Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Síða 76

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Síða 76
80 ARBOK FORNLEIFAFELAGSINS sviga) fyrir að þurfa að kveða svo fast að orði. Það má lengi leita vís- bendinga um náðhúsferðir og koppanotkun ef þær eru settar fram undir rós eins og þarna er gert um þann endann sem niður snýr í þeim ferð- um. Fálæti heimildaritara um náðhúsmál þjóðarinnar verður að rekja til samspils ytri aðstæðna og breyttra siðareglna á löngum tíma. Hélst í hendur að efnahagur breyttist, stefnubreyting varð í trúarbrögðum, ný stjórnkerfi tóku við þeim gömlu og tæknibyltingar og ný tíska hafa haft áhrif á athæfi fólks. Eftir því sem aldir liðu urðu til dæmis umhverfisáhrif af völdum náttúru töluverð á húsaskipan á bæjum hérlendis34 og hafa sennilega haft áhrif á þróun náðhúsanna. I tímans rás kalla breytt lífsskil- yrði fram nýja siði sem ættu að hluta til að skýra hvers vegna kamrar virðast hverfa úr notkun. Ef hægt var að leysa þessi mál með afþiljuðu eða tjölduðu herbergi, í skoti inni í einhveiju íveruhúsanna eða í fjósi sen: innangengt var í má telja eðlilegt að fólk nýtti sér það. Ekki er held- ur ósennilegt að fólki hafi þótt hlýrra að nota flórinn heldur en ískalda kamarsetuna. A tímabilinu frá ofanverðri 15. öld og þó einkum á þeirri 16. fjölgaði lausum innanstokksmunum í híbýlum manna og farið var að tala um ýmsar nýjungar innahúss.35 Til verðmæta voru metnir kistustólar og kistubekkir sem auðveldlega var hægt að breyta í „kamarsetu." Uti í Evr- ópu gengu þjónar um hús höfðingja með kollur eða stóla eins og mynd- in sýnir og einnig mátti sjá setbekki eða kistur36 með gati eða götum og örnakollum eða þrekkdöllum undir. Heimildir eru um að innikamrar og náðhús af ýmsum gerðum hafi verið notuð í nágrannalöndunum fram eftir öllum öldum og sá gamli siður að sitja á stöng eða setbekk yfir flór eða þró eins og menn gerðu fyrrum á stóru 12. mynd. Þetta stokkbyggða náðhús í Dölunum í Svíþjóð er einskonar útskot i horni á útvegg. Sest er á setuna innanfrá. Undir setbekknum úti hefur sennilega veriðfata til að losafremur enfor. Myndin var tekin 1926. Hér á landi eru engar heimildir til um slík hús. Venjulega voru kamrar hérlendis byggðir upp við útveggi og gengið ( þá utan frá. Ljósm. Nordiska museet.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.