Heimskringla - 12.02.1941, Blaðsíða 2

Heimskringla - 12.02.1941, Blaðsíða 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 12. FEBR. 1941 FYRIR OFAN xxrv. Á fjölmennum fundi á Gimli, Fregnir frá London tjá, Samþyktu Islendingar Ekki að sitja hjá, En styrkja í styrjöldinni Stórbreta héðan frá. Og — Selkirk-lslendingar Ætla að styrkja þá. XXV. 1 kistunni liggur hann liðinn Landinn sem aldrei nam Ensku og aldrei klæddist öðrum en sínum ham. —Hann gerðist í föðurgarði Gangandi alfræðisbók; Á æfinni í Ameríku Hann engu við sig jók. Nú kveður íslenzkur klerkur Með kærleikum Islands son I ágætri ræðu á ensku Og ávarpar hann sem John Á málið svo rammenskt reynir Á réttum tíma og stað, Því helzt er að hinir dauðu Heyra og skilja það. XXVI. Þú skáld ert ekki einfær Andi, þó sértu frár, Án sólstafa yrði þér seinfær Sigurvegur gjár. Án vina þinna þú værir, Vatnajökull hár, Storknaðir straumar tærir, Steinrunninn ís og snjár. ísinn þeir bræða á þér Upp í hlátra og tár, Þessvegna falla frá þér Fossar og jökulár. XXVII. Þeir ætluðu honum einum Með úrvinda þreyttum her Að halda uppi vörn fyrir hina Sem hlupu að forða sér. En af því hann gerði það ekki Allir telja þeir hann Afhrak og erkifjanda Andstygð og landráðamann. XXVIII. Við vitum við erum í augum Hins alskygna, á jörðu hér, Líkt sem við værum að laugum 1 ljósflóði alveg ber. Og þegar af værðinni vakin Við verðum af lúðurhljóm, Úr nábýli komum við nakin Og ný fyrir herrans dóm.— En nú er það sem hinna nöktu Fer náttúrleg gifting fram. —Að þessu til réttmætis röktu Hér rökin eg set er eg nam. Af kjólunum kveikt er hvötin Sem kemur svo mörgum í sekt; Já það eru’ fjandans fötin Sem freista en ekki nekt. Að fleygja af sér flíkum er girndum Að feykja með hégómans reyk Og afklæðast öllum syndum Og íklæðast heilagleik. Þau staðnæmast fyrir framan Hinn feita og sællega prest Er sálirnar gefur saman, —Þau sameinast þannig bezt. Og svaramenn hafa sannað, 1 sinni nekt, það mál Að hjónin eru annað Ei orðin en tveföld sál. Og brúðmeyjar, hvatar sem hindir, Svo hreinar sem nýfallin mjöll Og hvítar sem marmara myndir, Að muesteri gera höll. Að hinum, sem andspænis eru Þeim ungmeyjum rjóðum í kinn, Snýr bakinu á sér beru Hann blessaður, presturinn. XXIX. Ein minning frá æskuárum Mér aldrei úr huga fer, GARÐ OG NEÐAN Og þó hún ei taki tárum Hún tekur til hjarta mér.— Eg horfði út um gluggann á hjarnið Um húmkalda vetrar nótt, En Salome sat með barnið Sem svaf ekki’ en stundi ótt. Eg vissi ekki þá hví hún- vildi Eg vekti þá nótt með sér, En Salome, síðar eg skildi Og sá hvað amaði að þér. Eg þekti ekki þá þann gestinn, Sem þar í hlaðið reið, Né heldur bleika hestinn Sem heima við dyrnar beið. Og hulið var mér hví harma Að hjarta mér setti þá Unz höfgi mér seig á hvarma Og helreið í draumi eg sá. En þögnin var það er mig vakti Sem þrymklukka væri að slá; Og ljós, sem á lampa blakti, Var lífið hið eina að sjá. Það heyrðist ei stuna né hósti. Er hafði fyrir augum mér birt Eg sá að með bók á brjósti Lá barnið á f jölum — kyrt. XXX. Nú taka hinir fornu að fyrnast, Flest eru nöfnin gleymd, Og mörgum er mikil gáta Hvar minningin þeirra er geymd. Hin yngri kynslóð að erfðum Eftir þá hrepti fátt Og gerðu fyrir bakdyrum bálköst Því bezta sem þeir höfðu átt. En þriðja kynslóðin þokast Þeim að vísu nær Og vill nú fegin vita Hvar var þeirra fyrsti bær. Og hún hefir rótað í rústum, Lagt rækt við menjagröft, En hefir ei hitt á annað En helvítis axarsköft. XXXI. Jörðin var skaflajárnuð; Jakanna eggjagnat Glamraði og gnast í ánni. Við gluggann inni eg sat. Sá eg í fönninni flökta Fugl, sem naumast gat Fótað sig fyrir vindi, Að finna sér ögn af mat. Heyrði eg vein inn um vegginn Veikt, en þó svo sterkt Og skýrt að það skar mig í hjartað Sem skapað var meyrt en — hert. í fannkófi flaug upp valur Með fuglinn í klónum, en hvert Á veg út í víðátt og frelsi Ei veit eg, en annað bert: Að var sá hinn veikari látinn Án verndar í þetta sinn. Eg ræð ekki við að svo raunsárt Til ranglætis þess eg finn. Sú innri rödd samrímist ekki Því athæfi, drottinn minn, Að fórna’ hinum kraftsmáa fyrir Hinn fjandlega hrævald þinn. Innri rödd sú ,er segir Að sé það með öllu rangt, Er rödd þín í ósamræmi Við ríki þitt — sjálft svo krankt. Reynist það minni máttar, Jafnt manni og dýri, of strangt. Það er á þroskaskeiði En — þroskaskeiðið er langt. XXXII. Alstaðar auganu mæta, Úti um götur og torg, Augu sem angrið bæta Augu sem vekja sorg. I húsunum heima í dalnum Hafa þau misjöfn þótt, Sum eins og ljós í salnum, Sum eins og dauðans nótt. Vizkunnar barnsaugum brostnu Birtast og hverfa út um dyr, Heimskunnar fiskaugun frosnu Ei fara, en — standa kyr. XXXIII. Þeir listaverk taka og lama Og lemstra, og nostra við Að snúa því upp í annað Sem ekki hefir lista snið. En höfundar heitið fræga Hafa þeir eftir kyrt Sem aðdráttarafl og beitu, Af ölhim svo mikilsvirt. Að gera þeim helzt til hæfis Sem hafa skildingaráð —En líklega lítið af viti— Er lágmark og því er náð. Svo skapa þeir sumpart sjálfir, Hið sálræna fá þeir að. — Lengst um er heima hvað hollast Og hægast að launa það. I Hollywood eiga þeir heima Og hafa úti allar klær. Þeir leita sér andlegra lúsa Þeir leita og — finna þær. XXXIV. Tindrar tunglskin á fönnum; í töfraljósinu’ er snær Legsteinar liggjandi í hrönnum Um landið f jær og nær. Hefir þá leið mín að leiði Legið um Almannaskarð, Eða um Heljardalsheiði Hingað í kirkjugarð? —Úti á víðavangi Um vetrarins hvíta gólf Er eg einn á gangi Eftir klukkan tólf. Ljósið það lýsir veginn Lengra en farið er. Sé eg svip minn eiginn Sveima á undan mér. XXXV. Úti á Isaláði Enskir í beztu vist Hafa auðvitað étið Með alt of góðri lyst. Þeim sjúku af sauðakjöti Segja vil eg það eitt Að hérna heima er ekkert Sem hjálp þeim getur veitt. En Hitler hefir pillur Of Hoffmannsdropa-tár Og Libenknekts laxéroliu Að lækna magasár. Guttormur J. Guttormsson ÆFIMINNING Matthildur Þórðardóttir Johnson var fædd að bænum Hattardal í Isafjarðarsýslu þann 30. nóv. árið 1873. Hún var dóttir Þórðar al- þingismanns Magnússonar bónda í Hattardal og seinni konu hans, Guðríðar Hafliða- dóttur. Þótt ekki sé eg ætt- fróður þykir mér samt hlýða að fara nokkrum orðum um upp- runa hennar. Þórður í Hattar- dal var sonur séra Magnúsar Þórðarsonar ,er lengst af þjón- aði Ögurþingum en fluttist þó síðar að Rafnseyri við Arnar- fjörð en kona hans og móðir Þórðar var Matthildur Ásgeirs- dóttir prests að Holti í Önund- arfirði. Faðir séra Magnúsar, en afi Þórðar alþingismanns var Þórður prestur Þorsteins- son að Ögurþingum. Er þetta óslitin presta og höfðingjaætt og að mestu vestfirsk. Þess má geta að Þórdís Jónsdóttir Ás- geirssonar móðir Jóns forseta, var alsystir séra Ásge^rs í Holti, Önundarfirði, móðurafa Þórðar í Hattardal. Voru þeir þannig að þriðja og fjórða Jón forseti og Þórður. Móðurætt Þórðar var oftast kend við Eyri í Seyðisfirði vestra og í þeirri ætt er fjöldinn allur af merk- ismönnum svo sem: Þórður Ólafsson í Vigur, Jón lögmaður ólafsson í Víðidalstungu og ólafur ólasson (Olavius) er einn mesta fræðimann má telja meðal íslendinga á fyrri öldum. Fékst hann meðal ann- ars við strandmælingar á ís- landi, fyrir stjórnina í Kaup- mannahöfn. Guðríður kona Þórðar en móðir Matthil^ar var einnig af merkum komin og rekst sá ætt- eggur beint til Gauðlaugs Loftssonar sýslumanns í Strandasýslu og Vigfúsar hirð- stjóra á Hlíðarenda. Sjálfur var Þórður í Hattar- dal hinn mætasti maður, og alment virtur og elskaður af sínum sveitungum fyrir mann- kosta sakir. Hann var talsvert hagmælt- ur þótt hann léti það ekki mik- ið uppi. Nokkur ljóð hans hefi eg lesaið og eru þau, eins og vænta mátti með hinu gamla og dálítið þunglamalegu sniði, en lýsa annars mjög viðkvæm- Um, djúphyggjumanni. Samt var Þórður hrókur alls fagnað- ar á mannamótum og varla sú bruðkaupsveizla haldin í inn- fjörðunum að hann væri þar ekki sem veizlustjóri (frammi- stöðumaður). Honum voru líka falin þýð- ingarmeiri trúnaðarstörf. Hann var hreppstjóri Súðavíkur- hrepps í fjölda mörg ár. Þá hélt danskur maður, Fensmark að nafni, Isafjarðarsýslu. Fens- mark var engin skörungur og lak loks úr embætti við lítinn orðstír. Þurftu hreppstjórar þá oft að sjá um þau störf er vanalega koma undir sýslu- mennina. Sýslunefndarmaður var Þórður einnig í f jölda mörg ár. Til Alþingis var hann kos- inn og sat á þremur þingum. Þá var það ekki þjóðarsiður að senda bændur til þings og þótti óþarfa uppátæki af höfðingj- unum í Reykjavík. Ýfðust þeir nokkuð við þá sendingu. Þeyttu þeir einatt háðglettum að þess- um alþýðufulltrúum og minna þeir nokkuð á framferði nútíð- ar ritskoðaranna er áttu ákaf- lega erfitt með að viðurkenna Jón Trausta og Stefán G. sem stórskáld af því þeir voru ekki latínu lærðir. Þórður var altaf trúr fylgismaður Skúla Thor- oddsens í stjórnmálum enda voru voru þeir og séra Sigurð- ur í Vígur vinir miklir. Hann beitti sér mjög eindregið fyrir leysingu vistarbandsins og þótti það óréttlæti ef efnilegir menn gátu ekki notið sín í lausamensku nema með afar- kostum, en þurftu að selja sig til ársvistar í vinnumensku. — Aðstoðaði Þórður oft marga unga menn til að lifa í sjálfs- mensku og heimilaði þeim að teljast til heimilis í Hattardal þótt þeir kæmu þar sjaldan eður aldrei—en það var eitt af ákvæðum vinnuhjúa laganna að hver maður varð að hafa víst heimilisfang. Hreppstjór- um var líka heitið vissum verð- launum til að hafa upp á ólög- legum lausamönnum, með því að viss hluti sektarfjársins eða lausamensku gjaldsins átti að falla í þeirra skaut. Ekki not- aði Þórður sér þetta fyrir fé- þúfu heldur hjálpaði mörgum að skjóta sér undan ákvæðum þessara óréttlátu laga. Heima í héraði gekst hann einnig fyrir mörgum framfara málum. Hann varð frumkvöð- ull þess að Súðvíkurhreppsbúar stofnuðu sjóð til barnaskóla halds og var skálahúsið reist í Súðavíkurþorpi árið 1885, eitt hið allra fyrsta skólahús í sveitum landsins. Þórður hafði það líka til siðsj er hann bjó í Hattardal að ráða til sín heima- kennara á vetrum og safnaði þá til börnum af næstu bæjum svo fleiri nutu góðs af. Hann unni mjög allri mentun og afl- aði börnum sínum þeirrar mentunar er kostur var á. — Meðal annars kom hann Matt- hildi dóttir sinni fyrir, til heimaskóla náms á ísafirði, um tíma. Þórður var smiður góður og smíðaði meðal annars allar lik- kistur fyrir sína sveitunga. — Pöntuðu menn þær gjarnan í lifandi lífi hjá Þórði og er dauða þeirra bar að höndum var jafn sjálfsagt að láta hrepp- stjóran um það vita, sem sókn- arprestinn. Brá Þórður þá við og sótti sér efni til kaupstaðar en mjög þurfti það að vinna áður en líkkista yrði úr því smíðuð. Það þurfti að fletta, hefla og saga því heflaður borð- viður fluttist þá alment ekki í verzlanirnar. Þá má þess geta að Þórður reisti öll bæjarhús- in í Hattardal að nýju og ann- aðist smíðið sjálfur. Hann var annars framfara maður í búskap, meðan hann sat að Hattardal. Mun hann hafa verið einn af fyrstu bænd- um síns bygðarlags til að ráð- ast í túnasléttur. Viðbrugðið var hversu vel hann fór með lífpening sinn og vandaði kyn- ið. Sótti hann tíðum líflömbin í önnur héruð, þar sem fjár- kynið þótti einna bezt eins og til dæmis í Dýrafirði. Hattar- dalur er erfið jörð og verður að sækja útheyið alt til fjalls og reiða heim langan veg. En Þórður var altaf heybyrgur og þar á meðal harðinda árið 1882. Það var jafnan siður Þórðar að huga að öllum birgð- um eftir nýárið og farga þá nokkru af skepnunum, teldi hann sig ekki vel öruggann. Þennan vetur feldi hann bæði hest og kú af heyjum og virtist mörgum það óþarft þar sem hann var þá betur staddur með hey en flestir aðrir. Þetta varð þó sveitungum hans til góðs því í stað þess að komast í þröng sjálfur gat hann öðrum miðlað og tók um fjörutíu fjár á gjöf auk þess sem hann farg- aði nokkru heyi út af heimil- inu, er harðindin tóku að herða að mönnum. Varð hann þannig bjargvættur síns bygðarlags. Það má sjá á öllu framferði Þórðar að hann hafi verið

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.