Lögberg - 21.02.1918, Blaðsíða 4

Lögberg - 21.02.1918, Blaðsíða 4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. FEBRÚAR 1918 4 l Uogberq Gefið út hvern Fimtudag af The Col- umbia Preis, Ltd.,jCor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TALSIMI: GARRY 416 og 417 Jón J. Bíldfell, Editor J. J. Vopni, Business Manager Ijtanáskrift til blaðsins: THE OOLUMBIH PRESS, Ltd., Box 3172, Winnipag, tyan- Utannkrift ritstjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipsg, Man. VERÐ BLAÐSINS: 12.00 um órið. Framleiðsla og vistaforði. Fyrir nokkru síðan rituðum vér stutta grein í blað vort með þessari fyrirsögn, og bentum vér þá aðallega á hættuna, sem stafaði frá því, að framleiðslan í heiminum væri að ganga til þurð- ar, þrátt fyrir það þótt hún yxi í þessari heims- álfu og jafnvel víðar, þá samt fyllir sá viðauki hvergi nærri upp þann halla, sem á framleiðslu hefir orðið í stríðslöndunum. Hér í Canada höf- um vér ekki orðið varir við þetta til neinna muna, þar til nú á síðasta ári, vegna þess, að lægra hefir verið í forðabúrum samherja vorra, þetta síðasta ár, heldur en áður átti sér stað. Að þetta sé al- varlegt, má sjá á áskorun, sem er rétt nýkomin frá Bretlandi til Canada um það að senda meiri forða, því þörfin sé brýn. Að sjálfsögðu kemur mönnum þetta ekki á óvart, því ef menn hefðu nokkumtíma hugsað um þessa hluti, þá var það hverjum manni augljóst að svona mundi fara fyr eða síðar. Og líka það, að eftir því sem lengur var dregið að sjá við þessari hættu, því tilfinnanlegri yrði hún, og því ervið- ara yrði að bæta úr henni, og ber þó enginn maður brigður á góðan vilja bændanna að duga sem bezt að þeir geta, og þeirra annara, sem að nauðsynlegri framleiðslu vinna. En stjómin, hún virðish hafa sofið í þessu máli. Að vísu minnumst vér þess, að fyrir meir en ári síðan var af Borden- stjóminni settur umsjónarmaður framleiðslu, sem þeir kölluðu “Director of National Service”. pessi maður lét allmikið til sín heyra um tíma; hann ferðaðist, ásamt forstæisráðherra Borden, um þvert og endilangt þetta land, og sagði mönnum hvað hann ætlaði að gjöra, og einnig hvað hann áliti skyldu fólksins, undir hinum væntanlegu erv- iðu kringumstæðum. Síðan hefir víst enginn lif- andi maður heyrt nokkurn skapaðan hlut af þess- um tveimur mönnum í sambandi við vinnukraft, eða framleiðslu fyrirkomulag í landi voru — ekk- ert annað en það að þessi ferðalög herranna og umstang þeirra í þessu sambandi, hafi kostað landið um $250,000 — svona fór um sjóferð þá. Og svo höfum vér biðið og biðið, í þeirri von að þessi nýja samsteypustjóm mundi taka dug- lega í strenginn í þessu sambandi. Mundi láta það verða eitt sitt fyrsta verk að kanna liðið— þjóðarliðið, og vita hvað mörgum mönnum hún hefði á að skipa, og hvað marga menn hún þyrfti til þess að hinar þýðingarmestu atvinnugreinir landsins þyrftu ekki að líða fyrir manneklu. Menn geta sagt að þetta sé erfitt verk, og ef til vill er nokkuð til í því, en að það sé ókleyft er ekki til neins að segja, enda væri það sama sem að viður- kenna sig með öllu ófæra til þess, að framkvæma eitt af þeim sjálfsögðustu og nauðsynlegustu verk- um, sem lágu fyrir stjóminni og minsta töf þoldu. Oss er sagt að hún sé að hugsa um þessi mál, og ætli að sjá um að vinnukraftar framleiðandans verði ekki svo veiktir, að öllu sé ekki óhætt. En nú em eftir tveir mánuðir þar til annatíð byrjar, og oss vitanlega hefir enn ekki verið neitt gjört, til þess að sjá fyrir vinnukrafti, til þess að fylla þau skörð, sem orðið hafa í bænda- og búaliði við liðsöfnunina. Einu sinni—það var nú reyndar um kosninga- leitið—var oss sagt af hermálaráðherranum, að það væri ekki meiningin að herskylda bændur né bændasyni, vegna þess að þeir væm þarfari menn við framleiðslu sína heima, eða að minsta kost> eins þarfir þar og á vígvellinm. Eins og mönnum er nú kunnugt, hefir reynslan orðið alt önnur Bændur hér í Manitoba, hafa verið skildir eftir alveg berskjaldaðir í mörgum tilfellum. par sem tveir og þrír bændasynir á bæ hafa náð lög- aldri, þá hafa þeir ailir verið teknir í herþjónustu, og foreldrarnir staðið svo uppi ráðþrota með bú og búpening. Vér bendum ekki á þetta, af því að vér séum að telja úr uppkomnum bændasonum að fara í stríðið, og ekki heldur til þess að halda á lofti óorðheldni Bordenstjómarinnar, heldur af því að þessi aðferð, ef henni er haldið áfram, verð- ur ekki einasta til þess að hefta, heldur til þess að eyðileggja framleiðsluna á stórum svæðum — og sá framleiðsluspillir verður aftur til þess, að forðabúr sjálfra vor og líka samherja vorra verða tóm. Oss er sagt, að kvenfólkið eigi að fylla eyð- urnar, sem verði við burtför framleiðendanna í stríðið; en slíkt er af þekkingarleysi talað. Hvem- ig eiga óvanar bæjarstúlkur að taka að sér verk karlmanna við landvinnu, sem þær hafa aldrei séð, og kunna ekkert að? Hvemig eiga þær að gjöra verk fiskimannsins, sem um hávetur, í grimdar frosti langt frá mannabygðum, er við veiðar sínar ? pað er með öllu ómögulegt. — Takið þá sjálfa í burtu og netin verða hengd upp í hjall og fiski- báturinn settur í naust. Oss er sagt, að hér séu þúsundir af vinnu- færum mönnum, sem frá óvinalöndum hafa flutt inn í þetta land, og það er satt. peir baða hér í rósum, af því þeir eru þaðan komnir. Menn, sem lifa á hveiti og hunangi, af því þeir eru ekki þegn- ar þessa lands, menn, sem gleðjast yfir hverjum ósigri, sem hermenn vorir bíða, yfir hverri fylk- ing af liði voru sem er rofin, hverju skipi sem sökt er, hverjum vonameista sem deyr.— pessir menn, sem bjóða hverjum þeim sem upp á þá er kominn byrginn, gjöra það sem þeim sýnist. peir fara og koma að vild, hvemig sem á stendur, og krefjast margfalds kaupgjalds fyrir illa unnið verk. Hvemig eigum vér að treysta þeim fyrir framleiðslu vorri? Ef vér þyrftum að eins að sjá fyrir sjálfum oss, væri þessi aðferð ekki ómöguleg, þótt hún sé ekki heldur í því tilfelli álitleg. En skyldan nær nú lengra en til sjálfra vor, — nær út yfir hafið, þaðan sem áskorarimar koma um meiri framleiðslu—meira brauð. pangað sem bræður vorir og systur eru þreyttir og þjakaðir af vistaskorti — þangað sem hermenn vorir berj- ast fyrir frelsishugsjónum vorum við grimma og heiftarfulla fjandmenn, á vígvellinum, þar sem framtíðarörlögum vorum verður ráðið til lykta,— þangað nær skyldan, skylda vor til þess að styðja þá í sókn þeirra og vörn, skylda vor að sjá þeim fyrir daglegu brauði. En hvað gjörir stjómin? Já, hvað gjörir Ottawa-stjómin, til þess að gjöra þetta mögulegt? Hún hefir að vísu gengið all-vel fram í því að fá menn í herinn—herskyldað menn. Og er síður en svo, að vér höfum neitt á móti því, ef sanngjamri aðferð er beitt. En þá virðist líka upp talið. pað er sú eina hlið þessa máls, sem hún hefir látið sig varða enn sem komið er. Ekki er þó sanngjamt að segja, að hún hafi látið framleiðsjumálið alveg afskiftalaust. Hún hefir, eins og kunnugt er, takmarkað verð fram- leiðanda á ýmsum greinum framleiðslunnar, t. d. á hveiti og fiski sem, þrátt fyrir góða meiningu, hvorttveggja fer í áttina til þess að hamla fram- leiðslu, í stað þess að auka hana. Ef hámarks- verð er sett á eina vörutegund, þá þarf líka að setja hámarksverð á vörur þær, sem nauðsynlegar eru, til þess að framleiða þá vörutegund. Til dæm- is, ef hámarksverð er sett á hveiti bænda, þá þarf líka að setja hámarksverð á akuryrkjuverkfæri, og ef hámarksverð er sett á fisk, því þá ekki að setja hámarksverð á net og önnur tæki, sem nauð- synleg eru til fiskiveiða? Um akuryrkju verkfæri er það að segja, að þau eru nú orðin svo dýr, að það er frágangs sök fyrir fátæka bændur að kaupa þau. Og þar sem nú eru víst fleiri fátækir bændur í þessu landi heldur en ríkir, þá er auðsætt að framleiðslan hjá þeim getur ekki aukist, til neinna muna; allra síst ef þeir missa frá sér vinnukraftana líka. Eg býst við að menn segi að þessi verðhækkun sé eðlileg afleiðing af stríðinu, að efni og verkalaun hjá þeim, sem búa verkfærin til, hafi hækkað svo í verði, og að sjálfsögðu er það rétt að nokkru leyti. En að sú verðhækkun sé svo mikil, að hún ein hafi gjört það að verkum að verkfærir þurfi að vera helmingi dýrari nú en þau voru 1914, því eigum vér erfitt með að trúa. Nú á tímum er siður að rannsaka alla skapaða hluti. Gaman væri, og máske gagnlegt líka, ef Ottawastjórnin vildi komast eftir því, hvort vinir hennar í Austur Canada, sem búa til þessi akuryrkjuverkfæri, kæmust ekki af með ofurlítið minni ársarð, en þeir nú hafa, og hvort þeir ekki stæðu sig við að lækka söluverðið á þessum nauð- synja verkfærum, að minsta kosti á meðan stríðið stendur yfir, sem svarar verndartolli þeim, sem lagður er á öll innflutt akuryrkjuverkfæri þeirra vegna og sem nemur um 25% af söluverði. Ef stjóminni er að nokkru ant um komframleiðslu í Canada, þá gæti hún að minsta kosti stuðlað að því, að þessir fáu menn, sem hafa tilbúning á ak- uryrkju verkfæmm með höndum í Canada, stæðu ekki sem þrepskildir í veginum fyrir framkvæmd- um og framleiðslu í landinu á þessum alvarlegu tímum. Greifi Ki Kurjiro Ishii Við gröf Washingtons. “f nafni míns virðulega þjóðhöfðingja,—hins japanska keisara —, og í umboði þeirra allra er frelsi elska og honum lúta, stend eg hér á þessum helga stað. Ekki til þess að prísa nafn Washing- ton, því við lof þess kann eg engu við að bæta. Eg vil að eins votta hjartfólgna þökk þjóðar minnar. Washington var ameríkani, en Ameríka, eins sterk og voldug og hún er, og viss í sinni fram- tíðar von, á ekki lengur ein þetta ódauðlega nafn. Washington er nú eign alls heimsins. í dag er hann eign allra manna. Af því koma menn frá yztu takmörkum heimsins hingað til þess að heiðra endurminninguna um hann og leita styrkt- ar við þessa gröf, þeim hugsjónum, sem hann helgaði líf sitt. Japan vill vera í þeirra tölu, og meiri vilja en hin japanska þjóð til þess að sýna lotning og virðing hefir enginn. pað er engin merkjalína á milli hins austræna—foma og hins vestræna— nýja. Hins vestræna, sem er svo breitt og hátt að hvorki hjarta né heili fólks vors fær skilið. pað er því í alla staði viðeigandi að menn, sem meta og enska frelsi og réttlæti betur og meir en sitt eigið líf — menn, sem skilja hvað meint er með orðinu drengskapur — leiti til þessa helga staðar, og hér við þennan dánarbeð vígi sjálfa sig til þjónustu meðbræðra sinna. pað er viðeigandi nú, þegar heimurinn leikur á reiðiskjálfi og stunur mannanna ber ast að eyrum vorum svo að segja úr öllum áttum, fyrir samverkamenn í þjónustu kærleikans að koma saman á þessum stað, og endurnýja heit- strenging sína um sameiginlega að styðja hug- sjónir réttlætis og drengskapar og skiljast aldrei að þar til heimurinn hefir verið frelsaður undan yfirráðum heiftar og harðstjómar. pað er Japan mikið gleðiefni að mega standa við hlið samherja sinna og styðja að því að hið góða málefni vinni sigur. Og hér við hvílurúm Washington vill hin japanska þjóð endurtaka þann ásetning sinn að reynast trú málefni því og hug- sjónum, sem vér nú berjumst fyrir, og ákveðin í því að leggja sig og alt sitt fram til þess að í heim- inum megi ríkja frelsi, réttlæti og varanlegur friður. f umboði þjóðar minnar og í djúpri lotningu legg eg þessi blóm á leiði Washington, og þegar eg gjöri það, þá er það mitt hlutskifti, sem mér er ljúft að leysa af hendi, að endurtaka fyrir hönd þjóðar minnar, að hún er fastráðin í því, að víkja aldrei frá þeim grundvelli frelsis og mannréttinda, er gjörði nafnið Washington ódauðlegt.” f Senati Bandaríkjanna. “Eg vil fullvissa yður um það, herrar mínir, að þjóðar og þjóðemislegar hugsjónir Japana, eru í öllum aðal-atriðum mjög líkar yðar eigin. Við hugsum um þjóð vora eins og stórt heimili, tengda saman af afli óhindraðrar framþróunar, en ekki sverði, eða hnefa harðstjórans. Vér köllum þetta afl, sem gagntekur oss þegnhollustu við keisara vom, og við heimili vor. Eins og þjóðemis hug- sjónir yðar ameríkumanna eru frelsinu vígðar, og fána landsins yðar trygðar. pessar tvær lífseinkunnir, þegnhollusta og frelsisþrá, eru þær ekki eitt og hið sama? Em þær ekki sprottnar af sömu rót? Af einlægri löngun til þess að reynast því sannasta sem í sjálfum oss er trúir, og því bezta og háleitasta, sem vér þekkjum. pér eigið rétt á að vera frjáls- ir Amerikumenn, vér Japanar. En hinn sameigin- legi óvinur vor, er ekki ánægður með slíkt frelsi, hvorki þjóða né einstaklinga. Hann vill þvinga alla til að vera þjóðverja líka.” Smáþjóðir. Grolier félagið í New York er að gefa út nýja veraldarsögu, og í mjög ítarlegum formála, sem Bryce greifi, fyrverandi sendiherra Breta í Banda- ríkjnum hefir ritað, farast honum svo orð um verkefni smáu þjóðanna: “Að fara mörgum orð- um um menningarskerf þann, sem smáþjóðimar hafa lagt heiminum til er óþarft, því öllum mönn- um, senj mannkynssögunni eru kunnugir er það Ijóst, að verk sumra smáþjóðanna á því svæði, er óendanlega miklu meira virði, heldur en sumra þeirra, sem stærri eru, og sagan hefir valið veg- legri sess. Gyðingaþjóðin er óhrekjandi dæmi upp á það, að áhrifin eru ekki undir höfðatölunni komin. Og þegar eg hugsa um smáþjóðir nútímans, þá minnist eg íslands fyrst. íslenzka þjóðin er miklu mannfærri, heldur en Gyðingar nokkru sinni voru, þeir hafa aldrei verið fleiri en sjötíu þús- undir. Á eyju búa þeir lengst úti í reginhafi, langt frá Evrópu, sem þeir eiga ætt sína að rekja til, og frá Ameríku, sem þeir landafræðislega til- heyra. Hefir samband þeirra við útheiminn því verið af skornum skamti. Samt er saga þessarar merkilegu þjóðar, frá því þeir fluttu frá Noregi 874, og þar til að lýðveldið íslenzka leið undir lok 1264, einkennileg og lærdómsrík, og að sumu leyti algjörlega einstök í sinni röð. Bókmentimar, sem þessi fámenna þjóð hefir framleitt, eru vissulega þær eftirtektaverðustu fomaldar bókmentir, sem nokkur nútíðar þjóð héfir framleitt. pær hafa meira bókmentalegt gildi heldur en bókmentir pjóðverja, eða Rómverja, Finna eða Slavneska flokksins eða Kelta. Samt hefir evrópiska sag- an svo að segja gengið fram hjá íslendingum og bókmentir þeirra eru svo að segja óþektar utan skandinavisku landanna, og þó hefir þessi gáfaða þjóð búið á sinni afskektu eyju frosts og funa í meir en þúsund ár. próttur smáþjóðanna liggur meir í tilfinninga- Mfi og mannviti heldur en í stríði, stjómfræði eða verzlun. En áhrif þau, sem heilbrigt, þróttmikið og skapandi hugsanalíf í bókmentum, heimspeki, trúarbrögðum og vísindum hefir, eru einmitt þau áhrifin, sem sagan á að sundurliða, halda á lofti og flytja. pau mega ekki vera bundin innan tak- marka þess lands, sem framleiddi þau — þau lifa þótt kynslóð sú sem framleiddi þau deyi, og ganga í arf til einstaklinga og kynslóða á komandi árum. Og svo eru menn á meðal vor Véstur-fslend- inga, sem óákveðnir eru í því, hvort vér eigum að leggja rækt við þessa vora dýrustu perlu eða kasta henni—í sjóinn. SÁRSAUKI. Eftir Dr. Frank Crane. Sársaukinn er dulrænn stormur, sem þýtur í insta blóm-limi sálarinnar. — Hann er spjótið, sem snertir sjálfan kjarna æfi-undanna. Hann er leyndardómsfullur þröstur, er syngur um geig- fegurð tilverunnar. Hann er stórviðri, sem veldur hinum dynjandi þrumum, — elding, sem leiftrar yfir ónumdum löndum meðvitundarinnar. Kjarni allra trúarbragða, alla leið frá Budda- trúnni og niður til hinna margvíslegu kvísla krist- indómsins, er ávalt sá, að ráða fram úr gátum þjáninganna. Sorgin er lífæð tilbeiðslunnar. Aðal-hlutverk mannsins, er það, að halda beint upp brautina þá, sem liggur frá hinu rudda- lega og ófagra, upp til sigurhæða andans. — Sársaukinn, er þrítugur hamar, sem maðurinn verður að klífa. í augum heimspekingsins, er sár- saukinn hvorki blessun né bölvun, heldur að eins tækifæri, gefið manninum; sem eins og alt annað, sé hvorki ílt né gott í sjálfu sér, heldur stjómist eingöngu af sálinni er yfir því á að ráða. Hinn sanni maður, leitar eigi sársaukans með meinlæta lifnaði og pyndingum, eða með því að af- neita sjálfum sér; hvorki miklast hann af honum né heldur vill láta telja sig píslarvott. Innihald sársaukans er honum dýrmætara en svo. Hann tekur honum með karlmensku; því annars mundi hann eigi geta litið framan í nokkum mann — allra síst sjálfan sig, án fyrirlitningar. Og geti hann fyrir áhrif sársaukans, náð takmarki dreng- skapar og hreinleiks, þá telur hann sigurinn hafa verið auðfenginn. Mannfélagið skiftist í flokka — göfuga menn, og auðvirðilega, mikla menn og lítilsiglda. Göfugar og miklar eru sálir þeirra manna, sem lært hafa fullkomna sjálfstjóm. Og fyrsta stigið til sjálfstjómar verður það, að læra að bera sárs- aukann með hugprýði. pessir menn auðgast við þjáningamar, að fegurð og andlegum krafti. Aftur á móti verður sársaukinn hinum auðvirðilegu og lítilsigldu, lífsins stærsti ósigur; þeir verða þrjósk- ir, harðbrjósta og jafnvel ógeðslegir. — Allir menn þrá hamingju, en fyrsta og æðsta leiðin til varanlegrar hamingju er sú, að skilja sársaukann rétt. pað verður því ein æðsta list lífs- ins, að sætta sig við sársaukann og læra að skilja boðskap þann, er hann hefir að flytja. Sársaukinn er eilífs eðlis, aflvaki eilífra fyrir- skipana. í skjóli sársaukans, spretta hin fegurstu blóm mannlegs anda — hugprýði, sjálfsstjóm, þolin- mæði og andlegur styrkur. pér getið aldrei metið gildi sársaukans rétt, fyr en þér lærið að skilja þann mikla sannleika, að tilgangi lífsins verður eigi náð, með hinum ytri þægindum einum, og að sársaukinn, er eilífur skóli manndóms og mikilleiks pegar þér hafið lært að meta gildi sjálfstjóm- arinnar, lært að meta laun sjálfsfómarinnar, for- réttindin, sem lífið veitti yður í ástinni, sæluna, sem fólgin er í trúnni — sáttmálanum við lífið, þá fyrst getið þér metið gildi sársaukans, þá munuð þér tæma hinn beizka bikar með djörfung og þakka dýrðarinnar guði fyrir hið volduga lækn- islyf; — þakka guði fyrir að hann vildi eigi að mennirnir stæðu í stað, lítilsigldir og smáir, drukn- andi í hversdagsnautnum, heldur skyldu þeir verða göfugar, sterkar hetjur, hugdjarfir stríðsmenn í baráttunni upp á við, þangað sem alt líf stefnir. THE DOMINION BANK STOFNSETTUK 1871 HöfuðstóU borgaður og varasjoour .. $13.000,000 Allar eignir................. $87.000.000 Bankastörf öll fllött og saravizkusamlega af hendi leyst. Dg áherzla lögð á að gera skiftavinum sem þægilegust viðsklftin. Sparisjóðsdeild, Vextlr borgaðir eða þeim bætt við innstæBur frá $1.00 e8a meira. tvisvar á ári—30. Júní og 31. Desember. 384 Notre Dame Branch—W. M. HAMILTON, Manager. Selklrk Branch—F. J. MANNING, Manager. NORTHERN CROWN BANK Höfuðxtóll löggiltur $6,000,000 Höfuðstóll greiddur $1,431,200 Varasjóðu...... $ 920,202 President - - - - - Capt. WM. ROBINSON Vice-President - - JOIIN STOVEL Sir D. C CAMERON, K.C.M.G. W. R. iSAWT.F E. F. HUTCÍUNGS, A. McTAVISH CAMPBELL, GEO. FISHER Ailskonar bankastörf afgreidd. Vér byrjum relkninga vl8 elnstakllnga eSa félög og sanngjarnir skilmálar vétttir. Avlsanir seldar til hvaSa staBar sem er á Islandl. Sérstakur gaumur gefinn sparlrJóBsinniögum, sem byrja má me8 1 dollar. Rentur lagSar vi8 á hverjum 6 mánuSum. Manitoba-þingið. Hagur bænda. Eg vildi leyfa mér að benda á, að þrátt fyrir dýra peninga, lánaði fylkið $500,000 til bænda til þess að kaupa útsæði fyrir, á 5%. Lán þetta var veitt með því skilyrðí, að allir peningamir á- samt vöxtum væru borgaðir til baka 30. nóv 1917, og er mér það mikið gleðiefni að geta sagt, að 2. janúar 1918, þegar fylkið þurfti að borga lán þetta til baka, iþá höfðu bændur borgað inn $483,000 og síðan hvert einasta cent. Sama er að segja um peninga þá, sem vér lánuðum til þess að kaupji geld gripi, þeir hafa allir borgast til baka, utan eitt lán, sem enn er ógreitt. petta fyrirtæki hefir hepnast vel, og mjög mikill hagur, bæði beinn og óbeinn, af því orðið. Kostnaður sá, sem vér höfum haift í sambandi við þetta lán, nemur $4,600 og mun enginn telja það eftir. Án þess að fara lengra út í þessi f jármál, vil eg skýra frá að við enda þessa fjárhags árs voru eignir fylkisins $34,000,000 meiri en skuldimar. Starfsrækslu reikningur. Áður en eg skýri frá hinu fjárhagslega ástandi, eins og það var við áramótin, vildi eg mega benda á eftirfylgjandi atriði. f fyrsta lagi hafa öll skuldabréf, sem viðlagasjóðurinn hefir keypt, gengið til þess að minka talsímaskuldina. pau em að upphæð $455,530. f öðru lagi vildi eg benda á, að áður en fjárhagsárið var liðið auglýstum vér, eins og vér höfum áður gjört, að ef einhverjir hefðu kröfur fram að færa á hendur fylkinu, þá skyldu þeir gefa sig fram innan 30 daga frá þeirri auglýsing. Allar slíkar kröfur, sem á rökum eru bygðar, höfum vér borgað, nema eina, sem nemur $17,000, og er hún sýnd á jafnaðarreikningnum sem óborguð. f þriðja lagi höfum vér reiknað alla vexti upp að þeim degi, sem vér lokuðum bókum, og færðum það til inntekta aðeins, sem þá var fallið í gjalddaga. Sama er að segja um allar inntektir, sem fyrir fram hafa verið borgaðar, vér höfum aðeins reiknað þann part, sem oss bar fyrir þetta liðna fjárhagsár. Vér höfum heldur ekki tekið með í reikninginn tillög, sem einihver lítill partur af mætti teljast til fjárhagsársins. pessar þrjár upphæðir gjöra $550,000. í fjórða lagi eigum vér útistandandi tekjur eins og fylgir, sem vér höfum heldur ekki tekið með í reikninginn. Vextir af verðbréfum fyrir skólalönd.................$551,122.00 óborgaðir vextir á fylkislanda verðbréfum............ 334,445.00 Útistandandi í sambandi við dánarbú.................. 278,178.00 Inntektir óborgaðar í lok fjárhagsársins ..........$1,133,745.00 Eg vildi benda á að vér höfum áett í útgjalda dálkinn öil út- gjöld, sem á oss hafa fallið á árinu, en slept úr þeim reikningi allri þessari upphæð. Tekjuhalli. Mætti eg minna hina heiðruðu þingmenn á að áætlanir vorar í fyrra sýndu að líklega mundi verða sjóðþurð á þessu ára, sem næmi $250,000. Eg get samt sagt frá því nú, að þrátt fyrir það, þótt vér höfum ekki reiknað oss neitt til inntekta nema peninga, sem inn hafa komið á fjárthagsárinu, þá er tekjuhallinn að eins $184,175. Eg vil minnast með einu orði á sjóðþurðir. pessi er sú þriðja í röðinni síðan vér komum til valda, og nema þær allar til samans $532,271, en eg vildi mega benda á, að þessar sjóðþurðir eru ekk- ert hættulegri en tekjuafgangamir hjá fyfirrennurum vorum. pví þó inntektir fylkisins hafi ekki með öllu getað ihætt útgjöldunum, þá samt höfum vér aldrei þurft að taka til láns til þess að mæta vanalegum útgjöldum, og er þá fylkið að engu fátækara. Eg vildi mega segja hér að þegar þessi stjóm segist hafa tekju afgang að liðnu fjárhagsári, þá verður sá tekjuafgangur í peningum á banka, sem fylkisbúar geta notað á hvem þann hátt, sem þeim bezt þykir. Útgjöld um fram inntektir. Áætlaðar tekjur fylkisins voru $6,665,000, en inntektimar á árinu urðu $6,348,000, mismunurinn varð því $317,000. í sam- bandi við auknar tekjur eru það tveir liðir sem vert er að minnast og það eru $100,000 frá jámbrautum og $80,000 auknir vextir af seldum skólalöndum. í sambandi við þann lið mætti eg segja, að vér fengum þá hækkaða frá 3% til 5%. Aftur hafa sumar tekju- greinar lækkað til muna frá því sem áður var, svo sem landeignar skrifstofur (Land Titles Office). Nálega fjórar miljónir í peningum. Eftirfylgjandi er skrá yfir peninga, sem eru í vörzlum stjóm- arinnar, sem hún fær 3%% vaxta af. Peningar í sameiginlegum sjóði...................$ 191,437.00 Peningar fyrir útsæði............................... 447,377.00 Peningar tilheyrandi opinberum byggingum.......... 1,473,806.00 Peningar hjá umsjónarmanni sveita................... 406,003.00 Pérstakir sjóðir.................................... 392,115.00 Alls $3,863,487.00 Peningarnir ávaxtaðir. f verðbréfum Manitobafylkis......................$1,000,000.00 íverðbréfum í vörzlum símanefndarinnar........... 250,000.00 Verðbréf í sambandi við dómsmáladeild fylkisins . . 50,000.00 Verðbréf í sambamdi við stríðslán................... 344,420.00 Skuldabréf Franklins-sveitar......................... 96,000.00 “ skóla......................................... 65,000.00 Emerson-bæjar............................. 24,315.00 Lánfélags bænda.......................... 100,000.00 Pipeston-bæjar............................ 18.010.00 fylkisins keypt inn...................... 455,530.00 Alls 2,403,472.00 sem er $471,371 meira en í fyrra. pað er vert að benda á, að þótt skuldir fylkisins hafi aukist um

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.