Lögberg - 20.10.1938, Blaðsíða 2

Lögberg - 20.10.1938, Blaðsíða 2
o 4é LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. OKTÓBER, 1938 Þegar ÁrbœjarbóndÍDn var myrtur Eftir Oscar Clausen (Sakamálasaga frá byrjun 18. aldar.) Um og eftir aldamótin 1700 var tvibýli í Árbæ í Mosfelssveit. Ann- ar bóndinn hét Sæmundur Þórarins- son og var ættaður austan úr Gríms- nesi, en kona hans hét Steinunn Guðmundsdóttir og hafði hún áður verið tvígift, svo að Sæmundur var þriðji “ektamaki” hennar. Á hin- um helmingi jarðarinnar bjó ungur maður, ógiftur, er Sigurður hét Arason og var móðir hans fyrir búi hjá honum. Fyrir rúmum 200 árum var Ár- bær ekkert stórbýli frekar en nú, þó að 2 væru þar ábúendurnir. Árni Magnússon segir í jarðabók sinni, að jörðin fóðri 6 nautgripi og io lömb.” — Eigandi Árbæjar var Hans Hátign konungur Dana og var landsskuld af allri jörðinni 130 áln- ir, sein átti að gjaldast í fríðu þ. e. a. s. í skepnum eða fullgildum varn- ingi til Bessastaða, en þar sem hvor- ugur ábúandinn var svo burðugur að eiga naut eða sauðkind til þess að láta upp i afgjaldið, hafði land- fógetinn á Bessastöðum allra náð- arsamlegast leyft þeim að gjalda í fiski, sem þeir þá öfluðu sér með því að fara til útróðra í eitthvert verið á Suðurnesjum. Kúgildi voru 4 á jörðinni og voru leigurnar goldn- ar í smjöri, sem afhent var annað hvort á Bessastöðum eða í Viðey eftir því sem á stóð. — Auk þessa voru ýmsar kvaðir á Arbæjarbænd- um, t. d. voru þeir skyldir til að láta einn mann til róðra hjá Bessa- staðamönnum á hverri vertið og létu ábúendurnir hann sína vertíðina hvor. Svo áttu þeir báðir í sam- einingu að lána hest til Alþingis, sem þeir og gjörðu sitt árið, hvor, en áður fyr hafði þess oft verið krafist af þeim að þeir lánuðu hest til ýmsra smáferða. — Árið 1702 varð Sæmundur í Árbæ t. d. að láta 2 hesta til Alþingisferð^r Bessa- staðamanna og fylgja þeim sjálfur, en í þeirri ferð var hann 2 sólar- hringa og varð þá að fæða sig sjálf- ur og fekk hvorki þökk né Iaun fyrir. — Ennfremur lágu á þeim ýmsar smærri kvaðir, svo sem að slá einn dag í túninu í Viðey, flytja ^inn hríshest til Bessastaða, vera 1 dag í mógröfum á Bessastöðum, leggja til jnann tvisvar á sumri þegar Elliða- árnar voru stýflaðar vegna laxveið- anna o. fl. o. fl. Hér skal nú sagt frá atviki úr lífi fólksins í Árbæ um þessar mundir. — Það var á morgni heil- agrar Mauritiusarmessu, eða 22 okt- óber, haustið 1704, að Sigurður í Árbæ kom að Bústöðum og svo að Breiðholti og sagði þær fréttir, að Sæmundur bóndi í Árbæ hefði, kvöldið áður, gengið suður yfir ár og ekki komið aftur. — Hann þótt- ist vera að leita hans og það ná- granna sína að taka þátt í leitinni með sér. Þeir lögðu nú á stað, f jór- ir saman og leituðu af sér allan grun um holt og hæðir, en að lok- um hugkvæmdist þeim að leita i Elliðaánufti og þar fundu þeir Sæ- mund dauðan og lá hann á grúfu fyrir neðan Skötufoss, sem er í syðri ánni á móts við Árbæ. — Þeir drógu síðan iikið úr ánni, en þegar þeir fóru að skoða það betur, vakn- aði hjá þeim grunur um að ekki væri alt með feldu um dauða hans. Þeim þótti hann svo fölur í andliti, að líkast var, að hann hefði ekki druknað. Svo var líkið ekkert blátt eða þrútið eins og oft er um þá sem drukna og auk þess rann ekkert vatn upp úr því. Þetta var þó ekkert rannsakað frekar, að sinni, en frúin í Árbæ var ekkert áf jáð í að líkið væri flutt heim til hennar og var það þegar flutt inn í Gufunes, en þangað átti Árbær kirkjusókn í þá daga og i Gufunesi var það svo búið til mold- ar eins og venja var til. Sigurður sagði frá þvi, að þessu væri þannig hagað, að undiriagi Steinunnar og svo var líkið grafið. — Skömmu síðar gaus upp sá kvittur, að Sig- urður í Arbæ væri valdur að dauða Sæmundar bónda, eða vissi að minsta kosti, hvernig hann hefði borið að og svo var þetta í hámæli komið að sýslumaðurinn varð að láta sig máliS>skifta.— ♦ ■ Sýslumaður í Kjósar- og Gull- bringusýslu var þá danskur maður er hét Niels Kjær og bjó hann í nesi við Seltjörn. Niels Kjær var upprunalega kaupmaður, eða jafn- vel aðeins “assistent” hjá einhverj- ur dönskum kaupmanni og var al- danskur að ætt og uppruna. Svo varð hann eftirlegumaður kaup- manna og komst þá i tæri við Þór- dísi dóttur Jóns Eyjólfssonar sýslu- manns i Nesi og giftist henni. Hann var álitinn skarpur maður, en lagði ekki fyrir sig lögvísi fyr en á full- orðins aldri og tók svo Kjósarsýslu eftir Jón tengdaföður sinn.— Sýslumaður lét nú taka Sigurð í Arbæ fastan, þar sem hann var staddur við sjóróðra í Effersey og var hann svo fluttur að Nesi og hafður í haldi þar. — Ekki komst sýslumaður neitt með Sigurð, í fyrstu. Hann neitaði öllu og kvaðst ekkert vita um, hvernig Sæmundur bóndi hefði farið í fossinn og var hinn ákveðnasti í þvi, að halda fram sakleysi sínu. — Þá var Páll Beyer landfógeti á Bessastöðum, en hann var maður harðfylginn, eins og málaferli hans og þras við Odd lögmann Sigurðsson bendir til. — Páll Beyer hafði líka áður vei'ið kaupmaður eins og Niels Kjær sýslumaður, en hingað til lands hafði hann komið með Muller amt- manni 1688 og þá verið smásveinn hans. Eftir það var hann undir- kaupmaður í Grundarfirði og Stykkishólmi, en upp úr því varð hann landfógati og eitt árið, 1707, hafði hann þrjú æðstu embætti landsins á hendi, þar sem hann var stiftamtmaður, amtmaður og land- fógeti. — hinu síðasttalda þjónaði hann i 10 ár og lýsir séra Jón Hall- dórsson honum svo i Hirðstjóra Annál sínum: “Var honum mann- lega háttað í mörgu við ekkjur og fátæka, sem fyrir því urðu, þá hann var góður. Enginn spekingur var hann haldinn og hneigður mjög til drykkjuskapar og með honum óviti og ofstopasamur.” ^ ♦ Landfógetinn brá sér yfir Skerja- fjörð, að Nesi og tók til að yfir- heyra Sigurð, ef takast mætti að fá hann til þess að meðganga, en hon- um gekk heldur ekki í fyrstu. — Loks fauk i Paul Beyer og hótaði hann þá Sigurði, að fara næsta morgun inn í Gufunes og grafa Sæ- mund upp og skyldi hann leggja höndur á lík hans og endurtaka neit- un sina eða sverja sakleysi sitt. Þá fór að íara um Sigurð og svo gugn- aði hann og meðgekk að hann væri valdur að dauða Sæmundar. Þegar svo Páll Beyer spurði hann að, hvernig hann hefði banað Sæmundi, þá leysti Sigurður frá skjóðunni. Þeir höfðu á sunnu- dagskvöldið farið að veiða lax í hylnum fyrir neðan fossinn og hafði Sæmundur staðið þar á bakk- anum. Þá hafi hann gripið stöng eða “Dutré,” er þeir voru með og hrundið Sæmundi með því ofan í hylinn og þar hafi hann druknað.— Þetta segist Sigurður hafa gjört fyrir ítrekaðar áeggjanir Steinunn- ar konu hans, því að hún hafi þrá- beðið sig að koma honum fyrir, með einhverju móti, ef hann sæi sér færi á því. Eftir þetta var Sigurð- ur hafður í strangri gæslu í Nesi og vakað yfir honum á hverri nóttu og urðu allir bæir á Seltjarnarnesi að leggja til mann í því skyni og vaka til skiftis. ♦ Svo var það mánudaginn næsta eftir Allra heilagra messu (1. nóv.) að Niels Kjær sýslumaður þingaði í málinu á Varmá í Mosfelssveit og staðfesti Sigurður Arason þar fram- burð sinn og játningu um morðið á Sæmundi ,í Arbæ, sem hann hafði gefið Páli Beyer. — Húsfreyjan i Árbæ, Steinunn Guðmundsdóttir, var þar líka tekin fyrir, en þver- ZIGZAG 5 Orvals pappír í úrvals bók C 5' 2 Tegundir SVÖRT KAPA Hinn upprunalegi þunni vindlinga pappír, sem flestir, er reykja "Roll Your Own” nota. BiiSjiS um “ZIG-ZAG” Black Cover BLA KAPA “Egyptien" úrvals, h v í t u r vindlinga pappír — brennur sjálfkrafa — og gerir vindl- ingana eins og þeir væri vafðir í verksmiðju. Biðjið um “ZIG-ZAG” Blue Cover neitaði öllu i fyrstu og kvað Sigurð Ijúga öllu því, sem hann bæri fram. Páll Beyer var einnig þarna staddur og tók hann húsfreyjuna tali og þá meðgekk hún alt fyrir honum. — Þau Sigurður og Steinunn voru svo flutt fram á Seltjarnarnes og höfð þar í járnum næsta hálfan mánuð, en máli þeirra var skotið til lög- manns.— Föstudaginn næsta eftir Marteins messu (11. nóv.) hélt svo Sigurður lögmaður Björnsson þing í þessu máli, í Kópavogi og dæmdi þau bæði til dauða og voru þau tekin af dag- inn eftir. Sigurður var hálshöggv- inn skamt frá túngarði í landnorð- ur frá Þinghúsinu, en Steinunni var drekt i læknum þar fyrir austan.— Höggstokkurinn hafði altaf áður verið upp á hálsinum og þá hafði verið drekt á Elliðaánni syðri. — Annálar segja að þau háfi bæði fegnið “góða iðrun og skilið vel við,” en það er, að aftaka þeirra hafi ekki mistekist. — Páll Beyer var sjálfur við aftökuna og lét setja höfuð Sigurðiar á stöng við dys hans, öðrum til viðvörunar. Sig- urður var aðeins 27 ára gamall, en Steinunn var 20 árum eldri og lét eftir sig 3 börn, sein hún hafði átt með fyrri mönnum sínum.—Yngsti sonur hennar var 14 ára piltur, er Bergur hét og tók Páll Beyer hann að sér, en þetta mál þótti eitt hið ljótasta er þá hafði komið fyrir. — —Lesb. Mbl. Kornrœktin Tíðindamaður frá Vísi átti tal við Steingrírn Steinþórsson búnaðar- málastjóra í morgun, en hann var fyrir nokkuru austur á Sámstöðum, þar sem kornrækt hefir nú um mörg ár verið stunduð í stórum stíl og með góðum árangri, undir stjórn ágæts manns, Klemenzar Kristjáns- sonar. Kornupskeran stendur nú sem hæzt, sagði búnaðarmálastjóri, og mun vera búið að slá 1/3 hluta kornakranna, en korni mun hafa verið sáð í 20—30 dagsláttur á Sámsstöðum í ár. Er það mest bygg og hafrar. Dálítið er og ræktað að vetrarrúgi og tilraunir eru gerðar mleð híveitirækt, en í smáum stíl. Þá er og grasfræ rækt- að á Sámsstöðum, og er grasfræ- ræktin með mesta móti í ár. Yfirleitt lítur vel út með þetta alt. Kornið lítur vel út. Það þroskað- ist nokkuð seint, vegna kuldanna í vor, en náði sér á strik er á leið. Tjón hefir ekki orðið teljandi af foki. Hvassviðri kom þó eystra á dögunum, en tjón af foki verið lítið. Viðri vel nú um hníð og ekki verði tjón af foki eða kornið skemmist í illviðrum, má búast við, að upp- skeran verði góð. Korn er ræktað allviða um land sem undangengin ár og í mjög stór- um stíl í Eyjafirði, þar sem Kaup- félag Eyfirðinga hefir gert tilraun með kornrækt á stóru svæði. Á Hvanneyri í Borgarfirði var hafin kornrækt í vor. Þá er kornrækt sem áður hjá Ræktunarfélagi Norð- urlands á Akureyri. Einstakir bændur gera og tilraun með korn- rækt. Allar Hkur eru til að kornræktin aukist á næstu árum. Framfarir þær, sem orðið hafa í þessari grein landbúnaðarins eru miklar og má þakka það áhuga og dugnaði margra, ekki sízt Klemenzar á Sáms- stöðum. —Vísir 17. sept. Búasteinn og Búahellir Það bar við einn sunnudag, fyrir um það bil þúsund árum, að mað- ur einn kom ríðandi vestur yfir Hellisheiði. Vegurinn liggur nú meðfram fjöllum þeim er ganga suðvestur úr Henglinum, og þá lá hann yfir þau, og var komið að vestan niður skarð það, sem er upp af Kolviðarhóli og hét það Öxna- skarð. Þessi leið var farin til tiltölu- lega skamms tíma enda eru djúpir slóðar slitnir þár víða í klappirnar eftir hófa ferðamanna hestanna. Hellisheiði var lengri fjallvegur í gamla daga en nú, því engin bygð var, frá því farið var upp úr Ölfusi, þar til komið var að Lækjarbotnum, efsta bænum í Seltjarnarneshreppi, en þar heitir nú Lögberg. Maðurinn sem kom ríðandi var mikill vexti og gjörfilegur og reið við alvæpni. Hann hét Búi And- ríðsson og var ríkur bóndason frá Brautarholti á Kjalarnesi. Faðir hans hafði komið seint á landnáms- öld, ásamt fleiri mönnum, frá ír- Iandi, en norrænir víkingar höfðu þá víða lagt undir sig strendur þess lands, og má segja að tunga sú, er síðar var nefnd íslenzka, hafi hljóm- að hringinn í kringum gjörvalt Ir- land. Andríður giftist Þuríði, hin- um mesta kvenskörungi, er var dótt- ir bóndans í Þormóðsdal í Mosfells- sveit, og var hún móðir Búa, og enn á lífi, er þetta gerðist. Bui var að koma frá Noregi, og hafði skip það, er hann kom með, haft skjóta ferð, því veður höfðu verið hagstæð og stýrimaður glögg- ur á gang stjarna og sólar, en þá var ekki leiðarsteinninn fundinn, svo að stýra varð eftir gangi himin- tunglanna og var það nokkuð örugt meðan leiðarstjarnan sást, er jafn- an sýndi hvar hánorður var. En um sumardag, þegar komið var það langt norður, að nótt var björt, varð að stýra eingöngu eftir sólargangi og tungli ( ef það sást) og reyndi þá mjög á farmensku stýrimanns. Skipið hafði tekið höfn við Eyrar við Ölfusárós, er þá hét Hvítárós, þvi fljótið hér þá Hvítá alla leið til sjávar. En á bakkanum upp frá Eyrum myndaðist þorp er nefnt var Eyrabakki en síðar breyttist nafnið í Eyrarbakki. Það var siður þá, að þeir, sem tóku sér far tpilli landa, keyptu hlut í skipinu eða að minsta kosti áttu hlut ií varningi og þótti þetta nauÖ- synlegt til þess, að allir skipverjar væru fúsir til þess að verjasí, ef víkingar, eða aðrir ránsmenn, réðust á þá. Búi hafði því ekki þegar rið- ið vestur yfir fjall, heldur tafist nokkuð eystra því hann þurfti að gera ýmsar ráðstafanir viðvikjandi eignum' sínum. Hann gat því búist við að fregnin um að hann væri komin á undan honum vestur yfir heiði. En þó að hann ætti óvini bjóst hann tæplega við, að þeir myndu bregða svo skjótt við, að honum væri ekki óhætt yfir heiðina, enda var hann hinn mesti fullhugi og ekki hafði hann viljað heyra, er skipsfélagar hans töluðu að óvar- legt væri fyrir hann að fara einn síns liðs yfir heiðina, Andriður faðir Búa og félagar hans höfðu verið skírðir menn, en v.íst að öðru leyti lítt kristnir, en land laut alt þá hinum forna átrún- aði feðra vorra. En Búi vildi á uppvaxtarárum sínum engin goð blóta, og hneykslaði það mjög trú- aða menn, þvi þeim var Ásatrúin eins hugstætt mál, og eins mikið hjartans mál, eins og kristum mönn- um síðar hin kristna trú, og hötuðu jafn mikið og þeir trúleysingjana. Þessi vantrúnaður Búa mæltist því ítla fyrir hjá trúuðum mönnum og varð það til þess, að einn fram- gjarn unglingur, Þorstein sonur Þorgríms goða á Kjalarnesi ^tefndi Búa til Kjalarnesþings fyrir rangan átrúnað, og lét varða skóggangssök. Var Búi sekur dæmdur og því rétt- dræpur. En Búi skeytti ekki dómn- um, leitaði ekki af landi brott, eins og siður var sekra manna, og fór allra ferða sinna. Lög feðra vorra voru þannig, að sá, sem fékk mann sekan gerðan. varð sjálfur að sjá um fullnægingu dómsins, og hafa margir undrast, að svo vitur lög, setn þeir gerðu yfir- Ieitt, að þeir skyldu ekki mynda sterkt framkvæmdarvald. En þetta var mjög að ráði gert, því þeir voru lýðveldismenn í eðli sínu, og höfðu flutt til eylands þess af þv,í, að þeir vildu ekki ofríki einstaks manns. En þeir’ óttuðust, að ef hér væri sterk miðstjórft, myndi bráðlega leita í sama horfið hér, og þeir höfðu snúið frá í Noregi. En það þótti hin mesta vanvirða, að koma ekki fram dómum, gagnvart sekum mönnum með því að fella þá, éða að minsta kosti að stökkva þeim úr landi. Það sem Þorsteinn Þorgrímsson hafði ætlað að gera til að afla sér álits, snerist þvi honum1 til vanvirð- ingar, er Búi fór ekki úr landi, og það því frekar, sem Búi fór ferða sinni niillí Brautarholts og Esju- bergs (en þar bjó fóstra hans) án þess að bera eggvopn, en hann hafði aðeins slöngu eina knýtta um mitti sér, því hann var slyngur. Þor- steinn hlaut því, til þess að halda heiðri sínum, að drepa Búa, þó það hafi fráleitt verið ætlun hans i fyrstu. Þorsteinn veitti því Búa eftirför einn dag með tólf af mönnum föð- ur síns, eitt sinn er hann fór frá Brautarholti til E^jubergs. Þetta var um vetur og veður útsunnan með éljagngi, eins og títt er við Faxa- flóa, en ekki var sporrækt. Búi sá eftirförina er hann kom á hæð þá, er Kléberg heitir. Beið hann þar eftir þeim, og er þeir komu yfir læk þann er þar var vestan við, var eitt élið að skella á. Slöngvaði Búi steinum á nokkra þeirra, og var það sumra bani. En þeir Þorsteinn hlupu þá sem ákafast að honum, en þeir náðu honum ekki, því Búi komst undan í élinu, enda þekti hann þarna hvert gil og hverja lægð. En þegar saga þessi var sögð, nokkr- um mannsöldrum siðar var undan- koma Búa þökkuð galdramyrkri, er fóstra Búa hefði gert. Og þannig er sagan rituð niður í Kjalnesinga- sögu. Nokkru seinna kom Búi seint um kvöld til Brautarholts, og var þar um nóttina. Næsta morgun árla sneri hann aftur til Esjubergs. En er hann Kom á holtið, þar sem sá heiin að bænum á Hofi, sá hann mann ganga þaðan til hofsins og þekti að það var Þorsteinn. Gekk hann þá á eftir honum inn í hofið og vó hann þar, og skildi við hann clauðan undir hofgarðinum. Síðan kveikti hann með hinum vígða eldi hofsins i tjöldunum, sem það var klætt með, og brann hofið. En Búi kom við á bæ þeim, er hét Hólar, Iíklega" þeim sama og nú heita Skrauthólar, og lýsti þar vígi Þor- steins á hendur sér. Fóstra Búa á Esjubergi vísaði honum á helli, sem er austur og upp af bænum á Eesjubergi, og hafði hún látið safna þangað vistum með leynd, og fór Búi þangað. Þorgrímur goði kom með marga menn til Eesjubergs til þess að drepa Búa, en fann hann þar ekki. Sneri hann þá í Brautarholt, til þess að drepa Andríð, sem þá var maður gamall. Var hann tekinn höndum, og tjáði ekki þó að Þuríður hús- freyja byði fé fyrir bónda sinn. Fékk Þorgrímur mann til að vega að honum, og varð Andríður vel við dauða sínum. En Þuríður lét heygja hann í ey þar skamt frá landi, er síðan heitir Andríðsey. Eigi leið á löngu áður en Búi fór að fara nokkurn veginn ferða sinna og lét Þorgrímur goði eins og hann vissi eigi af. Var haldið að hann myndi hafa iðrast þess, að hann lét vega Andríð, og að hann þessvegna hafi ekki viljað eiga meira ilt við Búa. Leikar tókust nú á Kollafirði en þar var dóttir bónda, Ólöf hin væna, er orðlögð var fyrir fegurð og aðra kvenkosti. Sátu þeir hvern dag sinn hvoru megin við hana Búi og norð- maður einn (eða austmaður eins og þeir voru þá kallaðir) er Örn hét, og stjórnaði kaupfari, er hér hafði vetursetu. Töluðu þeir báðir við Ólöfu og heyrðu hvor um sig samtal hins, en ekki ræddust þeir við. Brátt bættist þíiðji maðurinn í hópinn, sem var Kolfiður frá Elliðavatni í Seltjarnarneshreppi, mikill maður og sterkur, en þótti lítt kunna mannasiði og gekk með lurk einn að vopni. Austmaninum þótti óvirða að þessum meðbiðli, og sat fyrir honum við annan mann, en leikar fóru þar öðruvísi en til var stofn- að, því hann féll þar sjálfur. Síðar skoraði Kolfiður Búa á hól'm, en varð undir í þeirri viðureign, gréri þó fljótlega aftur sára sinna. En Búi fór með Ólöfu vænu í hellirinn til sín, og ætlaði Kolfiður eitt sinn að sækja hann þar, en varð frá að hverfa. Að lokum fór Búi utan að ráði fósfru sinnar með skipi er uppi stóð í Hrútafirði. En á leiðinni fyrir Esju, veittu nokkrir frændur Þor- gríms goða honum eftirför, því þeim þótti óvirðing áð því að banamaður frænda þeirra skyldi ríða fram hjá garði þeirra. Börðust þeir þar, er síðar var nefnt Orustuhóll, en menn komu og skildu þá, og reið Búi norður og fór utan. En er hann var farinn, tók Kol- fiður Ólöfu hina'vænu, er aftur hafði farið í Kollafjörð og hafði hana hjá sér á Elliðavatni. En hún eignaðist dóttur með Búa, er nefnd var Þuríður, og tók fóstra hans á Blsjubergi hana til sín. Og nú var Búi kominn aftur heim til Islands. Þegar hann kom á f jall-. ið, þar sem sjá mátti út á Faxaflóa, fór hann af baki og gekk upp á tind einn, þar sem hann sá yfir flat- lendið næst sjónum. Landið var hið efra mjög líkt því, sem það er nú: hraun og mosa- þembur, en hið neðra var það næsta ólíkt, þvi að þar sem néi eru grá og gútt holt, eða berir melar, voru grænir birkiskógar. Landið okkar, sem er nú mest grátt og nakið var þá víðast grænt. Búi hélt áfram ferð sinni, hann fór niður Öxnaskarð, og er hann var kominn jangt til niður undir sléttuna, þar sem nú er bærinn Kol- viðarhóll, spruttu þar upp margir vopnaðir menn, og þóttist hann vita, að þar væri fyrirsát. Hann reið því hestjnum að steini einum geysistór- um, því honum sýndist þar gott vígi. Þarna var þá kominn Kolfiður við tólfta mann. Sagði Búi drengilegra að það gengi einn að honuni í einu, ep Kolfiður vissi hvernig þeir leik ar myndu fara, og sagðist neyta liðs- tnunar. I Kjalnesingasögu er sagt. að Búi hafi varist við steininn, en þó má á sögunni sjá, að hann hefir varist upp á honum, enda er þar betra vígi því steinninn er mjór í nyrðri endann svo varla hafa meiri en tveir til þrír menn getað sótt að honum þarí einu. En ef þeir urðu sárir að nokkrum mun, hlutu þeir KAUPIÐ AVALT LUMBER hja THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVENUE and ARGYLE STREET Winnipeg, Man. - Phone 95 551

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.