hús ásamt hinu [kapítula] af monsr. Sveini vel uppgjört80 Uttektunum frá 1724 og 1727 ber saman við þessa nema hvað húsinu hrakar örlítið. Þar sem vísað er í að syðra bjórþil hússins sé gisið, merkir það jafnframt að annar gafl hússins snúi í suður. Það lítur því út fyrir að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.