Lögberg - 21.02.1918, Blaðsíða 7

Lögberg - 21.02.1918, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. FEBRÚAR 1918 7 Arsreikningur Jóns Sigurðssonar félagsins. Fjárhagsár Jóns Sigurðssonar félagsins endaði 31. janúar síðastliðinn. Fyrir hönd allra meðliima félagsins óskar stjórnin eftir að þakka bæði íslendingum í Winnipeg og útum landið fyrir þann ágæta stuðning, sem þeir hafa veitt félaginu á þessu umliðna ári. Við höfum móttekið pen- ingagjafir og vörur frá íslendingum fjær og nær, í ríkum mæli. Einnig hafa þeir hjálpað okkur með vinnu ýmiskonar, svo sem prjónaskap; allskonar hjálp í sambandi við samkomur og önnur fyrirtæki félagsins, o. fl. o. fl., sem of langt yrði að telja upp. í einu orði sagt: undirtektir þeirra hafa ávalt verið jafngóðar þegar félagið hefir leitaðar þeirra, og sýnir það, að þar sem íslenzku hermennimir eiga hiut að máli stendur peninga-pyngja ekki síður en hjarta hvers íslend- ings opin, því það hefir verið stærsta hlutverk félagsins þetta ár að senda glaðning öllum íslend- ingum, sem eru í hemum, sem það gat mögulega náð til. Má geta þess að böglar voru þeim sendir tvisvar þetta ár, síðastliðið vor og fyrir jólin. Miklar þakkir eiga ísienzku blöðin og prentsmiðjumar skilið frá oss, fyrir að hafa veitt okk- ur svo oft pláss í blöðum sínum fyrir auglýsingar okkar, og hafa þeir jafnvel prentað fyrir okknr endurgj aldslaust. Sama má segrja um íslenzku kirkjumar og bindindisfélögin, sem hafa góðfúslega lánað okk ur húspláss til að halda í samkomur okkar án nokkurs endurgjalds. Hér með fylgir yfirlit yfir ársreikninga félagsins. Yfirfór herra H. Páhnason bækurnar, góðfúslega, og eins og fyrri endurgjaldslaust. Hefir félagið tekið inn þetta ár um $2,400.00 auk rúmra $400.00, sem varið hefir verið til að kaupainn fyrir sölur og önnur fyrirtæki, og má sjá á yfirliti því, sem hér fer á eftir hvemig peningum þessum hefir verið varið. Yfirlit yfir ársreikninga Jóns frá 31. jan. 1917 til INNTEKTIR: 1. febr. Peningar í sjóði........$ 123.21 Ársgjöld meðlima ................$ 137.00 Aðalsjóður: Arður af samkomum söl- um o. fl.....,.........$1376.59 Kostnaður ................ 443.92 $932.67 Peningagjafir ............$ 409.42 $1342.09 Meðlimam., reglugjörðab. o. fl... 8.00 Sérstakir sjóðir: Til ísilenzkra hermanna “Silver Tea” ..........5 23.90 Peningagjafir ............ 503.80 Aðgöngumiðar fyrir Mac’s ' leikhúsið ............... 72.45 $ 600.15 Hjálparsjóður Belgíu ....$ 10.00 Uppgjafa hermenn ..........273.15 Rauðakross §jóður........... 5.00 “Women’s Tribute Fund”. 21.50 $ 909.80 $2520.10 Sigurðssonar félagsins. 31. jan. 1918. ÚTGJÖLD: Allskonar smákostnaður...........$ 73.55 Heiðursprjónar ..................... 53.75 “Women’s Tribute Fund” ........... 50-.00 Meðlimamerki, reglugjörðarb. o.fl. 8.80 Uppgjafa hermenn.........$ 130.05 Convalescent Home I.O.D.E 55.00 Jólasamkoma og jólaglaðn- ing fyrir ísl. fjölskyldur 180.04 Fangasjóður ................ 60.00 Ull....................... 162.84 Böglar sendir íslenzkum --------- hermönnum í Evrópu. . 1237.05 $1824.98 Gjafir til annara fyrirtækja: Belgíu sjóður............$ 10.00 Rauðakross sjóður........... 5.00 Kr.félag Ungra Manna . . . 15.00 Bókasöfn'fyrir skóla .... 18.00 “Söldiers Hospital Visiting Committee”................ 10.00 “Children’s Aid Society”. . 20.00 Halifax Relief Fund...... 25.00 $ 103.00 Peningar í sjóði uppgjafa hermanna 319.08 Peningar í aðal-sjóði ............... 86.94 $2520.10 Frá Gimli. pað var hér um daginn að eg stóð fram við dymar hér á hús- inu, sem að snúa fram að stræt- inu og horfði út um gluggann á hurðinni, út á hina mjallhvítu ísbreiðu á vatninu. J?á sá eg hvar lítill drengur nam staðar á göt- unni og fór að horfa svo gaum- gæfilega upp að húsinu og yfir það. Fyrst kom í huga minn hvort nokkuð mundi vera athuga vert við reykháfinn, sem þó var nýr og í alla staði ágætur, en fljótt slepti eg þeirri skoðun, en datt í hug af því að hann hafði skólatöskuna sína á bakinu, að honum myndi hafa verið sagt á skólanum að reyna að draga mynd af húsinu. Og gekk eg út til drengsins litla og heilsaði honum. Spurði hann mig þá: “Hvað er óskabam? Er það barnr, sem á óskastein ?” Nú datt mér í hug hvemig á athygli hans mundi standa. — Hann hafði heyrt þetta heimili, Betel, kallað óskabam, og að honum myndi ekki þykja þetta stóra og reisulega steinhús neitt svipað bami í laginu. “Já, góði minn!” sagði eg við drenginn. “óskaböm eiga oft óskastein, þannig að þau fá margar óskir sínar uppfyltar. Og óskabam guðs má kalla hvem þann mann sem að elskar guð, og er aftur elskaður af honum. En óska- barn mannanna er það að vera elskaður af þeim, og kunna að meta og virða elsku þeirra. Eng- inn maður getur elskað annan með sannri eisku, nerna að hann elski guð um leið. skilurðu þetta góði minn, eða leiðist þér ekki að hlusta á það?” sagði eg. “Nei, eg skil það og mér leið- ist ekkert að hlusta á það”, sagði hann og sýndist mjög rólegur. “Varstu að hugsa um hvort að þetta hús væri óskabam”, spurði eg. “Já, mér datt það íhug því eg heyrði mömmu segja það hér um daginn að gamalmennaheimilið væri óskabarn fólksins. Og svo heyrði eg það lesið í Lögbergi í fyrra”, sagði Björn litli (svo skulum viö kalla drenginn þó hann heiti það ekki). “Já það segir mamma þín satt að Betel er óskabam fólksins og það hefir fjöldi manns skrifað undir það með stórum og fögr- um gullpenna”, sagði eg. En Bjöm litli leit á mig stórum aug- um og sagði ekki neitt, samt gat eg séð það að einhverskonar spuming lá í svipnum, og datt mér í hug að það mundi vera við- víkjandi stóra gullpennanum, sem eg mintist á. Og gaf hon- um þannig skýringu: “Gull- penninn stóri og fallegi, sem menn bæði hér á Gimli og í grendinni og víðar hafa skrifað undir með og staðfest það að Gamalmennaheimilið sé óska- bam fólksins, hann (penninn) er kærleikurinn, en stafimir, sem penninn skrifar eru góð- verkin, sem gjörð em Betel. En blekið, sem skrifað er úr, er mögulegleikinn til að geta gert gott”. Skilurðu þetta, Bjössi minn?” sagði eg. “Já, Já, eg hefi gaman af því sagði hann. “pú hefir þá máske gaman af að heyra fáeina nefnda hér á Gimli, og í grendinni, sem þú þekkir og hafa skrifað með gull- pennanum sínum”. “Já, máttu vera að því ?” sagði hann. “Já, það vil eg fegin gera” sagði eg. “Fyrst skal nefna þau Mr. og Mrs. Halldór Kjenrested Húsavík P. O., sem stöðugt í tvo vetur hafa gefið hingað matar- byrgðir (ágætis skyr) svo nem- ur fleiri tugum dollara, Mr. Eggert Arason, Gimli hefir ný- lega gefið hingað á heimilið vænann kassa af ágætum fiski, Mr. Pétur Oddson hefir gefið nú nýlega heimiiinu sömu tegund (kassa af fiski) og einnig hefir Mr. S. Kristjárisson hér á Gimli gefið kassa af ágætum fiski, Mr. Kristján Einarsson frá Auðnum, Gimli P. O. gaf nú nýskeð 1 tonn af heyi, valið að gæðum. Einnig gaf fyrir nokkru síðan Mr. Guð- mundur felíasson, Árnes P. O. heilan kindarskrokk. Fyrir ekk- ert af þessu hefir verið send við- urkenning í blöðunum, sem þó einlægt er fögur regla, og brot á móti kurteisi og þakklátsemi ef hún er vanrækt. “Jæja, góði Bjössi minn! pess- ir hafa allir skrifað með gull- pennanum fallega og stóra, sem að guði þykir svo vænt um, og vill láta hvern mann eiga. Svo er það mamma þín, og svo u.arg- ar og margar konur hér á Gimli og í grendinni, sem að hafa svo oft skrifað með þessum penna. Skrifaði undir það, með allri að- dáanlegri breytni sinni, að óska- barn fólksins er Betel, þó þú Bjössi minn sæir engan bama- svip á húsinu. Og eitt skal eg segja þér enn, góði drengur. Ef þú einhverntíma kemur til Winnipeg og gengur fyrir fram- an Lögberg og Heimskringlu þá getur þú minst þess með öðru fleira, að þar eru mennimir, sem að eiga stóra gullpennann fallega og hafa með honum skrifað und- ir það að Betel sé óskabam. Frá því að Gamalmennaheimilið var til hafa eigendur beggja blað- anna sent hingað á heimilið ekki færrí en 8 blöð eða eintök af hvorutveggju Heimskrínglu og Lögbergi. Og er oft mikil til- hlökkun hér hjá okkur gamla- fólkinu þann dag vikunnar (fimtudag) þegar blöðin koma. Mundu þeir þá, sem að blöðin gefa, — ef þeir væm komnir sjálfir — sannarlega sjá að þeir væru að gera gott verk, skrifa með gullpennanum fallega og stóra”. pá er nú orðið kalt Bjössi minn. Komdu nú inn. Forstöðu- konumar vilja gera öllum eitt- hvað gott, og að allir fari glaðir og ánægðir á brott”, sagði eg. Bjöm litli þáði það, en sagði um-leið: “Má eg ekki leika mér við einhvem karlmann, eg lék í fyrra sumar við tvo af þeim og höfðum við svo gaman af því”. “Jú, þið megið eflaust leika ykkur, en komdu ekki miklum galsa í þá”, sagði eg. Andlitið á Bjössa varð alt svo hýrlegt, og hann hvarf, sem fljót ast inn um dymar, en þegar lítil stund var liðin, komu fætumir á fleygi ferð með það (andlitið brosandi útundir eyru) fram í ganginn aftur, og gamall maður áhugafullur á eftir honum. Bjössi hafði byrjað ballið strax. Gimli 8. febr. 1918. J. Briem. Skýrsla um Betel-samkomur í N. fslandi Herra ritstjóri. — Viítu gjcra svo vel og birta eftirfylgjandi skýrslu í blaði þínu, og um lcið að flytja mitt innilegasta þakk- læti til allra, sem á einhvem hátt hjálpuðu til að gera þessa ferð mína bæði arðberandi og mér til ánægju. Allstaðar hitti eg góðviljann, hjálpsemina og gestrisnina LÁTIÐ OSS SÚTA SKINNIN ÝÐAR Skinnin eru vandlega sú*uð og verkuð VÉR erum þaulvanir sútarar. ÁHÖLiD vor skara fram úr allra annara. VERK vort er unnitS af seftSum mönnum. VÉR höfum einn hinn bezta sútara i Canada. VÉR sútum hútSir og skinn, met5 hári og án hárs, gerum þau mjúk, slétt og lyktarlaus, og búum til úr þeim hvatS sem menn vilja. VÉR spörum ytSur penmga. VÉR sútum eigi letSur I aktýgi. VÉR borgum hæsta verö fyrir hútSir, gærur, ull og mör. SKRIPIH OSS BEINA IÆID EFTIR VERÐSKRA. w. BOURKE & CO. Dominion Bank 505 Pacific Ave., Brandon TAROLEMA lœkRar ECZEMA GylliniæS, geitur, útbrot, Kring- orm. kláða ög aðra húðsjúkdóma Læknar Kösuðskóf og varnar hár- fallii. 50c. Kjá öllum lyfsölum. CLARK CHEMICAL CO., 309 Somerset Block, Wlnnipeg Meiri þörf fyrir Hraðritara og Bókhaldara pað er alt of lítið af vel færu skrifstofufólki hér í Winnipeg. — peir sem hat'a útskrifast frá The Success Business College eru ætíð látnir setja fyrir. — Suc- cess er sá stærsti og áreið- anlegasti; hann æfir fleira námsfólk en allir aðrir skól- ar af því tagi til samans, hefir tíu útibú og kennir yfir 5,000 stúdentum ár- lega, hefir aðeins vel færa og kurteisa kennara. Kom- ið hvenær sem er. Skrifið eftir upplýsingum- SUCCESS BUSINESS CDLLEGE 'UMITED WINNIPEG, MAN. Wm. H. McPherson, Uppboðshaldari og Virðingamaður . . Selur við uppboð Landbúnaðaráböld, a.a- konar verzlunarvörur, húsbúnað og fleira. 264 Smith St. TalS. M. 1 781 heima. — J?að eina sem eg þarf að varast, er að það góða verði mér ekki til ills. Sérstaklega vil eg þakka kon- um þeim í Árborg og Viðir, sem seldu kaffið og með því stækk- uðu inntektarsjóð Betels um 40 dali. Og um leið verð eg að minnast þess, að nú eru Víðir- búar seztir í kaffidrykkju há- sætið. peir heltu kaffinu í sig — upp á líf og dauða — hvað sem það kostaði, þangað til þeir stóðu einum bolla hærra en Glen- boro búar. pá húrruðu allir sem gátu —en þeir voru fáir. Ekki er nú sigurinn stór, en heiðurinn er mikill. Vonandi að Glenboro búar taki það ekki of nærri sér. J?að gengur svona í lífinu — þessi í dag, hinn á morgun. Lengi lifi kaffikannan. Svo verð eg líka að geta þess, að nú hafa Elfros buar hrapað úr samskota,hásætinu og er það þung byrði að bera fyrir þá aum- ingjana, að vera sviftir bæði kaffidrykkjubeltinu og samskota heiðrinum. Nú sitja Riverton búar í sam- skota hásætinu, með hundrað og ellefu dollara kórónu á höfðinu, og verður líklega örðugt að hrinda þeim úr sæti. Alt af kemur einn öðrum meiri, stend- ur þar. Svo langar mig til að þakka Mikleyjar búum, og þeim sem hjálpuðu mér að komast þangað út. J?eirri ferð gleymi eg aldrei; þá varð eg svo frægur að aka 50 mílur á hunda-“traini” —enginn nema sá, er reynt hef- ir, veit hvað skemtilegt það er, að Mða yfir snjóinn, hálfsofandi í rúmi sínu, með fjöruga hunda fyrir framan sig og kátan “Conductor” fyrir aftan. J?eir sem langar til að ferðast á þessu sama “traini” skulu skrifa til herra Jens G. Johnson, Hecla P. O. Man. Svo leizt mér á Mikley, að þar hafi Guð skapað sæluríkan griða- stað fyrir mæddar sálir og lúin bein. Árborg samskot $52.95 kaffi- sala 18.55 als71.50; Geysir sam- skot $18.90; Riverton 111.35; Mikley $43.75; Víðir $55.00 kaffisala $20.15 als $75.15; gjöf frá Mrs. Sopher, Icelandic River $5.00 als$325.65. Ferða- kostnaður $65.25. Hreinn ágóði $260.40. Olafur Eggertsson. VÍNNAUTN KVENNA ÁfNGLANDI Drykkjuskapur meðal kvenna á Englandi hefir minkað mjög síðan stríðið hófst. Árið 1914 voru 700 konur dæmdar í fangelsi fyrir ofnautn áfengis á Englandi, en 1917 voru þær að Alt verðlauna smjör erbúið til úr liímdsor ff Dalry I If&ss Sa.lt TME CANADIAN SALT CO, LIMITEOj-, Silvur PLATE-O fágun Sillurþeicur um leið. Lætur silfur á muni, i sta8 þess atS nudda þa8 af. PaS lasfærir alla núna bletti. NotaSu þaS á nikkel hlutina á bifreiS þinnL Liitlir á 60 cent Stórir á 80 cent Winnipeg Silver Plate Co., Ltd. 136 Rupert Street- The Seymour House John Baird, Eigandi Heitt og kalt vaín 1 öllum Kerbergjum Fæði $2 og $2.50 á dag. Americ- an Plan. Tals. G. 2242. Winnipeg ALVEG NÝ og UNDRAVERÐ UPPFUNDING Eftir 10 ára erfiSi og tilraunir hefir Próf. D. Motturas fundiS upp meSal búiS til sem áburS, sem hann ábyrgist aS lækni allra verstu tilfelli af hinni ægilegu. GIGT og svo ódýrt aS allir geta keypt. Hvers vegna skyldu menn vera aS borga læknishjálp og ferSir I sérstakt loftslag, þegar þeir geta fengiS lækn- ingu heima hjá sér. PaS bregst al- drei og læknar tafarlaust. Verð $1.00 glnsið. Póstgjald og herskattur 15 cent þess utan. Einkaútsólumenn MOTTURAS LINIMENT Co. WINNEPEO P.O. Box 1424 Dept. 9 JOSIE & McLEOD Gera við vatns og hitavélar í|hú8um. Fljót afgreiðsla. 353 Notre Dame Tals. G. 4921 Brown & McNab Selja í heildsölu og smásölu myndir, myndaramma. Skrifið eftir verði á stækkuðum myndum 14x20 176 Carlton St. Tals. ^ain 1367 Williams & Lee Reiðhjól og bifhjóla stykki og á- höld. Allskonar viSgeröir. Bifreiöar skoöaöar og endurnýjaö ar. Skautar skerptir og búnir til eftir máli. Alt verk gert meö sann- gjörnu veröi. I 764 Sherbrooke St. Horni Notre Oame Whaleys blóðbyggjandi lyf Vöriö er komið; um það leyti er altaf áríöandi aö vernda og styrkja líkamann svo hann geti staðið gegn sjúkdómum. Það verður bezt gert meö því aö byggja upp blóöið. Whaleys blóöbyggjandi meöal gerir það. Whaleys lyfjabúð Horni Sargent Ave. og Agnes Sá. eins 188. ~Kvenfólki því, sem að iðn aði vinnur fjölgaði á sama tíma um 1,500,000, og kaupgjald þeirra jókst nálega um biljón dollara. En á sama tíma minkaði vín- nautn þeirra um 73%. Aðal- ástæðan fyrir þessu virðist vera takmörkun á nautn sterkra vín- tegunda, og sú hin mikla alúð, sem lögð hefir verið við að koma upp veitingastöðum, þar sem ekkert áfefngi hefir verið haft uni hönd, og svo hefir vista um- sjónamefndin hagað svo til, að áfefngi í smáskömtum má ekki selja, nema þær tvær klukku stundir, sem aðalmáltíðir eru haldnar, og hefir það komið í veg fyrir að konur drykkju á opinberum stöðum bæði á morgn- ana, og eins eftir miðjan daginn. Einnig hefir aðal umsjónar- nefnd velferðarmála látið setja á stofn matsölubúðir, nálægt öll- um verkstæðum, sem stjómin á yfir að ráða, og eins við bryggj- ur og lendingarstaði, og með því unnið mjög þarft verk til þess að útrýma þessum vo-gesti mann- félagsins—víninu. Dr. R. L. HURST, Member of Royal Coll. of Surgeona, Eng., útskrifaBur af Royal College of Phyaiclans, London. SérfræSlngur 1 brjóst- tauga- og' kven-sjúkdómum. —Skrifst. 306 Kennedy Bldg, Portage Ave. (á móti Eaton’s). Tals. M. 814. Heimill M. 2G96. Timi til viStals: kl. 2—6 og 7—8 e.h. Gigtveiki. Fullkomin heimalæknlnic. Voriö 1893 fékk eg mjög illkynjaBI vööðva bölgu og gigt, eg þjáCCIst stötJC ugt í þrjú ár. eins og þeir vita bezt, sem sllkan sjúkdóm hafa. Eg reyndi hvert meCaCIitS & fætur öðru, og hvern læknirinn eítir annan, en batinn var ávalt skammvinnur. Loksins náöi eg í metSðalitt sem dugði, og síððan hefi eg aldrei orðið var við þennan ófögnuð. Eg ráðlagði fjölda af vinum mínum að nota þennan læknisdöm, og allir lækn- uðuðst á svipstundu. Eftir að þú hefir notað meðalið, muntu viðuðrkenna það hið eina óyggjandi vlð gigt. Þú getur sent einn dollar ef þú vilt. en þú skalt vita, að vlð kærum okkur ekki um pen- ingana, nema þú sért fullkomlega á- nægður. Annað væri rangt. — í»vl að þjást lengur, þegar áreiðanleg læknis- hjálp fæst kostnaðarlaust? Dragðu það ekki á langinn. Skrifaðu strax 1 dag. MARK H. JACKSON No. 458 D Gurney Bldg., Syracuie, N.Y. Mr. Jackson er áreiðanlegur. Ofan- ritað vottorð satt. > Dr. B. J. BRANDSON Office: Cor. Sherbroeke & William Tblephonk oarrv 380 Office-Tímar: 2—3 Heimili: 778 Victor St. Tki.kphonk oarry 381 Winnipeg, Man. Vér leggjum sérstaka áherzlu á aS selja meSöl eftlr forskriftum lækna. Hin beztu lyf, sem hægt er aS fá, eru notuS eingöngu. pegar þér komlS meS forskriftina til vor, meglS þér vera viss um aS fá rétt þaS sem læknirinn tekur tll. COLCLETTGH & CO. Notre Dame Ave. og Sherbrooke St. Phones Garry 2690 og 2691 Glftingaleyílsbréf seld. Dr. O. BJ0RN60N Office: Cor, Sherbrooke & Wiliiam Thlephonk, garrv 326 Office-tímar: 2—3 HKIMII.lt 764 Victor at.eet ÚILRPHONKl OARRY T63 Winnipeg, Man. . Dr J. Stefánsson 401 Bpyd Building C0R. P0RT/\CE AVE. & EDMOflTOfi IT. Stundar eingöngu augna, eyina. nef og kverka sjúkdóma. — Er að hitta i frá kl. 10 12 f. K. eg 2 5 e. h.— Talsími: Main 3088. Heimili 105 1 Olivia St. Talsími: Garry 2315. Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Building Cor. Portage Ave. og Edmonton Stundar sérstaklega berklasýki og aSra lungnasjúkdóma. Er aS finna á skrifstofunni kl. 11— 12 f.m. og kl. 2—4 c.m. Skrif- stofu tals. M. 3088. Héimili: 46 Alloway Ave., Talsimi: Sher- brook 3168 jy/[ARKET p[OTEL VjB söhitorgiC og City Hall $1.00 til $1.50 á dag Eigandi: P. O’CONNELL. J. G. SNÆDAL, TANNLŒKNIR I 614 Somerset Block Cor. Portage Ave «g Donald Streat Tals. main 5302. The Beléium Tailors Gera við loðföt kvenna og karlmanna. Föt búin til eftir máli. Hrein.a, pressa og gera við. Föt sótt heim og afhent. Alt verk ábyrgst. Verð sanngjarnt. 329 Willinm Ave. Taln. G.2449 WININIPEG JOSEPH TAYLOR, LÖGTAKSMAÐUR Heimilis-Tals.: St. John 1844 Skrifstof u-Tals.: Main 7978 Tekur lögtakl bæði húsalelguskuldir. veBskuldir, vlxlaskuldlr. Afgrelðir alt sem að lögum lýtur. Room 1 Corbett Blk. — 815 Maln St. Talsímið Main 5331 HOPPS & Co. BAILIFFS Tökum lögtaki, innheimtum skuldir og tilkynnum stefnur. Room 10 Thomson BL, 499 Main Fred Hilson Uppboðslialdari og virðingamaður Húsbúnaður seldur, gripir, jarðir, fast- eignir og margt fleira. Hefir. 100,000 feta. gólf pláss. UppbotSssölur vorar á miðvikudögum og laugardögum eru orðnar vinsælar. — Granite Galleries, milli Hargrave, Donald og ElTice Str. Talsímar: G. 455, 2434, 2889 Lightfoot Transfer Co. Húsbúnaður og Piano flutt af mönnum sem vanir eru því verki. Tals. Garry 5071 544 Elgin Ave Dagrtals. St.J. 474. Næturt. St.J.: 866. Kalli sint á nótt og <Jegi. D R. B. GERZABEK. M.R.C.S. frá Englandi, L.R.C.P. frá London, M.R.C.P. og M.R.C.S. frá Manitoba. Fyrverandi aSstoSarlseknlr viS hospital I Vinarborg, Prag, og Berlln og fleiri hospítöi. Skrifstofa í eigin hospitali, 416—417 Pritchard Ave., Winnipeg, Man. Skrifstofutim’l frá 9—12 f. h.; 3—• og 7—9 e. h. Dr. B. Gerzabeks eigið hospítal 416—417 Pritchard Ave. Stundun og lækning valdra sjúk- linga, sem þjást af brjóstveiki, hjart- veiki, magasjúkdómum, innýflaveikl, kvensjúkdómum, karlmannasjúkdóm- um, taugaveiklun. THQS. H. JOHNSON og HJÁLMAR A. BERGMAN, íslenzkir lógfræðiagar, Skmfstofa:— Room 8n McArtbnr Building, Portage Avenue Áritun : P. o. Box 1650. Telefónar: 4503 og 4504. Wianipeg Gísli Goodman TINSMIÐUR VKRKSTŒUI: Horni Toronto og Notre Dame PHone Helmllia Qarry 2088 Qarry 800 J. J. Swanson & Co. Verzla með fasteignir. Sjá um leigu á Kútum. Annast lán og eld'sábyrgðir o. fl. 664 The Kenstngton.Port.ASmltli Phone Main 2597 A. S. Bardal 843 Shfrbrooke St. Selur lfkkistur og annait um útfarir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfrem- ur selur hann alskonar minnisvarða og legsteina. Hcimilis Tals. - Qarry 2151 8krif#tof'u Tals. - Garry 300, 375 Giftinga og , Jarðariara- Dlom með litlum fyrirvara Birch blómsali 616 Portaje Ave. Tals. 720 ST. JOHN 2 RING 3 Canadian Art Gallary 585 MAIN ST. WINNIPEG Sérstök kjörkaup á mymlastækkun Hver sem lætur taka af sér mynd hjá oss, fær sérstaka mynd gefins. Sá er lætur stækka mynd fær gefins myndir af sjálfum sér. Margra ára Islenzk viðskiftl. Vér ábyrgjumst verkiS. KomiS fyrst til okkar. CANADA ART GALLERY. N. Donner, per M. MalitoskL Tals. M. 1738 Skrifstofutimi: Heimasfmi SK. 3037 9f .K. tilóe.K CHARLE6 KREGER FÖTA-SÉRFRÆÐINGUR (Eftirm Lennox) Tafarlaus lækning & Kornum. keppum og innvaxandi nöglum. Hraðnudd og fleira. Suits 2 Stobart Bl. Í90 Portago ^ve., Winnipog Art Craft Studios Montgomery Bldg. 21PortageAv i gamla Queens Hotel G. F. PKNNY, Artist Skrifstofu talslmi .. Main 2065 Heimilis talsími .. Garry 2821 Engin afsökun. J?að er engin afsökun fyr- ir þá, sem þjást af maga- veiki.. pú getur fengið Triners American Elixir of Bitter Wine í öllum lyfja- búðum, og þar eð þetta með- al ræðst á aðalupptök veik- innar og hreinsar magann og innýflin algerlega og veitir góðar hægðir. Ef þú notar Triners American El- ixir of Bitter Wine, þá muntu fríast við meltingar- leysi, harðlífi, höfuðverlc og taugaóstyrk o.fl. — Meðalið hreinsar magann og hjálp- aar mfeltingunni og yfir ar meltingunni og yfir nýju. Verð í lyfjabúðum $1.50. Triners hóstameðal, ef haft í húsinu, er vörn gegn kvefi. Verð: Lini- ment 70c. Sedative 70c. — Joseph Triner Company, Mfg Chemist, 1333-1343 S. Ashland Ave., Chicago, 111.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.