Lögberg - 20.07.1911, Blaðsíða 6

Lögberg - 20.07.1911, Blaðsíða 6
6. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. JÚLÍ 1911. :: I herbúðum Napóleons. :: -eftir- :: :: A. CONAN DOYLE. “ :: i,,,,,,,,,,,,,............mm.m.ummím, XIV. KAPITULI. Jósephíria. Þeir litti hvor framan í annan, Talleyrand og I Berthier, við þessi óvæntu tíöindi, og jafnvel stjórn- málamaðurinn alkunni, sem alla jafna gekk með sömu kæruleysisgrimuna á andlitinu, g^t ekki leynt geðshræringu sinni í þetta skifti. Fremur var það þó gletni heldur en skelfing, sem skein úr svip hans, en Berthier, sem bar mjög hlýjati hug, bæði til keis- arans og keisarafrúarinnar, skundaði til dyranna, eins og til þess að varna keisarafrúnni inngöngu. Constant hljóp að dyratjaldinú. sem keisarinn hafði farið inn um, en þó að hann væri hugrakkur maður nam hann staðar utan við það, en þorði ekki inn, heldur sneri aftur til Talleyrands til þess að spyrja hann ráða. En nú var það of seint, því að Roustem hafði opnað dyrnar og tvær konur komu inn um þær. Önnut þeirra var há vexti og bíar sig vel, hýr- leit og viðfeldin á svip, en fasið þó tígulegt. Hún var í dökkri flauelskápu búinni hvitum kniplingum á ermum og hálsmáli. A höfði hafði hún svartan hatt, með hrokkinni hvítri fjöður í. Hin konan var lægri vexti og svipurinn tilkomulítill, ef augun hefðu ekki verið stór, dökk og eldsnör. Lítill svartur keltu- hundúr var með þeim, en fymefnda konan sneri sér við í dýrunum og rétti þjóninum mjóvu stálfestina, sem hún leiddi hann í. “Eg held betra sé að skilja Fortuné eftir úti, | Roustem,’’ sagði hún með einkennilega hljómþýðri röddu. “Keisaranum er lítið um bunda, og úr því að við erum að gera honum ónæði, þá má ekki minna ; vera, en að við tökum tillit til vilja hans í þessu efni. j Gott kveld, herra Talleyrand! Við frú Rémusat höfum ekið fram með klettunum, og komum hér við af því það var í leiðinni, til þess að forvitnast um. hvort keisarinn muni ætla að koma til Pont de Bri- j ques . En kannske að hann sé þegar lagður af stað? Eg bjóst samt við að ná honum hér.” . “Keisarinn var hér rétt áðan,” svaraði Talley- rand og neri saman lófunum. “Veizlusalur minn er tilbúinn — svo fallegur salur, sem mögulegt er að búast við í Pont de Briques — og keisarinn var búinn að lofa mér að hvíla sig frá störfum sinum rétt í kveld og heiðra okkur þar meö návist sinni. Eg vildi fegin að liægt væri að fá hann til að gera minna heldur en hann hefir gert, herra Talleyrand. Hann ér afhurða- heilsugóður, en öllu má ofbjóða á svona vinnu. Það er göfugt verk sem hann vinnur, en hann verður sjálfur píslarvottur. Eg efast ekki uml, að hann er nú í mestu önnum,—en þér hafið ekki sagt mér, herra Talleyrand, hvar keisarinn er.” “Við búumst við honum á hverri stundu.” “Ef svo er, þá ætlum við að setjast hér niður og bíða hans. Sælir, herra Meneval; en hváð eg vor- kenni yður að sitja við þessar skriftir sýknt og heil- agt. Eg tók mér það nærri, þegar Bourrienne fó'r frá keisaranum, en þér skipið fyllilega sess hans. Komið hingað og færið yður að aminum frú Rému- sat! Jú, eg vil umfram alt að þér gerið það, því að eg veit að yður hlýtur að rera kalt. Komið herra Constant og látið ábreiðu itndir fæturna á frú Rémusat!” Sakir þessarar og þvi um líkrar umhyggjusemi var það, að keisarafrúin aflaði sér svo mikilla vin- sælda á Frakklandi, að það var sannast að segja, að hún átti þar engan óvinu og jafnvel ekki meðal þeirra, sem voru manni hennar andvígastir, og hún var jafnkær landslýðnum, eftir að hún var skilin við mann sinn og lifði einmana hreld af hörmum og hugstriði í Malmaison, eins og meðan hún Var eig- inkona æðsta mannsins í Evrópu. Engin fórn, sem Napoleon lagði á altari sjálfsmetnaðar síns, olli hon- um eins mikillar baráttu og eftirsjár, eins og þegar hann skildi við Jósephinu. Hún hafði nú sest í sama stólinn eins og keis- arinn hafði setið í, rétt við eldinn, og átti eg því mjög hægt með að virða fyrir mér þessa konu, sem var lautenants dóttir, en hafði sakir einkennilegra atbuirða hafist svo hátt, að hún var nú í röð þeirra kvenna, er mestrar virðingar nutu í Evrópu. Hún var sex árum eldri en Napóleon,, og nú þegar eg sá hana fyrsta sinni, var hún á 42. ári; en til að sjá í hálfrökkri hefði ekkert smjaður verið að segja hana um þrítugt. Vöxturinn var svo meyjarlega fagur, og svo náttúrlega mjúkar allar hreyfingar, og kom þár glögt fram mót þess, að hún var af vestur-ind- verskum ættum komin. Hún var fríð sýnum og eg heyrði sagt, að hún hefði þótt aðdáanlega fögur þegar hún var ung stúlka; en hún hafði fljótt látið á sjá eins og margar Kreóla-konur. En hún hafði strítt ötullega við að dylja ellimörkin, og neytt ým- islegra brellna til þess eins og konur kunna, og svo vel hafði henni hepnast það, að þegar hún sat í há- j sæti, eða ók i skrúðföil, varð hver og einn að játa; hana forkunnar fagra konu. En inni í litlu herbergi i góðri birtu varð rauðleiti og ljósi andlitsliturinn, sem hún hafði hulið með elligráann á andliti sínu, mjög áberandi. En hin sanna andlitsfegurð luennar entist henni lengst; það voru augun; þau voru dökk og stór og heillandi. Munnur hennar var lika litill j og blíðlegur, og hýrlegt bros var oftast á andlitinu, j bros sem sjaldan varð að hlátri, af því að hún hafði sínar ástæður fyrir þvi að láta sein sjaldnast sjá á sér tennumar. Hún var tíguleg í framgöngu, svo að þó hún hefði verið komin frá Karlamagnúsi keisara hefði aðalsmótið ekki getað verið auðsærra. Hvort sem hún gekk til, leit til manns, veifaði til hendinni eða hreyfði sig á annan hátt, j>á var því öllu sam- fara bæði kvenlegur yndisleikur og drotningarleg tign. Eg horfði á hana með aðdáun þegar hún hallaði sér áfram og tók upp ofurlitlar flísar af alóe- við úr eldiviðarkörfunni hjá aminum. “Napóleon þykir góður ilmurinn af brendu alóe,” sagði hún. “Eg hefi aldrei þekt jafnlyktnæm- an mann, því að hann getur orðið var margs, sem eg hefi ekki minstu hugmynd um.” “Keisarinn er allra manna þefvísastur á ýmsa hluti,” sagði Talleyrand. “Verkstjórar ríkisins hafa fengið að kenna á því.” “Já, það er óttalegt að hlusta á hann, þegar hann fer að tala um reikninga, herra Talleyrand; þá fer ekkert smáatriði fram hjá honum. Þá slakar hann aldrei til nokkra vitund. En hver er þessi ungi maður, herra Talleyrand? Eg man ekki eftir að hann hafi verið gerður mér kunnugur.” Ráðgjafinn sagði henni í fám orðum frá því, að eg hcfði verið tekinn í þjónustu keisarasn, og Jós- ephína óskaði mér til hamingju mjög vingjarnlega. • “Mér þykir mjög vænt um að vita til þess, að hann hefir í þjónustu sinni trygga og hugprúða menn. Eg hefi alt af verið hálfkviðandi, þegar hann hefir farið burt frá mér, síðan þessi ólukku vél fanst. I>að er sannast að segja, að hann er öruggastur ein- mitt þegar hann eh staddur í styrjöldum. því aö þá er hann ekki umsetinn af morðingjum, sem hata hann. Og nú hefi eg heyrt. að komist hafi upp nýtt Jakobina samsæri.” “Þama er maöur, — einmitt þessi de Laval—, sem tekinn var höndum um sama leyti eins og drott- insvikarinn,” sagði Talleyrand. Keisarafrúin spurði mig nú að hvierri spurning- unni á fætur annari og gaf mér varla tima til að svara, svo áköf var hún. “En þessi óttalegi maður, hann Toussac, hefir samt ekki verið tekinn höndum enn þá,” sagði hún. “Eg man ekki betur, en að mér hafi verið sagt, að unga stúlkan ein hafi tekið að sér að gera það, sem lögreglan hefir ekki getað komið til vegar, og ef henni hepnást að fá þenna Tousac handtekinn ,þá eigi að launa henni með því að láta unnusta hennar lausan.” “Við erum svstkinabörn, keisarafrú! Hún heit- í ir ungfrú Síbylla Bernac.” “Þér hafið að eins verið á Frakklandi fáeina j laga, herra de Laval,” sagði Jósephina brosandi, “en i eg sé þó ekki betur, en að um yður snúist að ein- hverju leyti markverðustu viðburðir keisaradæmis- j ins. Þér verðið að lofa mér að sjá þessa fallegu i frænku vðar — keisarinn hefir sagt mér, að hún sé j falleg — og þér verðið að koma með hana til hirð- arinnar og gera mér hana kunnuga. Eg ætla að biðja yður. frú Rémusat, að muna eftir nafni hennar.” Keisarafrúin laut aftur ofan yfir körfuna, sem alóe-viðurinn lá í. Eg sá hana síðan taka að stara fast á eitthvað, og lúta svo enn meir áfram og taka eitthvað sem lá á gólfábreiðunni. Það var hattur keisarans með þrílitri rósettu á. Jósepliina spratt upp og leit á vixl á háttinn og dularfulla andlitið á ráðgjafanum. “Hvemig stendur á þessu, herra Talleyrand?” spurði hún og mátti glögt lesa grunsemd og gremju úr dökkum augum hennar. “Þér sögðuð mér. að keisarinn væri úti og hér er hatturinn hans!” “Eg bið yður afsökunar, keisarafrú, en eg hafði aldrei orð á því, að keisarinn væri úti.” “Hvað sögðuð þér þá?” “Eg sagði, að hann hefði farið út úr þessu her- bergi rétt áðan.” “Þér eruð að reyna að leyna mig einhverju,” sagði hún með þeim eðlisávísanarhraða, sem konum cr gefinn. “Eg íullvissa yður um, að eg sagði yður alt, eftir því sem eg veit bezt.” Keisarafrúin leit af honum. “Berthier margreifi!” hrópaði hún, “eg skora á yöur að segja mér undir eins hvar keisarinn er, og hvað hann hefir fyrir stafni.” Hermaður þessi, sem viðbrugðið var fyrir hvað hann var treggáfaður, var i standandi vandræðum. “Eg veit ekkert meira heldúr en herra Talley- rand,” sagði hann, “keisarinn fór héðan rétt áðan.” “Út um hvaða dyr?” Aumingja Berthier var í enn þá meiri vandræð- um heldur en áður. “Sannast að segja, þá get eg ekki sagt yður fyr- ir víst út um hvaða dyr keisarinn fór, þegar hann fór burt héðan.” Jósephína hvesti á mig augun, og eg fékk ónota- hroll í mig, því að eg bjóst við að hún mundi ætla að fara að spyrja mig að sömu vandræða spurning-1 unni eins og hina. En eg fékk tóm til að hafa yfir bæn til hins heilaga Ignatíuss, sem verið hefir dýrð- lingur ættar vorrar, og hættan leið hjá. “Komið, frú Rémusat,” sagði hún. “Fyrst þessir hcrrar vilja ekki segja okkur það, þá skulum við útvega okkur vitneskju um það sjálfar.” Hún sveif hátignarlega yfir gólfið og að dyra- tjöldunum, og á eftir henni kom fylgdarkona hennar og mátti glögt sjá á þvf, hve óljúft og hikandi henni var að fara á eftir, að hún rendi grun í, hvernig í öllu lá. Ótrygð keisarans, og allursöguburðurinn út af nenni, var orðinn svo magnaður, að jafnvel í j Asnford hafði hann borist mér til eyrna. Vegna1 sjálfstrausts síns og fyrirlitningar þeirrar, sem Napóleon hafði á öðrum mönnum, var hann orðinn gersamlega kærulaus um það, hvað uim hann var sagt eða hugsað, en Jósephína hafði aftur á móti margsinnis gleymt að gæta tilhlýðilegrar hæversku og valdi á sjálfri sér, þegar afbrýðisköstin komu að henni, og gat því ekki hjá því farið, að hér yrði orð á. Talleyrand sneri sér undan, og lagði fingurinn fyrir munni sér, en Berthier hnuðlaði skrautlega hattinn sinn í einhverju ofboði og fáti. Coistant, hinn trúi og dyggi þjónn keisaraná, var sá eini, sem ekki tapaði sér, og staðnæmdist frammi fyrir drotn- ingunni utan við dyratjöldin. bandaði móti henni I hönd og sagði: “Ef þér viljið gera svo vel og setjast niður aft- ur, keisarafrú, þá skal eg segja keisaranum, að þér | séuð hér.” “Svo að hann er þá hér!” hrópaði hún reiðulega. “Nú skil eg! Einmitt það! En nú skal eg koma upp um hann! Eg ætla að refsa honum fyrir 6- trygðina! Lofið mér að komast fram hjá yður, Con- stant! Ætlið þér að dirfast að varna mér að fatla hér inn?” “Leyfið mér að boða komu yðar, keisarafrú.” “Það ætla eg sjálf að gera.” Með miklum hvatleik snaraðist hún fram hjá herbergisþjóninum, sveiflaði frá dyratjöldunum og j hvarf inn í innra herbergið. Þegar hún þaut inn til eiginmanns sínS, réði hún sér varla fvrir gremju og afbrýði. Geðofsinn var svo mikill, að roðinn sást koma fram í kinnar hennar gegnum andlitssmyrslin, og augun tindruðu af rétt- látri reiði konu, sem dregin hefir verið á tálar. Hún j var örgeðja kona, sem aðra stundina gat sýnt frá- bært hugrekki en hitt veifið misti allan kjark. Rétt j eftir að hún var horfin inn fyrir dyratjaldið heyrðf- ' ist grimmilegt org. eins og í villidýri, og á næsta augabragði kom Jósephína þjótandi fram til okkar, og keisarinn á eftir henni hamstola af heipt. Svo óttalegur var hann, að hún þaut að aminum til frú Rémusat, og þorði hún ekki heldtir annað, en að j leggía á flótta og rukui þær báðar til sæta sinna, rétt eins og hræddar hænur, sem komið hefir stygð að. . Þar Imipruðu þær sig niður. en keisarinn æddi fram 1 og aftur um gólfið með taugateygjum í andlitinu, og þeysandi úr sér ruddalegum illyrðum. “Skammist þér yðar, Constant,” öskraði hann. “Svona er þá trúmenskan yðar við mig! Hafið þér enga hugmynd um hvað þagmælska og þagnarskylda jer? Má eg þá aldrei um frjálst höfuð strjúka? Má eg aldrei vera í friöi? Á hún eilíflega að höfuðsitja mig þessi kona ? Er ]tað réttmætt, að allir aðrir megi liafa frelsi, en eg ekki? En þetta atferli þitt, Jósephína, gerir út um alt. Eg var hikandi.” Eg segi fyrir mig, að eg vildi feginn hafa verið kominn burtu og sama veit eg að hinir, sem við- j staddir voru, munu hafa óskað sér. En keisarinn með alt sitt kæruleysi hirti ekki meir um návist okk- j ar heldur en þó að við hefðum verið dauðir hlutir. Það var einmitt eitt af einkennum þessa einkennilega manns, að hann kaus jafnaðarlegast að ræða einka- Imál þannig. að sem flestir yrðu áheyrendur; má vera ! að hann hafi einmitt sælst til þess í því skyní, að ávít | hans vrðu þeim mun sárari, sem fleiri heyrðu þau, j fyrir utan þá, sem beinlinis urðu fyrir þeim. Enginn ; var sá við hirð Napóleons, alt frá keisarafrúnni nið- ur að herbergissveinunum, sem ekki gengi sihræddúr uni það. að verða spottaður og andlega auðmýktur j frammi fyrir fjölda fólks, sem brosandi hlýddi á hirtingum. og það eitt var til fagnaðarspillis, að hver og einn gat búist við áþekkri áréttingu þá og þegar. En af Jósephinu er það að segja, að hún greip ; til ]>ess örþrifaráðS, sem konum er títt, að hún beygði j fagra höfúðið áfram, tók höndum fyrir andlitrð og j fór að hágráta. Frú de Rémusat táraðist sömuleiðis, og 1 livert skifti sem há og hörkuleg rödd keisarans j hljóðnaði heyrðist glögt grátekki þeirra kvennanna ; með sogi og hægum stunum. Stöku sinnum svaraði keisarafrúin svæsnustu j háðglósum hans með eins atkvæðisorðum mjög lióg- værlega, en hann æstist við það i bvert skifti í stað i l)ess at>) sefast. og lét þá dynja á henni ný brigsl. í : einu geðofsakastinu fleygði hann tóbaksdósunum i s'nllnl fra ser °fan á gólfið eins og eftirlætisbarn fleygir frá sér leikfangi sin uþegar því þykir. “Siðafræði!” hrópaði hann einu sinni, “var ekki jsaniin niin vegna og eg liefi ekkert með hana að | gera. F,g er góður fyrir minn hatt, og geri mér ekki j aS góðu fyrirskipanir neinna manna. Eg hefi marg- | sagt þér það, Jósephina, að alt þess konar er heimsku- jhjal miðlungsmanna, sem langar til að leggja stór- . menni heimsins i bönd. Eg get ekki borið neina virð- ; ingu ,fyrir slíkum mönnuin. Aldrei muin eg laga framferði mitt eftir barnalegum almenningsreglum.” "Ertu þá öldungis tilfinningarlaus?” spurði j keisarafrúin grátandi. “Engu mikilmenni er svo farið, að það láti til- | finningar sínar leiða sig afvega. Það er skylda hans að skera úr því í huga sínum hvað hann eigi að gera og síðan að gera það hvað svo sem tilfinningum hans líður, og án þess að láta aðra hafa áhrif á sig Skylda þín. Jósephína, er að beygja þig fyrir öllum dutlungum mínum, og þú ættir ekki að verða hissa á þvi þó að eg vilji hafa töluvert frjálsræði.” Það var eitt undirbragð Napóleons, þegar hann hafði haft rangt fyrir sér i einhverju atriði, að draga samtalið frá því og aö einhverju öðru atriði, þar sem hann hafði rétt fyrir sér. Þegar hann var bú- inn að létta á sér mestu ákúrunum, þá fór hann að leitast við að færa fram varnir með þeim hætti, sem nú var sagt. "Eg hefi verið að yfirlíta reikninga Lenor- mant’s, Jósephína,” sagði hann. “Veistu hvað marga kjóla þú hefir keypt þetta ár? Þú hefir keypt þá 140 — hvorki fleirj né færri — og margir þeirra VEGGJA GIPS. ERUÐ I>ER AÐ HUGSA UM GÓÐAN ÁRANGUR? ,,EMPIRE“ TEGUNDIRNAR AF VIÐAR-GIPSI, VEGG - STEINLÍMI OG VEGGHÚÐAR-KALKI ERU SÉR- STAKLEGA ŒTLAÐAR í ALLAR GÓÐAR BYGGINGAR. "Einungis búið til hjál Manitoba Gypsum Co.Ltd. ff'innipeg, Manitoba SKElFlÐ RFTIR BÆKLINGI VORUM YÐ- —UR MÚN ÞVKJA HANN ÞESS VERÐUR — gmm’BigBmwafWMWggragar J hafa kostað tuttugu og fimm þúsund livra hver. Mér er sagt, að þú eigir 600 búninga í klæðaherbergj- um þínum, og séu sumir þeirra hér um bil aldrei brúkaðir. Frú de Rému'sat veit, að þetta er satt. Hún getur ekki neitað því.” "Þú vilt láta mig klæða mig vel,” Napóleon.” “Eg vil ekki hafa aðra eins ólstjórnra-eyðslu eins og þetta. Eg gæti komið upp heilli riddarasveit eða stórum fregátuflota fyrir það fé, sem þú eyðir gálauslega til að kaupa fyrir silki og loðföt. Það j gæti farið svo að þessi eyðsla réði úrslitum í ein- j hverri orustu. En eg ætlaði líka að minnast á það við þig, Jósephína, hver gaf þér leyfi til að kaupa menið úr demöntunum og saffírunum af Lefebvne? Mér var sendur reikningurinn, og eg neitaði að borga hann. Ef hann kemur aftur, þá ætla eg áð láta granada mína fylgja honum í fangelsi og drós- :n, sem þú verzlar mest við, um kjóla og hatta, skal fá að verða honum samferða þangað.” Reiðiköst keisara héldust aldrei lengi. Tauga- j teygju-hreyfingin, sem kóm á vinstra handlegg hans j }>egar hann var reiður, smáminkaði, og eftir að hann hafði farið til Menevals og litið á það sem hann var að skrifa, því Meneval hafði meðan þessu fór fram, skrifað eins hart og honum var lifsins mögu- legt — gelck keisarinn aftur yfir að arninum og var þá orðinn brosleitur í framan og ekki hinn allra j minstu gremjuvottur sást framar á andliti hans. “Þú hefir enga afsökun á eyðslusemi þinni, j Jóeephina,” sagði hann og lagði hendina á öxlina á henni. “Demantar og skrautbúningar eru mjög j nauðsynlegir á ljótar konur til þess að gera þær á- íitlegri, en þú þarft ekki á því að halda. Þú áttir jengin skrúðklæði þegar eg sá þig fyrst í Chauterine ! götu, og samt hefir engin kona í viðri veröld náð jafnmiklu áhrifavaldi yfir mér eins og þú þá. Af ! hverju ertu að hrella mig, Jósephína, og koma mér i til að segja ýmislegt, sem virðist vera ósæmilegt? Stígðu nú upp í vagninn þinn og aktu aftur til Pont ! de Briques, góða mín, og gæt þess að þú ofkælist ! ekki svo að þú fáir kvef.” “Ætlarðu að koma í veizluna, sem eg hefi látið í gera. Napóleon ?” spurði keisarafrúin, og virtist sem mesta beiskjan 'hefði horfið úr rödd hennar um leið og höndin á honum kom við öxlina á henni. Hún hélt enn þá vasaklútnum fyrir andlitinu, en eg imynda mér að það hafi hún mest gert til þess að skýla rák- unum sem tárin höfðu gert á kinnuim hennar. “Já, já, eg ætla að koma. Vagnamir okkar koma rétt á eftir ykkur. Fylgið þeim út í vagninn þeirra, Constant. Hafið þér gert ráðsta^anir til þess að herinn stígi á skip, Berthier? Komið þér hingað, Talleyrand, því að mig langar til að spjalla við yður um framtíð Spánar og Portúgals. Herra de Laval, eg ætla að fela yður að fylgja keisarafrúnni til Pont de Briques, og þar vonast eg til að sjá yður þegar veizlan hefst.” Reykjavík, 16. Júní 1911. Með skipinu Castor, sem hingað kom nú í stað Florui, hafði komið efni i stóra verksmiðjubyggingu til Siglufjarðar. Er sagt að bygging þessi eigi að verða 30x50 al. að stærð, og á þar teði að bræða síld og búa til úr henni fóðurmjöl o. fl. Á svo að vinna “guano” úr síldarafgangi, þorskhausum og öðrum fiskúrgangi. Það eru Norðmenn, sem koma þessari verksmiðju á fót og eiga hana. Er enginn efi á því, aði þetta verður til mikilla hagsmuna fyrir sildarveiðarnar, þar sem þarna fæst markaður fyrir alla þá síld, sem nokkuð er skemd og ekki er boðleg verzlunarvara með ann- ari meðferð. Og þegar svo stend- ur á eins og nú er, og oft kemur fyrir, að markaðsverð sildarinnar er svo lágt að ekki bograr sig að salta hana til útflutnings, kemur þessi aðferð aö góðu haldi. f THOS. H. JOHNSON og | HJÁLMAR A. BERGMAN, | J íslenzkir l'igfræðinear, f * _ f j Skrifstofa:— Roorn 811 McArthur jE \ Building, Portage Avenue S | áriton: P. O. Box 1656. * $ Telefónar: 4503 og 4504. Winnipeg * Hr. B. J.BRANDSON Office: Cor. Sherbrooke & William % Tei^BPBOMG garry hso V Officr-T ímar : 2—3 og 7—8 e. h. • Hsimili 620 McDermot Ave. 4 Tin.KPHONE GARRY 3^1 Á r Winnipeg, Man. $ «««A-'íA'S'®*®««*«•)<• Dr. O. BJ0RN80N 7/ 2 Offtce: Cor. Sherbrooke & William f/ „ __ I •> (• : •) i •'KLliVHOISKl OiHRY 32« Office tímar: 2—3 og 7—g e. b Heimiii: 620 McDermot Avb. % TKLKPHONKi garrv 321 9 » Winnipeg, Man. ., C»**«««««««í «««««««4« «««« « Dr. W. J. MacTAVISH I Office 724J Aargent Ave'. |j| Telephone 5herbr. 940. | ( 10-12 f. m. I Office tfmar j 3-6 e. m. ( t-9 e. m. I — Hejmili 467 Toronto Street — S WINNIPEG g E TELEPHONE Sherbr. 432. Hwwit iwftw. w m h mhk wm fi! mm mmmm (• f Dr. J, A. Johnson ♦ .. Physician and Surgeon ::Hensel, - N. D. 4 J. G. SNŒDAL TANNLŒKN/R. ENDERTON BUILDNG Portage Ave., Cor. Hargræe St. Suite 313. Tals. main 530I 4 4 4 4 4 4 4 4 t Dr. Raymond Brown, I I ft ft ft 4 Sérfrcraingur í augna-eyra-nef- og háls-sjúkdómum. R26 Somerset Bldg. Talsími 7262 Cor. Donald & Portage Ave. Heima kl. io—i og 3—6. J. H. CARSON, Manufacturer of ARTIFICIAL LIMBS, ORTHO PEDIC APPLIANCES, Trusses Phone 3426 54 Kina St. WINNIPEi A. S. Bardal 843 SHERBROOKE ST, selnr likkistur og annast om úiiarir. Allur ótbún- aöur sá bezti. Ennfrem- ur selur hann allskonar minnisvaröa og legsteina Tals Oarrjr 2152 SUM VEGGJA-ALMANOK eru mjög falleg. En fallenri eru þan I UMGJÖRÐ Vér höfum ödýrustu og b«ztu mrndaraimua : í bænum. Winnipeg Pictnre Frame Factory Vér MBkjum og tkilucn myitdnucDi. PhoneGarry 3260 - 843 sherbr. Str Gott kaup borgað konum og körlum ] Til að nema rakaraiön þarf að eins tvo mánuði. A t v i n n a á b y r g s t, með tólf til átján dollara kaiipi á viku. Ákafleg eftirspurn eftir rökurum. Komið cða skrifið eftir ókeypis starfskrá. Moler Barber College 220 Pacific Ave., Winnipeg 8. A. SIGURDSON S. PAULSON Tals. Sherbr, 2786 Tals.Garry 2443 Sigurdson & PaiiLson BYCCIBCAMENN og F/\STEICN/\SALAR Skrifstofa: Talsími M 4463 510 Mclntyre Block Winnipeg Ráðlegging. Ef þér viljiö eiga næðissama daga þá kaupið ..electric toasters“ eða ,. toastkr stove 1 ‘. Setjið hana á borðið. GAS STOVE DEPARTMENT Winnipcg Electric Railway Company 322 Main st. Talsími Main 25*2

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.