Heimskringla - 12.02.1941, Blaðsíða 1

Heimskringla - 12.02.1941, Blaðsíða 1
The Modern Housewiie Knows í Quality That is Why She Selects | “CANADA' BREAD”| The Quality Goes in Before the Name Goes On” j Wedding Cakes Made to Order j PHONE 39 017 LV. ÁRGANGUR ALWAYS ASK FOR— “Butter-Nut Bread” The Finest Loaf in Canada Rich as Butter—Sweet as a Nut Made only by CANADA BREAD CO. LTD. WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 12. FEBR. 1941 NÚMER 20. Gift í íslenzkum skautbúningi Mrs. Elwood W. Johnson I Minneapolis, Minn., voru 15. Janúar á þessu ári gefin saman 1 hjóanband ungfrú Marion ^onehower og hr. Elwood W. Johnson. Brúðurin er af ís- lenzkri ætt. Móðir hennar hét áður en hún giftist Rósa Dal- biann, og var dóttir Guðm. A. ^Mrnanns, kaupmanns í Minne- °ta. G. A. Dalmann er eða v^r öllum Vestur-íslendingum kunnur af ritgerðum hans í tíeimskringlu á fyrri árum. — Stendur í bréfi í gamalli Hkr. tfá vini blaðsins, að af öllum Sem þá skrifi í blaðið, þyki honum greinar G. A. Dalmanns ^ozt skrifaðar. Mr. Dalmann var og umboðsmaður Hkr. og hefir velvild hans til hennar Sengið í ættir, því dóttir hans, Christine, er enn umboðsmaður Llaðsins í Minneota. Ungfrú Marion er útskrifuð Lr Minnesota háskóla. Maður hennar er það einnig. Hjóna- vígsluna framkvæmdi Rev. J. Á. O. Stub, prestur Central Lutheran-kirkjunnar, mikils- metinn Norðmaður; var Eugene Johnson, faðir brúðgumans, skólabróðir hans á Luther Col- lege í Decorah, Iowa. Brúð- guminn er starfsmaður lifsá- byrgðarfélags í Minneapolis. Um búning brúðurinnar er það að segja, að hann var vana- legur og hérlendur að öðru leyti en skautafaldinum og gullbeltinu. Var með dýrgripi þessa komið að heiman og hafa þeir verið í ættinni í 250 ár. Af skautbúningnum er ekki annað eftir, en þessum munum er vel haldið við. Og þetta tvent var nægilegt til þess að setja skaut- búningssvipinn á giftinguna. Þótti öllum viðstöddum, og þeir voru um 300, mikið til bún- ingsins koma og hafa nokkur ensk blöð flutt myndina af honum. Hkr. er Valdimar Björnssyni þakklát fyrir aðstoð hans á- hrærandi frétt þessa. Óskar hún og ungu hjónunum til lukku. 4 ’ HELZTU FRÉTTIR * * ^lesta flugslys Canada Það átti sér stað í Ontario- fylki s. 1. fimtudag, í grend við k®> er Armstrong heitir. Fólks- ^utninga flugfar, eign Trans- ^anada Airlines, var á leið aUstan að til Winnipeg. Á ^Ugfarinu • voru 12 manns, er Mlir fórust; voru 9 af þeim far- t^gar, en 3 starfsmenn í loft- lurinu. Aðeins mílu frá áning- arstöðinni í Armstrong féll ^kipið niður og brotnaði í spón. 111 orsök slyssins, vita menn ekki. Stríðið L>að gengur alt í Afríku fyrir retum eins og í sögu. Nýlega 1. U þeir borgina Bengasi í 1 °S halda áfram vestur. ■Eritrea hafa þeir einnig tekið s3ávarborg eina, Merca Taclai, við Rauða hafið. Það er því mjög farið að halla fyrir Mus- solini í Afríku. S. 1. sunnudag gerðu herskip Breta á Miðjarðarhafinu hræði- lega skot-árás á borgina Genoa á ítalíu. Urðu miklar eyði- leggingar á bryggjum, raf- orku stöðvum og járnbrautum. Þessi borg er á norðurvestur- strönd ítalíu, skamt frá Frakk- landi. Svalka Bretar þannig um alt Miðjarðarhafið. Sýnir þetta einkum hvað nazistar eiga langt í land með að ná yfirráðum á vesturhluta Mið- jarðarhafsins og hvað floti Frakklands er honum gagns- laus. Mikið er nú óttast, að Hitler sé að búa sig til að halda frá Rúmaníu suður á móti bæði Grikkjum og Tyrkjum. í Rú- maníu er fullyrt að hann hafi 200,000 manna her — og sæg skriðdreka. Erindi þessa mikla herliðs til Rúmaníu, getur ekki annað verið en það, að Hitler ætli sér að mynda þarna nýtt hernaðarsvæði. Ársfundurinn Ársfundi Sambandssafnaðar í Winnipeg lauk s. 1. sunnudag. Verður fundargerðin birt bráð- lega svo hér er óþarft að vera langorður. Á fundinum voru skýrslur lesnar, er báru vott um að hið margháttaða starf safnaðarins hefði gengið furðu vel á árinu. Við guðsþjónustuna þetta kvöld, er fram fór áður en fund- ur hófst, flutti prestur safnað- arins, séra Philip M. Pétursson, ræðu þá, er birt er á öðrum stað í þessu blaði. Hann skýrði og síðar frá á fundinum, að hugmyndin væri að minnast 50 ára afmælis safnaðarins í júní á þessu ári. Forseti safnaðar- nefndar var endurkosinn B. E. Johnson. Ársfundurinn var all-fjöl- mennur. Áður en fundarstarf- ið hófst var kaffi veitt öllum viðstöddum, af kvenfélagi safn- aðarins undir stjórn hins nýja forseta þess, Mrs. P. S. Pálsson. Frá því var skýrt, að Leikfé- lag Sambandssafnaðar ætlaði að sýna leikinn “Öldur” eftir séra Jakob Jónsson, væri verið að æfa og mundi hann verða sýndur innan skamms. Á flugi yfir fslandi Útvarp frá Berlín gat þess í byrjun þessarar viku, að flug- far frá þeim, hefði flogið yfir Island og skotið á brezk flug- skip þar og jafnvel á borgina Reykjavík. 1 blöðum hér er getið um að flugfar hafi komið til íslands, en ekkert um hitt að það hafi kastað sprengjum á Reykjavík eða skotið á brezk flugskip. f stað þess er þetta talin ein af hinum vanalegu njósnarferðum þeirra. ÚR BRÉFUM TIL HKR. Fró Mikley Innlagðir $2 frá mér og $1 frá öðrum manni í útvarpssjóð, sem eg bið þig, Hkr. góð, að 0 koma til skila. Eg hefi hlustað á tvær út- varpsræður fluttar af séra Philip Péturssyni. Geðjaðist mér ágætlega að þeim; hefi eg heyrt marga segja það sama, sem á hann hafa hlýtt og óska, að hann sæi sér fært að út- varpa messu á hverjum mán- uði. Það ættu sem flestir að senda peninga inn því til styrktar. Hann flytur mál sitt svo skýrt, að til þess er tekið. Sex messur á ári, er það minsta, sem fram á er farandi og það ætti með góðum vilja og áhuga að reynast kleift. — Svo óska eg blaðinu Hkr. góðs gengis og vona að hún verði sem lengst gestur á okkar ís- lenzku heimilum. Hvernig sem gengur að borga hana, er það vist að án hennar vilja engir hér vera. Lifi starfsmenn hennar og útgefendur sem lengst. J. K. J. Frá New Westminster, B.C. Ef þið fáið Miss Markan til ykkar, þá fáið þið góðan gest. Hún hefir áunnið sér hér eins og annarstaðar mikið álit fyrir gáfur, kurteisi, tíguleik og ein- staklega viðfeldni í allri fram- komu. Hún er ekki aðeins söngmentuð kona, heldur líka mjög vel bókmentuð og af góðu fólki komin. . . Eg þekki vel, persónulega fólk hennar, séra Markús Gíslason (þáverandi prestur að Blöndudalshólum, afi hennar og faðir Einars Markússonar Markan) var sóknarprestur minn og eg og Einar lásum nokkurn tíma saman, en séra Markús var kennarinn. E. G. G. FJÆR OG NÆR Kvenfélag Sambandssafnað- ar efnir til sölu á heimatilbún- um mat í Samkomusal Sam- bandskirkju föstudaginn 21. febrúar, byrjar kl. 2 e. h. og heldur áfram fram eftir kvöldi. Nánar auglýst síðar. * * * Dr. Friðgeir Ólason flytur erindi á lokasamkomu Þjóðræknisþingsins, á miðviku- dagskvöldið 26. febrúar. Erindi sitt nefnir hann: “íslenzka þjóðin og framtíðin”. Þessi ungi efnilegi læknir er vest- firskur að ætt. Hann lauk em- bættisprófi í læknisfræði við Háskóla íslands í janúar 1938 og þjónaði um hríð að loknu prófi, Reykdalshéraði í Þing- eyjarsýslu í fjarveru héraðs- læknis þar. Vestur um haf mun hann hafa komið á síðast liðnu hausti; vann um tíma við spit- ala í New York borg, en er nú starfandi við Almenna spítal- ann í Winnipeg. * * * ' Jóns Sigurðssonar félagið hefir sent íslenzkum hermönn- um á Englandi um $125.00 virði af vörum: sokkum, vetlingum, treflum, vindlingum o. s. frv. Hefir félagið nú þegar fengið vitneskju um, að alt hafi þetta komið til skila. Fyrir þetta þarfa verk á J. S. félagið ekki einungis þakkir Islendinga skilið, heldur og stuðning þeirra í þessu góða starfi. * * * íslenzkasta bygðin þjóðlegust 1 frétt sem Hkr. barst frá Riverton um helgina er þess getið, að þjóðræknisdeildin “ísafold” hafi tekið sér fyrir hendur, að aðstoða félaga sína í að kaupa frímerkja-veðbréf, sem stjórnin í Ottawa hefir nú til boðs. Stjórn félagsins greiðir fyrsta 25 centa frímerk- ið og hið síðasta af 16 alls, er með þurfa, til þess að verða handhafi eins veðbréfs, er gild- ir 5 dali, en kosta kaupanda aðeins 4 dali; sjö ára vextir gera fimta dalinn. Holt væri fleiri deildum að fara að dæmi Riverton deildarinnar, er fyrst hefir verið til að taka þetta upp, og hefir með því mint á það sem yfir þessari grein stendur, að ísleznkasta bygðin vestan hafs sé einnig hin þjóð- legasta. * * * Junior Icelandic League News “What can the second gen- eration of Icelanders, who are losing their mother tongue, pass on to the Canadian na- tionhood through their Ice- landic descent?” Rev. G. Arnason, of Lundar, will take this as the theme of his speech, at the concert to be held in conjunction with the Icelandic National League con- ference on Monday evening, February 24th, in the I.O.G.T. hall. John Alexander, well known baritone, will be another fea- ture of the interesting pro- Mrs. R. F. McWilliams, fylkisstjórafrú verður patroness á dansi og bridge-spili, sem haldið verður í Marlborough Hotel undir forustu Jóns Sig- urðssonar félagsins, I.O.D.E., 14. febrúar. Islenzku hermennirnir eru boðsgestir félagsins þetta kvöld. Ágóða af samkomunni verður varið í þarfir hern-. aðarstarfs félagsns. Allir velkomnir. gramme which has been ar- ranged. A notice of this programme will appear in the papers next week. Members are here re- minded that this concert takes the place of the regular month- ly meeting of the Junior Ice- landic League, and are asked to bear the date and the place in mind. * * * Stríðssparnaðar skírteini Þ/essa viku eru allir heim- sóttir og beðnir að kaupa, eftir getu, stríðssparnaðar skírteini Canada-stjórnar. Borga þessi skírteini vexti á höfuðstól og eru trygg eins og innlegg á banka. Óefað verður fjöldi Is- lendinga sem kaupa þessi skír- teini til að gera sinn skerf í sambandi við stríðskostnaðinn. Hefir. Þjóðræknisfélagið tek- ist á hendur að taka á móti á- skriftum í þessu sambandi frá íslendingum. Lítur það svo á að æskilegt sé að þátttaka Is- lendinga komi í einni heild og fr^einni miðstöð. Hefir nefnd verið sett til að annast þetta verk og getur fólk gefið sig fram við einhvern af eftir- fylgjandi nefndarmönnum: Ólafur Pétursson, 608 Toronto Gen. Trust Bldg. Sími 23 631 Guðmann Levy, 251 Furby St., sími 35 758 Grettir L. Jóhannson, 910 Palmerston Ave. sími 71177 A. G. Eggertson, 300 Nanton Bldg. sími 97 024 * * * Um hina prýðilegu gjöf Mrs. Jóhönnu Thorkelsson til deild- arinn “Frón”, “Portable Radio” til stuðnings söngkenslu ísl. barnakórsins í Winnipeg, verð- ur dregið á “Frónsmótinu” þ. 25. febrúar n. k. Allir, sem hafa haft sölu á bókum yfir dráttarmiða fyrir happadrátt- inn, eru vinsamlega beðnir að skila þeim til þeirra nefndar- manna, sem þeir hafa fengið þær frá, eigi síður en 20. febr. n.k. Forstöðunéfnd Fróns EIMREIÐIN Fyrir skömmu hefir borist vestur fjórða hefti Eimreiðar- innar, október—desember 1940. Það er eins og vant efc, vandað að öllum frágangi og f jölbreytt að efni, ritgerðir, sögur, ljóð, ritdómar o. fl., sumt ágætlega ritað og alt læsilegt. Skal hér sérstaklega bent á fyrstu grein- ina: “Málvernd og menning”, •eftir ritstjórann, áskorun til allra sem íslenzka tungu nota, að fara vel með hana og gæta þess vandlega að hún spillist ekki, en haldi áskertri tign sinni og fegurð. Eigum við Vestur-lslendingar þar óskift mál með heimaþjóðinni. Steingrímur Matthíasson skrifar “Um Nýfundnaland og skuldabaslið þar”, og ætlar að skrifa meira um það efni. Má vel segja um grein þessa, að hún sé fróðleg og skemtileg — meira skemtileg. Tvær falleg- ar smásögur hefir þetta hefti að flytja. “Kvöld i september 1940” eftir Stefán Jónsson og “Saklausa barn”, jólasaga eft- ir Nexö. Meðal kvæðanna mætti nefna: “Hinn óþekti landnámsmaður.“ Höfundur- inn, Kolbrún, hver sem hún kann að vera, er vafalaust skáldakona og gefur góðar vonir. Eins og vanalega flytur þetta Eimreiðarhefti ritdóma um nokkrar nýjar bækur, flesta eftir ritstjórann. Góð leiðbein- ing fyrir þá sem bækurnar lesa og þeim til skilningsauka. Þá heldur Eimreiðin enn áfram að flytja langt mál um “Ósýnileg áhrifaöfl” og ætlar að halda því áfram, kannske lengi enn. Virðist þetta mikið áhugamál ritstjórans, en flestir munu litlu nær eftir lesturinn heldur en áður. Hér hefir aðeins verið drepið niður fingri hér og þar, en margt fleira gott hefir þetta hefti að flytja og vondandi heldur Eimreiðin vinsældum sinum enn um langt skeið. F.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.