Lögberg - 20.07.1911, Blaðsíða 7

Lögberg - 20.07.1911, Blaðsíða 7
LÖGBERG. FIMTUUaGINN 20. JÚLÍ 1911, 7- Minni Jóns Sigurðssonar. Af álfunnar stórmennum einn verður hann og ættlands síns dýrustu sonum; Þaö stendur svo skínandi mergg um þann mann af minningum okkar og vonum, svo fékk hann þann kraft og þá foringjalund aS fræknlegri höfum vér orSið um suund og stækkaS við hliðina á honum. ÞaS reis uipp sú manndáð i þjóöinni’ um þig sem jróttist of rik til að sníkja; oss hnykti þá við„ er hún vopnaði sig og varð ekki keypt til að svikja. Og því er það ástfólgnust hátíðin hér, er hundrað ára afmælið skín yfir þer og flokknum, sem vildi’ ekki víkja. Það brann þeim úr augum, svo okkur varð heitt, hjá öfunum feigum og hárum; þeir sögðu’ oss af fundinum fimtíu’ og eitt og fóru mieð orðin með tárum. Og fornaldar tign yfir foringjann brá , og fagurt var ísland og vonirnar þá, og blessa það nafn, sem vér bárum.. Og skörð lést þú eftir í eggjunum þeim, sem oss hafa sárastar skorið, og sjálfur af landvarnarhólminum heim, þú hefir vort dýrasta borið. Með því eggjar móðir vor mannsefni sín; hvert miðsumar ber hún fram hertygin þín og spyr oss um þróttinn og þorið. Og þökk fyrir tuttugu’ og þriggja ára strrð. Af þér verður hróðugust öldin. Við það urðu óðulin okkar svo fríð, er ofbeldið misti þar gjöldin. Og þó að það eigni sér feðranna Frón: í friðaðri jörð verða beinin þín, Jón! svo lengi sem landið á skjöldinn. xic/'t'- B. Aldarafmæli Jóns Sigurðssonar. Sungið á Seyðisfirði. Þau gnæfa hér tíguleg, heiðbjört og há, við himininn, sæbröttu fjöllin, — þau verða’ ekki uppnæm þótt sunnan urn sjá með seiðmagni ögri þeim tröllin. Og fólkið, sem býr við þann bláfjallageim, tók bjargfasta staðfestu’ í raun eftir þeim. Og hér var það síðast, að lýöveldi lands var látið með nauðung af höndum. er fest voru óðul hins óborna manns í óráði veðskylduböndum. En síðan er dalur hver döggvaður þétt af drengskapartárum, er heimta vom rétt. Þér, verðir um lýðstjórnar-vígið það hinst, er vakið hjá brimsorfnum steinum og búið í skrúðgrænum afdölum inst við iðu’ undir fríðlauígum greinum. — í dag hans þér minnist í orðræðu’ og óið, sem ægishjálm bar yfir land sitt og þjóö. Vor heilladís syngur við sólglæsta hlíð um soninn þann, fullhugann snjalla, er herfjötur leysir frá Hákonar tíð og höggur á knútana alla, — sem Forsetans hlutverk til lykta fær leitt og landinu frelsið og sjálfstæðið veitt. « En munum þann skörung, sem skjöldinn sinn hóf og skjóma, svo lýsti’ yfir tindinn, og nafn sitt í heillavef alþjóðar óf, — þeim öðlingi ljóðsveig vér bindufm og krýnum þann ókrýnda konung vors lands í kærleik og þökk fyrir afreksverk hans! Guðmundur Guðmundsson. Minni Arnarfjarðar. Sungið á Rafnseyri. Hér sáu þeir Ijós, sem frá liðinni tið und leiðunum ókenndu sofa, — er feigðarspá vofði’ yfir landi og lýð og lítt fyrir stjörnum sást rofa, og Eyrina döggvaði dreyri þess manns, er drengur var beztur með sonum vors lands. Það sást fyrir öld og vér sjáum það enn á sama stað glampandi loga; sá frelsis vors lífsvaki’ og ljósvak i, er senn skal lýsa' yfir heiðar og voga. Og hvert sinn, er frumherjar fæðast oss hjá til frelsis og dáða, þér munuð það sjá. Og bætt hefir íslandi hamingjan Hrafn að héraðsins guðvígðum arni: Hér greypt er i steininn hið göfgasta nafn, sem gefið er landsins vors barni: að heita þess skjöldur, þess sómi, þess sverð, og sigurorð bera’ yfir áranna mergð. Á heillastund saman á hamingju-stað vors héraðs og þjóðar vér stöndum, og vonimar drífa nú dagleiðar að frá dölum og vogum og ströndum,— þær rétta fram brosandi blómkerfin sín og benda’ á hvar ljós yfir Eyrinni skín. Kjördæmi Jóns Sigurðssonar. Sungið á Rafnseyri. Heilir, bræður! — hér sé friður! Hann, sem forðum leiddi yður, j : heilsar j'ður enn ! : Góðir andar aldrei deyja, yður með þeir striðið' heyja I ef þér. eruð menn.: | Hitnar ekki um hjartarætur hverri sál, er þráir bætnr |: handa landi’ og lýð : | Þegar ímynd íslands vonar afrekstákn þess bezta sonar j: heilsar sól og hlíð ?: | Ekki’ er nóg að rnuna nvanninn, meira’ er vert að geyma sanninn: I : drengskapsdæmið hans ;: | búi hér við bautasteininn bjargföst trú um héraðsmeinin, |: trygðin, trúin hans!:[ Snúið móti morgni stafni! merkið franv í drottins nafni: j:: rnikla merkið hans!: | Þá mun enn lians andi rikja, yður kenna hværgi’ að víkja,— |: munið heróp hans!: ] Þá mun öldin ófædd lita 0 allra hugi saman knýta |: bróðurandans band,: j þá mun ljóma um fjörðu fagur friðarbogi, sumardagur |: verma Vesturland!: | Guðm. Guðmundsson. Minningarljóð á hundrað ára afmæli Jóns Sigurðssonar. Sungin á fæöingarstað hans, Rafnseyri í Arnarfirði, 17. Júní 1911. Þagnið, dægurþras og rígur! Þokið meðan til vor flýgur örninn mær, sem aldrei hnígnr íslenzkt meðan lifir blóð: minning kappans, mest sem vakti mann dáð lýðs og sundrung hrakti, -fornar slóðir frelsis rakti, fann og ruddi brautir þjóð. Fagni, Island, fremstum hlvni frama þins, á nýrri öld, magni Jóni Sigurðssyni sigurfull og þakkargjöld. Lengi hafði landið sofið, lamað, heillum svift og dofiö — fornt var vígið frelsis rofið, farið kapp ög horfin dáð. Loks hófet reisn um álfu alla, árdagsvættir heyrðust kalla — þjóð vor rumska þorði varla, því að enginn kunni ráð — þar til h a n n kom, fríður, frækinn, fornri borinn A r n a r slóð, bratta vanur, brekkusækinn. Brjóst hann gcrðist fyrir þjóð. Vopnum öflugs anda búinm öllu röngu móti snúinn, hreinni ást til ættlands knúinn, aldrei hugði’ á sjálfs síns gagn. Fætur djúpt í fortíð stóðu, fast í samtið herðar óðu, fránar sjónir framtíð glóðu. Fylti viljann snildar magn. Hulinn kraft úr læðing leysti, lífgaði von og trú á rétt. Fnelsisvirkin fornu reisti, framtíð þjóðar mark lét sett. Áfram bauð hann: “Ekki víkja”. Aldrei vildi heitorð svíkja. Vissi: Hóf æ verður ríkja vilji menn ei undanhald. Víðsýnn, framsýnn, fastur, gætinn, fjáði jafnan öfgalætin, kostavandur, sigri sætinn sótti réttinn, skildi vald. Jafnt í byr og barning gáður báts og liðs hann gætti þols. Engum dægurdómum háður. — Dýrra naut hann sjónarhvols. Lífsstríð hans varð landsins saga. Langar nætur, stranga daga leitaði’ að hjálp við hverjum baga hjartkærs lands, með örugt magn. Alt hið stærsta, alt hið smæsta, alt hið fjærsta og hendi næsta, alt var honum eins: hið kærsta, ef hann fann þar lands síns gagn. Ægishjálm og hjartans mildi hafði jafnt, er stýrði lýð, magn í sverði, mátt i skildi málsnild studdi hvöss og þýð. Amarfjörður, fagra sveitin! fjöllum girt, sem átt þann reitinn þar, sem nafni hans var heitinn, hetjan prúð, sem landið ann, heill sé þér og þinum fjöllum, þar sem sveinninn, fremri öllurn, lærði að klífa, hjalla af hjöllum, hátt, unz landi frelsi vann! Eyrin Rafns! Það ljós sem íýsti löngu síðan við þinn garð, enga helspá í sér hýsti íslands reisnar tákn það varð. Island, þakka óskasyni, endurreisnar fremstum hlyni, þakka Jóni Sigurðssyni, sem þér lyfti mest og bezt. Sjást mun eftir aldir næstu enn þá ljós af starfi glæstu. Nær sem marki nær þú hæstu. nafn hans hljómar æðst og mest. Gleðji drottinn frömuð frelsis, fósturjarðar sverð og skjöld! Lagabætir, brjótur helsis, blessist starf þitt öld af öld! * Fréttir frá Islandi. Reykjavík, 18. Júní 1911. Hátiðahöldin í gær urðu á þá ieiö sem til var ætlast. Veður var j luð ákjósanlegasta, sólskin og and- ' ri mátulegur til að halda fánun- um uppi, I mentaskólanum töluðu Stein- grimur rektor og Þorleifur H.: i Ptarnason kennari. Þar var hús- [ ijllir. Iðnsý-ningin var opnuð kl. 10 og [vcru þar viðstaddir nokkuð á ann- uð hundrað manns. Jóin Hall- j dói sson snikkari og Klemens land- j I ntari héldu ræður. Eyrir almenning var sýningin opnuð kl. 12. Munirnir eru mjög margir (talsvert á annað þúsundy og einkar vandaðir margir og er [ sýningin hin prýðilegasta. Háskólasetningin fór fram íj neðrideildarsal alþingis og var þar troðfult, sem annarstaðar. Ræður héldu landritari og B. M. Olsen,! rek-tor skólans, en söngflokkur söng kvæði eftir Þorst. Gíslason. Skrúðgangan var tilkomumikil, þó ekki væri fyrirkomulagið sem bezt og tóku þátt í henni 6—8,000 manns. Margir kransar voru lagð- ir á leiði Jóns Sigurðssonar, þar á meðal frá I-andstjórninni, Bók-I | mentafélaginu, Heimastjómarfé- [ [ laginu og Ragnari Lundborg í I Karlskrónu. Lúðrar vom þeyttir; i fararbroddi. Ræða Jón sagnfræðings var hin skörulegasta. Hún er prentuð i [ ísafold og vísast þangað. Lúðraflokkurinn spilaði á Aust- urvelli, en söngflokkur Sigfúsar Einarssonar söng af svölum Hotel Reykjavikur. Bókmentafélagsfundur var mjög vel sóttur og var fullskipað í há- tíðasal Mentaskólans. Forseti (B. M. O.) mintist Jóns Sigurðssonar en á eftir var útbýtt félagsbókum, 1. hefti af bréfum Jóns Sigurðs- sonar, 39 arkir á stærð með nokkr- um myndum og Skírni 13 arkir með' myndum. Iþróttamótið hófst í gær kl. 5 á íþróttavellinum. Hélt Þórhallur biskup þar ræðu en síðan sýndu stúlkur og piltar leikfimi. Fjöldi manns sótti mótið, á að gizka 3,000 manns. Samsæti var haldið á Hotel Reykjavík fborðað þar í þrem stofum) og í Goodtemplarahúsinu. Aftur varð ekkert af samsæti í Iðnó, svo sem til var ætlast. Dans á eftir. Borið var við að dansa utn kveldið; suður á íþrótta- velli og var spilað á harmonilcu undir. Gleðin var þó skammvinn því tveir menn lentu í handalög- máli og sleit þar með dansinum. Reykjavík, 20. Júni 1911. Jóns Sigurðssonar dagurinn var haldinn hátíðlegur á Akureyri og skemtu menn sér við ræðuhöld og íþróttir. Ingmundur Eydal hafði haldið þar framúrskarandi ræðu fyrir minni íslandö. Um 1,500 manns tóku þótt í hátiðinni. Á Möðruvöllum í Hörgárdal var samkoma allmikil þann dag og svo í Vaglaskógi1. Heimspekipróf tóku í dag við prestaskólann: Jón Asbjörnsson lagask.. Jón Jóhannesson lækn., Halldór Hansen lækn., Sigurður Sigurðsson pr., Helgi Skúlason lækn., Þorst. Þorsteinsson lagask. Próf við Hafnarskóla tók’ Guðm Olafsson /Tríkirkjuprests) í lög- fræðí 17. þ. m. Brennivín er-^grott fyrir heilsuna Drenmvm eftekiðíhófi. Við höfum allskona víntegundir með mjög sann- gjörnu verði. Ekki borga metr en þið þurfið fyr- ir Ákavíti, Svenskt Punch og Svenskt Brennivín. Kaupið af okkur og sannfærist. THE CITY LIQUOR STORE 308-310 NOTRE DAME AVE. Rétt við hliðina á Liberal salnum. FHOJSTJEl GARRY 2286 AUGLYSING. Ef þér þurfiB aS senda p«BÍB|(a til fs- lands, Bandaríkjanna effa til eÍDhTBrra staða innan Canada þá ncúB Domimoo Eb- j press C-snpaay s Money Orders. útteoajar j avusanir eöa póstsendingnr. LÁG IÐGJÖLX). ABal skrifsofa 212-214 Baunatrne Ave. Bulinan Blockl j Skrifstofur vfðsvegar um boogma. o* | öllum borjfum og þorpum vfösv«g«r um ■ nadiö meöfnam Caia. Pac. Járnbrauto SEVMOR HOUSF MARKET SQUARE WINNIPEG Kostaboð Lögbergs. Komið nú! Fáið stærsta íslenzka vikublaðið sent heim til yðar í hverri viku. Getið þér verið án þess? Aðeins $2.00 um árið, — og nýir kaupendur fá tvær af neðannefndum sögum kostnaðarlaust. — Hefndin Hulda Svikamylnan Gulleyjan Denver og Helga Ólíkir erfingjar. Fanginn í Zenda Rúpert Heptzau Allan Quatermain Kjördóttirin Erfðaskrá Lormes Farið aldrei að iheiman án einn- ar flösku af Chamberlains lyfi, sem á við allskonar magaveiki (Chaniberlain’s Colic, Cholera and Diarrhoea RemedyJ. Þér þurfið vissulega á þvi að ihalda, en það fæst ekki á eimlestum eða gufu- skipum. Seldar hjá öllum lyfsöl- um. r----------------------s JoIdsod & Carr E/ectrical Contractors Leggja ljósavír í íbúðar stórhýsi og íbúðar hús. Hafa dyrabjöllur og tal- símatæki. Rafurmagns - mótorum og ö ð r u m vélum >og rafurmagns t æ k j u m komið fyrir, 761 William Ave. Talsími Garry 735 ýSANDUR^ MÖL í MÚRSTEIM, GYPSSTEYPU 0» STEINSTEYPU THE BIRD’S HILL SAND COMPANY, LIMITED Selja og vinaa bezta sand, möl oi KALK OG PORTLAND iol oj muliB 8rRC -ABal varningnr- Alskonar stœrðir, í steynsteypu, með eða án stál- styrktar-vírs. }4, ij^, 2 þumlunga Reynið Torpedo Sand vorn í steypu. ÞAKEFNI: — SkoðiB þuml. möl vora til þakgerðar. Bezti of staersti útbúnaBur f Testur-Canada. Rétt útilítiB ( "Yards" eBa ragnhleBslum. Selt f stórnm og smáum *tfl. GaymslastaBur og skrtfstofa Horni Koss og Arlington Strnta. Vlsi-forseti og ráðsmaður jv D. D. W O O D. Talsfmi, Garry 3S42. 5r^. Fáein atriöi um Saskatchewan. Eitt af beztu veitingahúsum baej.- arins. Máltíðir seldar á 35 cents hver.—$i.5oádag fyrir fæði og gott herbergi. Billiard-stofa og sérlega vönduð vínföng og vindl- ar.—Ókeypis keyrsla til og frá á j árnbrautarstöðvar. john (Baird, eigandi. MARKET $1-1.50 á dag. P. O’Connell eigandi. HOTEL á móti markaðmtar 146 Princess St wnísiPEO. Allir játa að hreinn bjór sé heilnæmur drykkur Drewry’s REDWOOD LAGER Er og hefir altaf verið hreinn malt- drykkur. BIÐJIÐ UM HANN E. L DREWRY Maaafactorer, Viaaipec. Hvergi t heimi bjóðast baendum betri tækifæri en í Saskatchewan. Saskatchewan naer yfir nokkum hluta hinnar miklu öldóttu sléttu í ÍNorövestur-Canada, sem er frjósamasti hveiti-jarðvegur í heimi. Mikill hluti þessa undur frjósama landrýmis, biður enn ónumið eftir rþvi, að menn taki þar ókeypis heimilisréttarlönd. Það er 760 mílur á lengd og 300 mílna breitt. t > ; V ‘ - 0 Ekki minna en 50,000,000 ekra af þessu landi, geta til jafnaðar gefið af sér 20 bushel hveitis af ekrunni, og mikill hluti þess er hveiti No. 1 Northern. Saskatchewan er fremst allra fylkja í Canada um hveitiuppskeru, og stendur aðeins einu ríki að baki í Norður-Ameríku. Á ellefu árum, 1898—1910, greru í Saskatchewan 400,000,000 bushel hveitis. Þúsundir landnema streyma þangað árlega frá Austur-Canada, Stór- bretalandi, Bandaríkjunum og Evrópu, er gangast fyrir hinu ódýra, auð- yrkta og afar-frjóva landi. Árið 1910 voru þar numin 27,195 heimilisréttarlönd, 8,834 “pre-emp- tions”, 653 heimilisréttarlönd keypt, og 971 Suður Afríku sjálfboða heimilisréttarlönd, en árið 1900 voru numin 2,653 heimilisréttarlönd. Allar kornhlöður fylkisins taka meir en 26,000,000 bushel. Helmingur allra komhlaðna í sléttufylkjunum er í Saskatchewan. Hveiti-afurðirnar nema ekki nema rúmum helmingi allra tekna, sem bændur hafa í Saskatchewan. Árið 1910 voru allar bænda afurðir þar metnar $92,330,190, og var hveitið eitt metið á $56,679,791. Verðmætar kolanámur hafa fundist í suðurhluta fylkisins. Undir kolalaginu hefir fundist verðmætur leir, sem hentugur er til tígulsteins- gerðar og leir-rör. Þrjátíu kolanámur eru þar unnar og 208,902 tonn kola voru unnin þar á árinu sem lauk 28. Febrúar 1910. í Saskatchewan er talsimakerfi, sem stjórnin á og strafrækir. Þar eru langvega símar samtals 1,772 mílur, 42 stöðvar og 5,000 síma-leigjend- ur, 133 sveitasímar, samtals 3,226 mílur, sem 3,307 bændur nota. Járnbrautir ná yfir 3,440 mílur í fylkinu og hafa aukist um 250 af hundraði að mílnatali síðan 1901; þó virðist járnbrautalagning aðeins í byrjun. Járnbrautafélögin C. P. R., C. N. R„ G. T. P. og Great Northern eru að lengja brautir sínar sem óðast, og flutningstæki verða bráðleea um gervalt fylkið. Sjö samlags rjómabú eru í fylkinu undir eftirliti stjórnarinnar, sem styrkir þau með lánum gegn veði. Á sex mánuðum, er lauk 31. Október 1910, höfðu rjómabú þessi búið til nálægt 562,000 pd. smjörs; framleiðslan hafði vaxið um 119,596 pund eða nærri þriðjung. Hvert smjörbú hafði að meðaltali 66,000 pund smjörs, eða 9,000 pd. tneira en árið áður. Bankamál Canada þykja einhver beztu í heimi. Nær 300 löggildir bankar í Canada eiga útibú í fylkinu. Gætileg áætlun telur 425.000 >búa í Saskatchewan. Bæir og þorp þjóta upp meöfram jámbrautunum, og eru þar þegar fjórar borgir, 46 bæir og 150 sveitaþorp löggilt. Námsfólk í Saskatchewan var, árið 1909, 53,969, þar af í sveitaskólum, þorps og bæjar skólum 53,089, en í æðri skólum og stofnunum 880; skóla- deildir 1,918; stjómartillög $315,596.10. Ef yður leikur hugur á að vita um framfara-skilyrði og framtíðar- horfur Saskatchewan, þá leitið nánari skýringa, sem fá má í spánnýrri handók, með fögrum myndum, og fæst ókeypis, ef um er beðið. Skrifið tafarlaust til v- Departmentof Agriculture, Regina, Sask- Agrip af reglugjörð am heimilbréttarhfad í Cuuh- NoHkeatorluMhia CÉRHVER mannesfcja, « fiöfak^Ma ^ hafir fyrir >0 sjá. og sárhvvr HifauB ur, scm orffian er it ára, hnfir hsimilWnám til fjórOuags ðr ..seetioa" af ótekaaMjBva- arlaadi ( Maattobr Saskatehewma Mfa At- berta. Umsækjaadioo verikir sJáHar aB aB koma á laadsícrifstofu stjóraarieaar efla undinkrifstnfu ( þvf héraéi. Samkvaanl umbeBi of meB sérstökum tkilyrflmn aa■ fathr, móBir, sonur, dóttir, bróBir efla eyeS- ir umsækjandaas, sækja am landW tyvfir haas höad á hvaBa skrifstofa Mm er Skyldur. — Sex mánaOa ábúB á ári m ræktun á laadiau ( þrjú ár. -----I---J má þó búa á landi, ianan 9 m(laa fráhetaa- ilisráttarlandinu, og ekki er minaa ea fia ekrur og er eignar og ábúBarjörfl hans dk föBur, móBur, sonar, dóttur brdflbr elh systur hans. í vissum héruBum hehr landnemiaa, aa fullnægt hefir landtöku skyMum sfaaa, forkaupsrétt (pre-emtion) aB seciionarfþfaO- nngi áföstum viB land sitt. Verfl $3 etnm. Skyldur:—Verflur afl sitja 6 mánufli af Ú0 á landinu í 6 ár frá þv{ er heimiHsedttaa- landiB var tekiS (aS þeim tímn mefltökfaam er til þess þarf aB oa etgnarbréf) á heim -tt réttarlaadinu, og 50 ekrur verflur afl aukreitis. Landtökumaflur, sem hefir þegar heimilisrétt sinn og ge ur ekki náfl te kaupsrétti (pre-emption) á laixii fseia* keypt heimilisréttarland { sérstokum oafla uflnm. VerB $3.00 ekran. Skyldur: VarBiB aB sitja 6 máouBi á landinu á ári { þrjú ár og rsek*a 50 ekrur, reisa hús, $300.00 virflt W. W CORY, Deputy Minisier of the Interior. A. S. BARDAL, selut Granite Legsteiaa alls kcnar stærðir. Þeir sem ætla sér að kaup LEGSTEINA geta þvl fengiö þfi meö mjög rýmilegu verði og ættu að senda pantanir áeni til A. S. BARDAL 843 Sherbrooke St. Bardal Block THE D0M1NI0N BANK á horninu á Notre Dame og Neoa St. Greiddur höfuðstóll $4,000,000 Varasjóðir $5,400,000 Sérstakur gaumur gefinn SPARISJOÐSDEILDINNI Vextir af innlögum borgaflir tvisvar á ári H. A. BRIGH . » , Guðm. Guðmundsson. H. H.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.