Lögberg - 21.02.1918, Blaðsíða 3

Lögberg - 21.02.1918, Blaðsíða 3
LÖGBEHG, FIMTUDAGIN N 21. FEBRÚAR 1918 3 Dœtur Oakburns lávarðar. Eftir MRS. HENRY WOOD. Fyrsti kafli. VIII. KAPÍTULI. Freistandi agn. Fyrir framan eitt af húsunum í Fortland Place var mikið skrölt og hávaði af vögnum, og þar eð dymar aftur og aftur voru opnaðar fyrir gestina, streymdi birtan frá mörgu ljósunum, hljóðfæra- söngurinn og ilmurinn af blómaröðinni í stiga- ganginum' á móti hinm fögru verum, sem eins glaðar og sumarfuglar flögruðu inn. Jarlinn af Oakbum og lafði Jana Chesney höfðu kvöld- samsæti. pað fyrsta og seinast á þessum skemtana árstíma, og þó gat maður naumast sagt á “þessum skemtana tíma”, af því að hann var þegar liðinn. Samkvæmt venjunni hafði hann um þetta leyti átt að vera endaður; því ágústmánuður var byrj- aður, og margir voru flúnir af stað til svaJari plássa, geispandi af hitanum og rykinu í hinum þéttbygða höfuðstað; en parlamentið hafði byrjað seint og stóð enn yfir. Jana hafði bent jarlinum á nauðsynina á því (þannig komst hún að orði), að þau hóldu slíkt samsæti. Hún hafði fengið heimboð frá fáeinum aðalsfjölskyldum og jarlinn sömuleiðis, og hún á- leit að þau yrði að endurgjalda það. fEn um slíkt skeytti lávarður Oakbum ekki — og Jana ekki heldur í rauninni — og hann mælti á móti því. pangað til á síðasta augnablikinu, þegar þrír fjórðu hlutar af heldra fólkinu voru famir úr London, kom jarlinn flatt upp á Jönu einn morg- uninn með því að segja henni, að hún gæti nú hald- ið heimboð, svo þau yrðu þá á endanum laus við það. pau voru orðin dálítið rólegri með tilliti tii Clarice. Allar mögulegar fyrirspumir, sem jari- gat hugsað sér, voru gerðar til að finna hana, og lögreglan var einnig fengin til aðstoðar. Á hve’j- um dpgi og á hverri stundu kom hin gamía gi’eifa- ekkja Oakbum til að spyrja, hvort hún vær: fund- in, og gerði jarlinn næstum hálfbrjálaðan. Hún kendi honum um alt saman; hún sagði honum að hver annar faðir mundi heldur hafa lokað hana inni eins og brjálaða manneskju, en að leyfa henni að vera fjarverandi án þess að vita hvar him væri, og ,íana fékk nægilegar ásakanir að sínu leyti, af því að hún hafði álitið að Clarice héldi til í nánd við Hyde Park, þegar það kom íljós að hún var íarin þaðan fyrir ári síðan. En þó voru þau róiegri eða reyndu að vera það. Meðan eftirleit þeirra stóð yfir, sem gerð var í allar hugsanlegar áttir, komust þau eftir því að ein af umboðsskrifstofunum fyrir kvennkenn- ara, hafði fyrir tveim mánuðum síðan útvegað einhverri ungfrú Beauchamp vist. Hún hafði tek- ið að sér kennarastörf hjá enskri fjölskyldu er sezt hafði að í Canada. Stúlkunni var lýst svo, að hún væri ung, fríð og viðfeldin í viðmóti, og hún hafði sagt umboðsmanninum, að hún ætti enga ættingja á Englandi, sem hún gæti eitað ráða til í tilliti til hreyfinga sinna; pað virtist fremur sennilegt, að þetta væri Clarice. Jarlinn af Oak- bum, fljótfær eins og hann var, áleit það alveg á- reiðanlegt, og Jana vonaði það. Nú varð um stud dálítil hvíld í æsing þeirra. Ekki að eins Jana, en einnig þeir, sem rannsóknir gerðu fyrir lávarð Oakburn, skrifuðu þessari ung- frú Beauchamp — þessari ímynduðu Clarice; þau voru nú fremur róleg meðan þau væntu svars, og þau gátu aftur farið að hugsa um annað. pað var á meðan þessi hvíld stóð yfir, að lávarður Oak- bum sagði Jönu, að hún gæti haldið samsæti. Og það fór fram þetta kvöld. Herbergin voru, þegar maður athugar það, að þetta vaí í ágúst, alveg full, og Jana gerði alt hvað hún gat á sinn rólega hátt, að skemta gestum sínum, jafnframt og hún óskaði þess, að samsætið væri afstaðið. Klædd í fallegan hvítan kjól og með sveig af hvítum blómum um hrokkna hárið sitt, nægilegur sorgarbúningur fyrir bam, stóð Lucy Ohesney með blikandi augum og blóðrjóðar kinnar. pað var máské ekki hyggilegt af Jönu að láta Lucy taka þátt í þessu félagslífi; sumir af þeim sem til stað- ar vom, hefðu fundið að því við hana, ef þeir hefðu , þorað það; en Jönu, sem þekti fremur lítið til tízk- unnar, hafði alls ekki komið til hugar að banna henni að taka þátt í samsætinu; eitt af herbergj- unum var búið út fyrir dans, og Lucy, sem var fögur og indisleg stúlka, hafði hingað til fengið nóga dansmenn, þrátt fyrir æsku sína. Hún hafði dansað hvem einasta dans, og nú stóð hún og hall- aði sér að veggnum til að kasta mæðinni. “Líttu að eins á þetta bam. Hvemig geta menn fengið sig til að leyfa því að dansa þannig?” Jana heyrði orðin og sneri sér við til þess, að sjá við hvaða bam v^eri átt. Lucy, ekkert annað bam var til staðar. Jana gekk til hennar. “pú dansar of mikið, Lucy. Mig undrar að Ungfrú Lethwait gætir þín ekki. Hvar er hún?” “ó, þökk fyrir, Jana; en það þarf ekki að gæta mín”, svaraði bamið, sem geislaði beinlínis af sannarlegri ánægju. “Eg hefi aldrei verið eins glöð á æfi minni og eg er nú”. “En þú getur dansað of mikið. Hvar er ung- frú Lethwait?” “Pað er langt síðan eg sá hana. Eg held hún sé hjá pabba í reykingastofunni hans”. “Hjá pabba í reykingarstofunni hans?” end- urtók Jana. “Já» eg sá liana þar; við höfum dansað þrjá dansa síðan. Hún var að fylla pípuna hans”. “Lucy”. pað er satt, Jana. Pabbi var að nöldra; hann sagði að það væri regluleg skömm að því, að hann gæti ekki reykt pípuna sína af því að húsið væri fult af fólki, og ungfrú Lethwait sagði: ‘pér skuluð reykja hana, kæri lávarður Oakbum, og eg skal sjá um að dymar séu lokaðar”, svo tók hún af sér glófana og fór að fylla pípuna hans; en eg fór burt”. 1 / Jana varð þungbúin á svip. “Fórst þú þang- að inn ásamt ungfrú Lethwait?” “Nei, eg var að hlaupa til og frá, og hljóp frá einu herbergi til annars, og svo hljóp eg þangað inn og heyrði þau tala. Jana! Jana! tefðu nú ekki fyrir mér. Nú á að byrja nýjan dans, og mér er boðið að dansa hann”. Herbergið, sem kallað var reykingastofa lá- varðar Oakbums, var lítill kiefi við endann á gang- inum. pað var alls ekki merkilegt, hvorki að því er stærð snerti né annað; en Jana hafði álitið að þetta kvöld mætti nota það fyrir aðgönguherb-irgi. Inni í því stóð kenslukonan ungfrú Lethwait; hún var tíguleg að útliti. Hún hafði þennan mark- verða föla hörundslit á andlitinu, sem er svo hreinn blikandi augu, indælt, gljáandi, hrafnsvart hár; en hreinskilnin í andlitsdráttum hennar — sem vana- lega var opin og faislaus — var þetta kvöld hulin skugga. Hún var klædd hvilum, flegnun, spari- kjól með rauðum bryddingum á öllum jöorum. sem hjálpuðu til að leiða í ljós hvíta hálsinn hennar, fallegu herðamar og þriflegu handleggina. Hún hafði aldrei litið jafn vel út; í rauninni var engin persóna í samkomusalnum, sem gat jafnast við hana. Hún leit út eins og hún væri sköpuð til að bera greifakórunu — og vera kann að hún hafi sjálf hugsað um það. Máske hefir annar hugsað um það líka. Ann- ar, sem gat hugsað um það með meiri áhrifum heldur en ungfrú Lethwait gat — jarlinn af Oak- burn. Hinn gamli ruddalegi sjómaður stóð fast við hlið hennar og horfi á hana með mikilli aðdáun Hann var ekki farin að lítilsvirða fallegar stúlkur, þó hann væri að byrja sextugasta árið. Hann var búinnað reykja úr pípunni sinni, og var ánægður yfir því, og ungfrú Lethwait hafði gætt dyranna, svo enginn kæmi inn að trufla hann. Var ungfrú Lethwait að leggja gildru fyrir hinn ógætna mann ? Hafði hún alt af verið að því síðan hún kom í þetta hús? petta var spurning, sem hún gat aldrei svarað fullnægjandi. Hún hafði raunar alt af horft á þetta agn, húr hugsdði alt af um það; en hún var heiðarleg að eðlisfari: að gera sér ómak með að hæna lávarð Oakbum að sér, það var það sem hún hingað til hafði álitið sig ómögulega til. Hefði hún séð annan gera sig sekan um slíka framkomu, þá hefði hún fyrirlitið þann seka gersamlega. Og þó — var hún ekki að vinna að þessu þetta kvöld? pað er raunar satt, hún tældi hann hvorki með orðum né augnatilliti; en hún stóð þar kyr, vitandi að hann horfði á sig með aðdáun. Hún var kyr í herberginu hjá hon- um, enda þótt hún vissi að hún hefði þar ekkert að gera, og fann jafnframt að það var ekki heið- arlegt gagnvart lafði Jönu að vera þar; hún áleit eðlilega að hún væri hjá gestunum og gætti að Lucy; hún hafði tekið að sér að bæta úr þrá hans eftir að geta reykt úr einni pípu; hún hafði fylt pípuna fyrir hann og var kyr inni í tóbaksreykn- um meðan hann reykti. Síðar á æfinni gat ung- frú Lethwait aldrei sættað samvizku sína við hegðan sína þetta kvöld. “Dáist þér að þessum hávaða og gauragangi ?” spurði jarlinn alt í einu. • “Nei, lávarður Oakbum. Hann villir mér sjónir og sviftir mig andar drættinum. En eg er heldur ekki vön honum”. “pað veit Júpíter, að eg vildi heldur ganga hringinn í kringum norðurheimsskautið í ofsa- roki en hlusta á hann. Eg sagði Jönu að það mundi gera okkur heymarlaus fyrir öllum bendingum að hafa þennan hóp hér; en hún hélt áfram að nöldra um samkvæmislegar skyldur. Eg er viss um að félagslífið má kafna mín vegna fyrir skort á þeim kröfum, sem það þykist eiga hjá mér”. “Bezta félagslífið og skemtanin er hjá okkar eigin arinn — fyrir þá af oss, sem eiga arinn til að skemta sér við”, svaraði ungfrú Lethwait. “Hann eigum við öll”, sagði jarlinn. “ó, úei, lávarður Oakbum, ekki allir. Eg er ekki svo heppin að eiga neinn arinn, og verð máske aldrei svo heppin. En eg má samt ekki öfunda þá ■ sem eiga hann”. Hún stóð beint undir gasljósahjálminum svo hin skæra birta féll á hana; hún stóð teinrétt, lyfti höfðinu hátt upp, en horfði til jarðar, svo að dukku augnahárin hvíldu full af tárum á kinnum hennar. Hún hélt á fimmblómagrein í hendinni, sem klædd var hvítum glófa, og fingur hennar voru með hægð að tæta í sundur blómin, ögn fyrir ögn. “Og hvers vegna skylduð þér ekki eignast ar- inn eða heimili?” spurði lávarður Oakbum vin- gjarnlega, um leið og hann gætti nákvæmlega að »hverju einasta tári, hverri einustu hreyfingu fingranna. pað var björt elding, sem kom í ljós bak við dökku augnalokin. Hún hló, sem svar; það var háðslegur hlátur, sem bar vott um sárar innri tilfinningar. “pér getið eins vel spurt mig um það, lávarð- ur, hvers vegna ein stúlka er drotning Englands og önnur — hin ógæfusama, sem situr og saumar fimtán stundir af hverjum sólarhring'í lélegu loft- herbergi, og eyðir þannig hugarnó sinni og æfi- stundum. Kjörum okkar er ójafnt skift í þessum heimi, og við verðum að taka þau eins og þau bera oss að höndum. Stundum kemur mér til hugar — veit ekki hvort sú hugsun er rétt — að því erfiðari sem kjör okkar eru í þessum heimi, því betri muni þau verða í hinum ókunna”. “Yfirburðum og auð er misjafnt skift, það er áreiðanlegt”, sagði jarlinn, um leið og hann hugs- aði um sína liðnu æfi, þegar hann kvaldist af fá- tækt og vandræðum. “pað er þeim. það er þeim”, svaraði hún beiskjulega. “Og það lakasta er, að maður er svo fast bundinn við sín kjör, að maður getur ekki losnað við þau. Eins og vesalings fugl, sem er lokaður inni í búri sínu, lemur málmnetið hvíldar- lauist með vængjum sínum til þess, að reyna að losast úr fangelsinu, þannig þreytum við sálir okkar með inum sífeldu tilraunum til að losast við þrælkunina, sem forlögin hafa neytt okkur út í. Eg var ekki sköpuð til að eyða æfi minni, sem per- sóna, er ávalt væri öðrum háð; á hverri stundu dagsins finn eg að eg var það ekki. Eg finn að geðslag mitt, hugur minn, andlegir hæfileikar mín- ir voru skapaðir til æðri starfa; samt sem áður eru þetta kjörin sem mér hlotnast, og eg verð að láta mér líka þau”. “Viljið þér taka þátt í mínum kjörum?” spurði jarlinn. Kvennkennarinn leit upp og horfði fast og rannsakandi augum á hans, eins og hún hefði grun um að orðin væru töluð í spaugi til að stríða sér. Lávarðurinn gekk nær og lagði hendi sína á öxl hennar. Eg er fimtíu og níu ára gamall sjómaður, ungfrú Lethwait; en eg hefi enn þá dálítið af æsk- unnar f jöri í mér. Eg hefi aldrei veikst alla æfina af öðru en fótagigt, og ef þér viljið vera greifa- inna af Oakbum og eiga arinn og heimili með mér, þá skal eg sjá um yður”. petta er í rauninni mjög einkennileg aðferð til að flytja bónorð. Hjónabandi og fótagigt var blandað saman ruglingslega. Jarlinn var nú satt að segja enginn hirðmaður; hann kunni hvorki að smjaðra né hræsna, en talaði blátt áfram það sem honum datt í hug. “Nú, hvað segið þér þá?” sagði hann, áður en hún gat fengið tíma til að svara. Hún lyfti hendi hans blíðlega af öxl sinni og leit á hann tárvotu augunum sínum. Tár hennar voru eins hreinskilin og orð jarlsins; þau komu í ljós af geðshræringu — máske af þakklæti líka. “Eg er yður innilega þakklát, lávarður Oak- bum; en þetta getur ekki látið sig gera”. “Hvers vegna ekki?” spurði jarlinn. “Eg — eg — það mundi ekki verða viðfeldið fyrir dætur yðar, lávarður.. pær mundu aldrei geta litið á mig, sem konu yðar”. “Um hvað eruð þér að tala?” hrópaði jarlinn reiður, sem aldrei gat þolað mótsögn af neinum, hver sem hann svo var. “Dætur mínar; hvað kemur þeim þetta við ? Eg er ekki maður þeirra, þær munu sjálfar eignast mann”. “Eg er ung, yngri en lafði Jana”, sagði hún og fölnaði. “Lávarður Oakburn, ef þér gerið mig að konu yðar, gæti það ollað ósamlyndis milli yðar og allra dætranna, einkum milli yðar og lafði Jönu. Eg veit að það mundi verða þannig”. “pað veit Júpiter, að telpumar mínar skulu ekki hindra áform mín”, hrópaði lávarðurinn æst- ur. “Mér þætti gaman að sjá þær revna það. Laura hefir sjálf fengið sér heimili, Olarice flæk- ist um heimiiín, enginn veit hvar, Lucy er bam, og að því er Jönu snertir, haldið þér að hún hafi ekki vanalegt mannvit?”' Ungfrú Lethwait svaraði ekki. Hún virtist vera að stöðva skjálftann á vörum sínum. “Eg skal segja yður, ungfrú Lethwait. Sama daginn og eg fékk nafnbótina, ákvað eg að eg skyldi gifta mig; það er skylda mín að gera það. Næsti erfinginn er fjarskyldur ættingi, og hann hefir lifað í Nova Scotia eða einhverstaðar erlend- is, síðan ann var ungur drengur. pað væri skemti- legt að fá slíkan spjátrung fyrir eftirmann. Hver og einn,"*sem hefir ofurlitla þekkingu á aftursegl- um sínum, hlyti að vita að eg vildi gifta mig aftur og þér, góða mín, hafið yndislegan vöxt; meira þarf eg ekki að sjá, og mér geðjast vel að yður, og það er nóg. Viljið þér verða lafði Oakbum?” Ungfrú Lethwait skalf mikið; öll sú geðs- hræring, sem til var í henni gerði vart við sig. í henni bjöggu góðir og elskuverðir eiginleikar, og henni líkaði ekki að verða orsök til þess, að kveikja óvináttu á milli jarlsins og bama hans. Á sama augnabliki stóð það glögt fyrir hugskotssjónum hennar, að þetta að verða greifainna af Oakbum, var máske það eina tækifæri sem henni stóð til boða í lífinu. peir eru fáir, ef annars það er nokk- ur, sem standast slíkar freistingar. Fyrir indæla smámuni hefir margur kven- maður selt sálu sína; hve miklu fremur þá hendi sína og hjarta; en þetta, sem lávarðurinn bauð ungfrú Lethwait, voru ekki neinir smámunir. Ætlaði hún að grípa þetta freistandi agn. Eif ungfrú Lethwait hefði nú getað veitt mót- stöðu, þá hefði hún verið meira en kvennmaður. Oakburn lávarður beið þolinmóður eftir svari hennar — þolinmóðari en búast mátti við af honum. “Ef þér viljið að eg verði konan yðar, lávarð- ur, látum það þá verða þannig”, sagði hún, og var- ir hennar skulfu þegar hún lét undan freisting- unni. “Eg vil reyna að vera yður góð og trygg eiginkona”. “pað er þá afgert”, sagði jarlinn blátt áfram með vanalegum viðskifabrag fremur, en með kurt- eisi. En hann lagði hendi sína á öxl hennar aftur og laut niður til að kyssa hana. Á þessu augnabliki stóð einhver í dyrunum og horfði á þau undrandi, en blóðið í æðum hennar eauð af geðshræringu. pað var lafði Jana Ches- ney. Hún var komin til að líta eftir kvennkenn- aranum samkvæmt þeirri fregn er Lucy færði henni. Að nokkurt alvarlegt áform fylgdi kossin- um, grunaði Jönu alls ekki. Henni hafði aldrei til hugar komið að faðir sinn mundi vilja gifta sig aftur. í hollustu hennar og ást á föður sínum var engin sprunga, sem slík ímyndun gat komist í gegnum. Hún starði á þau; en hún hélt að eins að hann hefði látið tæla sig til hlægilegrar heimsku, sem ekki væri einu sinni mögulegt að afsaka hjá ungum manni, þegar maður athugaði stöðu ung- frú Lethwait á heimilinu, og því síður hjá lávarði Oakbum. Og kvennkennarinn, sem dvaldi hjá honum í herberginu, stóð róleg og tók á móti kossinum. pað er ekki mögulegt að lýsa þeirri háðslegu fyrirlitningu, sem Jana Chesney varpaði á hana í þessu augnabliki. Of hreinskilin og of göfug að eðlisfari, of mikið af sönnum kvennmanni til þess að vilja koma þeim á óvart, dró Jana sig hávaðalaust í hlé; en hreyfingin á flauelis dyrablæjunni vakti athygli jarlsins. Hurðin fyrir þessu herbergi var úr þunn- um borðum og mátti ýta fram og aftur — ungfrú Lethwait hafði ýtt hurðinni aftur, þegar jarlinn var búinn að reykja úr pípu sinni — með fallandi hárauðum blæjum fyrir framan. Areiðanlegustu Eldspítumar í heimi og um leið þær ódýrustu eru EDDY’S “SILENT 506” AREIÐANLEGAR af því að þær eru svo Wúnar til að eldspítan slokknar strax og slökt er á henni. ÓDÝRA'íTAR af því þœr eru betri og fullkomnari en aðrar eldspítur á markaðinum. Stríðstíma sparnaður og eigin samvtzka þín mælir með því að þú kaupir EDDYS ELDSPÍTUR LOÐSKINN Bændur, Velðlmennn og Verslunarmenn LOÐSKINN A. & E. PIERCE & CO. (Mest-.i slcinnalcaupmenn í Canada) 213 PACIFIC AVENDE...............WINNIPEG, MAN. Hæsta verð borgað fyrir Gærur Húðir, Seneca rætur. SENÐIÐ OSS SKINNAVÖRU YÐAR. U. G. G. 1918 Vöruskrá --fullsamin Hin fyrsta vöruskrá þessara sameinuðu félaga—The Grain Growers Grain Co., Ltd og The Alberta Farmers’ Co-oper- ative Elevator Co., Ltd., er sýnir greinilega ábyggileg kjör- kaup á Búnaðarverkfærum og vélum —plógar, herfi, vagnar, aktýgi, gas-vélar, skilvindur, og önnur nauð- synleg áhöld vi8 landbúnaS, ásamt byggingarefni og heimilismunum. Alt þetta er sýnt i verSskrá vorri með sundurliSuðu veröi. Ef þú ert hluthafi I U.G.G., e6a hefir gert verzlun viS félagiö, þarftu ekki ái5 skrifa okkur; þvi vér sendum þér verSskrána fritt. Ef þú ert þaS ekki, þá skaltu nota þenna seöil (Coupon). Sendið þenna Coupon og fáið Catalog 1 UNITED GRAIN GROWERS, LTD. Winnipeg, Calgary, Regina, Saskatoon. GeriS svo vel a5 senda mér eintak af U.G.G. 1918 vöruskrá sam- kvæmt auglýsingu I “Lögberg”. ^ NAFN ................................*.............. HEIMILI .............................. Friðarverðlaun Nobels peim hluta Nobels-sjóðsins, sem friðarverðlaun kallast, hefir verið útbýtt fyrir árið 1917, og var upphæðin veitt í einu hljóði Alþjóðanefnd Rauða krossins í Geneva. petta er í annað sinn. að verðlaun þessi hafa verið veitt félögum, en ekki einstök- um mönnum, og líka í annað skiftið, sem forráðamenn Nobels- sjóðsins hafa veitt Rauða kross- félaginu opinbera viðurkenn- ingu; hið fyrra sinnið var árið 1901, er Henry Dunant hinn eiginlegi stofnandi félagsins, var sæmdur hálfum verðlaununum, á móts við Frédéric Passy, þann er var forvígismaður að Alþjóða- friðarþinginu. Stofnandi Nobels-sjóðsins, var Alfred Bemard Nobel, sá er fann upp sprengiefnið fræga dyna- mite. Hann var fæddur í Stokk- hólmi. pegar Alfred var bam að aldri flutti faðir hans til Pétursborgar og setti þar á fót tundurbáta verksmiðju og rak þá atvinnu um hríð. Síðar sneri Alfred heim til Svíþjóðar, og lagði stund á efnafræði af kappi miklu, og þó einkum alt það, er að sprengiefnum laut. Fór hann til Ameríku og var lærisveinn hins fræga efnafræðings John Ericsson, í nokkur ár. Að því loknu hélt hann heim til ætt- jarðar sinnar, og uppgötvaði þá sprengiefni það, er hann sjálfur nefndi dynamite. Fékk hann einkaleyfi á uppgötvaninni og varð á stuttum tíma vell-auðug- ur maður. Nokkra áður en lézt, ákvað hann að stofna sjóð, er bera skyldi nafn sitt, og Skyldi úr honum veita fimm verðlaun árlega, og reiknaðist honum svo til að hver verðlaun mundu nema um 40 þúsund dölum, og reyndist það nákvæm- lega rétt. Fyrstu þrjú verðlaunin skyldu veitt verða mönnum þeim, er sköruðu fram úr í þekkingu á eðlisfræði, efnafræði, og læknis- vísindum, en tvö hin síðari fyrir bókmentir og starfsemi í þarfir alheimsfriðar. Verðlaun þessi öll, skyldu veit- ast án skilyrðis til þjóðemis. Hann ákvað sjálfur í skipulags- skrá sjóðsins, að fjögur fyrstu verðlaunin skyldu veitt verða samkvæmt ákvörðun sænsku há- skólanna að Uppsölum og Lundi; en Stórþingið norska átti að ráða yfir friðarverðlaununum. peir sem verðlaunin hljóta, eru skuldbundnir til að halda opin- bera fyrirlestra um sex mánaða tíma, hver í sinni einstöku fræði- grein í Stokkhólmi, að undan% teknum fyrirlestrunum um frið- armálið, er skulu fara fram í Kristjaníu. Nöfn þeirra manna, er líklegir þykja til verðlaunanna, verða að vera komin til réttra hlutaðeig- enda fyrir 1. febrúar ár hvert; en veitingin fer ávalt fram 10. desember, á dánardegi Nobels. Verðlaunin voru veitt í fyrsta sinn árið 1901; hefði að réttu lagi átt að útbýtast nokkru fyr; en drættinum olli sjandurlyndi á milli erfingjanna, er mótmæltu erfðaskránni. Og er óvíst hvera- ig farið hefði, ef elzti sonurinn, Emanuel Nobel, hefði eigi sýnt aðra eins röggsemi og hann gerði, í því að framkvæma síð- asta vilja föður síns, þrátt fyrir eindregin mótmæli systkina sinna og annara ættingja.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.