Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Síða 93

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Síða 93
KLJÁSTEINAVEFSTAÐIR 97 miðöldum og reyndar enginn sem hægt hefur verið að tímasetja eldri en frá fyrri hluta 18. aldar. Að vísu hafa iðulega fundist kljásteinar við forn- leifauppgröft hér á landi, og einnig hafa fundist leifar vefjarskeiða og heill hræll, en ekki hafa verið grafnir upp hlutar úr vefstaðnum sjálfum.5 Er það raunar engin furða, því að timbur var verðmætt og var til skamms tíma notað aftur og aftur. Dæmi um þetta eru tjórir rifir úr vefstöðum sem fjallað verður um hér á eftir og voru notaðir sem raftar og girðingar- staurar áður en þeim var bjargað og komið á söfn á árunum 1963-1978.6 Það vakti því óskipta athygli mína þegar fréttir bárust af því sumarið 1992 að þó nokkrir vefstaðarhlutar hefðu fundist, ekki aðeins það ár, heldur einnig 1990 og 1991, í áður óþekktu norrænu bæjarstæði frá miðöldum á Nipaatsoq sléttu suðaustur af Nuuk á vesturströnd Græn- lands, í Vestribyggð sem talin er hafa lagst í eyði á seinni hluta 14. aldar. Bær þessi hlaut minjanúmerið 64 V 2—III—555, en hefur jafnframt verið nefndur „Bærinn undir sandinum," þar eð hann var hulinn þykku lagi af sandi uns jökulsá fór að brjóta framan af rústum hans.7 Samkvæmt þeim upplýsingum sem fyrir lágu snemma árs 1993 þegar frumgerð þessarar greinar var samin,8 höfðu fundist þar alls sex vefstaðarhlutar, þrír þeirra í vistarveru sem aldursgreind var til tímabilsins eftir 1200-1250.9 Af þess- um sex eru tveir skertir rifir og einn heill, og er annar skerti rifurinn lausafundur frá 1990,10 en hinir tveir voru grafnir upp 1992. Þá fannst hluti, að líkindum úr hlein, út af fyrir sig 1990, og hluti úr skilfjöl, að ég tel vera, 1991, en hluti úr annarri skilfjöl fannst í uppgreftinum 1992 (2. mynd). Hér á eftir verður fjallað um þá hluta úr íslenskum vefstöðum sem enn eru varðveittir, gerð þeirra lýst í fáum dráttum og í stuttu máli gerður samanburður á þeim og þessum fundum úr „Bænum undir sandinum." III Vefstaðir í Þjóðminjasafni. I Þjóðminjasafni Islands eru til sýnis tveir ís- lenskir vefstaðir, en vefstaður er íslenskt heiti þessa tækis." Vefstaðirnir tveir eru að nokkru upprunalegir. Annar var settur upp árið 1900 og aft- ur 1914 eða skömmu áður til að vefa einskeftu. Þeir hlutar vefstaðarins sem eru upprunalegir eru hleinarnar tvær (Þjms. 908b), að því undan- skildu að aukið var neðan við þær viðaukum í bæði skiptin, lengri þó í seinna skiptið, þegar vefstaðurinn var settur upp í sýningunni;12 ennfrem- ur eru rifurinn (Þjms. 855) og annar lokuþollurinn (Þjms. 908f) upp- runalegir. Þessir hlutir, aðrir en rifurinn, og annar rifur (Þjms. 908a) eru úr vefstað sem safnið keypti 1872 af Bjarna Pálssyni, bónda á Hnappa-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.