Heimskringla - 12.02.1941, Síða 4

Heimskringla - 12.02.1941, Síða 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 12. FEBR. 1941 lÉTcimskringla (StOtnuB 1SS6) Kemur út d hverjum miBvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. »53 og SSS Sargent Avenue, Winnipeg Talsimis S6 537 Ver8 blaSelns er $3.00 ftrgangurinn borgist ryrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRES8 LTD. t>U viSskHta bréf blaSinu aSlútandl sendlst: Manager J. B. SKAPTASON 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON UtanAskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINOLA S53 Sargent Ave., Winnipeg “Heimskringla” ls published and printed by THE VIKISIO PRESS LTD. S53-S55 Sargent Avenue, Wlnnipeg Mmn. Teleplione: 86 637 WINNIPEG, 12. FEBR. 1941 FRÍMERKJA-VEÐBRÉFIN Sala þessara veðbréfa hófst s. 1. föstu- dag fyrir alvöru í þessu fylki. Allir vita nú hvað við er átt með henni. Það er ekki verið að leggja skatta á menn, eins og stundum heyrist sagt, eða útgjölc með þessu, heldur biður sambandsstjórn- in um þetta sem lán í þágu stríðsins. Hugmyndin er að ná til sem flestra, þeirra, sem fimm dali eiga, sem annara, er meira hafa handa milli, því safnast þegar saman kemur. Og svo er hitt, að þetta veitir hverjum og einum tækifæri, að leggja sinn litla skerf fram til þess, er öllum er nú áhugamálið mesta, að vinna stríðið. Mennirnir sem eru að vinna að sölu á þessum veðbréfum, verðskulda að fyrir þeim sé greitt eftir föngum. Þeir leggja margir hverjir mikinn tíma og vinnu í starfið endurgjaldslaust. Á þörfina á lán- inu fyrir stjórnina, þarf ekki að minna, Hún er brýn. Og í sjálfu sér er nokkur sparnaðar-hugmynd í þessu fólgin, það getur eftir stríðið komið sér vel, að eiga 5, 10 eða 15 dali og þaðan af meira að gHpa til. Að leggja 25 cents fyrir af vikukaupi sínu, getur því verið búhnykk- ur og er engum sem fyrir kaupi vinnur tilfinnanleg byrði. En stærsta ástæðan fyrir að menn ættu að kaupa frímerkja-veðbréf, er þessi, að stjórnin þarf fjárins með og að það er þessvegna eiginlega skylda hvers sanns borgara, að lána henni eftir getu sinni. UMMÆLI WATSON KIRKCON- NELL UM LJÓÐMÆLI JóNASAR STEFÁNSSONAR FRÁ KALDBAK (Þýtt úr New Canadian Letters 1940) “Ný leið er rudd með Ijóðmælum Jón- asar Stefánssonar frá Kaldbak, íslenzk- um bónda við Hekla í Manitoba. Þessi fyrsta ljóðabók hans, sem kemur út að honum 58 ára gömlum, skipar honum sæti á meðal beztu íslenzku skálda sam- tíðar sinnar í Canada. Þrátt fyrir að stundum bregður fyrir stirfni í Ijóðum hans, sem ekki er óvanalegt hjá sjálf- mentuðum mönnum, eru þau gætt svo miklu lifi og þrótti, að gefa mun miklu af þeim ævarandi gildi. Af eitt hundrað kvæðum í bókinni eru aðeins 20 sem ort eru við sérstök tækifæri og bera þess nokkurn vott. En um hin kvæðin öll hika eg ekki við að segja, að beri ljósan vott víðtækrar hugsunar og vakandi anda. Tökum til dæmis kvæðið “Tvífar- ann” sem er jafnvel óvanalegt sálfræði- legt viðfangsefni, eða “Október-fífillinn”, er bregður upp svo líkingarfullri mynd af mannlífinu. “Sandy” er undur fagurt kvæði um uppáhaldshest. f “Drottning dagsins”, lofkvæði til sólarinnar, er ó- menguð náttúrudýrkun. Nöpur heimsá- deila lýsir sér í kvæðum, sem “Jól”, “Draumur fuglsins”, (það sem fugl með brotinn væng dreymir fyrir dauða sinn), í “Borgin brennur”, um mannfórnir. Það virðist ekki óeðlilegt, að andi slíks skálds verði stundum myrkursins var og grípi hugsýki, sem í kvæðinu “Nótt” kemur fram.” STEFNUM ÁFRAM Rœða flutt I Sambandskirkjunni í Winnipeg aí séra Philip M. Pétursson í tilefni af ársfundi safnaðarins, 9. febrúar, 1941. f kvöld, við þessa guðsþjónustu, ætla eg ekki að flytja það, sem getur skoðast í vanalegum skilningi, sem prédikun. En þrátt fyrir það, kemur mál mitt engu síð- ur kirkjunni og söfnuðinum við, — því það fjallar um hana, — um kirkjuna og söfnuðinn um liðna tíð og korpandi tíð. Um hver stefna kirkjunanr hefir verið og hver hún verður að vera í framtíðinni. Og það sem eg vil leggja áherzlu á er það, að hvað sem hið liðna hefir verið, og hvað sem vér hyggjum að framtíðin beri í skauti sínu, þá verðum 'vér að stefna áfram! — Ef að málefni vort er nokkurs virði, þá getum vér ekki annað en sameinast á þeirri skoðun að stefna áfram! Stefna vor verður að vera áfram! — Hvert spor sem vér stígum, verður að vera spor framfara og fullkomnunar. Þetta verður að vera sannfæring vor, þó að skuggar af mörgu tæi skyggi á oss og starf vort. Vissan um hið óumræði- lega gildi þess máls, sem vér fylgjum má aldrei hverfa úr hugum vorum. Það er þessi hugsun, sem eg vil að sé efst í hugum vorum allra, er vér, í messu lok, höldum ársfund vorn, sem er einnig fimtugs afmæli þessarar frjálstrúar kirkju, hinnar fyrstu sem stofnuð hefir verið meðal íslendinga, og er því sérstök í kirkjusögu þjóðar vorrar. Síðan að sá mikli viðburður átti sér stað, hafa straumar tveggja kirkna sam- einast til að mynda þennan söfnuð, Hinn Fyrsta Sambandssöfnuð í Winnipeg, straumar tveggja frjálstrúar safnaða — þess, sem kallaðist Fyrsti Islenzki Úní- tara söfnuður og þess sem kallaðist Tjaldbúðar Kirkja, sem snérist í frjáls- trúar áttina undir handleiðslu séra Frið- riks Bergmanns. En þessi kirkja hér, sem vér nú kom- um saman í á hverjum sunnudegi, er bein afleiðing hinnar fyrstu tilraunar íslendinga hér vestra, og allra verulegra tilrauna síðan, til að stofna og halda við óháðri og frjálsri kirkju! Og er hún grundvöllur allra þeirra frjálstrúar safn- aða hér vestra, sem síðan hafa myndast meðal íslendinga, og grundvöllur einnig hins núverandi Sameinaða kirkjufélags íslendinga í Vesturheimi. Áhrif frá henni hafa breiðst út til allra bygða Is- lendinga hér vestra, bæði í Bandaríkj- unum og í Canada, og hvort sem að frjálstrúar söfnuðir voru til í þeim bygð- um eða ekki. Og áhrif frá henni hafa náð einnig alla leið til Islands, og átt þátt í því þar, að auka frelsið, sem var þegar farið að láta til sín taka á meðal kirkjunnar manna þar og annara, vegna áhrifa úr ýmsum áttum og fullkomnari skilningi í trúmálum. Og nú á hinum síðari árum er ekki frítt við að áhrif þessa safnaðar og kirkjufélags vors, hafi farið að berast út í hið víðtækara þjóðlif þessarar þjóðar sem vér búum meðal, út til hins enskumælandi heims. Þegar alt þetta rennur í gegnum huga vorn, þá getum vér ekki annað en fundið til ábyrgðarinnar, sem hvílir á oss, á- bygðarinnar til, ekki aðeins að halda því málefni við, sem kirkja vor táknar, en einnig að vera sjálf, í öllu sem vér gerum eða segjum, tákn þess hugsunar- hátts, og þeirrar stefnu sem vér höfum helgað oss og alt líf vort. Ábyrgðin er mikil sem hvílir á oss, að leiða stefnu vora inn á enn æðri og fullkomnari brautir, að standa ekki I stað, en að mæta öllu, sem að ber, í anda frelsis og víðsýnis, og stefna ætíð áfram. Þannig leggjum vér skerf vorn til þess, að kirkja vor vinni veglegt starf, og að vér sem einstaklingar leggjum vorn skerf til verks heildarinar, sem til þessa hefir verið vel af hendi leyst. Nú, er vér komum saman á ársfundi þessa safnaðar, sem á upptök sín sem frjálslynd stofnun, frá því að frjálstrúar söfnuður var myndaður hér í Winnipeg fyrir 50. árum, og er vér nú lesum safn- aðarskýrslur vorar, og vér sjáum hve vel starfið alt gengur, verður hálf erfitt I fyrir oss, og sérstaklega hina yngri, að skilja það, méð hve mikilli fórnfýsi, á- huga og trúmensku stofnendur safnað- arins unnu til þess að koma safnaðar- stofnuninni í framkvæmd. Sagan byrjar, svo að eg fari ekki of langt aftur í tímann, með því, að Jón Ólafsson kynti íslendingum sögur Krist- ofers Jansens, prests, sem hafði stofnað Únítara-félagsskap meðal Norðmanna í Minnesota árið 1881. Þar næst kyntist Björn alþingismaður Pétursson, Jensen og komst undir áhrif hans. En Björn var mágur Jóns ólafssonar og höfðu þeir báðir um langa hrið hallast að þeim skoðunum í trúmálum, sem kallast vanalega Únítara skoðanir. En margir straumar færast hér saman í eitt og leiða til þess að lokum, að þessi nú- verandi félagsskapur myndast. Upptök- in hans eru í Norður Dakota bygðunum, þó að sumar ræturnar séu einnig í Nýja íslandi. Árið 1886 myndaðist kappræðufélag á Mountain, og leiddi það til stofnunar, tveimur árum seinna, félags, sem nefnd- ist menningarfélag, er setti sér sem markmið að efla frjálsa rannsókn í trú- arefnum og útbreiða þekkingu á hinum ýmsu trúarskoðunum og visindakenn- ingum meðal leikmanna. Meðal stofn- enda félagsins voru margir sem vér könnumst öll við, og sem áttu mikinn þátt í seinni sögu Islendinga hér vestan hafs. Stofnfundurinn var haldinn á heimili Brynjólfs Brynjólfssonar og voru um 40 manns á fundinum, samkvæmt þeim upplýsingum sem mér hafa verið gefnar. Þessi félagsstofnun var mjög mark- verður atburður, og sagt er að þetta fé- lag muni vera hið fyrsta sinnar tegundar, er stofnað hefir verið til meðal íslend- inga beggja megin hafsins. Að öllu leyti var þessi félagsstofnun ein af hinum merkilegustu köflum fs- lendingasögunnar hér vestra, og helzt af öllu þegar maður minnist þess, að þeir sem mynduðu félag þetta og stóðu fyrir stofnun þess, voru fátækir bændur, sem voru að berjast áfram í nýlendu, þar sem engin þægindi voru, sem vér þekkj- um nú, en erfðileikarnir margir. Um sama leyti og þetta’félag myndað- ist og hér, var Björn Pétursson, sem var einn stofnenda félagsins, byrjaður að rita og ræða um kenningar Únítara, bæði í Winnipeg og Dakota. Og ekki leið á löngu áður en honum kom til hug- ar að stofna almennan frjálstrúar félags- skap, þar sem allir menn sem stóðu utan kirkjufélagsins lúterska, gætu komið saman og átt heima í andlegum skiln- ingi. Og til þess að framkvæma þessa hugmynd, lagði hann niður búskap og gaf sig allan að málum þessum. En hann sá fljótt, að þetta var honum of- ætlun. Hann var orðinn fulltíða maður að aldri og heilsan var farin að bila. Hann sneri sér því aðallega að safnaðar- myndun hér í Winnipeg. Á árunum 1887—1891 hélt hann uppi fyrirlestra- samkomum, þýddi og gaf út rit eftir Kristofer Jansen, “Mótsagnir Orþódoxi- unnar”, “Guð Gyðinga og Guð Kristinna manna” og “Um þrenningarlærdóminn”. Og eitt rit gaf hann út eftir ameríska guðfræðinginn, Dr. Minot J. Savage. Á þessum sömu árum kemur séra Magnús J. Skaptason til sögunnar í Nýja- íslandi. Hann tók við prestsþjónustu safnaðanna þar, sem um langt skeið höfðu verið prestlausir, eða frá 1881— 1887. Séra Magnús kom til safnaðanna þar árið 1887, en þremur árum seinna, eða árið 1890, gekk hann úr Lúterska kirkjufélaginu, sem var þá fimm ára ígamalt, vegna trúmálaágreinings, og fylgdu honum allir söfnuðirnir að undan- teknum einum, og voru þessir söfnuðir allir grundvöllur Únítara kirkjufélagsins sem seinna var stofnað á Gimli árið 1901. Næsta ár á eftir að þetta atvikaðist í Nýja-lslandi, þ. e. a. s. 1. febrúar 1891, stofnaði séra Björn Pétursson “Hinn fyrsta íslenzka Únítara söfnuð í Winni- peg,” og voru stofnendur rúmt 40 manns, og meðal þeirra, samkvæmt þeirri frá- sögn sem eg fer eftir í þessu máli, voru margir sem vér öll könnumst vel við og þekkjum. Þeir sem nafngreindir eru, eru þessir: Eirikur Gíslason frá Egils- stöðum á Völlum í Suður-Múlasýslu; Benedikts Pétursson úr Þingeyjarsýslu; Jón Erlendson Eldon; Einar ólafsson frá Firði í Mjóafirði; Níels M. Lambertsson læknir; Friðrik Sveinsson, fóstursonur Ólafs Ólafssonar frá Espihóli en bróðir Jóns prests Sveinssonar; Kristmundur Sæmundsson; Guðmundur Björnsson Árnasonar; Eyjólfur Eyjólfs- son; Guðrún Friðriksdóttir ætt- uð af Isafirði; Ólöf Björnsdótt- ir Halldórssonar frá Úlfsstöð- um; Signý Pálsdóttir, kona Eyjólfs; Anna Eyjólsdóttir frá Hlíðarseli í Hróarstungu; Snjólfur Jóhannsson Aust- mann; Jón ritstjóri ólafsson; Sigurður Þórðarson Jónassen frá Reykjavík; þeir bræðurnir Magnús og Stefán Péturssynir frá Leifsstöðum í Bólstaða- hlíðarsókn í Húnaþingi og fl. Þessir menn og konur, fyrir 50 árum, lögðu grundvöllinn að því, sem þessi söfnuður nú er. Og þó að 50 ár, sé langur tími, þá höfum vér enn þrjá af stofn- endum safnaðarins meðal vor, og sem gætu sagt oss af eigin reynslu, margt um fyrstu daga safnaðarins, um örðugleika og um sigra, sem hafa gert það mögulegt fyrir oss að erfa það sem þeir og hinir stofnendur félagsskaparins hafa arfleitt oss að. Þessir sem enn eru með oss af stofnendum kirkjunnar eru Friðrik Sveinsson, Magnús Peterson og Anna Eyjólfsdóttir (kona Eiríks heitins Gíslason). Fyrstu messuhöldin eftir stofnun safnaðarins, fóru fram í samkomuhúsi sem nefndist Assiniboine Hall. En kirkju reisti söfnuðurinn um haustið 1891, og v$ir fyrst messað í henni jóladaginn sama ár. Tveimur árum seinna, haust- ið 1893, andaðist séra Björn, og þá tók kona hans við, sem var seinni kona hans, og hélt uppi messum á ensku. En nokkr- um mánuðum seinna flutti hún til austurríkja Bandaríkjanna þaðan sem hún var ættuð, þ. e. a. s. frá Francestown í New Hampshire. Hún hét Jennie Elizabeth , McCain. Hún dó löngu seinna, 18. marz 1918 og birtist þá æfiminning henn- ar í Lögbergi 2. maí sama ár. Eftir burtför hennar héðan, flutti Jón ólafsson fyrirlestra í kirkjunni nokkra sunnudaga, þar til séra Magnús J. Skapta- son var kallaður til safnaðar- ins um haustið 1894, og var hann prestur hans til 1899, er hann flutti til Roseau bygðar- innar í Minnesota. Söfnuðurinn var þá prestlaus um tíma, en um sumarið 1900, og aftur 1901 messaði séra Rögnvaldur Pétursson, sem var þá við guðfræðisnám á presta- skólanum í Meadville, Pennsyl- vania. . Um sumarið 1902 tók séra Jóhann P. Sólmundsson, sem útskrifaðist þá frá prestaskól- anum í Meadville, við prests- þjónustunni, og var þar til næsta vors, er hann flutti til Gimli og varð prestur Únítara- safnaðarins þar. Og var séra Rögnvaldur Pétursson þá kall- aður til safnaðarins hér, og þekkja flestir sögu safnaðarins frá þeirri tíð. Hann bygði á þeim grundvelli sem þegar hafði verið lagður, og bygði vel. Næsta árið eftir að hann tók við starfinu seldi söfnuður- inn kirkju sína og kom sér upp annari á horninu á Sargent Ave. og Sherbrook St. Margir ágætir og atkvæðamiklir menn unnu að safnaðarmálunum og söfnuðurinn var í miklum blóma. Árið 1909 tók séra Guðmund- ur Árnason við prestþjónustu safnaðarins. Hann hafði út- skrifast frá Meadville presta- skólanum með hárri einkunn. Hann hlaut námstyrktarverð- laun, “scholarship” og ferðað- ist til Þýzkalands, þar sem hann las einnig guðfræði á prestaskóla í Berlín. Hann þjónaði söfnuðinum til 1914, og þá tók séra Rögnvaldur aftur við að nýju. Og það var á þessu síðara preststímabili hans, sem tveir straumar runnu saman til að mynda þann félagsskap sem vér nú höfum. Þeir voru eins og áður er getið um, Ný- guðfræðisstefnan og Únítara- stefnan. Þær stefnur runnu saman og mynduðu þennan Sambandssöfnuð, sem er nú tuttugu ára gamall. Hann bygði þessa kirkju sem vér nú erum í. Hann hefir haft tyo ágæta og áhrifamikla presta heiman að frá Islandi, séra Ragnar heitinn Kvaran sem þjónaði hér sem prestur þessa safnaðar frá 1922—1928 og varð þá Field Secretary ís- lenzku kirknanna og messaði svo seinna hér eitt ár og fór heim til Islands 1933. Hann vann sér miklar vinsældir hér og var hans mikið saknað. j 1928 varð séra Benjamín ! Kristjánsson prestur safnaðar- ins og var í þeirri stöðu til 1932, og vann sér einnig vin- sæld og hollustu manna. Þetta, í fljótu bragði, er saga þessarar kirkju. En margt er eftir að segja. Til dæmis hefi eg aðeins nefnt það mikla mál, sem er svo stór og þýðingar- mikill kafli í sögunni, sem fjall- ar um sameiningu safnaðanna, Tjaldbúðar og Únítara. Eg hefi sama sem ekkert getið um það mikla starf sem frændi minn, Dr. Rögnvaldur, vann, öll þau ár sem hann var prestur, og seinna sem Field Secretary. Fáir vita, í raun og veru, hve mikið það starf var, eða hve mikla þýðingu það hafði fyrir þennan félagsskap. Og margt fleira hefi eg ekki einu sinni getið um. En nú hefir verið ákveðið að halda fimtíu ára afmæli þeirr- ar hreyfingar sem er grund- völlur þessarar kirkju. Og vér verðum ekki aðeins að ákveða með hvaða móti vér höldum upp á það afmæli, en einnig hver framtíð þessa safnaðar á að vera. Og hér, í báðum þess- um málum, verðum vér að láta skynsemina ráða, en ekki að- eins tilfinningar vorar. 1 því sem vér kennum hér í trúmál- um, segjumst vér dæma alt frá skynsemis sjónarmiði. Geðs- hræringar, ofsi, tilfinningar, eru hlutir sem eiga ekki að hafa yfirráðin yfir oss. Á liðinni tíð hafa margar breytingar orðið frá því að söfnuðurinn fyrst var stofnað- ur. Flutt hefir verið úr einni kirkju í aðra, oftar en einu sinni. Sameining safnaða hef- ir átt sér stað. Prestar hafa komið og prestar farið. Með- limir hafa gengið í félagsskap- inn og aðrir fallið frá. Ekkert hefir staðið í stað. En ætíð hefir verið miðað áfram. Og enn viljum vér að miðað sé á- fram. En, vér verðum að koma oss saman um, hvað sé í framtíðar framför fólgið. Með hverju móti getum vér stefnt áfram í framtíðinni, og haldið þeirri stefnu, sem hefir verið haldið hingað til. Hverjar eru þarfir kirkjunn- ar? Hverjar eru þarfir ein- staklinga innan safnaðarins? Er vér gerum tilraun til að svara þessum spurningum, og er vér göngum nú niður í fund- arsal kirkjunnar, til að sitja ársfund safnaðarins, fimtug- asta ársfund, hálfsaldar árs- fund, látum oss minnast orða skáldsins, er hann hvetur menn til æðra stárfs, og fuWkomnara: Lifum til að skilja og skrifa, skynsemin sé hvers mann vin- ur! Rífum, byggjum, heimsku ei hlífum, hlöðum traustar undirstöður. Steyptann, manndóms gulli greyptan, geysiháan sólturn reisum) (Þórður Kr. Kristjánss. Heimir 1905, bls. 35) Hún: Heyrðurðu hvernig á- horfendurnir grétu, þegar eg dó í síðasta þætti. Hann: Auðvitað. Gastu ásak- að þá fyrir það, þegar þeir vissu að þú varst aðeins að leika. i

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.