Lögberg - 21.02.1918, Blaðsíða 5

Lögberg - 21.02.1918, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. FEBRÚAR 1918 6 Kaupmannahafnar Þetta er tóbaks-askjan sem hefir aÖ innihalda heimsins bezta munntóbak. Munntóbak Búið tilúr hin- i um beztu, elstu, safa- mestu tó- baks blöðum, er ábyrgst að vera algjörlega hreint Hjá öllum tóbakssölum $5,000,000, þá höfum vér að því sama skapi keypt verðbréf, sem nema, með þeim peningum, sem vér nú höfum fyrirliggjandi $6,000,000, og vér munum áður þessu þingi lýkur, leggja fram frumvarp til laga um að fylkið haldi áfram slíkum verðbréfa kaup- um, þar til nóg hefir verið keypt til þess að mæta öllum skuldum fylkisins. pörf á meiri tekjum. Eg hefi áður minst á tekjuhallann sem orðin er, og að vér höf- um ekki þurft að lána peninga til að mæta honum. En nú eru þau tímamót komin að óhjákvæmilegt er að komast hjá, að auka inn- tektir fylkisins. Til þess að skýra þetta betur vil eg benda á, að fyrir tveim árum síðan höfðum vér peninga á banka, sem námu $962,000, síðan höfum vér orðið að nota þessa peninga til að mæta skuldum, og $109,000 meira, og á þann hátt byrjum vér þetta ár. pegar eg bið yður heiðruðu þingmenn að sjá fyrir meiri tekj- um, finst mér skylt að sýna fram á að sú beiðni sé réttlát og á rökum bygð. Eg geng út frá því, sem sjálfsögðu; að þér munið 3ýsa velþóknun yðar yfir því að þessi stjóm hefir tekið við byrðum þeim hinum þungu, sem hin fyrverandi stjóm lét eftir sig og get- að látið alt bera sig fram á þennan dag. Eg vil nú með nokkrum orðum minnast á auka álögur þær, sem vér höfum orðið að missa í sambandi við nýja löggjöf. pá er fyrst vínbannslöggjöfin við þá breytingu tapaði fylkið tekjum, sem námu........................$170,000.00 Kostnaður við að framfylgja þeim lögum............. 60,000.00 Samtals $230,000.00 Aukið tillag til skóla frá 65 oentum á hvem nemanda upp í $1.00 og hjálp til fátækra skólahéraða um $200,000, og svo margt fleira svo sem ekkna-stuðningssjóðurinn, verkamannaskrifstofan,heilsu eftirlits nefnd, vátrygging verkamanna, illgresis nefnd fylkisins, bændalánin, og lög um kaup á mjólkurkúm, ihafa kostað til sam- ans $200.000. f viðbót við þetta eru vextir af $5,000,000 láni á 5% sem er $250,000 og $110,000, sem nauðsynlegt er að leggja í vara- sjóð. pessar upphæðir gjöra til samans $1,000,000 og er þar ekki tekið tillit til verðhækkunar á öllum hlutum í sambandi við opin- berar byggingar fylkisins. Úrræði. Um nauðsyn þessarar löggjafar, sem hér að ofan hefir verið minst á, veit eg að enginn efast. Atriðið framundan oss er þá, að finna sanngjömustu og beztu aðferðina til þess að mæta þeim auknu álögum, sem þær hafa í för með sér. Engin launung er mér á, að það sem eg tel réttast til tekju- aukninga er útsvar sem byggist á tekjum, eða tekjuskattur, en af því að Sambandsstjómin hefir tekið upp þá aðferð, og vér viljum ekkert gjöra á þessum tímum, sem að nokkru getur komið í bága við framkvæmdir hennar á stríðinu, þá höfum vér horfið frá því að þessu sinni. þér munið að á síðasta þingi, var eg meðmæltur því að leggja skatt á allar skattgildar eignir í fylkinu, að upphæð 2 mills á hvert dollarsvirði. Aukaskattur þessi var í sambandi við þjóðræknissjóðinn, ekkert af þeim peningum hefir reiknast fylk- inu til inntekta. Vér höfum því komið oss saman um að fara fram á að skattur, sem nemur 1 miil á hvert dollarsvirði af skattgildum eignum í fylkinu, sé lagður á til þess að auka tekjumar, eins höf- um vér ásett oss að fara fram á að aukaskattur verði lagður á leik- hús, og óunnið land. Aftur hefir oss komið saman um að færa niður þjóðræknisskattinn úr 2 mills ofan í IV2, og í sambandi við hann biður stjómin um leyfi til þess að mega ábyrgjist þá upphæð sem til þeirra þarf og eins til líknarstarfsemi tii sex ára, en þó má sú upphæð, sem stjómin á þann hátt ábyrgist ekki vera meiri en skattfé það nemur, sem á er l&gt í því sambandi, og skulu allir peningar, sem stjómin á þennan hátt leggur fram endurborgast með áðumefndu skattfé innan sex ára. Tryggingarsjóður. Auðsætt er það hverjum manni að eigi er viturlegt að taka pen inga til láns ár eftir ár, án þess að gjöra einhverjar ráðstafanir til þess að mæta þessum lánum, þegar þau falla í gjalddaga. Eins og yður er kunnugt þá eru skuldir fylkisins $32,000,000. Vér leggjum nú í varasjóð 1/2 af 1 prósent af $10,000,000, sem fylkið tók til láns í Lundúnum, og sem gjörir $50,000 á ári, þessir peningar eru notað- ir til þess að kaupa inn skuldabréf vor,þegar þau falla í gjaddaga og á þann hátt höfum vér keypt inn skuldabréf, sem nema $455,500; þessi tryggingarsjóður er alt of lítill, en þótt svo sé, þá samt ætti að nota þessa peninga til þess að borga niður í allri fylkisskuldipni en ekki neinnri vissri upphæð. Á New York markaðinum höfum vér skuldabréf, sem nema $10,000.00. Nýlega hafa þau verið boð- in til kaups með verði, sem gefur kaupanda 8%. Vér þurfum að mynda sjóð til þess að geta keypt inn slik skuldabréf vor, þegar þau falla í gjalddaga, eða eru á boðstólum. Nú skal eg leyfa mér að benda á eitt þýðingar-mikið atriði í sambandi við fjármál fylkisins, atriði sem eg og aðrir mótstöðu- menn Roblinstjómarinnar lágu henni mjög á hálsi fyrir, og það var hvernig hún fór með landaeignir fylkisins og peninga þá, sem innkomu fyrir seld lönd, nú eru að eins eftir af þeirri miklu inn- stæðu fylkisins 45,000 ekrur af landi, og um $2,000,000 virði af sölu skírteinum sem flest eru í slæmu standi. Eg er s&mt ekki syo mjög að hugsa um þessi atriði hins liðna tíma. Eg er að hugsa um, að væntanlega í nálægri framtíð muni stjómin í Ottawa afhenda fylki þessu inneign í landi, sem nemur 26,000,000 ekra af landi, ásamt hinni annari náttúm auðlegð fylkisins, sem nú er í hennar höndum pegar fylkið fær umráð yfir þessum eignum sínum, þarf að vera búið svo um hnútana, að þegar það fer að hagnýta sér hana, þá verði það að eins vextimir af ihenni, sem gangi í hinar vana- legu tekjur fylkisins, en höfuðstóllinn sé varðveittur og ávaxtaður til þess að borga skuldir fylkisins, og til þess að byggja upp iðnað þess og framleiðslu. Að síðustu vil eg segja, að eg þykist þess fullviss að þér heiðruðu þingmenn, eins og líka alt fólk þessa fylkis, munuð hafa það á meðvitundinni að nú eru tírnar erfiðir, peningar hafa hækk- að stórum í verði, og líka að það er erfitt að fá þá, og líka að nú er ekki hægt að kaupa eins mikið fyrir hvern dollar eins og áður var, sökum ihækkunar á öllum vörum. pegar vér tökum tillit til alls þess, þá veit eg að þér emð mér samdóma um það, að stjóminni hefir tekist fram yfir allar vonir að mæta þeim breyttu og erfiðu kringumstæðum, og að stjómin verðskuldar fyrir það. eins og líka fyrir alla sína frammistöðu, viðurkenningu og trausts allra fylkisbúa. Einbúinn. pú ert með rótum rifinn burt ' og rúmið þitt er fent — aldrei verður að þér spurt og engra sára kent, — né verður bindi blóma sett á beðinn lága þinn, en hrafnagarg frá gráum klett er graf&rsöngurinn. Byrjaði vetur braginn sinn — en byrgið þitt varð hljótt. pað bjó ei neinn upp beðinn þinn og bauð þér góða nótt.. pá baðstu helju að birta dóm — því biðin var svo löng, þar hræsvelgur með hásum róm þér húskveðjuna söng. Nú harmar fuglinn horfinn vin, hann hafði’ um þetta dreymt — hann virðist syngja’ um visinn hlyn, er vorið hafði gleymt. Hjá kofa þínum kveinar grein, þá kaldan vetur hlær, en sálar þinnar síðsta vein þar syngur aftanblær. pú hefir bygt þér hæli traust og höggvið af þér bönd. Bar þinn knör í betra naust bylgja af kaldri strönd. Eg þreyti hug og þungan styn, hver þráðinn lífsins spann. Hefirðu sæti í höll hjá vin, eða höfga eilífann? R. J. Davidson. Dánarfregn. Laugardaginn þann 2. febrúar andaðist að Ninette Sanatorium, Man., Sigfús Jónsson, elzti son- ur hjónanna Mr. og Mrs. J. Jóns- son í Selkirk. Hinn framliðni var 28 ára að aldri; fæddur að AFARFALLEG MYND STŒKKUÐ 29c SERST0K SALA Komið með hvaða mynd sem er, póst- spjalds-mynd og Cabinet-mynd, og vér mun- um, meðan þetta tilboð stendur, stækka þær, svo þær verði 14 x 20. — Convex Portraite— brjóstmynda-stærð. Talsímapöntunum ekki sinnt, né pöntunum frá börnum. — petta fáheyrða stuttan tima. tilboð stendur aðeins Komið eins fljótt og imt er. THE HUDSON’S BAY CO. (Aðal-gólf) The Hudson’s Bay Co. WINNIPEG, MAN. sem heitir “The Litle Liar”. — Aðalleikendur eru George Dam- erel, Myrtle Vail, og Edward Hume. Mr. Damerel, lék hér í Winnipeg fyrir tveimur árum í leikriti, sem nefndist “Tempta- tion”, og dáðu menn leik hans þá all-mjög. Sömu viku gefst mönnum einn ig kostur á að heyra japanska söngkonu, Haruko Onuki, sem talin er hreinasti snillingur í sinni list; hún ber enska tungu fram prýðisvel. Einnig verða sýndir rússnesk- ir þjóðdansar, og fágæt æfintýri, sem allir hafa ánægju af að kynnast og horfa á. pá verða sýndar eins og að undanfömu hinar margbreyti- legu og fögru myndir úr hemað- arlífi Breta. Ketilsstöðum í Jökulsárhlíð í Norður-Múlasýslu 14. okt. 1889. Séra N. S. Thorláksson hélt húskveðju á heimili foreldra hins látna og flutti ræðu í kirkj- unni; einnig flutti séra Runólfur Marteinsson ræðu á ensku. Hinn framliðni var jarðsunginn í hin- um íslenzka lúterska grafreit í Mapleton á fimtudaginn 7. febr. af séra N. S. Thorlákssyni. pakkarávarp. Innilegustu þakkir til allra þeirra er á einhvem hátt sýndu okkur hluttekning við fráfall okkar ástkæra sonar, Sigfúsar Jónssonar, og heiðruðu útför hans með nærveru sinni og sendu blóm til að prýða kistu hans. — Einnig þökkum við af hjarta hinum mörgu vinum hans, er á ýmsa vegu sýndu honum góðvild í veikindum hans. Selkirk, Man., 12. febr. 1918. Guðlaug M. Jónsson Jón Jónsson. inu. — Enn þá einu sinni gefst Winnipegbúum kostur á að sjá hinn ágæta unga canadiska leik- ara Mr. Albert Brown í leiknum “The White Feathers”. Leikur- inn er stórmentandi jafnframt því, sem hann er óvenju skemti- legur. Geta menn af honum fræðst um hitt og þetta viðvíkj- andi stríðinu. Mr. Brown leikur aðal-hultverkið, enskan leynilög- reglumann, af mikilli snild. Fjóra daga í marzmán. 6.—10. verður Harry Lauder á leiksvið- inu, og kveður Winnipeg, áður en hann hverfur heim til Eng- lands, til þess síðar að syngja og flytja erindi á meðal hermanna á hinum ýmsu vígstöðvum. Orpheum. Næsta mánudag verður kými- leikur á Orpheum leikhúsinu, CANAOAt' FINESí ThEATEf' PESSA VIKU síðdegis á miðvikud. og laugard., verður þar Albert Brown og al- enskt félag í hinum mikla brezka stríðsleik The White Feather Vikuna sem byrjar 25. febrúar síðdegis á miðvikud. og laugard.. Verður þar þá hin fræga enska leikkona Phyliss Neilson-Terry og aðstoðuð af úrvals leikurum enskum, í alveg nýjum gleðileik “Maggie”. Sætasalan byrjar á föstudaginn Að kveldinu $2.00 til 25c Síðdegis $1.50 til 25c Oss vantar íslenzka menn og konur til atS læra rakara iðn. par eð hundr- uS af þessa lands rökurum verSa a8 hætta þeirrl vinnu og fara t herlnn, þeir verSa herskyldaSir. Nú er bezti ttminn fyrir þig aS læra g6Sa iSn, og komast t vel borgaSa stöSu. Vér borgnm yður gott kaup á meSan þér eruS aS læra. og útvegiim ySur beztu stöSu eftir aS þér eruB búnir, þetta frá $18.00 til $25.00 á viku. Eins getum vér hjálpaS ySur til aS byrja fyrir sjálfan ySur, meS mánaBar af- borgun; aSeins 8 vikur til náms. — HundruS Islendinga hafa lært rakara iSn á skóla vorum og hafa nú gott kaup, eSa hafa stnar eigin rakara stofur. SpariB járnbrautarfar meS þvt aS ganga á næsta sköla viS ySar bygSarlag. SkrifiS eSa komiS eftlr hár kvenna, t sköla vorum aS 209 Saskatoon. — Vér kennum lfka stm- ddn 15433 syB 3o ‘usi-'BIOAjjiCajq 'unjjj ókeypis bék. Hemphills Bnrber College 220 Paclfic Ave., Winnipeg. Pacific Ave., Winnipeg. tltibú I Regina, Moose Jaw, og Farþegjar með “Gullfoss” eru sagðir að vera þeir: Garðar Gíslason kaupmaður, John Fen- ger kaupmaður og Páll Stefáns- son frá pverá. Walker. Fólk er beðið að athuga vel auglýsinguna frá Walker leik- húsinu, á öðrum stað í hér í blað- Hog ? ,UI1 LDDSKINN Ef þú óskar eftir fljótri afgreiðslu og haesta verði fyrir ull og loískirn.tkriíið Frank Massin, Brandon, Man. Skrifið eftir verði og áritanaspjöldum. SÖLSKIN að vera við því búinn að deyja — í þínar þarfir — og að síðustu, herra minn — þegar kraftar mínir eru þrotnir og eg get ekki lengur þjónað í þínar þarfir — rektu mig þá ekki út á gaddinn til þess að svelta, og frjósa, — seldu mig þá ekki til ein- hverra óþektra harðstjóra, sem á tilfinningarlaus- ann hátt pína úr mér lífið, — taktu það á þann miskunsamasta hátt, sem þér er unt, — og það miskunarverk veit eg að guð þinn launar þér, bæði hér, og annars heims. Eg veit þér finst það ekki guðlast þótt eg biðji þig í nafni hans, sem sjálfur var í jötu fæddur. Seinasta nóttin. í vor, er hann hoppaði hreiðrinu frá, þar hlíðar iðgrænar lágu, og vorgolan lék sér um lautimar þá og lyfti undir vængina smáu. En þar sem hann söng þá sitt sætasta lag hann seinna við hríðarnar barðist og veikari og veikari dag eftir dag þar dauðanum hjálparlaus varðist. Og daginn hinn seinasta sjúkur hann var, en samt var hann löngum á stjái, en fann ekki á hjaminu fis eða bar né fræikom á nokkuru strái. í holuna sína, þó hún væri köld úr hríðinni loks var hann flúinn. Nú sá hann þar skyggja hið síðasta kvöld. Nú sá hann að vömin var búin. Og ekki var vón honum yrði nú rótt; með angist og pínandi kvíða hann hugsaði fram á þá hörmunganótt og hvemig hún mundi nú líða; en svefninn hinn líknsami loksins hann þreif og leysti frá sulti og hríðum, og auminginn litli þá syngjandi sveif að sumri og blómguðum hiíðum. Og þar var um brekkumar ununin ein, og alstaðar söngur og g&man, og sólin á fífla og fiðrildi skein og fuglagrös þúsundum saman. En fjúkið, sem hafði í holuna þrengst, það hreif hann úr draumsælu nætur. Nú vildi hann sofa, og sofa sem lengst, en sulturinn rak hann á fætur. Hann gætti þess varla hvert veðrið hann reif og vissi ekki hvert átti að halda, unz stormurinn aumingjann þróttlausa þreif og þirlaði um fönnina kalda. Hann lagði að sér vængina og lokaði brá; og loksins var helstríðið unnið, en hugurinn deyjandi sólina sá og sumar á hlíðamar runnið. Porstelnn Eiúlngsson. Úr Ijóðmælum Jónasar Hallgrímssonar. Snemma Ióan litla í lofti bláu “dírrindí” undir sólu syngur: “Lofið gæzku gjafarans, grænar em sveitir lands, fagur himinhringur. Eg á bú í merja-mó, börnin smá í kyrð og ró heima í hreiðri bíða; mata eg þau af móðurtrygð, maðkinn tíni þrátt um bygð. eða flugu fríða.” Jónas Hallgrímsson. Sólskinssjóður. Frá Red Deer, Alberta: Jóhann Sveinson..........................$2.50 Steinunn Sveinson........................ 2.50 Guðbjörg Sveinson........................ 1.00 Emily Sveinson..........y............... 1.00 Sigríður Sveinson........................ 1.00 María Sveinson........................... 1.00 Oddur Leo Sveinson....................... 1.00 Pacific Junction, Man.: Lilja Bjömsson . . ....................$ 1.00 Edward Bjömsson.......................... 1.00 Nú .............. $ 12.00 Áður auglýst .... 927.25 Nú alls ......... $939.25 Cherry og konungssynirnir þrír. Einu sinni var konungur , hann átti sér þrjá syni, sem honum þótti ósköp vænt um. Ekki langt frá konungsríkinu bjó gömul fátæk kona. Hún átti dóttur er Cherry hét. pegar konungs- synimir vom orðnir nokkuð stórir sagði kon- ungurinn við þá: pað dugar ekki fyrir ykkur að vera alla tíð heima, þið verðið nú að fara og sjá ykkur um í heiminum, svo þið getið orðið nýtir menn, þegar þið eigið að fara að stjóma þessu ríki, eftir minn dag”. Og svo fóru konungssynirnir á stað, þeir gengu lengi, lengi, þangað til þeir komu í dálitinn bæ. í þeim bæ átti Cherry og móðir hennar heima. Móðir Cherry vann í nunnu klaustri og Cherry var þar með móður sinni, hún var undur falleg stúlka með blá og blíðleg augu, og ljósbjart hár, sem lá niður um herðar. pegar konungssynim- ir komu inn í bæinn. gengu þeir fram hjá klaustrinu, og sáu Cherry, þar sem hún stóð við gluggann. peim þótti öllurn Cherry svo falleg, að þeir vildu afflir eiga hana fyrir konu. Og svo fóm þeir að rífast um það hver skyldi fá hana, því þeir gátu náttúrlega ekki allir átt hana. þeir gátu ekki með neinu móti komið sér saman seinast drógu þeir sverð sín úr sliðrum, og fóru að berjast og gjörðu mikinn skarkala. pá kom yfimunnan út, fokvond, og sagði að fyrst þeir létu svona þá vidi hún óska að Cherry væri orð- in að ljótum Froski. Og aumingja Gherry varð undir eins að stórum og ljótum Froski og skreið í burtu. En þegar hún hvarf konungssonunum þá hættu þeir að berjast og snem heim til sín aftur. pegar þeir komu heim, þá var konungur- inn faðir þeirra orðin veikur, svo hann vildi hætta við konungdóm. Hann kallaði þá sonu sína fyrir sig og sagði, eg er orðinn þreyttur, og gamall og vil því fara að láta af konungdóm. Eg hefi verið að hugsa um það hvem af ykkur eg ætti að gjöra að konungi eftir minn dag. Mér þykir jafnvænt um ykkur alla. En mig langar til að gefa þegnum mínum þann af ykkur sem er snjallastur, og bezt viti borin, fyrir kon- ung.Eg hefi því hugsað mér að leggja fyrir ykk- ur þrjár þrautir, og sá ykkar, sem getur leyst þær af hendi skal verða konungur”. “Og hverjar eru svo þessar þrautir?” “Sú fyrsta er að þér skuluð færa mér hundr- að álnir af klæði, svo finu að það komist í gegn um gullhringinn, sem eg hefi á hendinni”. Synir hans sögðu að þeir skyldu reyna. Tveir þeir eldri fengu sér marga menn, og mik- inn útbúnað, til þess að færa heim öll þau fín- ustu klæði, sem þeir gætu fundið. Sá yngsti fór líka, en hann fór einsamall og gangandi. peir fóru eftir veginum, þar til þeir komu að kross- götum, eiginlegu vom þær þrjár göturnar, sem lágu út af aðalveginum. Tvær af þeim lágu eftir sléttum grasivöxnum völlum, en ein yfir mishæðir og urðir. Eldri bræðumir, sem á und-

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.