Lögberg - 26.06.1902, Blaðsíða 4

Lögberg - 26.06.1902, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, 26. JÚNÍ 1902. 6 Jögberg cr irefið tit hvern fimtudafj af THB LÖGBERG PRINTING & PUBLISHING Co. (löggilt), að Cor. William Ave. og Nema St., Winnipeo,Man. — Kostar $2.00 um áriÖ (á Islandi 6 kr.) Borgist fyrir fram. Einstök nr. 5 cent. Published every Thursday by THB LÖGBERG PRINTING & PUBLISHING Co. (Incorporated), et Cor. William Avb. and Nena St., Winnipeo. Man. — Subscription price $2.00 per year, payablo In advance. Singlo copies 5 cents. t ritstj<5ri (editor) : á Magnua Paulaon. BUSINESS manager: Jolxn A. 331onda.l. AUGLÝSINGAR—Smá-auBt/sirurar t eitt skiftl 15 cent fyrir 30 orð eða 1 þumL dálkslengdar, 75 cent um mánuðinn. A stærri augl^singum um Ltugrl tíma, afsláttur eftir samningi. BÖSTAÐA-SKIFTI kaupenda verður að^ til- kynna skriílega og geta um fyrverandi bústaö Jafnframt. Utanáskrift til afgreiðslustofu blaðsins er: The Logberg Prtg. & Pub, Co, P. O. Boz 1203 Ttlephone 221. ______ ‘WinnipefiT. Utanáskrift til rltstjdrans er: Edltor Losrbergr, P O. Boz x*02. Winnipeg, Man. ir9,Samkvæmt landslógum er uppsögn kaupanda á blaði dgiid nema hann sé skuldlaus, þegar hann segir upp.—Ef kaupandi, sem er í ekuld viðblaöiA fytur vistferlum án þess að tilksmna heimilisskift* In, þá er það fyrir dómstdlunum álitin synileg lönnun fyrir prettvíslegum tilgangi. FIMTUDAGINN, 26. JúnI, 1902. Konungur vor. Fregnin um hinn snögglega og ó v*nta sjúkdóm Edwards konungs VII. þaut eins og reiðarslag um alt hið brezka ríki og gekk hverjum einasta brezkum þegn til hjarta Enginn hlutur hefði komið almenn- ingi fólks meira á óvart en frétt þessi; fyrst héldu jafnvel sumir, að einhverjir óvinir hefði kveikt sög una og breitt hana út, og að hún mundi verða borin til baka sam- dægurs. En því miður reyndist sagan sönn, og sorg er nú um alt hið víðlenda brezka ríki. 1 dag átti að verða almennur hátíðisdagur, en í stað þess er hann almennur sorg- ardagur. Hvergi í brezka ríkinu er almennari hluttekning og sorg en í Canada og hvergi í Canada al- mennara en í Winnipeg. Mikill viðbúnaður hafði verið gerður til þess að standa engum öðrum bæ á baki með hátíðarhaldið, en auðvitað verður því öllu slept eða frestað, því að vonandi verður þess ekki 1 ingt að bíða, að konungur vor fái heilsu sína aftur og verði krýndur. Islendingar hér í bænum höfðu tekið sig saman um að láta þjóð- fiokk sinn taka tilhlýðilegan þátt í skrúðgöngu, sem hér átti að vero, og munu gera það þegar krýningar- hátiðin verður ákveðin þó síðar verði. Blaðið Lögberg hafði safnað að sér myndum, sem það ætlaði að Uytja lesendum sínum ásamt ýmsu er krýninguna og hátíðarhaldið snerti, en það á nú ekki við. Vér birtum því einungis mynd af kon- unginum. * Allir sannir brezkir þegnar biðja einlæglega fyrir konungi sínum, að hann fái heilsuna aftur og brezka ríkið fái að njóta hans lengi lengi, Og undir þá bæn tökum vér. pinginannacfnin á Islaiuli. þingkosningarnar á íslandi eru nú nýafstaðnar, en ekkert hefir enn um það frézt, hvernig þær hafa fall ið. Kosningahríðin hefir verið hörð og öllum mögulegum vopnum beitt __sumum miður sæmandi —á orustu vellinum. Og nýkomnir menn að hciman telja það mjög undir hælinn lagt, hvor tíokkurinn rnuni verða of'an á, því að vitleysan og það, sem kjósendum er fyrir verstu, ber stundum hærra hlut við þingkosn- ingar ekki síður á íslandi en ann- ars staðar. , Vér setjum hér nöfn manna þeirra, sem bjóða sig fram til þing- mensku, og hvorn flokkinn þeir styðja, að svo miklu leyti sem oss er um það kunnugt. því vér efumst ’ ekki um, að mörgum lesendum Lög- bergs muni (eins og ísafold kemst að orði) „þykja fróðlegt að heyra þá nufuda, þessa garpa, sem bjóðast til að gerast forsjón þjóðarinnar urn löggjöf og f)árráðsmensku.“ Aftan við nöfn framfaramanna setjum vér (0 nöfn afturhaldsmanna (a) til aðgreinÍDgar. í Reykjavík: Jón Jensson yfir- dómari (f), Jón Ólafsson ritstjóri (?), Tr, Gunnarsson bankastjóri (a\ Borgarfj.sýslu: B. B. frá Gröf (a), þ. Bjarnarson lector (a). Mýrasýslu: Magnús prófastur Audrésson (f), Júliann Eyólfsson (a). Snæfellsness-sýslu: L. Bjarna son sýslum. (a). Dalasýslu: Jens prófastur Páls- son (f), B. B. sýslumaður (a). Barðastrandasýslu: Sigurður prófastur Jensson (f), Guðm. prest- ur Guðmundsson i Gufudal (a). Isafj.sýslu: Skúli Thoroddsen (f), Sigurður prestur Stefánsson (f), Hannes sýsiumaður Hafstein (a), Matthías ólafsson (a). Strandasýslu: Jósef Jónsson á Melum (f), Guðjón Guðlaugsson? (a). Húnavatnssýslu: Páll amtmað ur Briem (f), Björn Sigfússon (f), Hermann Jónasson (a), Júlíus Hall- dórsson læknir (a), Jósafat á Holta- stöðum (a). Skagafj.sýslu: ólafur Briem (f) Stefán kennari Stefánsson (f), Jón Jakobssonn forngripavörður (a), Björn prestur Jónsson (a). Eyjáfj.sýslu: Klemens sýslu- maður Jónsson (f), Friðrik kaupm. Kristjánsson (f), Stefán Stefánsson í Fagraskógi (a), Guðmundur Guð- mundsson á þúfnavöllum (a). Suðurþingeyjarsýslu: Pétur Jónsson á Gautlöndum (f). Norðurþingeyjarsýslu: Árni prestur Jónsson á Skútustöðum (f). Norðurmúlasýslu: Jóhannes sýslum. Jóhannesson(f), Einar prest- ur þórðarson í Hofteigi (f), Olafur kaupm. Davíðsson (a), Jón læknir Jónsson (a), og (ef til vill) séra Ein- ar Jónsson á Kirkjubæ (a.?). Suðurmúlasýslu: Guttormur Vigfússon (f), Axel sýslum. Tulli- níus (f), Björgvin Vigfússon, Jón Bergsson, Sveinn Ólafsson, Ari Brynjólfsson, Magnús Bl. Jónsson. Lárus fríkirkjuprestur Halldórsson. Austur-Skaftafellssýslu: þorl. Jónsson á Hólum (f), Jón prófastur á Stafafelli (a). Vestur-Skaftafellssýslu: Guð- laugur sýslumaður Guðmundsson(f). Vestmannaeyjum: Dr. Valtýr Guðmundsson (f), Jón landritari Magnússon (f). Rangárvallasýslu: Magnús sýslu- maður Torfason (f), Þdrður í Hala (f), sóra Eggert á Breiðabólstað (a), Sighvatur Arnason (a). Árnesaýslu: Séra Ólafur ólafs- son í Arnarbæli (f), Eggert Beni- diktsson í Laugardælum (f), Pétur nokkur (a), Hannes þorsteinsson ritstjóri (a). Gullbringu- og Kjósarsýslu: þórður J. Thoroddsen læknir (f), Björn kaupm. Kristjánsson (f). Ef til vill er það ekki rétt að telja þá Klemens sýslumann, Pétur á Gautlöndum og séra Árna á Skútu- stöðum í flokki framfaramanna, en nauinast raunu þeir fylla aíturhalds- tíokkinn komist þeir á þing.) Fyrsti kjördagur mun hafa verið 2. Júní og síðasti 11. s. m. Asnalega klórað í bakkann Asnalega og vandræðalega ferst „herranum“, sem „stjórnar ,Heims- kringluV að réttlæta Morden- hneyksli Roblin-stjórnarinnar eins og við mátti búast, því að það, sem af asna er fætt, hlýtur æfinloga að bera keira af faðerninu, og tilraunir til að réttlæta það, sem óréttlætan- legt er, varða æfinlega vandræða- legar. það, sem Lögberg vítti Roblin- stjórnina fyrir, var, að láta stjórnar- þjón—sem fær $1,500 í laun af al- mennings fé, og almenningur á heimting á að verji öllum tíma sín- um til að vinna verk það, sem hon- um er falið a hendur að vinna, og borgað fyrir—hafa á hendi útgáfu og ritstjórn óþverralegs tiokksblaðs, ef til vill fyrirlitlegasta fiokksblaðs- ius, sem út er gefið til stuðnings Roblin stjórninni — og er býsna- mikið roeð því sagt. það er svo fjarri því, að þetta athæfi verði rétt- lætt, að blaðið „Telegram", aðal- mMgagn Roblins, reynir ekki til þess nú í seinni tið, heldur reynir að gera gott úr öllu með því að teija mönnum trú um, að maðurinn sé að reyna að losast við blaðið. „Heimskringla" afsakar hneyksl- i3 með því, að blaðið sé svo lítið, og kallar það „blaðkríli". Að stærð- inni til að minsta kosti er það víst engu ómyndarlegra en „Heimskr." og vita allir, hvað miklum óþverra hún heldur, enda er hneykslið al- gerlega hið sama, hvort blaðið er stórt eða lítið. Maður, sem jafn óþverralegan þátt tekur í pólitík eins og blaðstjóri þessi gerir, ætti í engu fylkis-embætti að sitja og sízt af öllu að vera umsjónarmaður barnaskólanna — og slíkt mundi ekki viðgangast hjá neinni annarri stjórn. Hneykslið reynir „Heimskringla" að réttlæta með því, að það sé eins ástatt með (slenzka kennarann á Wesley College; kirkjufélagið launi hann til þess að halda lærisveinun- um undir kirkjulegum og kristileg- um áhrifum, og Roblin-stjórnin hafi jafnmikinn rétt til að launa þennan Cram af fylkisfé til þess að innræta börnunum og lesendum blaðs síns pólitík. Slík röksemdafærsla! Og svo til vara, ef samanburður þessi ekki skyldi fullnægja fólkinu, réttlætir blaðið þetta háttalag stjórn- arinnar með því, að Greenway- stjórnin hafi verið „vön að veita mönnum svo tugum skifti kennara- stöðu, sem aldrei höfðu tekið kenn- arapróf, af því þeir voru fylgifiskar hennar, en neitað öðrum, sem hæf- ir voru, af því þeir voru ekki þekt- ir að þv( að vera hennar útvaldir og undirdánugir smalar". þetta er ekki erfitt fyrir blaðið að segja, en það gæti þvælst fyrir því að sanna það, því það er vanalega hægra að fara með ósannindi en að sanna þau. En setjum svo, að það væri rangt af kirkjufélaginu að hafa kristileg áhrif á íslenzk ungmenni, og að Greenway-stjórnin hefði beitt rang- indum við veitingu kennara-em- bætta (sem á hinn bóginn seint mun sannað verða), gæfi það þá Roblin-stjórninni nokkura heimild til þess að fara ranglátlega með fylkisfé og veitingavald sitt? það er sannarlega engin afsökun fyrir mann, sem uppvís verður að glæp, þó hann segi að einhver annar mað- ur hafi drýgt glæp, að maður nú ekki tali um þegar þessi annar maður er þá saklaus, því að þá bæt- ir hinn seki glæp á glæp ofan. Selkirk-þingmaðuriim og asnimi. Fyrir skömmu birtist í „Heims- kringlu" ritssjórnargrein(?) um W. F. McCreary, þingmann Selkirk- manna, þar sem reynt er að sýna fram á, að hann sé bráðónýtur þing- maður og hafi svikið hvert einasta loforð sitt, er hann gaf kjósendum þegar hann var að ná kosningu. Vér stóðum í þeirri meiningu, að kjósendur Mr. McCreary — og þeir einnig, sem ekki voru kjósend- ur hans — i Selkirk-kjördæminu væri allir á eitt sáttir um það, að þeir hefðu aldrei átt mann á þingi, sem verið hefði jafn duglegur eins og hann eða koinið jafnmiklu til leiðar fyrir kjördæmið eins og hann. Frá því Mr. McCreury komst á þing og alt til þessa dags hafa öll blöðin, s'ím annars hafa á hann minst, lokið lofsorði á hann sem þingmann. Fyrsta röddin á móti honum kemur í „Heimskringlu.'' það, sem blaðið finnur honum sór- staklega til saka, er, að hann hafi lofað járnbraut norður að Gimli ef hann yrði kosinn, og að það loforð hafi iiann gersamlega svikið. Hvað mikið ætluðust þá Gimli-menn til að hann gerði til þes«, að sanngjarnt væri að segja, að hann hefði efnt loforð sitt að svo miklu leyti, sem nokkurum manni var unt að gera? því að ekki dettur þó líklega nein- um í hug, að hann fari til og byggi brautina sjálfur7. Gætum svo að, hvað hann gerði til þess að fá járnbraut lagða norður um Nýja Island. Hann fær sambandsþingið til að lofa Can. Pac. járnbrautarfólag- inu $3,200 styrk fyrir hverja mílu ef það byggi brautina. það er ekki svo litið. Greenway stjórnin veitti okki nema $1,750 á míluna fyrir járnbrautir, sem bygðar voru í fylk- inu, og vér munum svo langt, að sumum þótti það of mikið; en í þessu tilfelli kemur McCreary því til leið- ar, að sambandsstjórnin lofar þvi nær helmingi meira f'é til að fá braut þessa bygða. Jafnrel þó þingmaðurirm hefði nú látið bér við sitja, og þó hann hefði um kosningarnar lofað járn- braut þessari, þá hefði ekki verið sanngjarnt að segja, að hann hefði svikið loforð sitt. En hann gerir meira. Hann ávinnur það með s(n- um frábæra dugnaði, að Can. Pac. félaginu er neitað um leyfi, sem það lagði kapp á að fá, til að leggja járuhraut norðvestur um fylkið, þangað til það hefði bygt Gimli- brautina. Og til þess að sanna, að hér sé rétt með farið, setjum vér hér það, sem „Heimskringla" sagði um það mál 4. Apríl 1901: „Járnbrautin til Gimli er nú fastákveðin. Mr. McCreary, þing- maður fyrir Selkirk-kjördændð, á heiður og þökk fyrir frammistöðu sína í því máli. Hann stakk fyrst- ur manna upp á því á fundi í járn- brautanefnd í Ottawa-þinginu á þriðjudaginn var, að stjórnin veiti ekki C.P.R.-félaginu frekari járn- brauta byggingaleyfi hér í fylkinu fyr en fólagið væri búið að byggja járnbraut inn í Gimlisveit. það sést ekki af þingræðunum, hvort átt hef- ir verið við að brautin skyldi ná að Gimlibæ eða lengra norður, on það mun óhætt að fullyrða, að hún á að ná inn ( Gimlíbæ, að minsta kosti, og máske lengra.—Umboðsmaður Canada K yrrahafsbrautarfólagsins, sem var á þessum járnbrautarnefnd- arfundi, lofaði fyrir hönd félagsins að byggja brautina að Gimli.“ Hvað meira hugsuðu Gimli-menn sér að Mr. McCreary eða sambands- stjórnin gerði? Hefðu afturhalds- þingmenn staðið svona vel við lof- orð sín, þá væru þeir enn þá við völdin í Ottawa. Vér tökum eftir því, að Roblin- stjórnin er sórlega ör á fylkisfó til járnhrautalagninga. Hvers vegua veitir hún ekki einnig sinn skerf til brautar þessarar? . því að eftir því er Can. Pac. járnbrautarfélagið sennilega að bíða. því kemur það sjálfsagt undarlega fyrir, að Roblin- stjórnin skuli leggja fram stórfé til járnbrauta í allar áttir nema til Nýa Islands. * * * En það er ekki að eins í þessu járnbrautarmáli sem Mr. McCreary hefir sýut dugnað siun. Hann hefir komið meiru til leiðar, fengið meiri fjárveitirigar til umbóta í kjördæmi sinu og annars staí'ar f fylkinu en nokkur annar ] ingrnaður þess kjör- dæmis hefir nokkurn tíma gert. því miður höfum vór ekki, sem stendur, fjárlögin frá síðustu þing- um við hendina, cn eftir stöku atrið- um rnunuin vér og ^kal þeirra hér getið. Flestar fjárveitingar þessar eru Mr.McCreary beinlínis að þakka og allar óbeinlínis að meira og minna leyti. Fjárveitingar til: öull Harbour-brvggjunnar. ..$2,500 Gypsumville-hafnarinnar....5,000 Hnausa-brvggjunnar,stækkun, 2,500 Lake Dauijhin.............. 5.000 Lake Manitoba, meiri lækkun, 5,000 Lake St. Francis........... 6,500 Selkirk-bryggjunnar, stækkun, 6,000 Gimli-bryggjunnar, fullgerð.. 3,700 Að dýpka mynnið á ísl (Jjóti.. 5,000 Að dýpka mynnið á Mossy R. 4,500 Dýpkunar skip í Manitoba... .12,000 Nýr dýplcunar útbúnaður: — skip til að hreinsa farveg Assiniboine og Rauðánnar. .10,000 Ymsra umbóta í Winnipeg.. .16,967 þetta er einungis sýnishorn og það alt frá þessu síðasta þingi. En það ætti að nægja hverjum sann- gjörnum manni til að sjá, hvað dæmalaust ósanngjarnt það er að úthúða Mr. McCreary fyrir ódugn- að og svik. Og oss er nær að halda, að asna spark þetta hefði ekki birzt í „Heiinskringlu" hefði Mr. Baldwin- son ekki verið f jarstaddur. Konungsættia ú Brctlandi hinu mikla. Konungnr Brela og IndlnmU- kelnnri. Edward VIII, fæddur 9. Nóvembor 1841, sonur Victoriu drotningar og Al- berts prinz af Saxe-Coburg og Gotha; giftur, 10. \farz 1868, Alexöndru prinz- essu af Danmörku. Drutnfng hnns. Alexandra, elzta dót.tir Kristjáns IX. konungs i Danmörku; fædd 1. Das- ember 1844. Prinzlnn af Wales. George Frederick, prinz af Waies, hertogi af Comwall og York, hertogi af Rothsay á Skotlandi, krónprinz, fæddur 3. Júni 1866; varð rikiserfingi við fráfall hertogans af Clarence, 14. Janúar 1892; giftur, 6. Júlí 1893, Victoriu prinzessu frá Teck. Prlnzenan al Walci. Victoria María, dóttir hertogans af ,Teck og Mariu prinzessu frá Cambridge (frænku Victoriu drotningar); fædd 26. Maí 1867. BArn prinzinn ot prinzcmunnar. Edward Albert, ríkiserfingi, fæddur 23. Júni 1894. Albert Frederick, f. 14. Des, 1896. Victoria Alexandra, f. 25. Apr 1897. Henry William, f- 81. Marz 1900. Bttrn Vlctortn drotnlngar, nnk konungn, >eu nii liia. Helena prinzessa, fædd 25. Maí 1846; gift, 5. Júlí 186G, Kristjáni prinz af Schleswig-Holstein, bershöfðinga í land- her Breta, Lovísa prinzessa, fædd 18. Marz 1848; gift, 21. Marz 1871, markgreifanum af Lorne, nú hertoganum af Argyle. Arthur prinz, hertogi af Connaught, fæddur 1. Maí 1850; giftur 13. Marz 1879, Lovísu prinzessu af Prússlandi. Beatrico prinzcssa, fædd 14. Apríl 1857; gift, 23, Júli 1885, Henry prinz af Battenberg, sera dó 20. Janúar 1896. Systur prinzins uí Walev^ «cm núi ern (i lift. Lovisa prinzessa, fædd 20. Febrúar 1867; gift, 27. Júlí 1889, hertoganum uf Fife. Börn þeirra: Aiexandra Victoría, fædd 17. Maí 1891; Maud Alexandra, fædd, 3. Apríl 1893. Victoría Alexandra prinzessa, fædd 6. Jútí 1868. Ógift. Maud Charlotta prinzessa, fædd 26, Nóveraber 1869; gift, 22. Júlí 1896, Karli, prinz af Danmörk. Titlur konnngNinn. Edward VII. by the graoe of God of the United Kingdom of Great Britain and Ireland and the British Dominions beyond the Seas, King, Defender of the Faith, Emperor of India. Ormar í börnum. Þakklát móðir sogir frá hvernijr litli drengurinn heunar læknaðist. Mrs. A. Sauve, Rovranton, Que. er önnur lánsöm móðir, sem þakkar Baby’s Own Tablets fyrir heilsu drengsins sfns. Litli drengurinn fékk sig orœa, sem er ögæfa barnanna. Rjöðu kiunarnar urðu fölar, litlu fót- leggirnir og handleggirnir urðu magr- ir, augun töpuðu fjörinu, og hann varö veiklaður stirðiyndur. Hann hatði óværari svefn og hitaköst og fæðan kom honum að ougu gagni. Bin vesæla móðir hans örvænti um að hann kæmist til heilsu aftur. En húu hafði heytt um Baby’s Own T*bJ- ets, og gaf hún barninu sfnu þær, og nú segir hún:—„Tablots þessar gerðu undraverða breytingu á ástandi drengsins míns, Allir ormar eru

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.