Lögberg - 26.07.1956, Page 2

Lögberg - 26.07.1956, Page 2
2 ) LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 26. JÚLI 1956 Hrein tilyiljun réði því að kjarnorku- sprengjunni var varpað á Nagasaki Nokkur atiiði rakin úr bók Trumans, fyrrum Bandaríkjaforseta um örlagarikar ákvarðanir. Ekki slóð á samþykki Rússa að varpa kjarnorku- sprengjum gegn Japan Enn ERU FLESTUM hinar ægilegu kjarnorkusprenging- ar á Hirosíma og Nagasaki í fersku minni, enda voru það stórsögulegir atburðir, sem ætíð munu verða mjög um- deildir. Mjög eru skiptar skoð- anir um, hvort nauðsynlegt hafi verið að varpa þessum eyðingarvopnum á þessar jap- önsku stórborgir. í Bandaríkj- unum skiptast menn mjög í tvo hópa. Allir harma atburð þennan, en líklega eru þeir þó fleiri þar í landi, sem segja sem svo — við vorum knúnir til að gera þetta, enda bjarg- aði þetta lífi tug- eða hundruð þúsunda amerískra hermanna, þar sem kjarnorkusprengjan knúði Japani til að gefast upp skilyrðislaust skömmu eftir að sprengjunum var varpað. ----0---- TRUMAN, fyrrum forseti Bandaríkjanna hefir nýlega ritað æviminningar sínar. Er það hin skemmtilegasta bók, enda hefir mikið á daga Trumans drifið. Einn hluti hennar fjallar um ákvörðun stjórnar Bandaríkjanna að varpa þessum sprengjum til að knýja fram uppgjöf Japana. Ekki var laust við, að hinn vónum betri „á r a n g u r“ sprengjunnar vekti ánægju í stöðvum Bandamanna. Vold- ugasta eyðingarvopn verald- arsögunnar var komið í hend- ur Bandaríkjamanila og þau voru ákveðin í því að beita því til að knésetja jajanska herveldið. Það var Stinson hervarnarráðherra, sem sendi Truman fyrstu fréttirnar um fyrstu kjarnorkusprenging- una. Truman var þá staddur í Potzdam á fundi æðstu manna stórveldanna, en þar var rætt m. a. um þátttöku Rússa í Kyrrahafsstyrjöldinni v i ð Japan. ----0---- I POTZDAM hvíldi mikil leynd yfir tilraununum um þetta mikla og áhrifaríka vopn, sem átti að valda straumhvörfum í styrjöldinni við Japan. Aðeins fáir Banda- ríkjamenn vissu um þessar til- raunir og árangurinn af þeim. Að sjálfsögðu var Winston Churchill vel kunnugt um málið, þar sem bandaríska stjórnin hafði nána samvinnu við helztu ráðherra brezku stjórnarinnar um málið. Truman segir frá því í bók sinni, að hann hafi nefnt þetta við Stalín í Potzdam 24. júlí, að Bandaríkjamenn hefðu bráðlega í sínum hönd- um öflugasta eyðingarvopn, sem nokkru sinni hefði verið fundið upp. Rússneski ein- valdurinn sýndi engan sér- stakan áhuga á þessu en sagð- ist þó hafa gaman af því að heyra þetta og sagðist „vona, að vel tækist til með notkun þess í baráttunni við Japan.“ ----0---- ÞAÐ VAR MIKIÐ að gera hjá bandarískum vísinda- mönnum þessa dagana. Þeir voru að leggja síðustu hönd á verkið við að fullgera þessa ægilegu sprengju, sem olli straumhvörfum í Kyrrahafs- stríðinu. Sá sem mestan þátt- inn á í uppfinningu þessarar sprengju, er vísindamaðurinn Oppenheimer, sem nú er heimfrægur vegna mikillar deilu, sem upp kom um stjórn- málaskoðanir hans. Truman forseti segir, að Oppenheimer sé tvímælalaust bezti vísinda- maður, sem Bandaríkin hafi nokkru sinni átt. Síðustu daga fyrir árásina rannsakaði herráð Bandaríkj- anna nákvæmlega lista yfir þær borgir, sem komu til greina að varpa sprengjunni á. Truman forseti hafði lagt blátt bann við því að kasta sprengjunni á nokkurn annan stað en þann, sem hefði úr- slitaþýðingu frá hernaðarlegu sjónarmiði. Borgin Kyoti var ein þeirra borga, sem kom til mála að kasta sprengjunni á, en þegar það kom upp úr kaf- inu, að borgin var hin mesta menningarborg og miðstöð trúarlífs japönsku þjóðarinn- ar, var ákveðið að taka þá borg út af listanum. ----0---- AÐ LOKUM voru teknar út fjórar borgir, sem allar skyldu koma til mála að verða fyrsta skotmark hinnar miklu kjarn- orkusprengju, en það voru borgirnar Hirosíma, Kokura, Nagasaki og Niigata. Þann 29. júlí tilkynnti japanska stjórn- in, að hún myndi ekki gefast upp, hvaða hótunum sem yrði beitt af hálfu Bandamanna. Þá var ákveðið að láta til skarar skríða. Það var þann 6. ágúst, sem atburðurinn gerðist. Það var B-29 sprengju flugvél frá bandaríska flug- hernum, sem flutti þennan dýrmæta farm á áfangastað- inn. Klukkan var 15 mínútur gengin í átta snemma morg- uns, þegar flugvélin kom yfir Hirosíma og' innan skamms var sprengjunni varpað. Eyði- leggingin varð meiri en nokk- ur hafði búizt við. Heimurinn stóð á öndinni, þegar fréttirn- ar báruzt og enginn vafi léki á því, að siðferðisþrek Japana var að engu orðið við þessa ægilegu árás. ----0---- NÚ FYRST virtist sú stund vera að renna upp fyrir Banda ríkjamönnum, að þeir voru að því komnir að sigra japanska herveldið, sem á svo svívirði- legan hátt hafði í upphafi hafið stríðið með árásinni á Pearl Harbour. Enn ríkti í Bandaríkjunum g í f u r 1 e g gremja við Japani eftir hina svívirðilegu árás, þar sem tug- þúsundir amerískra hermanna biðu bana, algjörlega óvið- búnir, eins og vænta mátti. Truman forseti gaf nú yfirlýs- ingu í nafni stjórnarinnar. Hótaði hann Japönum algerri eyðileggingu, ef þeir gæfust ekki upp skilyrðislaust. — Minnti Truman á, að japanska stjórnin hefði getað forðað þjóð sinni frá hörmungum þessum, ef hún hefði orðið við skilmálum þeim, sem Banda- menn buðu þeim eftir ráð- stefnuna í Potzdam, en nú væri það of seint. ----0---- EKKI STÓÐ Á samþykki Rússa, að láta varpa kjarn- orkusprengjum á japanskar borgir til að knýja fram upp- gjöf. Averell Harrimann skýrði Truman frá því, að eft- ir langar viðræður þeirra, hefði Stalín sýnt mikinn áhuga á notkun sprengjunnar í Kyrrahafsstríðinu. Skýrði Stalín frá því, að Rússar hefðu fundið fullkomnar rannsókn- arstofur, þar sem þýzkir vís- indamenn hefðu unnið að því að kljúfa atómið, en þeim Dr. Richard Beck og Bertha Beck í Grand Forks, N. Dak., komu nýlega heim úr þriggja vikna ferðalagi vestur á Kyrrahafsströnd og um Suð- Vesturríki Bandaríkjanna. Fóru þau ferð þessa sérstak- lega til þess að heimsækja Richard son sinn, vélaverk- fræðing, sem er sem stendur liðsforingi í flugher Banda- ríkjanna í Spokane, Wash., og Margréti dóttur sína og mann hennar ~(Mr. og Mrs. Paul Hvidston) og dóttur þeirra í Whittier, California. Einnig notuðu þau tækifærið til þess að koma á ýmsa fagra staði og fræga. í vesturleiðinni voru þau nokkra daga í Salt Lake City. Á ríkisháskólanum í Utah (Univ. of Utah), þar í borg flutti dr. Beck fyrirlestur um íslenzkar bókmenntir í boði tungumáladeildar háskólans; í áheyrendahópnum voru ýmsir kunnustu Islendingar þar úr borginni og víðar úr ríkinu. Á undan fyrirlestrinum voru þau hjónin gestir í virðuleg- um hádegisverði, er forseti umræddrar háskóladeildar hafði efnt til. I Los Angeles voru þau einnig heiðursgestir í veglegu hefði ekki tekizt það. Rúss- neskir vísindamenn hefðu einnig unnið við slíkar rann- sóknir, en þeim hefði ekki tekizt að ná eins langt sem bandarískum vísindamönnum. Lýsti Stalín yfir fullum stuðn- ingi Rússa við tilraunir Bandaríkjanna til að vinna skjótan sigur á Japönum. Þann 9. ágúst var annarri sprengjunni varpað — í þetta skipti komu hörmungarnar yfir Nagasaki. Bandaríska stjórnin gaf Japönum þriggja daga frest til að gefast upp, áður en annarri sprengjunni yrði varpað. I fyrstu var á- ætlað að kasta sprengjunni á Kokura, en þegar flugvélin kom yfir borgina voru veður- skilyrðin mjög óhagstæð, svo að stefnan var tekin að Naga- saki. Má því segja, að tilvilj- un ein hafi ráðið því, að tug- þúsundir saklausra borgara í Nagasaki biðu bana. Annars voru veðurskilyrðin í Nagasaki lítið betri en í Kokura, en þar sem flugvélin var orðin bezínlítil og langt til þriðja skotmarksins, sem var Niigata, þá renndi B-29 sprengjuflugvélin sér niður í gegnum skýjaþykknið yfir borginni og lét farminum rigna yfir borgina. Skemmd- irnar urðu ægilegri, en nokk- urn hafði grunað. Þrek Japana var nú með öllu bugað og gafst • herinn upp skömmu síðar. Kyrrahafsstyrjöldinni var lokið með algjörum sigri Bandaríkjanna. 2. heimsstyrj- öldinni var nú loksins að fullu lokið og milljónir manna um heim allan héldu daginn há- tíðlegan. —TÍMINN, 9. júni hófi á heimili þeirra Gunnars og Guðnýjar Matthíassonar, og var þar saman kominn stór hópur íslendinga. Var þar veitt af mikilli rausn og mikið um söng og fjörugar sam- ræður. Dr. Beck þakkaði í stuttri ræðu hinar frábæru viðtökur, ræddi síðan um ís- lenzkar menningarerfðir, og las að lokum upp nýort kvæði eftir sig. Þá tók til máls Gunnar Matthíasson og þakk- aði þeim Beckshjónum kom- una og Richard störf hans fögrum orðum. Lauk mann- fagnaðinum með almennum söng íslenzkra söngva. I austurleiðinni skoðuðu þau hjónin hið mikla furðu- verk náttúrunnar Grand Canyon í Arizona, fóru síðau til Albuquerque í NeW Mexico, þaðan til Colorado Springs, Colorado, og komu þar á ýmsa merkisstaði; fóru meðal annars bílferð upp á hinn fræga fjalltind, Pikes Peak. Síðan héldu þau heih1 leiðis um Denver, Colorado, Omaha, Nebraska, og Siou* Falls, S. Dakota. Mun dr. Beck hafa í hufa að rita um ferðalag þetta í vest- ur-íslenzku vikublöðin. Jane Ashley segir:- "BENSON'S og CANADA maís mél er bezt í sósur, kraftsósur og búðinga" Maís mél er búið til úr bezta efni, sem hægt er að fá. — 1 Evrópu er Corn Starch þekkt undir nafninu maís mél. Flestar canadiskar húsmæður taka maís mél fram yfir y annan mélþéttir. HVÍT SÓSA I mcðallagi þykk 3 matskei?5ar smér. 2 matskeiSar BENSON’S e8a CANADA maís méí. 1 teskeitS salt. % teskeiC pipar. 2 bollar mjólk. BræðiC smérið á sósu-pönnunni. BætiS 1 þaS BENSON’S eða CANADA maís méli, salti og pipar, og hrærið það vel. HelIiS mjólkinni smám saman og hrærið jafnóðum þar til það er orðið mjúkt Sjóðið vlð meðal hita og hrærið I þvl á meðan þar til það er farið að sjóða og þykkna. Sjóðið það I 2 mtnútur, og hrærið þafc á meðan. Berið á borð heitt. —Þetta verða um tveir bollar af sósu. SÓSU-RÉTTUR: Bætið við ofangreinda sósu 1% bolla af soðnu kjöti, brytjað í smástykki, eða soðnum fisk i smábitum. Berið á borð heitt. BAKAÐIR RÉTTIR: Bætið 1% bolla af soðnu kjöti, fiski eða grænmeti I tvo bolla af hvítsósu. Látið I "casserole”; stráið ofan á % bolla af smurðum brauðbitum. Bakið við meðal hita (375°F.) I 25 til 30 minútur. Næst þegar þið farið í búðir að verzla, þo gleymið ekki að kaupa BENSON’S eða CANADA maís mél. Komin heim úr langferð

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.