Heimskringla - 12.02.1941, Blaðsíða 5

Heimskringla - 12.02.1941, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 12. FEBR. 1941 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA ISLENZKUR UPPFYND- INGAMAÐUR Helgi Helgason Heiðraði ritstj. Hkr.: Vinsamlegast bið eg þig að birta eftirfarandi grein í Hkr.: Það er Islendingum vestan- hafs mikið gleðiefni hvað ment- un og menning er áberandi á flestum sviðum á meðal ís- lendinga vestan hafs. Samt befir til þessa tíma verið átak- anleg væntun á einu sviði. — Hingað til hafa verið fáir eða alls engir uppfyndingamenn á meðal fólks af íslenzku ætterni, svo vitanlegt sé, en nú er í borginni Los Angeles í Cali- fornía að koma fram á sjónar- sviðið íslenzkur uppfyndnga- maður. Hann heitir Helgi Helgason, rúmt fertugur að aldri. Foreldrar hans eru Sig- -urður Helgason tónskáld og fyrri kona hans Ingibjörg. — Hann er því íslenzkur í báðar ættir. Hann hefir frá barn- aesku brotið sér braut með handafla sinum eingöngu, framan æfinni við fátækra kjör eins og flestir Vestur-ls- lendingar á frumbýlings árun- um. Hann hefir því unnið að uppfyndingum sínum öldungis í hjáverkum sínum. Hann er málari að iðn, hefir um all- mörg ár verið málarameistari, eða verkstjóri við hreyfi- myndahúsin í Hollywood. Þá stöðu öðlast ekki aðrir en þeir sem hafa framúrskarandi tækni yfir að ráða á því sviði. Uppfyndingar sínar nefnir hann Helgi’s Products, sem sýnir að þær eru af íslenzkum uppruna, því Helgi er Islend- ingur frá hvirfli til ilja, þó fæddur og uppalinn sér í Ame- ríku. Tvær af uppfyndingum hans tilheyra málara iðninni. Önnur er áhald sem innibindur í sér hamar veggsköfu skrúf- járn, sandpappírs “block”, við- ar og málmsög og þjöl. Þánn- ig getur málarinn með einu litlu átaki skift um verkfæri eins og þörf krefur, án þess að sleppa áhaldinu úr hendi sér. Þetta er mikill tímasparnaður fyrir málarann. Hin uppfynd- ingin er krókur gerður af tempruðu stáli fyrir málarann að hengja málfötuna á, þannig útbúninn að það má stækka hann og minka eftir vild þann- ig að hann passar fyrir hvaða tegund af stiga sem er, eða á glugga kistur eða dyrastafi, eða hvar helst sem er. Þetta sparar einnig að miklum mun málaranum tíma og peninga. Þá er þriðja uppfyndingin göngustafur sem hann nefnir Pericane, framúrskarandi þægilegur fyrir vegfarendur á göngutúr, og þó einkum og sér í lagi við sýningar, skrúðgöng- ur, hnattíeiki og því um líkt, þar sem mikil mannþyrping er saman komin. Stafurinn er þannig útbúinn, að í hann er greiptur sjónauki svo einu má gilda hvar í þyrpingunni hand- hafinn er staddur, hann getur brugðið honum fyrir auga sér, þó að hann sé staddur í þyrp- ingunni miðri eða að baka til. Hann getur notið þess sem fram fer eins vel og þeir sem í fremstu röð standa. Neðan til við handfangið er greiptur spegill. Handfangið leikur á hjörum, getur handhafinn því umvent stafnum í sæti ef hann breytist við bið við undirbún- ing skrúðgöngunnar, sem ein- att tekur æði langan tíma, jafnvel klukkutíma eða meira. Áhald þetta hefir nú þegar hlotið allmikla eftirspurn, er jþó aðeins nýkomið fram á sjónarsviðið. Það er mjög litlum efa bund- ið að hér er um allmikil verð- mæti að ræða. Væri því vel ef íslendingar vestra sæju sóma sinn að hlynna að því af ítrasta megni. Það hefir íslenzkan uppruna, og er partur af því marga, sem er vegsauki fyrir Islendinga hér vestra. Þessi áhöld eru nú þegar komin á markaðinn til sölu. — Verða auglýst í Heimskringlu innan skamms. Þorgils Asmundsson rœknisfélagið fyrst var stofn- að og alt til þessa dags hefir því verið hreyft öðru hvoru bæði utan þings og innan að eitt aðal nauðsynja- og skyldu- starf félagsins væri það að gangast fyrir útgáfu á land- námssögu Islendinga vestan hafs. Nú eru tuttugu ár liðin án þess að af nokkrum veruleg- um framkvæmdum hafi orðið í þessu máli. Væri það því vel viðeigandi að því yrði hrundið af stað á þessu tuttugasta árs- þingi og starfið hafið nú þegar. Nú vill svo vel til að hér er staddur vor á meðal maður sem bæði hefir tíma, hæfileika og fullan vilja til þess að leysa þetta vandaverk af hendi vel GÓÐIR DóMAR og sómasamlega. Vér eigum hér við skáldið og rithöfund- inn Þorstein Þ. Þorsteinsson. Með sínum ágætu bókum “Vestmenn” og “Brazilíusög- um” hefir hann sýnt það og sannað, að hann er í fylsta máta hæfur til þessa starfs; bækur hans njóta almennra vinsælda og hylli. Vér leyfum oss þvi að leggja það til að Þjóðrœknisfélagið byrji nú þegar á þessu starfi og leiti liðs og samvinnu allra Vestur-Islendinga utan félagsins jafnt sem innan, og að það kjósi á þessu þingi níu (9) manna nefnd meðlima sinna, er heimilað sé að bæta við tölu sína jafnmörgum völd- um mönnum utan félagsins.” Til Miss María Markan SÖNGDÍSIN “Eins og í sögu” segja menn þegar eitthvað gengur sérstak- lega vel. Þannig er það með “Sögumálið”. Frá því hefir ver- ið skýrt hversu óvenjulega vel sala bókarinnar hefir gengið í flestum islenzku bygðunum. — Pantanir halda enn áfram að koma úr öllum áttum, og verð- ur það alt innan skamms selt, sem að heiman kom og nauð- synlegt að skrifa eftir viðbót. i Nú eru óðum farnir að birt- j ast dómar um bókina bæði hér j og heima, en eftir þeim var biðið með óþreyju. Hér vestra hefir ritstjóri Heimskringlu skrifað alllangt mál og tekið það fram að bókin hafi marga kosti, en í grein hans hefir slæðst nokkur misskiiningur, sem síðar verður athugaður. í Sameininguna er séra R. Marteinsson að rita ágætan dóm, hefir fyrri hlutinn birst en framhald kemur í næsta blaði. Telur séra Rúnólfur upp hina mörgu kosti sem sögurit- arinn hefir til þess að vinna þetta verk, þar sem hann þekki jafnt til hér og heima, hafi ritað mikið og vel um samskon- ar mál, sé bæði skáld og vís- indamaður og frábærum rit- hæfileikum gæddur. Þessi dómur er mikils virði sérstak- lega þegar þess er gætt hver er höfundur hans. Heima á Islandi hafp. birst dómar í “Alþýðublaðinu”, “Morgunblaðinu” og “Tíman- um”, eru þeir hver öðrum betri og vinsamlegri. Jónas Jónsson frá Hriflu hefir skrifað langa grein í “Tímann”, er hún frá-j bærlega vel rituð og verkið sem Þjóðræknisfélagið vinni J með útgáfu bókarinnar talið j stórvirki. Er dómur Jónasar svo góður að hann hlýtur að hafa afarmikil áhrif heima. Seinna mun eg birta sýnishorn af þessum dómum til þess að sýna hversu vel bókinni er tek- ið; hversu mikils virði verkið er talið og hversu vel hefir hepnast söguritara valið. En mig langar til þess að leiðrétta misskilning, sem hefir slæðst inn í ritdóm þann, sem Heimskringla flutti. Þar er gefið í skyn að Þjóðræknisfé- lagið sé ekki útgefandi bókar- innar og er það einkennilegur misskilningur. Eg er fyrir mitt leyti svo stoltur af þessu eina; “stórspori” sem félagið hefir stigið að eg er ekki ánægður með það að reynt sé að svifta það þeim heiðri sem það á skil- ið. Skal eg hér í stuttu máli sýna að félaginu ber þessi heið- ur með réttu, svo að ekki er hægt að mótmæla með rökum: I “Tímariti” Þjóðræknisfélags- ins XXI. árg. stendur þetta á 113 blaðsiðu: “Dr. Beck skýrði frá gerðum þingmálanefndar og lagði fram áskorun frá 13 mönnum um söfnun og ritun á landnámssögu Vestur-lslend- inga.” Hér eru kaflar úr þess- ari áskorun eins og hún birtist j í Tímaritinu: “Frá því Þjóð- Hún kom til vor íslenzka söngdísin sjálf, vér sáum og þótti hún fögur,— hnellin á vöxt, og.á hæð við álf, með hárlokka dökkleitt kögur, en gátur í augum, og ímynduð hálf, órituð ljóðmæli og sögur. Sönglistin var henni signandi hönd á sigurför hennar um heiminn, um auðug og f jarlæg og fögur lönd fornmentuð, listelsk og geymin á alt það sem tryggir þau töfrabönd sem tónlistin viðjar með geiminn. Hún var með söngdísa-sigurkufl fædd á söngprúða landinu góða, og þá var hún strax slíku grátmagni gædd sem Guð hefði kent ’enni að hljóða. Þá sögðu það flestir að sú skyldi frædd í söngskólum lærðustu þjóða. í laugarvatns baðinu grét hún og grét, sá grátur var óvenjufagur; og skamt millum hækkandi hljómkviðna lét unz húmblæjur rofaði dagur; og ef til vill sett’ hún þá alheims met, því enginn var tónn hennar gagur. Er ljósmóðir mærina laugað’ og þó og linti ei rómnum að hæla, hann pabbi hennar stóð upp, þó stiltur, en hló, “Hvað stelpan er dugleg að skæla!” Og mamma hennar sagði, hálf sofandi þó, “Já, svo munu flestir mæla”. GRATURINN Mærin grætur, María grætur. Allir verð’ að fara á fætur— fegurð slíkri barnið grætur! Sætleikinn í lóu-ljóðum ieyndist ekki í sætum hljóðum, þar sem stilt og lotulöng litla mærin grátinn söng. Þessi Freyja, María meyja, gekk svo barnsins götu þrönga, grét og hló á millum sönga. Álfar grétu í öllum klettum eða hlógu rómi léttum ef ungir fingur æddu í ljós eða snertu hélu-rós. Þó barst engum þarna sá boðskapar-þeyr að barnið sem var þarn’ að hljóða syngi við “Eclat” síðarmeir í sönghöllum hámentra þjóða, og þar sem að María Markan þreyr sé mikið um sönglistar gróða. En nú er hún fullþroskuð, söngdísin sú, og sjálf hefð’ hún trúað því varla að þett’ ætti hún eftir,—og þó sér hún nú að þarna var byrjun ’ins fjarla— og söngdísir eiga á Islandi bú við álfgil og berglindir fjalla. Esjan er fögur og hljóðnæm og há og hlíðarnar vita að sænum, þar álfarnir hugfangnir hlustuðu á hljóminn frá Laugarness bænum, sem veifaðist langt út í víðsýnin blá í vestan og útsunnan blænum. Fræga unga Islands Díva, efst á frægðar-braut, lofstír hárra lista-tíva er lagður þér í skaut. Bergmál hér um bjarta sali blessa yfir þér! Ave María, atque Vale allir syngjum vér. E. G. Gillies Frá því er sagt að talsverðar umræður hafi orðið um málið en svo heldur skýrslan í ritinu áfram á þessa leið: “Gerði Ari Magnússon til- lögu, er séra Guðm. Árnason studdi að þessu máli sé vísað til sögunefndar þeirrar, sem áður hafði verið kosin. Var þetta rætt með nokkru kappi með og móti unz Árni Eggerts- son og B. Dalmann gerðu breytingartillögu að kosin sé níu manna nefnd eins og óskor- unin fór fram á. Var hún sam- þykt og féll hún þar með úr sögunni.” Að þessu búnu kaus þingið 9 menn í þessa sögunefnd. Mætti eg geta þess hér að próf. Richard Beck, forseti Þjóðræknisfélagsins kemst þannig að orði í formála bók- arinnar: “Útgáfa Sögu íslend- inga í Vesturheimi er í orðsins sönnustu merkingu hið brýn- asta þjóðrœknisverk. Það er svo augljóst að engrar frekari skýringar er þörf í því sam- bandi. Ekki er því að undra þótt þessu máli hafi þráfald- lega verið hreyft á ársþingum Þjóðrœknisfélags íslendinga í Vesturheimi, og það var ein- mitt á þingi félagsins í fyrra vetur — tuttugasta ársþingi þess (1939) — að verulegur skriður komst á þetta stórþarfa og löngu tímabœra mál. Sýnd- ist mörgum sem vel færi á því að hafist væri handa um fram- kvæmd þess einmitt á þessum merku tímamótum I sögu fé- lagsins; sem vígir starfsemi sína varðveizlu íslenzkra menn- ingarerfða vestan hafs. Á ofannefndu ársþingi kom fram áskorun þess efnis að Þjóðræknisfélagið beitti sér fyrir því að samin verði og gef- in út Saga Islendinga í Vestur- heimi. Eftir almiklar umræð- ur var samþykt að kjósa níu manna nefnd til þess að hafa með höndum framkvœmd í málinu.” Mér finst hér vera sýnt og sannað að Þjóðræknisfélagið á heiðurinn af því að hafa hruhd- ið þessu verki af stokkunum og ráðist í útgáfu sögunnar. Þeir munu vera fleiri en eg sem ekki taka því með þökkum að reynt sé að svifta félagið þeim heiðri. Heimskringla gerir ennfrem- ur þá athugasem<J að lengri tíma hefði þurft til rannsókna, undirbúnings og söfnunar til þess að bókin væri sem bezt úr garði gerð; eitt ár sé þar ekki nægilegt fyrir hvert bindi. — Þetta væri rétt athugað ef um einhvern annan hefði verið að ræða en Þ. Þ. Þorsteinsson, en hann hefir þegar varið mörgum árum til þess að safna heimild- um um allar íslenzkar bygðir í Vesturheimi og hefir ógrynni af gögnum og skilríkjum sem hann viðaði að sér til undir- búnings við aðrar bækur um sama efni. Hefði Þjóðræknis- félagið ekki verið svo lánsamt að eiga völ á honum til þessa verks, þá hefði að sjálfsögðu tíminn orðið miklu lengri, sem til undirbúnings þurfti. Sig. Júl. Jóhannesson, ritari Sögunefndarinnar Aths. Hkr.: Jú, sei-sei jú — Heimskringlu er ekki ókunnugt um kosningu þessarar 9 manna nefndar í hitt ið fyrra, en hvert verksvið hennar var, er henni enn dulið. í umræðunum kom mjög fram, að hún væri kosin Mr. Thorkelsson til aðstoðar, en málið kom svo seint fyrir þing, að um það gafst ekki neinn umhugsunartími. Þess vegna gerir Árni Eggertsson lögfr. og séra Guðm. Árnason þá breytingar tillögu, eftir að nefndin er kosin, að hún geri ekkert nema með góðu leyfi stjórnarnefndar. Dr. S. J. J. virðist alveg gleyma þessu í sambandi við kosningu 9 manna nefndarinnar, en í raun réttri sýnir þessi tillaga, að sögunefndin hefir ekkert vald “Búð - í - Bók” • Að opna EATON vöru- skrábók, er svipað og að ganga inn um búðardyr í stórborg. Það eru aðeins stærstu búðir í stærstu borgum sem geta boðið yður upp á eins miklar og margbreytilegar vörur og vöruskrá vor gerir. Aðeins stærstu búðir geta sent svo marga út til að kaupa inn vörur á mörkuðum heimsins og við gerum. Þegar þú kaup- ir eftir EATON vöruskránni er þér hafið, útbreiddri með vör- um fyrir þig að velja úr, annað hvort fyrir þig persónulega, eða fyrir heimilið, þá ertu í búð, svo birgri af vörum, að aðeins fullkomnustu verzlanir geta sýnt annað eins. Að kaupa eftir póstvöruskrá vorri er eins hentugt og hugs- að verður sér —— og vörurnar eru eins fullnægjandi og þó í búðina væru settar. '*'T. EATON WINNIPEG CANADA Dominion GIANT Zinnias 4 bréf fyrir 12c Fjórir fegurstu Htlrnlr Skarlat, Gulur, Lavender, Kós. Dominion blómafræið fræga. 4 Giant Zinnias i 4 bréfum af vana stærð (40c virði) sent i>óstfritt fyrir ein 12c. Tapið ekki þessu óvana- lega tækifæri. ÖKEYPIS . . . hin stóra 1941 írœ og garðrœktar verðskrá. — Sú fullkomnasta. Pantið strax. DOMINION SEED HOUSE Georgetown, Ontario frá þinginu, en málið er falið stjórnarnefndinni. En hvað stjórnarnefndin hefir leyft vikatelpu sinni að gera, hefir enn ekki verið tilkynt almenn- ingi. Hitt er vist, að á síðasta þingi er borin upp tillaga af fjármálanefnd, að Þjóðræknis- félagið veiti sögumálinu enga fjár-aðstoð. Ekki virðist það greiða mikið fram úr því, hver um útgáfu sögunnar annist. Og þegar samt sem áður er knúð á þingið að taka þátt í útgáfu kostnaðinum, eru þau útlát kölluð lán! Lán frá Þjóðrækn isfélagi til Þjóðræknisfélagsins af þess eigin fé? Hér er eitt- hvað sem Dr. S. J. skilur betur en Hkr. í þriðja lagi vill svo Hkr. spyrja: Hvað hefir Sögunefnd- in gert? Mr. S. Thorkelsson virðist einn hafa útgáfumálið með höndum, ráða öllu um það, fer heim með bókina til prent- unar. Hefir þing Þjóðræknis- félagsins eða stjórnarnefndin samið við hann um þetta verk? Eða hefir hann tekið það upp hjá sjálfum sér? Eða hefir Sögunefndin teymt hann út í þetta? Hkr. er hrædd um að nefndin hafi verið taumbands- klárinn en ekki Mr. Thorkels- son. * Er nú ekki þegar á þetta er litið hægt að renna grun í að Mr. Thorkelsson sé útgefand- inn? Og hví vill Dr. S. J. J. hafa þann heiður af honum og gefa hann Þjóðræknisfél.aginu, sem ekkert hefir gert nema að kjósa nefnd, sem minna en ekkert hefir gert? Hvernig í þriðja þinginu syngur, kemur nú bráðum í ljós. Messur i Gimli Lúterska prestakalli 16. febr. — Betel, morgun- messa. Gimli, íslenzk messa kl. 7 e. h. 23. febr. — Mikley, messa kl. 2 e. h. B. A. B.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.