Lögberg - 21.02.1918, Blaðsíða 6

Lögberg - 21.02.1918, Blaðsíða 6
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 21. FEBRÚAR 1918 6 Gefið gœtur að Gophers peir munu ráðast á hveiti akra yðar og eyðileggja uppskéruna, nema því að eins að þér notið GOPHERCIDE Teflið engu í tvísýni. Kaupið Gophercide undir eins og vætið hveitið í því, og dreifið hinu eitraða komi kringum Gophers-grenin. pAÐ BJARGAR UPPSKÉRU YÐAR. Lyfsalinn yðar eða búðarmaðurinn hefir “Gophercide” til sölu, eða getur útvegað það. Búið til hjá National Druq & Ctiemical Co. of Ganada, Ltd. MONTREAL Útibú í Yesturlandinu:—Calgary, Edmonton, Nelson, Yan- couver, Victoria, Winnipeg, Regina Bessastaðakirkja. Kirkjan á Bessastöðum er gömul og stór steinkirkja, miklu stærri en börf er á fyrir þann söfnuð, sem nú á þangað kirkju- sókn. Nú þarf kirkjan mikilla aðgerða, en varla réttlátt að geyma mætti þama einhverjar tegundir fomgripa, og slíkt virð- ist vel geta komið til greina. En auk þess er kirkjan sjálf, eins og áður segir, einn slíkur gripur, sem nokkru er kostandi til að vemda frá eyðileggingu, ætti því þing og stjóm að taka boði hr. ætla jarðeiganda að kosta upp á | Jóns porbergssonar. viðhald hennar. Kirkjan er bygð fyrir fé úr ríkissjóði, því Bessastaðir er konungsjörð, þeg- ar kirkjan var bygð. Áður var á Bessastöðum aðsetur æðstu valdsmanna landsins, eins og Bréf hans til þjóðmenjavarð- ar, þar sem hann býður safninu kirkjuna, er svohljóðandi: “Eg undirritaður, bóndi á Bessastöðum á Álftanesi og eig- andi þeirrar jarðar, óska hér kunnugt er, og svo var þar lengi með að afhenda steinkirkju þá, æðsti skóli landsins. Kirkjan er er á Bessastöðum stendur og því bygð handa fjölmenni. Jörð- in var seld fyrir lágt verð Gr. Thomsen skáldi, og kirkjan látin fylgja. Hún er menjagripur, sem ekki er rétt að eyðileggja. En sé hún einstaks manns eign, er hætt við að hún verði lögð niður og rifin, því núverandi söfnuður í Bessastaðasókn getur komist af með miklu minni kirkju. Núverandi eigandi Bessastaða, hr. Jón porbergsson mintist á þetta í sumar, sem leið, við Matth. pórðarson þjóð- menjavörð, og hvatti Matthías hann til þess að bjóða pjóð- menjasafninu kirkjuna, en þá yrði landssjóður að taka að sér kostnað af viðhaldi hennar. pj óðmenj avörður leitaði til al- þingis í sumar, sem leið, um þetta mál, en kom því ekki fram. Líklega hugsar hann *sér, að þeirri jörð minni fylgir, ásamt öllum hennar áhöldum, föstum og lauSum, pjóðmenjasafni fs- lands til æfinlegrar eignar og umráða með þeim skilyrðum, er nú skulu greind: 1) Kirkjan og gripir hennar allir afhendist í því ástandi, sem hún og þeir eru f nú, og eru þeir allir hinir sömu og greindir eru í skrá fommenjavarðar 22. ágúst 1908. — 2) Bessastaða- sókn sé heimilt að nóta kirkjuna til guðsþjónustugerðar á sama eða líkan hátt og nú, enda gjaldi sóknarmenn kirkjunni sem eign pjóðmenjasafnsins hin lögá- kveðnu kirkjugjöld. — 3 pjóð- menjasafnið annist á sinn kostn- að viðgerð þá á kirkjunni, sem hún nú þarfnast og viðhald henn- Friðfinnur Kristjánsson Pæddur 1883—FaUinn 1917 GetiS I herskýrslum undir nafninu F. Jóhannson, sonur Krist- jáns Jóhannssonar og konu hans Mikkalinu FriSfinnsdóttur á ísafirSi. Sklrnarnafn hans: Friðfinnur Kjærnested, eftir móSurafa sínum. Fór tll vígvallarins frá Canada sumariS 1915, særSist jóla- daginn 1916, en var orSinn heill heilsu og kominn til vigvallar aftur 3. febrúar (1917); var hann í orustu aS binda um sár á þýzkum hermanni, er kúla hitti hann, svo hann var þegar örendur. Var um 24 ára gamall og hafSi dvaliS um 6 ár vestan hafs. 1893—1917 Hann ungur að heiman úr föðurgarði fór. f faðmi síns kjörlands hann þráði að verðp stór. Og þegar að landið hans varnar þurfti við til vígmála að ganga hann lét ei hafa bið. í orustu stóð hann með æskuhreina brá Og óvin í nauðum þar særðan leit hann á: Hann batt um það sárið, er sverðahríðin kvað. ó, segðu mér: Á mannlífið nokkuð fegra en það ? Við miskunnarverkið hann sjálfur bana beið. pað bjartri sæmdi hetju á vígfara leið. pess aldir skulu minnast um eyjar og höf, þó ættjörð fjarri’ hann hvíli í frakkneskri gröf. Jón Kjærnested. Frá Islandi. Viðvíkjandi þeirri notkun kirkjunnar, sem að framan er greind, skal það tekið fram, að eg skuldbind mig og eftirkom- andi eigendur og ábúendur Bessastaða til að leyfa slíka notkun án nokkurs endurgjalds til mín eða þeirra, enda geri eig- endur eða notendur kirkjunnar engan átroðning á tún, engjar eða annað land, fram yfir það, sem nauðsyn krefur og venja hefir verið til. Aðdrættir til að- gerða og umgangur þeirra er skoða vilja kirkjuna, skal jafn- an heimill eiganda. Um kirkjugarð þann, er kirkj- ar að öllu leyti, svo að fullnægt unni fylgir, og hún stendur í, geti orðið öðru skilyrði. skal það tekið fram, að hann verður af hendi jarðeigenda heimill sóknarmönnum til af- nota, sem verið hefir og má kírkjueigandi eigi hindra það á neinn hátt, en þó skal hann hafa rétt til að banna að grafa innan kirkju og nær henni að utan en 2 metra; skal það svæði talið kirkjunni fylgjandi, svo lengi sem hún stendur á þessum sín- um sama stað. óska eg svo að endingu að fá sem fyrst að vita, hvort pjóð- menjasafnið vill veita móttöku þessari gjöf með framangreind- um skilyrðum. Staddur í Rvík 14. júlí 1917. Jón H. porbergsson.” Pétur Sigurðsson, skipstjóri á vélskipinu “Hans” frá Stykkis- hólmi, sem liggur hér á höfninni hvarf síðastl. miðvikudagskvöld. Var hann í landi hér seint um kvöldið, en hefir ekki sést síðan. Haldið er að hann hafi dottið út af hafnarfyllingunni, en skip hans lá við hana þá m kveldið. Konan 1 Hvannadalsbjörgum heitir kvæðaflokkur eftir Guð- mund Magnússon, sem kemur út í næsta hefti “Iðunnar”, en Lögr. hefir fengið sérprentaðan þaðan. Efnið er tekið úr þjóðsögum Jóns Ámasonar og hefir einn kaflinn, “Gandreiðin”, áður birst í Lögr. En alls er kvæðaflokkurinn í 9 köflum, með ýmsum bragarhátt- um, og er vel haldið á efni þjóð- sögunnar. Verzlunarskólinn í Reykjavík var á síðastl.. hausti kominn í mikla fjárþröng vegna dýrtíðar og ónógs styrk frá landsjóði. kaupmannafélag Rvíkur brást þá mjög .vel yið og safnaði með frjálsum samskotum innan verzl unarstéttarinnar hátt á fjórða þúsund króna gjöfum, auk þess sem kaupmannafélagið sjálft veitti skólanum 500 króna styrk úr eigin sjóði fyrir árin 1916 og 1917. Skólinn er rekinn í þágu alls landsins og ætti þetta rausnar- lega fjárframlag verzlunarstétt larinnar í Reykjavík að verða öðrum til fyrirmyndar. úr Rangárvallasýslu er skrif að 8. des.: “Allir eru hér, sem annarstaðar meira og minna kvíðandi fyrir framtíðinni. Vet- ur þessi hefir lagst óvenjulega snemma og illa að, og óvíst, hvort almenningur er nægilega vel undir hann búinn. En þá riði þó fyrst um þverbak, ef heyleysi og þar af- leiðandi horfellir bætt- ist of an á alt annað .... ” “Heimleiðis” heitir kvæðakver eftir St. G. Stephansson, sem ný- komið er hér út, og eru í því ein- göngu kvæði, sem hann hefir kveðið frá því hann lagði á stað í íslandsferð sína síðastl. vor og þangað til hann fór héðan heim- leiðis aftur. Kverið er tileinkað Ungmennafélögum íslands, það er 48 bls. og mynd'af. höf. fram- an við. 5 menn eru nýlega sektaðir fyrir bannlagabrot: Gunnar Sig- urðsson veitingamaður í Báru- búð um 500 kr., N. Petersen Bergstaða str. um 300 kr., tveir menn af “Willemoes” um 200 kr. og einn af “íslandi” um 200 kr. í Hafnarfirði var skipsstjóri seglskipsins “San”, sem nýkomið er frá Spáni með salt, sektaður um 240 kr. f síðustu viku rak vélskipi “Ingibjörg” á land á Sandi vestr XI * • • • I • ap* timbur, fialviður af öllum Njrjar VOrubirgOir tegundum, geirettur og al»- konar aðrir strikaðir tiglar, Kurðir og gluggar til vetrarins. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumaetíð glaðir* að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co> Limited HENRY AVE. EAST - WINNIPEG ■ H. SCHWARTZ & CO. j 1 paulvanir klæðskerar fyrir konur sem karla. i Dæmafá kjörkaup fyrir aðkomumenn sérstaklega, og ■ 1 auðvitað fyrir alla. 1 | Vinnustofa vor, hefir vörur við allra hæfi. Vorið er 1 ■ í nánd, og búð vor er full af nýjum fataefnum, með alveg p a ótrúlega lágu verði. j§ Ef þér viljið fara vel með peninga yðar, þá lítið fyrst B inn á verkstofu vora. Oss er ánægja að komast í kunn- B " ingsskap við yður. Vér höfum þrjátíu ára reynslu í iðn vorri í borginni. H. SCHWARTZ & CO. | Karla og kvenna klæðskeri. B 563 Portage Ave. - - Sími: Sh. 5574 B og brotnaði hún nokkuð. Skipið var á leið héðan til Stykkishólms. Geir hefir reynt að ná skipinu út en varð að hverfa frá, í bili að minsta kosti. Manntjón varð ekkert. Dregið var inn til Vestmanna- eyja nýlega af enskum botnvörp- ungi seglskip, sem kom frá út- löndum með saltfarm til bræðr- anna Proppé. Var það orðið lekt, og nú ráðgert að “Geir” fari til Eyja og dragi skipið hingað. Seglskipið “Takma”, eign T. þrederiksens kaupm. hér, lenti á Jand í Sandgerði aðfaranóttina 15. þ. m. og brotnaði, að sögn, mikið, en menn björguðust., Skip ið var á leið til V^stmannaeyja og var tómt. / Loftskeytastöðin hérna náði fyrsta sambandi sínu miðviku- daginn 12. des. Átti þá skeyta- viðtal við “Fálkann”, sem var þá nýlega farin héðan og var skamt \fyrir sunnan land. Hlutafélag er nú að myndast hér til kartöfluræktunar í stærri s^íl en tíðkast hefir hér áður, og mun félagið helzt hugsa til að fá land í Brautarholti. Forgangs- mennimir eru Guðm. Jóhanns- son í Brautarholti og pórður 61- afsson í Borgamesi. Eldsneyti Guðm. E. Guð- mundssonar hefir nú verið rann- sakað á efnarannsóknarstofunni hér og segir forstöðumaður henn ar um rannsóknina í skýrslu til stjómarráðsins: “Eftir tilmælum hins háa stjómarráðs íslands hefir Rann- sóknarstofan rannsakað sýnis- hom af eldsneytissamsteypu þeirri, er Guðm. E. Guðmunds- son kveðst hafa gert úr mó- mylsnu, grút, tjöru o. fl. Sýnis- hornið var um, 1 kg. á þyngd dökt á lit og daunilt. Eldsneytið reyndist þannig: Raki...................19,25% Aska (í þuru eldsn.) .. 17,60% Notagildi..............57,30% Eins og séð verður á ofan- skráðum tölum, er askan fremur lítil og hitagildið nálgast mjög hitagildi steinkola, sem við mætti búast, því það er kunnara en frá þurfi að segja, að feiti gerir elds- neyti bæði eldfimt og hitamikið” Söfn heitir nýútk. bæklingur eftir próf. Á. H. Bjamason, með kvæðaþýðingum eftir ýms merk útl. skáld. Fallegt kver. Ný skáldsaga er komin út á dönsku eftir Gunnar Gunnarsson skáld, og gerist hún í Reykjavík og heitir “Drengen”. —Lögrétta. Kviðslit lœknað. Fyrir nokkrum árum eííSan, var eg a?J lyfta kistu og kviSslitnaBi. I.œknirinn kvatS uppskurð hiö elna nauBsynlega. Um- búöir komu að engu haldi. A?5 lokum fékk eg þó tangarhald á, nokkru, sem lækna?Si mig algerlega á ðkömmum tima. SítSan eru li?Sin mörg &r; eg hefi unnlð erfiða vinnu, sem trésmiður og aldrei orðið miadægurt. ÞatS var englnn uppskurður, enginn síirsauki, ekkert tlma- tap. Eg sel ekki neitt, en eg er reiðubúlnn að gefa yður fullnægjandi upplýsingar að pvl er til lækningar kvlðslits kemur. Skrifið mér. Utanáskrift mín er Eugene M. Pullen, carpenter, 817 D Marcellus Avenue, Manasquan, N. J. I»ér ættuð að klippa úr biaðinu penna miða og sýna hann þeim, sem þjáðir eru af kviðsliti — þú getur me?S þvl bjargað lífi þeirra, dregitS úr þrautum, sem kvið- sliti eru samfara, og komið 1 veg fyrlr hugarhrelling I sambandi viö uppskur?S. 2 SÓLSKIN an voru, með föruneyti sitt, fóru eftir sléttu brautunum, en yngsti bróðurinn, þegar hann kom þar að, sem vegimir skiftust, þá hugsar hann með sér, að hann skuli fara grýttu brautina. Eldri bræðurinr fóru fram hjá mörgum bæjum, og hvar sem þeir sáu falleg klæði, þá keyptu þeir þau. En frá þeim yngsta, er það að segja að hann gekk dag eftir dag og sá engan þann stað, sem nokkur lík- indi væru til þess að klæði fengist. Að síðustu kom hann að læk, það var brú á læknum og settist hann þar niður til þess að hvíla sig, því hann var orðinn ósköp þreyttur. pegar hann hafði setið þar dálitla stund, þá sér hann hvar stór og ljótur froskur skríður upp úr vatninu rétt hjá sér. Frosk urinn stanzaði rétt við fætumar á honum, og sagði “Hvað er að?” Konungssonurinn svarar: “pú heimski frosk- ur, þú getur víst ekki hjálpað mér”. “Hver sagði þér það?” svaraði froskurinn, “Segðu mér hvað að þér gengur”. pá sagði konungssonurinn froskinum frá þraut þeirri, sem faðir hans hafði lagt fyrir hann. Froskurinn mælti: “Eg skal hjálpa þér, og hljóp út í lækinn. Eftir dálitla stund kom hann til baka og dróg á eftir sér ofurlitla klæðispjötlu, sem ekki stærri en hendi á manna, og þar ofan í kaupið mjög óhrein. “Héma”, sagði froskurinn, “þú skalt fara heim með þetta”, og þótt konungs- syninum litist nú ekki meira en svo á blikuna, þá tók hann samt við klæðispjötlunni, stakk hennfri vasa sinn og hélt heimleiðis. pegar hann kom heim til sín, voru bræður hans nýkomnir, og varð þar mikill fagnaðarfundur Konungur faðir þeirra dró hringinn af hendi sér og bað sonu sína að sýna sér klæðin, sem þeir hefðu komið með. Eldri bræðumir komu með heilann bunka af ljómandi fallegum klæðum, en ekkert þeirra komst í gegnum hringinn. pá var kallað á yngsta bróðurinn. Hann fór ofan í vasa sinn og dróg þar upp klæði, svo fallegt að enginn hafði séð neitt líkt því, og fékk föður sínum. Faðir hans tók við klæðinu og dróg í gegnum hringinn og gekk liðlega. Faðirinn faðmar son sinn að sér og hældi honum mjög fyrir dugnað hans og hepni. Síðan mælti hann: “önnur þrautin, sem þið skuluð vinna, er að fara og finna hund, svo lítinn að hann geti legið í hnotuskel”. Konungsonunum leizt nú ekki meira en svo á þessa þraut, saimt fóru þeir af stað, og þegar þeir komu að krossgötunum, þá fór eins og í fyrra skiftið, að sá yngsti fór grýttubrautina, þar til að hann kom að brúnni, þá setti hann sig niður, sem í fyrra skiftið, en hann var varla sestur þegar froskurinn kom og segir: “Hvað gengur nú að?” Konungssonurinn, sem nú efaðist ekkert um möguleika frosksins til að hjálpa sér, sagði honum hvaða þraut hann ætti nú að leysa. “pað skal verða gjört”, mælti froskurinn, og steypti sér í lækinn. Eftir dálitla stund kemur hann aftur og hafði þá eikarhnotu í munninum, fær hana konungssyni og sagði honum að fara með hana heirn til föður síns, og sjá um að þegar hún verði brotin, að þá verði það varlega gjört. pegar hann kom heim til sín, þá voru bræður hans komnir fyrir nokkrum tíma, og höfðu komið með marga falíega litla hunca, en enginn þeirra gat legið í hnotuskel. Síðastur gengur sá yngsti fram fyrir föður sinn, hneigir sig djúpt, og réttir honum eikar- hnotuna. Konungur tók við henni og braut hana í sundur, mjög varlega. En þegar hún opnaðist, þá hljóp út úr henni svo lítill snjóhvítur hundur, og hljóp upp í lófa konungs og stóð þar og horfði í kring um sig. Konungur og allir urðu frá sér numdir, og hrósuðu mjög hyggindum og hepni konungssonar. pá mælti konungur: “Elsku synir mínir, þýngstu þrautimar eru nú yfirstígnar. Sú síðasta og léttasta, er að hver sá, sem kemur með falleg- ast konuefni skal verða konungur yfir fólki mínu og erfa ríkið”. pessi þraut var sannarlega freistandi, og tæki færið jafnt fyrir alla. Svo eldri bræðumir efnð- ust ekki minstu vitund um það, að sér mundi tak- ast að finna, og ná í fallegustu stúlkuna, sem til væri, fyrir konu. Sá yngsti var ekki eins viss í sinni sök. Hann hugsaði til frosksins, sem svo vel hefði hjálpað sér út’úr sínum fyrri vandræðum, en að hann gæti útvegað sér fallegustu stúlkuna, sem til væri, það væri alveg ómögulegt. Samt fór hann og settist við brúarsporðinn, eins og hann var vanur, en var mjög dapur í bragði. Froskur- inn var þar fyrir, en sagði nú ekkert orð að fyrra bragði. — Eftir að konungssonur hafði setið þegj- andi dálitla stund, segir hann. “Jæja”, froskur minn, nú býst eg ekki við að þú getið hjálpað mér”. “Segðu mér hvað það er”, mælti froskurinn. Konungsonurinn segir honum nú frá þraut- inni, sem hann eigi nú að leysa. Froskurinn mælti: “Farðu beint heim, stúlk- SóLS an kemur á eftir þér”. Konungssonurinn lagði ekki mikinn trúnað á Ioforð-frosksins, en snéri samt heimleiðis og var i mjög vondu skapi, því hann var mjög hræddur um að nú væri loku skotið fyrir það, að hann erfði ríki föður síns. En hann var ekki komin langt áleiðis, þegar hann heyrði að eitthvað kom á eftir sér, og þegar hann leit við, sá hann hvar sex stórar rottur komu eftir brautinni, og drógu á eftir sér stóra g<wkúlu, sem var eins í laginu og keyrslu vagn. f ökumannssætinu sat froskur, á eftir vagninum gengu tveir litlir froskar, en á undan hlupu tvær fallegar mýs. f vagninum sat froskurinn, kunn- ingi konungssonarins, og hneigði sig þegar hann fór fram hjá. Vagninn hélt áfram eftir veginum, og hvarf konungssyninum, þar sem bugða kom á veginn. En þegar konungssonurinn kom þangað sem vagninn hvarf, sá hann standa við veginn ljómandi fallegan vagn, með sex gullfallegum svörtum hestum spentum fyrir. ökumaður í grá- um einkennisbúningi sat í ökumannssætinu og hélt í hestana. Tveir þjónar stóðu við dyrnar á vagn- inum, sem voru opnar, og inn í vagninum sat ljóm- andi falleg stúlka, og þegar konungssonurinn kom nær, sá hann að þessi stúlka var engin önnur en Gherry. Hann fór inn í vagninn og settist við hlið hennar og svo óku þau heim til konungshall- arinnar. pegar þangað kom, voru bræður hans komnir heim, með margar fallegar stúlkur með sér, en engin þeirra var eins falleg og góð eins og Cherry. öllum kom samar. um að yngsti sonurinn skyldi verða konungur og Cherry skyldi verða drotning hans og varð það rómur manna að aldrei hefði verið eins fögur og góð drotning í því kon- ungsríki fyrri.# Kæri ritstjóri Sólskins! Eg þakka þér fyrir “Sólskin”, mér þykir gam- an að sjá margt á prenti eftir bömin. Eg er ellefu ára gamall. Svo vil eg vinsamlega biðja þig að láta meðfylgjandi grein í Sólskin, hún heitir, “Hesta bæn”, eins bið eg allra drengi, sem lesa Lögberg að lesa hana. Ef þú vilt taka þetta í Sól- skin, þá skal eg senda þér eitthvað meira seinna. Axel Vatnsdal, Mozart, Sask. KIN 3 HESTA BÆN. '' í bæn sný eg mér til þín herra minn! pú gef- ur mér mat, þú hugsar sífelt um mig, og lítur eft- ir mér, og að loknu dagsverki gefurðu mér bás og skýli, þar sem eg get lagst niður, og hvílt mig. Vertu aldrei vondur við mig. Hlý orð eru meira virði en svipan. Sýndu mér alúð einstaka sinnum, svo að mér geti þótt vænt um þig. Kipp þú ekki í taumana því það meiðir mig, og berðu mig ekki þegar eg þarf að fara upp í móti með þungt æki. pú mátt ekki berja mig eða sparka í mig þótt eg skilji þig ekki. En lofaðu mér að reyna að skilja þig. Veittu mér eftirtekt og hygðu að, hvort ak- týgin fara ekki illa, eða hvort að mér er ekki ílt í fótunum. Reyrðu ekki höfuðið á mér svo eg geti ekki hreyft það. Ef að þér finst óhjákvæmilegt að setja blöðkur með fram augunum á mér til þess eg geti ekki litið í kring um mig, sem mér hefir þó auðsjáanlega verið ætlað af skaparanum, þá láttu þær ekki leggjast alveg að augunum. Beittu mér ekki fyrir æki, sem er of þungt handa mér að draga. Láttu mig aldrei standa þar sem að vatn lekur ofan á mig. Láttu mig ekki vera of lengi jámalausann. Skoðaðu af og til upp í mig og gáðu að hvort ekki er að grafa í tönnun- um á mér, sérstaklega ef eg á erfitt með að borða. Bittu mig ekki svo stutt að eg geti ekki rétt upp höfuðið, og kliptu ekki of mikið af taglinu á mér, því eg þarf að nota það til að verja mig fyrir flugum. Eg get ekki sagt þér frá því þegar eg er þyrstur, svo gef þú mér oft að drekka, og mundu eftir að hafa vatnið gott. Reyndu að bægja frá mér sjúkdómum, sem mest þú mátt. Eg get ekki sagt þér með orðum þegai- mér er ílt, — veittu mér eftirtekt, og þú kanske sérð þegar mér líður ill?.. Láttu mig ekki standa úti í steikjandi sólarhitan- um, og breiddu yfir mig ábreiðu, þegar þú lætur mig standa úti í kulda. Láttu aldrei frosin jám- mél upp í mig, vermdu þau fyrst á milli handanna þegar þau eru frosin, og þú þarft að láta þau upp í mig. Eg skal reyna að bera byrðar þínar með ósérplægni, og bíða eftir þér með þolinmæði dag og nótt.1 Án þess að hafa frjálsræði til þess að velja mér veg eða fótfestu, verð eg oft að falla á steinlögð- um götum, sem eg oft óska að væru ekki eins harð- ar og þær eru. Mundu eftir því, að á hverri stundu verð eg

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.