Heimskringla - 12.02.1941, Blaðsíða 3

Heimskringla - 12.02.1941, Blaðsíða 3
HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA WINNIPEG, 12. FEBR. 1941 maður sanngjarn en af þeim manndygðum höfum vér verið helst til fátækir, oftast nær. Vil eg nú tilfæra dæmi. Á fyrstu búskaparárum Þórðar í Hattardal, var vinnukonum goldið lítið kaup, þetta 10 til 20 krónur um árið. Þetta þótti Þórði hið mesta óréttlæti og haekkaði það alt um helming. Þótti stórbændum héraðsins þetta ílt og óbúmannlegt uppá- tæki og gerðu nefnd á fund Hattardals bóndans til að fá hann ofan af þessari heimsku. En Þórði varð ekki þokað. Lof- uðu vinnukonurnar dánu- niensku hans en bændur löst- uðu þessa flónsku. , Munaðarlaus börn og gamal- uienni fóru oft í vist með þeim Þórði og Guðríði og þá þau helst, sem hreppstjórinn átti erfitt með að koma fyrir ann- arstaðar. Tók hann oft þetta fólk meðgjafarlaust þótt áður hefði verið goldið með því af sveitinni. Sex vandalaus börn ólust þannig upp í Hattardal að nokkru eða öllu leyti. Meðal þeirra gamalmenna er dvöldu hjá Þórði heyrði eg sérstaklega talað um Sigurð nokkurn Sig- Urðsson er lengi hafði verið á sveit en gerðist matvinnungur í Hattardal. Tók Matthildur sál. sérstaklega til þess hversu vænt þessum gamla manni hefði þótt um húsbændur sína og börn þeirra en yfirleitt þjón- aði þetta gamla fólk með trú og árvekni af ást og virðingu til þeirra er höfðu gefið þeim hug- ijúft heimili á elli árunum. Eitt starf er þó ótalið er Þórður hafði á hendi fyrir sveitunga sína og farnaðist nieð afbrigðum vel. Hann var sáttanefndarmaður og til þess tekið hversu vel honum tókst að jafna misklíði milli ná- granna, hójna og hjúa. Fyrir óhapp mikið lét Þórður af búi í Hattardal og bygði sér ból á eyðieyri einni við Skötufjörð. Rataði hann þá, sem flestir tómthúsmenn, í fá- tækt og út úr þvi flutti hann til Ameríku árið 1893. Settist hann að hjá Magnúsi syni sín- um að Baldur, Man., en Magnús hafði flutt vestur um haf árinu áður. Ári síðar kom Guðríður kona hans vestur ásamt Abi- gael dóttur þeirra. En þrjú systkinanna urðu eftir heima: Benony, sem druknaði skömmu síðar; Matthildur er giftist síð- ar eins og enn mun sagt verða, og Sigríður, þá gift Guðmundi Hjaltasyni frá Súðavík. Þórður andaðist hjá Magnúsi árið 1896 en Guðríður 1902. Eg hefi með vilja gerst svo fjölorður um þennan merkis- rnann af þremur ástæðum, þótt œfiminningin sé helguð dóttur hans: fyrst var nú það að Matt- hildi svipaði svo mjög til föður síns að með því að lýsa honum or henni einnig að nokkru lýst; í öðru lagi unni hún föður sín- Um hugástum og mundi þvi vel kunna að eg gæti hans ger við þetta tækifæri; að siðustu finst mér hafa verið helst til hljótt um nafn þessa manns hingað til enda þótt sveitungar hans kynnu bersýnilega að meta kosti hans og völdu hann þess- vegna til svo margra vanda starfa. Þ*ess má geta að Sum- ^rliði gullsmiður frá Æðey skrifar all langa æfiminning eftir Þórð í Lögberg árið 1897. Matthildur var uppalin hjá foreldrum sínum fyrst að Hatt- ardal og síðar að Þórðareyri — en svo var nýbýli Þórðar nefnt. Hún giftist 20 ára gömul Birni Hjaltasýni í Súðavík og flutti þangað. Björn var mætur mað- Ur, sem þeir allir Súðavíkur hræðurnir. Þau eignuðust eina óóttir barna er dó i æsku. Þegar Matthildur flutti til ftianns síns tók hún við allri innanhús stjórn á heimili tengdaforeldra sinna enda var Þorgerður tengdamóðir hennar þá orðin heilsulaus og rúm- liggjandi. Það var ekki all lítið vandastarf fyrir unglings stúlku frá smáheimili að taka að sér heimilisstjórn á stóru heimili með yfir 20 manns, en ekki er annars getið en henni I hafi farið húsmóðurstörfin vel | úr hendi. Mintist hún ávalt I með gleði hversu samkomu- j lagið hafi verið gott við gömlu J hjónin og víst þótti henni svo vænt um Þorgerði í Súðavík sem hún hefði verið hennar j eigin móðir enda mun hún hafa ' verið valkvendi mikið en Hjalti JSveinsson oddviti var í heldri j bænda röð um þær slóðir. Það var snemma á samvistar árum , þeirrá Björns og Matthildar að þau tóku sveininn Jón Sigurðs- son til fósturs, eftir að faðir hans hafði druknað frá mikilli ómegð og voru börnin þá mörg ung. Ekki naut Matthildur samvistanna við eiginmannin um langa stund; Björn lézt af lungnabólgu árið 1899. — Skömmu síðar dóu gömlu hjón- in í Súðavik en Matthildur flutti til Magnúsar vestur um haf árið 1900. Hún hafði fóst- ursoninn með sér og sá ein um uppeldi hans að öllu leyti. Eftir að hafa dvalið í Baldur, Man., á vegum Magnúsar bróður síns um 2 ár flutti hún vestur á ströndina, en þangað var Magnús þá kominn og átti heima í Blaine. Á næstu árum dvaldi Matt- hildur á ýmsum stöðum vestur við haf: Blaine, Seattle,. Point Roberts, Marietta og Vancouv- er, eftir því sem atvinna gafst. Mun það hafa verið allþungt strit að sjá um sig og drenginn eftir því sem þá var ástatt, at- vinna stopul en kaúpið lágt. Lengst dvaldi hún í Vancouver, B. C., í fjórtán ár. Vegnaði henni þar vel hin síðustu árin og hafði stöðuga atvinnu á sauma verkstæði. Henni þótti altaf vænt um Vancouver enda eignaðist hún þar vini marga. Þegar Magnús bróðir hennar misti konu sína frá mörgum börnum og sumum ungum flutti hún til hans til Blaine og gerðist ráðskona á heimili hans 14. febr. árið 1925 giftist hún séra Halldóri E. Johnson og bjuggu þau í Blaine, Wash., þar til dauða hennar bar að þann 5. des. s. 1. Hún hafði þjáðst mikið síðustu tvö árin af dauðameininu sem var inn- vortis meinsemd. Fyrir tveim- ur árum var uppskurður reynd- ur en árangurslaust. Lá hún þá lengi á sjúkrahúsi og hjá systir sinni Mrs. Wells, er ann- aðist hana af hinni mestu snild. Eftir að henni tók að batna fór hún til fóstursonar síns og tengdadóttur, sem búa i Port- land Ore. Naut hún þar hinn- ar beztu hjúkrunar. Um mitt sumar árið 1939 flutti hún svo heim og var stunduð af eigin- manni sínum séra Haldóri. Hafði hún fótvist oftast og var all hress en kraftarnir fóru smá þverrandi. Rúmum sex vikum fyrir andlátið var hún svo flutt á sjúkrahús að nýju og lá hún eftir það í sömu stellingum og mátti sig hvergi hræra. Þrátt fyrir alt sitt langa og stranga sjúkdóms stríð var hún ávalt hress í anda og tók hverju sem að höndum bar með þeirri geð- ró og hetjuskap er ávalt skyldi einkenna íslendinga. Hún gerði allar ráðstafanir fyrir útför sinni og talaði um burtflutninginn sem vistaskifti til betra lífs. Það var aðeins eitt sem hún vonaði að forsjón- in veitti sér — að mega koma við í Hattardals skóginum áður andinn yfirgæfi að fullu og öllu þessa jörð. Þar lágu æsku sporin og þar var hennar helgi- reitur, — helgireitur minning- anna. Eg hygg það megi ýkjalaust segja að Matthildur hafi verið gáfu kona og engu síður að hún hafi verið mikilmenni að upplagi. Hún var afar listelsk eð eðlis- fari og hafði hið mesta yndi af útsaum og hannyrðum, afkast- aði hún þar afar fallegu verki. Er það harla merkilegt hvað margar íslenskar konur hafa svalað meðfæddri listþrá sinni á þennan hátt. Ljóðelsk var hún og kunni feiknin öll af ljóðum. Hafði hún þann sið að safna úrklippum úr blöðum — mest þó ljóðum — og átti stórt og merkilegt safn af þessum minnisgreinum. Sjálf var hún talsvert hagmælt en orti þó lítið og helst svo sem ekkert fyr en í veikindunum síðustu árin. Þótt hún unni íslenzk- unni orti hún engu síður á ensku og eitt kvæði kom í hér- lendum blöðum, sem hún orti þegar hún lá á sjúkrahúsi í Bellingham hið fyrra skiftið. Þótti mörgum einkar fallegt. Eg set hér tvö erindi sem hún orti skömmu fyrir andlát sitt. “Eg sé í hilling sælureitinn minn Er sveipar kveldværð þessi draumalönd Og sólin greiðir gullna haddinn sinn Gló-fingruð við ystu hafsins rönd. Hér er guðshús, hér er himins hlið, Heilög dýrðin blasir mér við auga. 1 drottins nálægð finn eg engla frið Færast yfir hvarm er tárin lauga. Hún hafði rithöfunda hæfi- leika, sem þó aldrei náðu að njóta sín til fulls. Nokkrar rit- gerðir eftir hana hafa þó birst á prenti og sú síðasta í ís- lenzka kvennablaðinu “Hlín”. Hún var nokkrum sinnum feng- in til að flytja erindi á sam- komum ,bæði á íslenzku og ensku og fórst það æfiníega prýðilega úr hendi. Það var alveg undravert hvaða valdi hún gat náð á enskunni án þess þó nokkru sinni að hafa gengið á hérlendan skóla. Hún lærði það alt af bókum og með því að hlusta á þá er mæltu bezt á hérlenda tungu. En enskan er eins og flest stór- mál, svo mismunandi, að ná- lega má heita ,að mentaðir menn mæli á aðra tungu en al- þýðan er oftast lætur sér lynda hið versta hrognamál. Hún var félagslynd og með- limur margra félaga og þá oft- ast annaðhvort forseti eða skrifari þeirra. Hún ritaði fagra og afar læsilega hönd og vandaði rithátt sinn. Hún heimtaði mikið af öðrum en þó mest af sjálfri sér og vildi ekkert verk gera nema svo að það væri sem allra fullkomn- ast. Þeir sem kyntust henni að- eins lítið, fanst hún máske nokkuð harðgeðja en var þó engu að síður afar viðkvæm í lund og brjóstgóð við bág- stadda. Lagði hún oft mikið á sig til að líkna sjúkum og létta þrautir þeirra. Trúrækin var hún með djúpa virðing fyrir öllum helgisiðum kirkju sinnar en samt ekki þröngsýn í þeim efnum. Er mér held eg óhætt að segja að hún hafi hvergi átt heima al- gerlega kirkjulega skoðað, en í ríki náttúrunnar fann hún fyrst og fremst sinn guð. Lífsbraut hennar var fleiri þyrnum en blómum stráð. í samvist okkar bar ýmislegt til sem nálega bugaði mig en hún hafði þrek til að bera það alt og miðla mér styrk. Þá var hún æfinlega stærst að lífs- þrótti, bjartsýni og hugrekki er mest lág við. Engin guðs- gjöf er dýrmætari en góður maki, lífsfélagi er leitast við að skilja mann og bæta brest- ina en fullkomna kostina; lifs- félagi, sem margfaldar mönn- EKKERT BETRA EN VOGUE að GILDI lOc PAKKINN Þú færð meira fyrir peningana þegar þú vefur sígaretturnar sjálfur úr þessu bragðgóða, fínt skorna tóbaki. — Hvernig sem þú lítur á það, þá er það stór hagnaður að kaupa pakk- an á lOc og y2 punds dósina á 65c Vogue fín skorið tóbak—með Vogue sjálf brennandi síga- rettu pappír—gerir þessa á- gætu “vefðu þær sjálfur” sam- einingu. •/4-PUNDA DóS FYRIR 65c um ánægjuna en lé;ttir manni harmana. Slík var hún mér og þessvegna skortir mig orð til að túlka þær tilfinningar er hjartað geymir. Þegar ástin grær til ævar- andi virðingar og vináttu, verða hjónin sem tvístirnin er sakir hins gagnkvæma að- dráttarafls, beygja allar lífs- brautir sínar hvert að öðru og þegar annað hverfur sýnist alt í óvissu eins og menn reiki ráðþrota um myrkar vegleysis auðnir tilverunnar. Maður getur ef til vill ennþá skiljan- legra líkt þeim tveimur við tvíbura meiðina er flétta ræt- ur saman niðri í gróðurmold- inni og beita sameiginlegu afli gegn storminum. Þegar annað er höggvið er hitt djúpum sár- um sært. — En hvað er að fást um það? Manni ber aðeins að þakka fyrir það mikla lán að hafa notið þess svo lengi er dýrmætast er af öllum drott- ins gjöfum. Hún var jarðsungin — sam- kvæmt eigin óskum, frá lút- ersku kirkjunni í Blaine af séra Albert Kristjánssyni er flutti við það tækifæri mjög góða og viðeigandi líkræðu. Séra Guð- mundur flutti bæn en ættingj- ar hennar og vinir báru hana til grafar. í öllu þessu var nákvæmlega farið eftir hennar eigin óskum. Mikill mannfjöldi kom til að kveðja hana í síð- asta sinni og margir túlkuðu tilfinningar sínar með fögrum blómagjöfum. Hún eftirlætur, auk eigin- mannins, H. E. Johnsons, tvö fósturbörn: Jón Sigurðsson í Portland, Ore., og Huldu John- son í Kenora, Ont. Þrjú syst- kyni lifa hana: Magnús Thor- darson í Blaine, Mrs. Wells (Abigael), Blaine og Sigríður, heima á Islandi. Sumarið 1924 var þjóðhátið haldin í Blaine. Þá stóð tigu- leg, fríðleiks kona, í Fjallkonu búningi upp á ræðupallinum. — Það var Matthildur (þá) Sveinsson er ávarpaði fólkið í nafni ættlands síns. Mér fanst hún þá verðugur fulltrúi ís- lands í þessari álfu og mér hefir altaf fundist hún vera einmitt það sem hana langaði hvað mest til að vera — þjóð og ætt og landi sinu til sóma. H. E. Johnson VÍSA Hitler æðir með hervald og stríð, Heimurinn 'syndanna geldur. Hann þjáir með illmensku þjakaðann lýð, í þrældóm er almúginn seldur. Hvenær endar sú hörmunga tíð? Hvenær léttir blindviðris hríð? vei þeim sem hneykslunum veldur.” Þorgils Ásmundsson KAUPIÐ HEIMSKRINGLU— útbreiddasta og f jölbreyttasta Islenzka vikublaCið KENNIR ÝMSRA GRASA Framh. IV. Hvar sem eg fór um Reykja- vík sá eg fisk eða fann lyktina af honum. Víkingablóðið í æðum íslendinga knýr þá út á sjóinn. Helmingur landsmanna vinnur við landbúnað, en fisk- ur hefir æfinlega verið helzta útflutningsvaran. Fjórði hver maður í landinu er sjómaður. Það er ekkert sældarbrauð að vera bóndi á íslandi. Vet- urnir eru að vísu hlutfallslega mildir; veldur því Golfstraum- urinn, en sumrin eru ekki hlý og þar eru rigningar meira en helming ársins. Sökum þess að eg kom frá Englandi, þar sem sumrin eru vætusöm brá mér ekki við rign- inguna; eg var ekki vanur sól- skininu. En hugsunin um heita daga, heilar vikur og jafnvel heita mánuði með stöðugum hellirigningum, vakti hjá mér ótta fyrir því að á leiðinni væri nýtt Nóaflóð og heims- endir. Og svo mátti um mitt sumarið sjá hafísjaka hrekjast meðfram ströndum landsins. Þeir eru hættulegir fyrir fiski- menn og valda miklum kulda. Sólin sést ekki meiri hluta sumarsins; það er eiginlega hvorki dagur né nótt, heldur nokkurskonar rökkur um það leyti. Um miðnætti gat eg séð rauðan hnött — sólina — í gegn um stöðuga þokablægju, og um það leyti næturinnar var álíka bjart (eða réttara sagt) álíka dimt og um sama leyti dagsins. Land eins og þetta framleið- ir hraust fólk og harðfengt. Þessi endalausa barátta gegn erfiðleikunum sem loftslagið hefir í för með sér, óstjórnleg- um breytingum sjávarins og hrjóstri landsins, hefir gert ís- lendinga ósigrandi. Þeir gef- ast aldrei upp hvað sem á geng- ur. Þeir hætta aldrei barátt- unni gegn örðugleikunum, þeir þreytast aldrei í tilraunum sín- um til þess að sigra. Baráttan fyrir tilverunni hef- ir gert þá djúphugsandi. Engin þjóð leggur fram tiltölulega eins mikið fé til mentunar og Islendingar. Allir verða þar samkvæmt lögum að ganga á skóla. Jafnvel í smæstu þorp- um eru skólar þótt ekki séu þar fleiri en 3—4 börn á skóla- aldri. Það er ekki öllum kleift að hafa prívat kennara. Stund- um verður sami kennarinn að kenna á tveimur eða þremur skólum og ferðast hundrað mílur á dag á bifreið sinni eða hjóli sínu. Oft á sér stað bjargarskortur á Islandi. Sökum þess að bændurnir treysta á heyaflann handa skepnum sínum lenda þeir oft í vandræðum ef gras- spretta bregst og heyskapur er lítill. Annað sem veldur bjarg- arskorti er það að fiskur geng- ur stundum ekki á grunn mið hvernig sem á því stendur. Af því leiðir að ekki er til fiskur til útflutnings. Þér sem notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO.. LTD. Birgðir: Henry Ave. East Sími 95 551—95 552 Skrifstofa: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA Safnbréf vort inniheldur 15 eða fleiri tegundir af húsblóma fræi sem sér- staklega er valið til þess að veita sem mesta fiölbreytni þeirra tegunda er spretta vel inni. Vér getum ekki gefið skrá yfir það eða ábyrgst vissar og ákveðnar tegundir því innihaldinu er breytt af og til. En þetta er mikill peningeispamaður fyrir þá sem óska eftir indælum húsblómum. Bréfin 15c; 2 bréf 25c, póstfrítt. ÓkeVDÍS____1941 útsœðis ‘ * og rœktunarbók DOMINION SEED HOUSE Georgetown, Ontario Á veturna og stundum á köldum sumrum fara Islend- ingar á nokkurs konar víkinga- skipum norður um íshöf til þess að veiða melrakka. Til skamms tíma höfðu all- margir Islendingar hvalveiðar að atvinnu. Nú á dögum geta þeir ekki — á sínum ófull- komnu fleytum — kept við ný- móðins skip og áhöld. En hvar og hvenær sem hugsað er til hvalveiða er það hverjum reyndum skipstjóra áhugamál að hafa með sér sem allra flesta íslendinga, því þeir eru þektir að því að vera duglegri, úthaldsbetri og kjarkmeiri við þetta erfiða starf en nokkrir aðrir. Við þá jafnast engir þegar komið er norður á “eyði- merkur ísanna með hinni elífu þögn.” Sívaxandi erfiðleikar heima fyrir hafa knúið marga íslend- inga til þess að flytja af landi burt. I byrjun þessarar aldar fluttu svo stórir hópar manna burt að við sjálft lá að landið legðist í eyði. Hér um bil 25,000 íslendingar settust að í Norður-Canda, þar var lofts- lagið og fleira líkt því, sem þeir höfðu átt að venjast. Þar voru þeir kallaðir “Vestlendingar”. Canadisku íslendingarnir hafa varðveitt þjóðsiði sína og venjur. Þeir búa í bjálkahús- um, sem bygð eru eins og hús hinna fornu Norðmanna. — Hrosshöfuð eru útskorin uppi yfir dyrum — eiga þau að vera gæfumerki. Hjátrú og snertur af heiðin- dómi eiga sér enn þá stað á Is- landi, þrátt fyrir það þótt for- feður Islendinga yrðu með þeim fyrstu af Norðurlanda- þjóðum til þess að taka kristna trú./’ Gömul trú á norrænu guðina og gyðjurnar hefir aldrei dáið út að öllu leyti. ísland er friðsamt land. Það Framh. á 7. bls.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.