Heimskringla - 18.12.1929, Blaðsíða 6

Heimskringla - 18.12.1929, Blaðsíða 6
14. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 18. DES., 1929 Hrollur ÞaS er enginn efi lengur, a5 þér, Heiniur, sitthvaS gengur, á þig geislar Alvalds skína, alla færöu birtu þína, beint frá höfund’ lífs og ljóöa; Ijós er styrkur þjóða. Þegar stormar þungir falla, þúsund raddir á mig kalla; þegar myrkur byrgir brautir; bilar sjón, en vaxa þrautir; þegar stunur þúsundanna, þeirra föllnu, veiku manna, berst sem neyðar óp að eyra, óp sem fáir heyra. Þetta særir þýðlynt hjarta, þó þaö ekki vilji kvarta; þá er að leita böls að bótum, bragi mynda undir nótum; æfa sína öldnu tungu; af sér velta fargi þungu, eins og hlátur líði í ljóðum; leyna þessum fjöldans hljóðum. Það er brimhljóð böls og synda, byljir hræsnis vinda.— — Það þarf styrk að lýsa í Ijóði leiðu hringli í stolnum sjóði; heyra þrælsins heiftar bænir, hann á sjóðinn digra mænir, konan hans er hungruð heima, hún má klæðlaus börnin geyma. Hver á þessar kola birgðir? hver er sá sem arðinn hirðir, sá sem lærði að safna hroka, sá sem aldrei kunni að moka? Þetta eru erfða syndir, áefa gamlar skrípa myndir, þessir draugar, þannig fengnir, þræidóms timar afturgengnir; blindir, aldir upp í syndum, . augum stara hungurs blindum, á þá sem að eru að græða, allra njóta heimsins gæða: ef að hryti biti af borði, bljúgu kvaka þakkarorði. Fjarri er þetta friðarríki; frásögn neitt ei ýki. Ung eru börnin tekin, tamin, tál á sönnum manndóm framin: þeim er kennt að kaupa og selja, kaupa dýrt, en haldlaust velja; verða ekta uppskaíningur, inn í vafinn haldlaust glingur; sækja dansa, svitna, kólna, síðan veikjast, innan bólgna. Launheit tæring lifið styttir; litlar varnir þarna hittir. Ef þú sækir sölu torgin —sérstaklega ef stór er borgin,— þarna sérðu auðvalds yndi, allt sem hugur kjósa myndi, útflúrað i ótal myndum, upphafið að verstu syndum; þetta tælir hreinan huga: heldur að tálið muni duga. Allt þar fæst við gróðatis gjaldi, grimmu þarna beitt er valdi, en svo fínt. að enginn skilur, úlfur sig i gæru hylttr. Hefirðu ekki hugsað maður, hvernig &ttu að vera iglaður, þegar byljir böls og nauða, bera út þenna Svartadauða ? Heiðindómur hjá oss ræður. hamlar því að verðuni bræður; það er kennt að þjóna tveimur, þremur stundum. máske sex; . - —alltaf meira villan vex. Öll er vikan Mammons megin, margur hvíld þvi verður feginn. Þú ert máske þreyttur orðinn; þér finnst heldur lítill forðinn, þegar okin þrældóms beygja. Þeir fá hvíld sem deyja. Ef að varstu þegninn þægur, þú munt seinna verða ‘frægur ; lof þitt berst um lög og hauður, loksins þegar ertu dauður. Þessi fregn, hún berst í blíiðttm. Nokkur kvæði eftir Sigurð Jóhannsson beina leið að ættar stöðum, skyldmenni, sem hýmdu heima, heiðri sem að voru að gleyma, ættarljós með birtu beztri, birtist þarna loks í vestri. iSvona er gott að sigla vestur, safna auði, verða mestur, þó það kosti ættar ylinn,— illa í þessu Iandi skilinn. Þetta hefir sagt mér Saga, saga hinna liðnu daga; hvar sem sérgóð ránsbönd ríkir, réttlætið hún veikir, sýkir; tekur vald með lognum lögum, lítið sinnir fjöldans högum; kölluð er þetta'kristin menning, —kristindómsins skæðust grenning. Þú veizt vel hvað Kristur kenndi; kærleik út í verkum sendi, bauð hann þér að boða friðinn, bauð hann þér að vera iðinn, við að likna. lífga og seðja, lúnum svala og gleðja. Övini þú átt að blessa; ef þú rækir málsgrein þessa, þá tnun allt þig annað blessa. Vafðir gömlum vanans böndum, við eruni hér frá mörgum löndum, afguði þvi eigum marga, —enginn vill þeim goðum farga. Lærðum við að blessa og bölva, bæta sumt, en annað mölva; eins var kennt að elska og hata, oft var tregt um lifsins bata. Andstæður við eigum margar, ein sem spillir, hin sem bjargar. Viltu ekki vinur, feginn, vera ætíð drottins megin’? velja sannleiks beinar brautir, bæta líf, en sigra þrautir? Tölta þessar troðnu leiðir, tápi þínu og manndóm eyðir. Sérðu ekki guð i gæðum, geislar ljóss, nær falla af hæðum? Og hver lífsins andardráttur,— eins þar birtist sami máttur, sem að blóm á vorin vekur, við þér eins og barni tekur, til að hugga, hressa, gleðja, helgum gæðum seðja. Utlegð þin með árunt þyngist, ein er von að sál þin yngist: trúa á eilíf æðstu gæði, efnið stopult veitir næði. Þvi, sem oft þú unnir heitast, ekki hjálp mun þaðan veitast; dugar ekki á tál að trúa. tálinu máttu frá þér snúa. Setið er á sambandsþingum, saman snialað fátæklingum. Ct frá heimsins yztu löndum, öreigans þeir koma í böndum. Þetta er mesti þægðar lýður, þeim hér landið stjórnin býður, ekki eru þessir allir ríkir, ætla þeir samt að verða RÍKIR; þeir hafa gnægð af þreki og vonum, þetta líkar höfðingjunum: lifa þeir á lýð sem vinnur, landnám þungt sem finnur. Það er annað, upp að ræta allt sem þarf og landið bæta, en að lifa í háum höllum, hafa nóg af gæðum öllum. Það er ar.nað, út’ i hreysi, oft að mæta bjargarleysi, en með steyttan ístrumaga út um stræti borgar vaga. Það er annað þrek að drýgja, þreyttur verða í staðnum nýja'; vinna eipn með bognu baki, bera sorg í andartaki, en i skólum öllum læra. ekki hönd við verki hræra, mega um stöður margar velja, menntunina rándýrt selja. Þú ert ekki enskur alinn, enskan hjá þér brotin talin lífsnauðsyn að læra að tala; lof og heiður gala um það mest, sem að þér þrengir, ættar böndin sundur sprengit Þú átt mál sem þér er kærra, þér finnst hugur stefna hærra, við að æfa móðurmálið, mjúkt og hreint setn stálið. Helga styrkir hugsun þína, hlýir igeislar þaðan skína gegnum bæn, sem móðir mælti, málið þig í rattnum stælti. Fól hún þig i fyrsta sinrii, forsjón gtiðs á æfi þinni; talaði við þig móðurmálið, mál sem ekki er tálið. Týnast mál og týnast bænir, tálið að sér fjöldan hænir; þó þú eigir þúsund, góði, þetta er tap, en enginn gróði. Svona fór, að sigla vestur, safna auði, verða mestur, selja frttmburð feðra þinna, fyrir það, sem öllu er minna. Vonir Eg hef’ vonir ótal brotið. en alltaf hef ég brota þeirra notið og smíðað úr þeim spánýtt vonarfar; um lífshaf siglt og sjómennskuna vandað, en samt ég hefi'þúsund sinnum strandað þvt lifhræddur ég ekki að eðli var. Eg hirti brot úr bátnum minttm nýja og byggði vonir ttpp til hæstu skýja; að þessi fleyta entist ár og síð. En næsta dag ég strandaði á steinum, i stormi’ og sjó, er verður oft að meinum,— hve annálsverð hún var, sú manndrápshrið! Og enn ég hirti brot og fór að byggja, því betra er sjálfcs, en annara að þigigja, ef víkings lund er fyrir, sterk og stór. Eg byggði fley, með fjarska háum voðum, en — fór í strand á þessum gömiu boðum. Eg segi þessa sögu eins og fór. Þeir segja mér, að svarta dattðans hafið það sé af stormi’ os holum öldum grafið, og enginn komist yfir þenna sjó. Eg byggi far úr vonum hetgum. hreinum, og hvorki sinni boðum eða steinutn. Á hafið dimtna sigli’ í sannri ró. Trúfrelsi Þeir greina mér að fullt sé trúar frelsi hér fyrirbjóði lögin nokkurt helsi, og sérhver megi dýrka drottinn sinn, að sannfæringu sjálfs og eigin vilja, þó sitmum illa gangi það að skilja, þar einn á meðal mig ég sjálfann finn. Eg finn það eitt, um frelsi er ekki að tala, þá flokkar rnargir bera innri kala ef kenning hinna er eitthvað orðin breytt, og annar haldi allan sannleik íundinn en annar leiti, við það ekki bundinn. Að sannleiks merki frjáls sé framsókn þreytt. Eg sannleik fann, er sjálfsagt fáir trúa: að sannkristnum er hér ei vært að búa ef lögum ræður óbreytt efnis vit. I kapphlattpinu kristnir undir troðast þar kærleiksleysis menntun ungum boðast og allur fjöldinn hatar heilbrigt vit. Þú skilur það, ef eitthvað heilagt áttu, af öllum kröftum þetta verja máttu, en gætir eins, þú allaf gerir rétt. Við rangar gjörðir rénar alft það góða það reynist oftast misskilningur þjóða, sem helgum lögum hefir takmark sett. H. P. Albert Hermannson | | Bond & Ronald Ltd. Konunglegur Ræðismaður Svía Umboðsmaður Svvedish-American Line Manufacturers of Prairie Maid Candies McGee and Wellington, Winnipeg, Man. Óskar íslendingum hvarvætna hér í álfu^til hamingju og blessunar, við í hönd farandi Óska öllum viðskiftavinum sínum Gleðilegra Jóla A flokkanöfn mér finnst ei vert að trúa, því fjöldinn sýnist mest að efnum hlúa og skara eldi annars köku frá. 1 öllum flokkum er hinn sanii siður: til sæmda og auðs hinn sterki fram sér ryður, en veikur bíða klæðlaus, magur, má. Þó auðvaldið við kristindóminn kannist og kallað sé að allir betur mannist, sem kirkjan setur innsigli sitt á; það gleymist þessi kristni kirkju siður þar kvikult tálið flestu burtu ryður i æði því, sem enginn standast má. Eg sá með hryggð það stríðið stærsta á jörðu, sem stórþjóðirnar menntuðustu gjörðu; í Drottins nafni drápu í fjögur ár. Og heimurinn i sárum síðan liggur þar sýnist ekki þjóðum friður tryggUt- því oftast gróa illa götnul sár. Ef trúfrelsi er tál í þessu landi, og tilfinningin reyrð í okurs bandi á yfirborði allt þó sýnist gyllt; I sannleiks leit þér verður vegur þungur um vegleysur og auðvalds gróða klungur þar allur fjöklinn anar veginn vilt. En sannleikurinn sannast frelsi gefur ag sigur stærstan unnið lífi hefur, þú óhraxldur mátt ennþá leita hans. Því þetta eitt kann manndóm okkar magna, að mega um eilífð sigri lífsins fagna við hæstu vonir heilags kærleikans. Hugraun (Til S. H. f. H. Eg kom til þín vinur, og þékkti’ ekki þá að þú varst af íslenzku Ijergi, og hopar á hælana hvergi. En vænt um mér þótti það seitina að sjá svo sérstakt af þjóðernis mergi; það stilti mér innvortis ergi. Eg sé þetta skírara, dag eftir dag, hvað drenglyndum manndómi fækkar, ög íslenzka smámennið smækkar; Og þessvegna syng ég mitt sorgfulla Iag, þá sólin á himninum lækkar, og lífsgildum ljósanna fækkar. Því grátlegt mér þykir það trúmála tafl, sem tvístrar hér allskonar málum, og setzt hér að veikbyggðum sálttm. Eg sé þar ei annað en sannleikans hrafl, og svo stendur fjöldinn á nálum, á vegferðar veginum hálum. Og hér finst mig vanta það bróðernis band sem bindur oss hreint alla saman með vaxandi vitið og framann. Við erum að mynda hér úlfúðarland, með uppgerðar hrokann oss tatnan. Mér grátlegt það finnst, ekki gantan. Og svo er á Þingvöllum mætast þeir menn, sent mynduðu flokkana tvennav —og hverjum sem var það að kenna— þá brosir hann, Landinn, setn ísland á enn og ætlar ei þaðan að renna, þó kunni á hörðu að kenna. Því þeir hafa svarið það hetjunnar heit: að helga sér landið, og vinna, þvi drenglund ei dugar það tninna. Og vera i samfeldri sannleikans leit, að sjálfstæði íslenzku 'hlynna en láta ekki gullið sig ginna. Þvi ísland það verður þeitn vonanna land; þá von styrki niiðnætur sólin við hreinlyndann hánorður-pólinn. Ef slítum það ætternis alhelga band, þá öll fyllast vorhretum skjólin. er blótnskerða barnæsku hólinn. —1929. Dominion Electric 69 Princess St. “The Electric Fixture House of Western Canada” Sendir öllum hinum rnörgu viðskiftamönnum sínum árnaðaróskir sínar um Jólin JOL og NYAR Þér fáið hvergi betri brjóstsykur til að gefa ættingjum og vinum um jólin en þann sem þeir búa til. Fáið ykkur fáeina kassa. 470 MAIN STREET WINNIPEG, MAN. TELEPHONE: 86 724 J. Wolinsky og D. Sector, Ráðsmenn. Sími: 88 440

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.