Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Page 157

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Page 157
ÁRSSKÝRSLA ÞJÓÐMINJASAFNS ÍSLANDS 1996. 161 Á árinu komu út tvö rit í ritröð Þjóðminjasafnsins og Fornleifafélags- ins, Guðmundar Olafssonar um Friðlýstar fornleifar í Borgatfjarðarsýslu, og Guðrúnar Sveinbjarnardóttur um Leirker á Islandi, hið síðarnefnda með íslenzkum og enskum texta. 21. marz átti þjóðminjavörður fund með Minjanefnd Vegagerðarinnar um skráningu og varðveizlu samgönguminja, vega, brúa, tækja auk heim- ilda, en Vegagerðin hefur á undanförnum árum látið vinna talsvert að varðveizlumálum. 12. apríl var málþing í Viðeyjarstofu er aðalritari UNESCO, Frederico Mayor, var hér í boði menntamálaráðherra í tilefni þess að Island hafði fullgilt samning um varðveizlu menningarminja. Sóttu margir starfsmenn safnsins málþingið. 31. maí heimsótti Elisabeth Gehrer menntamálaráðherra Austurríkis safnið í opinberri heimsókn sinni hingað til lands. 9. ágúst flutti Jan Ruby erindi í safninu um ljósmyndir aflátnum. 13. ágúst. hélt Arne Espelund erindi fyrir starfsmenn safnins og aðra áhugamenn um járnvinnslu í Noregi. 12. sept. flutti þjóðminjavörður erindi um silfursmíði í tengslum við silfursýninguna í Bogasal. Einnig var boðin silfurgreining, sem margir hagnýttu sér og komu með gripi til skoðunar. Hér má nefna, að Snorri Örn Snorrason og fleiri héldu tónleika í safninu 20. október og Musica Antiqua 3. nóvember. Safnið gekk til sam- starfs við hóp tónlistarmanna sem sérhæfir sig í flutningi tónlistar frá fyrri tíð. Efnt var til tónleika sem voru haldnir í safninu, 20. okt. og 3. nóv. Á Nikulásarmessu, 6. desember, kveikti Vilborg Dagbjartsdóttir rithöf- undur á jólatré safnsins. 12. -24. des. sóttu gömlu íslenzku jólasveinarnir safnið heirn eins og undanfarin ár. Átti safnið gott samstarf við Mögu- leikhúsið um það undir forystu Péturs Eggerz, en Guðni Franzson tón- listarmaður annaðist undirleik og leiddi söng. Allmargir barnakórar og nokkrir aðrir tónlistahópar áttu þátt í að taka á móti jólasveinunum. Þórgunnur Snædal rúnafræðingur í Stokkhólmi dvaldist í safninu um tíma og rannsakaði rúnaáletranir á hlutum, einnig fór hún á staði þar sem rúnasteina eða rúnaáletranir er að finna og kannaði þær. Haldið var áfram tölvutengingu og tölvuvæðingu safnsins. Hefur það í því máli notið leiðbeininga og ráðlegginga Douglas Brotchie við Há- skóla Islands. Safnið tók þátt í verkefni á vegum Reykjavíkurborgar um rekstur safnarútu er ók milli ákveðinna safna með vissu millibili alla daga vik- unnar frá miðjum júlí og fram í ágúst.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.